Fleiri fréttir Leitað að þýskum ferðamanni Lögreglan í Reykjavík óskar eftir upplýsingum um ferðir Andreas Mohr, þýsks ferðamanns sem ekkert hefur spurst til síðan á föstudag en þá var hann staddur á Akureyri. Fjölskylda mannsins segir hann hafa ætlað að ferðast á puttanum til Reykjavíkur um Kjalveg. Andreas er 33 ára með ljósrautt hár og blá augu, grannur og um 182 sentimetrar. Þeir sem vita um ferðir mannsins eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu. 10.7.2006 18:37 Breytingar á yfirstjórn Excel Airways Group Steven Tomlinson rekstrarstjóri og Paul Roberts fjármálastjóri Excel Airways Group, dótturfélags Avion Group, hafa sagt upp störfum. Halldór Sigurðarson tekur við sem fjármálastjóri og Davíð Örn Halldórsson hefur störf sem yfirmaður nýstofnaðrar upplýsingatæknideildar félagsins. 10.7.2006 18:12 Sálfræðingafélag Íslands fer í mál Stjórn Sálfræðingafélags Íslands hefur ákveðið að fara í mál vegna úrskurðar áfrýjunarnefndar samkeppnismála frá í janúar sl. Áfrýjunarnefndin felldi úr gildi úrskurð Samkeppniseftirlitsins þess efnis að heilbrigðis og tryggingamálaráðuneytinu bæri að semja við sálfræðinga um niðurgreiðslu hins opinbera á sálfræðiviðtölum. 10.7.2006 17:40 Dregið hefur úr jarðskjálftavirkni á Reykjanesi Dregið hefur úr jarðskjálftavirkni á Reykjanesi. Alls hafa mælst um 60 skjálftar í hrinunni sem hófst í nótt og mældust sterkustu skjálftaarnir 2,5 og 2,7 á Richter. 10.7.2006 17:23 Lítið eftirlit á gamla lagersvæði Olís Lítið sem ekkert eftirlit er á gamla lagersvæði Olís við Köllunarklettsveg. Undafarnar tvær vikur hafa spilliefni verið geymd þar á planinu vegna flutninga lagersins. Verið er að rýma gamla lagerinn en til stendur að afhenda Faxaflóahöfnum lóðina innan skamms. 10.7.2006 17:09 Vextir af íbúðalánum hækka Mánaðarleg afborgun af þriggja herbergja íbúð í Reykjavík var meira en helmingi hærri í maí síðastliðnum en fyrir tæpum tveimur árum. Þar ræður almenn hækkun fasteignaverðs mestu. Vextir á íbúðalánum hafa farið hækkandi að undanförnu og eru nú lægstir 4,95 prósent. Þegar samkeppni bankanna á fasteignamarkaðnum hófst hins vegar fyrir tæpum tveimur árum voru vextirnir lægstir 4,15 prósent. 10.7.2006 17:02 7.5 milljónir til Austur-Tímor Utanríkisráðherra veitir 7.5 milljónum króna til stuðnings við hjálparstarf Matvælaáætlunar Sameinuðu Þjóðanna á Austur-Tímor. Ástandið í landinu hefur versnað vegna vaxandi ólgu undanfarnar vikur og hafa tugir þúsunda manna þurft að yfirgefa heimili sín. Einnig verður 6,2 milljónum króna veitt til stuðnings hjálparstarfs Rauða hálfmánans í Palestínu. 10.7.2006 16:46 Góðu fólki og 365 fjölmiðlum stefnt Ríkisútvarpið og auglýsingahönnuður hafa stefnt 365 fjölmiðlum og auglýsingastofunni Góðu fólki fyrir héraðsdóm, fyrir meinta ólöglega notkun á auglýsingu sem hönnuð var fyrir Ríkisútvarpið inni í auglýsingu 365 fjölmiðla. 