Fleiri fréttir

Kögun semur við bandaríska flotann

Bandaríski flotinn hefur eftir útboð tekið tilboði Kögunar hf. í rekstur fjarskiptastöðvar flotans í Grindavík. Útboðið er hluti af þeirri endurskipulagningu sem orðið hefur vegna brotthvarfs hersins og með þessu tekst að skapa áframhaldandi störf fyrir hluta þeirra starfsmanna sem sinnt hafa þjónustu við Varnarliðið á vegum Kögunar, segir í tilkynningu.

Skorar á hnífstungumenn að gefa sig fram

Lögreglan í Reykjavík leitar nú tveggja ungra manna sem eru aðilar að hnífstungumáli í Select við Suðurfell aðfaranótt sunnudags, 10. september. Góðar myndir náðust af báðum þessum mönnum í öryggismyndakerfi Select. Lögreglan skorar á þessa menn að gefa sig fram tafarlaust.

Útlit fyrir metfjölgun landsmanna á árinu

Útlit er fyrir metfjölgun landsmanna á þessu ári, meðal annars vegna aukinnar fólksflutninga frá útlöndum. Samkvæmt þjóðskrár voru landsmenn ríflega 304.300 1. júlí síðastliðinni og hafði þeim fjölgað um eitt og hálft prósent frá áramótum.

Háskólakennurum fjölgar um 101 milli ára

Háskólakennurum fjölgaði um hundrað og einn á milli áranna 2004 og 2005 samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands. Árið 2004 voru þeir um 1731 í 1158 stöðugildum en þeir voru 1832 í 1247 stöðugildum í nóvember í fyrra. Meirihluti starfsmanna við kennslu á háskólastigi, eða 60 prósent, er í hlutastarfi samkvæmt tölunum.

Kögun semur við bandaríska flotann

Bandaríski flotinn hefur eftir útboð tekið tilboði Kögunar hf. í rekstur fjarskiptastöðvar flotans í Grindavík. Útboðið er hluti af þeirri endurskipulagningu sem orðið hefur vegna brotthvarfs hersins og með þessu tekst að skapa áframhaldandi störf fyrir hluta þeirra starfsmanna sem sinnt hafa þjónustu við Varnarliðið á vegum Kögunar, segir í tilkynningu.

Með augun á kerrunni

Þrennt slapp með minniháttar meiðsl þegar jeppi sem fólkið var í valt út af Eyjafjarðarbraut skammt frá flugvellinum á Akureyri um hálftíu í gærkvöldi. Bílstjórinn var á ferð með kerru og vandaði sig mjög við að aka með hana, á kostnað þess að fylgjast nógu grannt með því hvort bíllinn sjálfur væri á veginum.

Þjófurinn stakk af fullur undir stýri

Lögreglan í Reykjavík stöðvaði í nótt þrjá ökumenn sem grunaðir voru um ölvun við akstur. Einn þeirra var staðinn að verki við að brjótast inn í bíla í Mosfellsbæ. Hann hafði stolið einu útvarpstæki og reyndi að flýja lögreglumenn akandi. En lögreglumennirnir náðu honum skjótt og var hann sviptur ökuréttindum á staðnum, færður í fangageymslur og verður hann yfirheyrður í dag.

Leitar enn árásarmannanna

Lögreglan í Reykjavík leitar enn tveggja manna sem stungu öryggisvörð með hnífi og börðu starfsmann Select í höfuðið á bensínstöð Skeljungs í Fellahverfinu í Breiðholti í fyrrinótt. Að sögn varðstjóra sýna upptökur öryggismyndavéla ágætar myndir af árásarmönnunum og er vonast til að þær leiði til handtöku mannanna.

Ríflega þrjátíu milljónir króna söfnuðust

Ríflega þrjátíu milljónir króna söfnuðust í landssöfnuninni Göngum til góðs sem Rauði kross Íslands stóð fyrir í gær. Þessi upphæð á eftir að hækka þar sem enn hefur ekki verið talið í nokkrum deildum Rauða krossins úti á landi, og tvær deildir munu ganga til góðs í dag.

