Innlent

Verða að semja fyrirfram

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar og Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, eru bæði jákvæð í garð vinstri stjórnar eftir kosningar, takist þeim að fella ríkisstjórnina. Samfylkingin vill þó ekki útiloka nokkurt stjórnarmynstur, en Vinstri grænir virðast tilbúnari að bindast fastmælum um vinstristjórn, gefist til þess tækifæri.

Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir þetta eðlileg viðbrögð miðflokks, sem sækir fylgi sitt í allar áttir, og svo vinstri flokks sem er með skýrt afmarkaðan kjósendahóp. Ef stjórnarandstaðan ætli að stilla upp alvöru valkosti við núverandi stjórn fyrir kosningar, verði hún að semja stjórnarsáttmálann fyrirfram. Samfylkingin gæti hins vegar tapað fylgi á því, svo líklega verði lendingin sú eins og ávallt hefur verið á Íslandi, að engin leið sé að sjá fyrir mögulegt stjórnarmynstur fyrir kosningar. Flokkar hafi komist upp með að halda bæði og sleppa og svo virðist ætla að verða að þessu sinni einnig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×