10.7.2006 15:41 Ölvaður og réttindalaus ökumaður Aðfaranótt sunnudags var tilkynnt um ölvaðan og réttindalausan ökumann á ferð um Suðureyri, hafði hann þá skömmu áður ekið á aðra bifreið. Ökumaðurinn reyndist réttindalaus í ofanálag en hann er ekki enn kominn á bílprófsaldurinn. 10.7.2006 15:25 Norræn menningarhátíð heyrnalausra Norræn menningarhátíð heyrnalausra verður sett í Ketilhúsinu á Akureyri í dag kl. 17:00. Menningarhátíð heyrnarlausra er hápunktur norræns samstarfs heyrnarlausra sem hefur staðið á allt frá árinu 1907. 10.7.2006 15:03 Ræningjans enn leitað Lögreglan í Reykjavík leitar enn að karlmanni, sem rændi verslunina Þingholt við Grundarstíg í gærkvöldi og komst undan. 10.7.2006 13:45 Jarðborun við Kárahnjúka Ekkert má nú út af bera við borun jarðganga við Kárahnjúka, svo ekki verði tafir á afhendingu raforku til álversins í Reyðarfirði á næsta ári. 10.7.2006 13:45 Skjálftar á Reykjanesi Jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesi í nótt og mældust sterkustu skjálftarnir 2,5 og 2,7 á Richter. Síðan hafa orðið margir minni eftirskálftar á bilinu einn til einn og hálfur á Richter. 10.7.2006 13:18 Fjórir menn slösuðust á Íslandsmótinu í ralli Forseti Landssambands íslenskra akstursíþróttamanna segir öllum öryggisreglum hafa verið framfylgt í Íslandsmótinu í ralli um helgina þar sem fjórir menn slösuðust. 10.7.2006 13:04 Ársfundur ÖSE-þingsins Ársfundur ÖSE-þingsins var haldinn í Brussel 3.-7. júlí og var yfirskrift fundarins styrking mannöryggis. 10.7.2006 12:00 Forsetahjónin boðin í Hvíta húsið í kvöld George Bush, forseti Bandaríkjanna, og Laura Bush forsetafrú hafa boðið íslensku forsetahjónunum til kvöldverðar í Hvíta húsinu í kvöld. Kvöldverðurinn er til heiðurs Special Olympics, íþróttastarfi í þágu fatlaðra. Heiðursgestur kvöldsins verður Eunice Kennedy Shriver, upphafskona Special Olympics og systir John F. Kennedy heitins, en hún varð 85 ára í dag. Ólafur Ragnar Grímsson forseti og Dorrit Moussaief forsetafrú flugu til Bandaríkjanna í gærkvöldi. Á meðan á heimsókn þeirra í Washington stendur mun Ólafur Ragnar eiga fundi með ýmsum áhrifa- og forystumönnum Special Olympics og þingmönnum á bandaríska þinginu. 10.7.2006 10:15 Stjórn Sálfræðingafélags Íslands í mál við Samkeppniseftirlitið Stjórn Sálfræðingafélags Íslands hefur ákveðið að fara í mál vegna úrskurðar áfrýjunarnefndar samkeppnismála frá í janúar síðastliðnum. 10.7.2006 10:09 Allir hálendisvegir opnir Allir hálendisvegir hafa nú verið opnaðir og góð færð er um allt land. Víðast hvar eru þó vegaframkvæmdir í gangi og er mikilvægt að ökumenn taki tillit til þeirra og virði hraðatakmarkanir. 10.7.2006 09:45 Fyrirlestur frá Alþjóðasamtökum launafólks í almannaþjónustu vel sóttur Fyrirlestur Jürgens Buxman og Alans Leather frá Alþjóðasamtökum launafólks í almannaþjónustu var vel sóttur á föstudaginn síðastliðinn. 10.7.2006 09:12 Kólnun heldur áfram á fasteignamarkaðnum Kólnun heldur áfram á fasteignamarkaðnum og í síðustu viku var aðeins hundrað tuttugu og einum kaupsamningi þinglýst á höfuðborgarsvæðinu sem er 27 samningum undir meðaltali síðustu tólf vikna. 