Hugmyndir uppi um að leggja Konukot niður

Hugmyndir eru uppi hjá formanni velferðarsviðs Reykjavíkurborgar um að leggja Konukot niður í núverandi mynd og sameina það Gistiskýlinu í Þingholtsstræti. Þetta stangast á við reynslu starfsfólks í athvarfinu og kvennanna sem þar gista. Önnur úrræði fyrir heimilislausa, líkt og Kaffistofa Samhjálpar, eru líka í uppnámi.

Kynferðisbrotamál klúðruðust vegna tregðu við að nota Barnahús

Forstjóri Barnaverndarstofu segir að tvö nýleg mál sem vörðuðu kynferðisofbeldi gegn börnum hafi klúðrast vegna tregðu dómara við að nota Barnahús. Hann vill að allar skýrslur af börnum séu teknar í Barnahúsi, en segist tala fyrir daufum eyrum stjórnvalda.

Auðveldara að smygla

Greið leið er fyrir þá sem vilja smygla fíkniefnum, fólki eða öðrum ólöglegum farmi hingað til lands, eftir að hætt var að vinna úr upplýsingum frá frumratsjám í vor. Hægt er að fljúga hingað litlum vélum og lenda þeim utan alfaraleiðar án þess að nokkur verði þess var.

Mikið um slagsmál í Keflavík

Lögreglan í Keflavík þurfti fimm sinnum að stöðva slagsmál á Hafnargötunni þar í bæ í nótt. Tveir leituðu sér aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í kjölfar ólátanna en enginn var fluttur á lögreglustöð.

Árásarmennirnir enn ófundnir

Öryggisvörður var stunginn í bakið í nótt í verslun Select í Breiðholti og starfsmaður verslunarinnar var sleginn í höfuðið. Árásarmennirnir eru ófundnir.

Sjö á slysadeild eftir umferðarslys á Miklubraut

Sjö voru fluttir á slysadeild í nótt lítið meiddir eftir að ökumaður missti stjórn á bifreið sinni á Miklubraut nærri Rauðarárstíg. Bifreiðin reif niður 25 metra af járngirðingu á umferðareyju sem þar er og lenti svo framan á annarri bifreið sem kom úr gagnstæðri átt.

Flutningabíll valt á Vestfjörðum

Flutningabíll valt í Trostansfirði á Vestfjörðum um sexleytið í gærkvöld. Bílstjórann, sem var einn í bílnum, sakaði ekki, að því er fram kemur á fréttavefnum Tíðis. Farmurinn, um 14 tonn af frystri loðnu, fór hins vegar allur út úr bílnum við óhappið og vann á þriðja tug björgunarsveitamanna ásamt vinnuvélum við að hreinsa svæðið fram eftir kvöldi.

Öryggisvörður stunginn í síðuna

Öryggisvörður var stunginn í síðuna í verslun Select í Breiðholti um þrjúleytið í nótt þegar hann reyndi að koma nokkrum ungum mönnum út úr versluninni. Maðurinn var fluttur á slysadeild en meiðsl hans reyndust minni en óttast var í fyrstu. Árásarmennirnir komust undan en lögregla hefur grun um hverjir voru að verki og er þeirra nú leitað.

Flugmálastjórn gæti tekið við eftirlitinu

Flugumferðarstjórn hefur ekki orðið fyrir neinum áhrifum þó að herinn hafi hætt eftirliti með flugumferð. Flugmálastjórn gæti tekið við eftirlitshlutverkinu, að mati flugmálastjóra. Varaformaður Samfylkingarinnar vill að Nató borgi.

Ekki rof á skyldum gagnvart NATO

Íslendingar bregðast ekki skyldum sínum gagnvart NATO þótt ratsjáreftirlit sé takmarkað, að mati Geirs Haarde, forsætisráðherra. Hann segir varnarviðræðunum við Bandaríkjamenn eiga að ljúka fyrir mánaðamót.

Fann fórnarlambið á vefsíðu fyrir samkynhneigða

Pilturinn sem kom sér í kynni við mann í gegnum netið gagngert til að drepa hann, fór inn á vef fyrir samkynhneigða, þar sem hann taldi að þá væri auðveldara að fá viðkomandi til að hitta sig. Hann dvelur nú á unglingaheimili.

