Innlent

Ungt fólk skortir fræðslu og hræðslu

Flestir hinna nýsmituðu á Norðurlöndunum eru ungir karlmenn, hommar eða tvíkynhneigðir. Ingi Rafn Hauksson, formaður alnæmissamtakanna segir áberandi kæruleysi hérlendis hjá ungu fólki og hefur áhyggjur af því að Ísland rati sömu leið ef ekkert verður að gert. Í kynningarstarfi samtakanna í skólum landsins fari ekki milli mála að kynlífsvæðingin hafi áhrif á viðhorf ungs fólks og þekkingu þess á sjúkdómnum og afleiðingum hans sé verulega ábótavant . Alnæmi sé ekki lengur sá dauðadómur sem áður var, nú séu til lyf sem lengi líftíma HIV-smitaðra verulega. Það skorti því bæði á fræðslu og hræðslu hjá þessum hópi sem er í mestri smithættu. Fjölgun þeirra sem smitast af kynsjúkdómum beri því órækt vitni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×