10.7.2006 09:00 Avion dregur Exel til ábyrgðar Stjórnendur Avion Group ætla að draga stjórnendur dótturfélagsins Exel til ábyrgðar fyrir að hafa ekki fylgt góðum reikningsskilavenjum þegar stjórnendur Exel sömdu um þjónustu við Alpha Airports síðastliðið sumar. 10.7.2006 08:15 Rán í Þingholtunum Karlmaður, sem talinn er vera á þrítugsaldri, rændi verslun í Þingholtunum í gærkvöldi og komst undan. Agreiðslukona var ein í versluninni þegar ræningjann bar að garði, enda stóð úrslitaleikur heimsmesitarakeppninnar í knattspyrnu sem hæst. 10.7.2006 08:12 Sex þúsund gestir á Akureyri Eitthvað umþaðbil sex þúsund gestir , sem voru á Akureyri vegna pollamótsins og Essómótsins, hurfu úr bænum eins og dögg fyrir sólu upp úr hádegi, eða fyrr en búist hafði verið við. 10.7.2006 08:02 Jarðskjálftar á Reykjanesi Tveir snarpir jarpðskjálftar urðu á Reykjanesi í nótt. Annar klukkan rúmlega þrjú aust-norð-austur af Reykjanestá upp á þrjá komma tvo á Richter og hinn klukkan hálf fimm norðaustur af Grindavík upp á þrjá komma einn á Richter. 10.7.2006 07:55 Miklar umferðartafir inn í höfuðborgina Óvenju miklar umferðartafir urðu bæði á Vesturlandsvegi og Suðrulandsvegi undir kvöld i gær þegar tugir þúsunda ökumanna reyndu í einu að komast til höfuðborgarinnar fyrir úrslitaleikinn í knattspyrnu. 10.7.2006 07:30 Velta á Þorlákshafnarvegi Fólksbíll valt á Þorlákshafnarvegi skammt frá hringtorginu við Hveragerði skömmu eftir leikslok í heimsmeistarakeppninni. Ökumaður, sem var einn í bílnum, slapp lítið meidur, en reyndist ver töluvert ölvaður eftir teiti vegna úrslitaleiksins 10.7.2006 07:26 Byggði kirkju með aðstoð fjölskyldunnar Úthlíðarkirkja var vígð í dag, en það var bóndinn í Úthlíð sem hafði veg og vanda af byggingu hennar og bróðir hans hannaði kirkjuna og málaði altaristöfluna, en þetta er fyrsta húsið sem hann hannar. 9.7.2006 20:37 Dönum líkar íslenska skyrið Guðni Ágústsson mætti í opnunarveislu í Kaupmannahöfn í maí til að kynna skyrið - og stefnt var að því að selja það bara í Kaupmannahöfn til áramóta. En Íslendingar læra seint þolinmæði Dana og hafa fyrirspurnir frá þeim meðal annars orðið til þess að nú er farið að selja skyrið víðar í landinu. 9.7.2006 20:36 Vilja draga menn til ábyrgðar Avion fyrirtækið viðurkennir að ekki hafi verið fylgt góðum reikningsskilavenjum við bókfærslu á reikningi dótturfyrirtækis þess upp á milljarð króna síðasta sumar. Í yfirýsingu frá Avion segir að stjórnendur dótturfyrirtækisins verði dregnir til ábyrgðar. 9.7.2006 18:39 Ók ölvaður og án ökuleyfis Lögreglan á Borgarnesi stöðvaði sextán manns fyrir of hraðann akstur um helgina. Tveir voru teknir fyrir ölvunarakstur, í öðru tilvikinu ungur piltur sem var að koma frá írskum dögum á Akranesi. Drengurinn var bæði ölvaður og ók án ökuleyfis eftir að hafa verið sviptur fyrir umferðarlagabrot nokkru áður. 9.7.2006 15:34 Ölvun á Goslokahátíð Goslokahátíðin í Vestmannaeyjum fór fram í nótt. Að sögn Lögreglunnar í Vestmannaeyjum sóttu um 2000 manns hátíðina, flestir gamlir Vestmannaeyingar. Talsvert hafi borið á ölvun en engin stórmál komið upp og fangageymslur verið tómar. 