Haftið rofið

Stærsti jarðborinn lauk hlutverki sínu í aðrennslisgöngum Kárahnjúkavirkjunar í morgun. Herdís Sigurgrímsdóttir var fyrir austan og fylgdist með ferlíkinu brjóta niður síðasta berghaftið.

Brýnt að bregðast við misskiptingu

Rúmlega 2500 manns gengu til góðs í dag og söfnuðu fé handa börnum í suðurhluta Afríku. Einn göngumanna var forseti Íslands sem telur einnig brýnt að stjórnvöld, sveitarfélög og almenningur hrindi af stað þjóðarátaki til að jafna lífskjörin á Íslandi.

Hestamenn og vegfarendur verði á varðbergi

Svokallaður Grafarvogsdagur stendur nú yfir en honum lýkur með flugeldasýningu klukkan 22:00 í kvöld. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að vitað sé að hross geti fælst við flugelda og því biður lögreglan í Reykjavík bæði hestamenn og vegfarendur að vera á varðbergi.

Lögreglustjórafélag Íslands stofnað

Stofnfundur Lögreglustjórafélags Íslands var haldinn á Hvolsvelli í dag. Félagið er stofnað vegna fyrirhugaðra breytinga á skipulagi lögreglunnar og eru félagar allir lögreglustjórar og aðstoðarlögreglustjórar sem sinna mun þeim störfum eftir 1. janúar 2007.

Missa tökin á raunveruleikanum

Ofbeldisfullir tölvuleikir og sjónvarpsefni hafa áhrif á þau ungmenni sem veik eru fyrir og geta orðið til þess að þau missi tökin á raunveruleikanum. Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessari þróun hérlendis fremur en annars staðar, segir Hugo Þórisson, barnasálfræðingur, en mál sextán ára pilts sem leitaði uppi mann til að drepa í gegnum netið, hefur vakið mikinn óhug.

Vill taka málið upp við yfirstjórn NATO

Varaformaður Samfylkingarinnar vill taka það upp við yfirstjórn NATO að ekkert eftirlit sé með ómerktum flugvélum sem hugsanlega reyna að komast inn í íslenska lofthelgi.

Gengið til góðs

Söfnun Rauða Krossins, Göngum til góðs hófst í morgun. Að þessu sinni er safnað fyrir börn í sunnanverðri Afríku sem misst hafa foreldra sína úr alnæmi.

Sífellt fleiri börn metin í sjálfsvígshættu

Tæplega 50 börn sóttu bráðamóttöku Barna og unglingadeildar vegna sjálfsvígshættu á fyrstu fimm mánuðum ársins. Til að taka á þessum vanda er deildin að fara af stað með verkefni sem heitir Lífið kallar en til þess þarf fjármagn.

Fremur róleg nótt um allt land

Fremur rólegt var hjá lögreglu um allt land í nótt. Fangageymslur lögreglunnar í Reykjavík voru þó fullsetnar í morgunsárið en að sögn varðstjóra á vakt höfðu þeir sem þar gistu unnið sér það eitt til saka að vera ofurölvi. Þrír voru teknir fyrir ölvuanarakstur í höfuðborginni í nótt.

50 börn á bráðamóttöku BUGL fyrstu 5 mánuði 2006

Tæplega 50 börn sóttu bráðamóttöku Barna og unglingadeildar vegna sjálfsvígshættu á fyrstu fimm mánuðum ársins. Til að taka á þessum vanda er deildin að fara af stað með verkefni sem heitir Lífið kallar en til þess þarf fjármagn.

Einstakt mál hérlendis

Mál sextán ára pilts sem segist hafa leitað sér fórnarlambs á netinu til að ráða af dögum, er algerlega einstakt hérlendis. Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhald yfir piltinum í gær, fyrir að hafa stungið 25 ára mann í bakið með hnífi. Pilturinn ber að hann hafi langað til að drepa mann og því hafi hann lagt til þessa netkunningja síns með hnífi þegar hann fékk tækifæri til.

Eldur í plastkari læsti sig í klæðningu húss

Kveikt var í plastkari í Skeifunni um hálffimmleytið í nótt. Þegar slökkvilið kom á staðinn logaði talsvert í karinu og hafði eldurinn náð að læsa sig í klæðningu á húsi sem karið stóð við. Slökkviliðið var þó fljótt að ráða niðurlögum eldsins. Brennuvargurinn er ófundinn.