9.7.2006 09:56 Fyllerí á Akranesi Lögreglan á Akranesi segir að ástandið í bænum hafi ekki skánað í nótt. Allt tiltækt lögreglulið stóð vaktina vegna mikillra ólæta nóttina áður. Unglingafyllerí hefur sett svip sinn á hátíðina Írskir dagar sem lýkur í dag. 9.7.2006 09:29 Offituaðgerðin er að borga sig Offituaðgerð á Landspítalanum borgar sig upp á átta árum fyrir íslenska ríkið samkvæmt nýrri úttekt. Ung kona sem fór í slíka aðgerð um miðjan júní er þegar hætt að taka lyf sem hún tók að staðaldri fyrir aðgerðina og innan skamms hættir hún á þremur til viðbótar. 8.7.2006 20:45 Amfetamín flæðir til landsins Sprenging hefur orðið í innflutningi á amfetamíní ef marka má tölur um magnið sem yfirvöld hafa lagt hald á undanfarið. Frá áramótum hefur lögregla og tollgæsla tekið 60 kíló af amfetamíni í nokkrum stórum málum - en til samanburðar fundust 16 kíló allt árið í fyrra. Löggæsluyfirvöld telja engan vafa leika á því að þessi innflutningur sé hluti af skipulagðri glæpastarfsemi. 8.7.2006 20:43 Slasaðist í rallý Ökumaður í rallaksturskeppni í Skagafirði slasaðist í dag þegar hann ók út af sérleið. Hann var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur, og er hugsanlega hryggbrotinn. Tuttugu mínútum eftir slysið slasaðist annar rallökumaður þegar bíll hans flaug yfir hæð og lenti harkalega á veginum. 8.7.2006 18:56 Boðar bjarta framtíð Stefán Eiríksson nýskipaður lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins boðar betri löggæslu með sameiningu embætta. 8.7.2006 18:53 Skipulögð glæpastarfsemi Sprenging hefur orðið í innflutningi á amfetamíní ef marka má tölur um magnið sem yfirvöld hafa lagt hald á undanfarið. Frá áramótum hefur lögregla og tollgæsla tekið 60 kíló af amfetamíni í nokkrum stórum málum - en til samanburðar fundust 16 kíló allt árið í fyrra. Löggæsluyfirvöld telja engan vafa leika á því að þessi innflutningur sé hluti af skipulagðri glæpastarfsemi. 8.7.2006 18:47 Ódýr leiga Stefán Kjærnested, eigandi 80 fermetra íbúðar, sem sjö pólskir starfsmenn Atlantsskipa greiddu 245 þúsund króna mánaðarleigu fyrir, segir það ódýra leigu. 8.7.2006 18:37 Slagsmál á Írskum dögum Ólæti, ofbeldi og ölvun setti svip sinn á Írska daga á Akranesi í gærnótt. Fjöldi unglinga eru í bænum og ætlar lögreglan að herða eftirlit fyrir kvöldið. 8.7.2006 13:22 Skemmdarverk í miðbænum Þrír menn gengu berserksgang á Skólavörðustíg í nótt og brutu rúður í átta bílum. Eigandi eins bílsins segir ófremdarástand ríkja í bænum um helgar og vill fá eftirlitsmyndavélar í götuna. 8.7.2006 12:18 Ekki fundað um varnarmál Rætt var um framtíðarfyrirkomulag á vörnum landsins á fundi viðræðunefnda Íslands og Bandaríkjanna sem lauk í Þjóðmenningarhúsinu í gærkvöld. Ekki þótti ástæða til þess að funda áfram í dag. 8.7.2006 12:10 Fingrabendingar í Pólverjamáli Leigusali Pólverjanna, sem þurftu að greiða um 250.000 krónur á mánuði fyrir um 100 fermetra íbúð, neitar að tjá sig. Í gærkvöldi reyndi hann að koma ábyrgðinni yfir á Atlantsskip en því hafnar skipafélagið alfarið. 