Eldur kviknaði í kjallaraíbúð

Eldur kviknaði í kjallara íbúðarhúss við Hlíðarveg í Kópavogi um sexleytið í morgun. Tveir voru í íbúðinni og komust þeir út af sjálfsdáðum, auk fjögurra manna fjölskyldu sem býr á efri hæð hússins.

Vildi finna einhvern til að drepa

Sextán ára piltur, sem úrskurðaður hefur verið í gæsluvarðhald fyrir að hafa stungið tuttuguogfimm ára gamla karlmann í bakið með hnífi, sagðist við handtöku hafa kynnst manninum í gegnum internetið með það í huga að finna einhvern til að drepa.

Verða að semja fyrirfram

Ef stjórnarandstöðunni er einhver alvara með að stilla upp valkosti við núverandi ríkisstjórn í næstu kosningum, þá verður að semja stjórnarsáttmálann fyrirfram, segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði. Samfylkingin myndi líklega tapa meiru á því en vinstri grænir og er því tregari til að lofa nokkru um framtíðarsamstarf.

Ungt fólk skortir fræðslu og hræðslu

Fjöldi alnæmissmitaðra hefur rokið upp á Norðurlöndunum undanfarin ár. Enn sjást engin merki um þessa þróun hérlendis, að sögn sóttvarnalæknis, en smitleiðirnar eru greinilega opnar þar sem lekandatilfellum hefur fjölgað mjög. Kæruleysi og kynlífsvæðingu er um að kenna, segir formaður alnæmissamtakanna.

Bað ekki um að þyrlurnar yrðu lengur

Björn Bjarnason segist ekki hafa beðið Bandaríkjamenn um að halda björgunarþyrlum sínum þar til aðrar þyrlur kæmu í þeirra stað í október en þyrlur hersins fara í næstu viku. Formaður Sjómannasambands Ísland segir það setja sjómenn í hættu að bilið þarna á milli sé ekki brúað því slysin geri ekki boð á undan sér.

Segist vilja að fylgst sé með lofhelginni

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra vill ekki staðfesta hvort eftirlit sé haft með ómerktum flugvélum í íslenskri lofthelgi þrátt fyrir fréttir um að bandaríkjaher hafi hætt eftirlitinu fyrir nokkrum vikum. Geir H. Harde forsætisráðherra vill heldur ekki tjá sig um málið.

Mæta í vinnu hjá Varnarliðinu en hafa ekkert að gera

Íslenskir starfsmenn hjá Varnarliðinu mæta til vinnu dag hvern en hafa engin verkefni. Um 300 Íslendingar eru þar enn við störf þrátt fyrir að búið sé að fjarlæga tölvur, síma, verkfæri og jafnvel skrifborðsstóla.

Barr hækkar tilboð sitt í PLIVA

Forsvarsmenn bandaríska lyfjafyrirtæksins Barr greindu frá því í dag þeir hefðu hækkað tilboð sitt í öll hlutabréf króatíska lyfjafyrirtækisins PLIVA. Þar með heldur barátta Actavis og Barr um yfirráð í PLIVA áfram.

FÍS harmar óviðeigandi samhengi hlutanna

Í framhaldi af viðtölum við Jóhannes Jónsson í Þættinum "Örlagadagurinn" á Stöð 2 og NFS tvo sunnudaga í ágúst harmar stjórn FÍS - Félags íslenskra stórkaupmanna, að félagið og einstakir forsvarsmenn þess hafi verið nefndir á nafn í óviðeigandi samhengi Í tilkynningu FÍS segir að fjölmörg aðildarfélög FÍS eigi í miklum og góðum viðskiptum við ýmis fyrirtæki Baugs þar sem báðir njóti góðs af. Það sé því síst í þeirra þágu að fræjum tortryggni sé sáð á þessum vettvangi.

Varnarviðræður halda áfram 14. september

Og við vorum að fá þá frétt að ákveðið hefur verið að viðræðum Íslands og Bandaríkjanna um varnarmál verði haldið áfram fimmtudaginn 14. september næstkomandi í Washington. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

Sjá næstu 50 fréttir