7.7.2006 22:46 Foreldrar fá ekki greiðslur Foreldrar barna sem greinast með langvinna sjúkdóma fá ekki greiðslur frá tryggingarfélögum ef börnin greinast fyrir þriggja mánaða aldur. 7.7.2006 22:43 Enginn viðræðufundur í varnarmálum á morgun Viðræðunefndir Bandaríkjamanna og Íslendinga um varnarmálin hafa setið á fundi í allan dag. Fundinum lauk á sjöunda tímanum í kvöld. Enginn fundur verður á morgun eins jafnvel stóð til. 7.7.2006 18:57 Avion sagt hafa hagrætt bókhaldi Dótturfyrirtæki Avion í Bretlandi, Excel Airways, er sakað um að hafa hagrætt bókhaldi sínu á síðasta ári þannig að milliuppgjör sýndi milljarði króna betri stöðu en raunin var. Milliuppgjörið var lagt til grundvallar í hlutafjárútboði Avion undir lok síðasta árs. Avion hefur nú leiðrétt ársuppgjör dótturfyrirtækisins. 7.7.2006 18:52 Sjá næstu 50 fréttir
Leitað að þýskum ferðamanni Lögreglan í Reykjavík óskar eftir upplýsingum um ferðir Andreas Mohr, þýsks ferðamanns sem ekkert hefur spurst til síðan á föstudag en þá var hann staddur á Akureyri. Fjölskylda mannsins segir hann hafa ætlað að ferðast á puttanum til Reykjavíkur um Kjalveg. Andreas er 33 ára með ljósrautt hár og blá augu, grannur og um 182 sentimetrar. Þeir sem vita um ferðir mannsins eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu. 10.7.2006 18:37
Breytingar á yfirstjórn Excel Airways Group Steven Tomlinson rekstrarstjóri og Paul Roberts fjármálastjóri Excel Airways Group, dótturfélags Avion Group, hafa sagt upp störfum. Halldór Sigurðarson tekur við sem fjármálastjóri og Davíð Örn Halldórsson hefur störf sem yfirmaður nýstofnaðrar upplýsingatæknideildar félagsins. 10.7.2006 18:12
Sálfræðingafélag Íslands fer í mál Stjórn Sálfræðingafélags Íslands hefur ákveðið að fara í mál vegna úrskurðar áfrýjunarnefndar samkeppnismála frá í janúar sl. Áfrýjunarnefndin felldi úr gildi úrskurð Samkeppniseftirlitsins þess efnis að heilbrigðis og tryggingamálaráðuneytinu bæri að semja við sálfræðinga um niðurgreiðslu hins opinbera á sálfræðiviðtölum. 10.7.2006 17:40
Dregið hefur úr jarðskjálftavirkni á Reykjanesi Dregið hefur úr jarðskjálftavirkni á Reykjanesi. Alls hafa mælst um 60 skjálftar í hrinunni sem hófst í nótt og mældust sterkustu skjálftaarnir 2,5 og 2,7 á Richter. 10.7.2006 17:23
Lítið eftirlit á gamla lagersvæði Olís Lítið sem ekkert eftirlit er á gamla lagersvæði Olís við Köllunarklettsveg. Undafarnar tvær vikur hafa spilliefni verið geymd þar á planinu vegna flutninga lagersins. Verið er að rýma gamla lagerinn en til stendur að afhenda Faxaflóahöfnum lóðina innan skamms. 10.7.2006 17:09
Vextir af íbúðalánum hækka Mánaðarleg afborgun af þriggja herbergja íbúð í Reykjavík var meira en helmingi hærri í maí síðastliðnum en fyrir tæpum tveimur árum. Þar ræður almenn hækkun fasteignaverðs mestu. Vextir á íbúðalánum hafa farið hækkandi að undanförnu og eru nú lægstir 4,95 prósent. Þegar samkeppni bankanna á fasteignamarkaðnum hófst hins vegar fyrir tæpum tveimur árum voru vextirnir lægstir 4,15 prósent. 10.7.2006 17:02
7.5 milljónir til Austur-Tímor Utanríkisráðherra veitir 7.5 milljónum króna til stuðnings við hjálparstarf Matvælaáætlunar Sameinuðu Þjóðanna á Austur-Tímor. Ástandið í landinu hefur versnað vegna vaxandi ólgu undanfarnar vikur og hafa tugir þúsunda manna þurft að yfirgefa heimili sín. Einnig verður 6,2 milljónum króna veitt til stuðnings hjálparstarfs Rauða hálfmánans í Palestínu. 10.7.2006 16:46
Góðu fólki og 365 fjölmiðlum stefnt Ríkisútvarpið og auglýsingahönnuður hafa stefnt 365 fjölmiðlum og auglýsingastofunni Góðu fólki fyrir héraðsdóm, fyrir meinta ólöglega notkun á auglýsingu sem hönnuð var fyrir Ríkisútvarpið inni í auglýsingu 365 fjölmiðla. 10.7.2006 15:41
Ölvaður og réttindalaus ökumaður Aðfaranótt sunnudags var tilkynnt um ölvaðan og réttindalausan ökumann á ferð um Suðureyri, hafði hann þá skömmu áður ekið á aðra bifreið. Ökumaðurinn reyndist réttindalaus í ofanálag en hann er ekki enn kominn á bílprófsaldurinn. 10.7.2006 15:25
Norræn menningarhátíð heyrnalausra Norræn menningarhátíð heyrnalausra verður sett í Ketilhúsinu á Akureyri í dag kl. 17:00. Menningarhátíð heyrnarlausra er hápunktur norræns samstarfs heyrnarlausra sem hefur staðið á allt frá árinu 1907. 10.7.2006 15:03
Ræningjans enn leitað Lögreglan í Reykjavík leitar enn að karlmanni, sem rændi verslunina Þingholt við Grundarstíg í gærkvöldi og komst undan. 10.7.2006 13:45
Jarðborun við Kárahnjúka Ekkert má nú út af bera við borun jarðganga við Kárahnjúka, svo ekki verði tafir á afhendingu raforku til álversins í Reyðarfirði á næsta ári. 10.7.2006 13:45
Skjálftar á Reykjanesi Jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesi í nótt og mældust sterkustu skjálftarnir 2,5 og 2,7 á Richter. Síðan hafa orðið margir minni eftirskálftar á bilinu einn til einn og hálfur á Richter. 10.7.2006 13:18
Fjórir menn slösuðust á Íslandsmótinu í ralli Forseti Landssambands íslenskra akstursíþróttamanna segir öllum öryggisreglum hafa verið framfylgt í Íslandsmótinu í ralli um helgina þar sem fjórir menn slösuðust. 10.7.2006 13:04
Ársfundur ÖSE-þingsins Ársfundur ÖSE-þingsins var haldinn í Brussel 3.-7. júlí og var yfirskrift fundarins styrking mannöryggis. 10.7.2006 12:00
Forsetahjónin boðin í Hvíta húsið í kvöld George Bush, forseti Bandaríkjanna, og Laura Bush forsetafrú hafa boðið íslensku forsetahjónunum til kvöldverðar í Hvíta húsinu í kvöld. Kvöldverðurinn er til heiðurs Special Olympics, íþróttastarfi í þágu fatlaðra. Heiðursgestur kvöldsins verður Eunice Kennedy Shriver, upphafskona Special Olympics og systir John F. Kennedy heitins, en hún varð 85 ára í dag. Ólafur Ragnar Grímsson forseti og Dorrit Moussaief forsetafrú flugu til Bandaríkjanna í gærkvöldi. Á meðan á heimsókn þeirra í Washington stendur mun Ólafur Ragnar eiga fundi með ýmsum áhrifa- og forystumönnum Special Olympics og þingmönnum á bandaríska þinginu. 10.7.2006 10:15
Stjórn Sálfræðingafélags Íslands í mál við Samkeppniseftirlitið Stjórn Sálfræðingafélags Íslands hefur ákveðið að fara í mál vegna úrskurðar áfrýjunarnefndar samkeppnismála frá í janúar síðastliðnum. 10.7.2006 10:09
Allir hálendisvegir opnir Allir hálendisvegir hafa nú verið opnaðir og góð færð er um allt land. Víðast hvar eru þó vegaframkvæmdir í gangi og er mikilvægt að ökumenn taki tillit til þeirra og virði hraðatakmarkanir. 10.7.2006 09:45
Fyrirlestur frá Alþjóðasamtökum launafólks í almannaþjónustu vel sóttur Fyrirlestur Jürgens Buxman og Alans Leather frá Alþjóðasamtökum launafólks í almannaþjónustu var vel sóttur á föstudaginn síðastliðinn. 10.7.2006 09:12
Kólnun heldur áfram á fasteignamarkaðnum Kólnun heldur áfram á fasteignamarkaðnum og í síðustu viku var aðeins hundrað tuttugu og einum kaupsamningi þinglýst á höfuðborgarsvæðinu sem er 27 samningum undir meðaltali síðustu tólf vikna. 10.7.2006 09:00
Avion dregur Exel til ábyrgðar Stjórnendur Avion Group ætla að draga stjórnendur dótturfélagsins Exel til ábyrgðar fyrir að hafa ekki fylgt góðum reikningsskilavenjum þegar stjórnendur Exel sömdu um þjónustu við Alpha Airports síðastliðið sumar. 10.7.2006 08:15
Rán í Þingholtunum Karlmaður, sem talinn er vera á þrítugsaldri, rændi verslun í Þingholtunum í gærkvöldi og komst undan. Agreiðslukona var ein í versluninni þegar ræningjann bar að garði, enda stóð úrslitaleikur heimsmesitarakeppninnar í knattspyrnu sem hæst. 10.7.2006 08:12
Sex þúsund gestir á Akureyri Eitthvað umþaðbil sex þúsund gestir , sem voru á Akureyri vegna pollamótsins og Essómótsins, hurfu úr bænum eins og dögg fyrir sólu upp úr hádegi, eða fyrr en búist hafði verið við. 10.7.2006 08:02
Jarðskjálftar á Reykjanesi Tveir snarpir jarpðskjálftar urðu á Reykjanesi í nótt. Annar klukkan rúmlega þrjú aust-norð-austur af Reykjanestá upp á þrjá komma tvo á Richter og hinn klukkan hálf fimm norðaustur af Grindavík upp á þrjá komma einn á Richter. 10.7.2006 07:55
Miklar umferðartafir inn í höfuðborgina Óvenju miklar umferðartafir urðu bæði á Vesturlandsvegi og Suðrulandsvegi undir kvöld i gær þegar tugir þúsunda ökumanna reyndu í einu að komast til höfuðborgarinnar fyrir úrslitaleikinn í knattspyrnu. 10.7.2006 07:30
Velta á Þorlákshafnarvegi Fólksbíll valt á Þorlákshafnarvegi skammt frá hringtorginu við Hveragerði skömmu eftir leikslok í heimsmeistarakeppninni. Ökumaður, sem var einn í bílnum, slapp lítið meidur, en reyndist ver töluvert ölvaður eftir teiti vegna úrslitaleiksins 10.7.2006 07:26
Byggði kirkju með aðstoð fjölskyldunnar Úthlíðarkirkja var vígð í dag, en það var bóndinn í Úthlíð sem hafði veg og vanda af byggingu hennar og bróðir hans hannaði kirkjuna og málaði altaristöfluna, en þetta er fyrsta húsið sem hann hannar. 9.7.2006 20:37
Dönum líkar íslenska skyrið Guðni Ágústsson mætti í opnunarveislu í Kaupmannahöfn í maí til að kynna skyrið - og stefnt var að því að selja það bara í Kaupmannahöfn til áramóta. En Íslendingar læra seint þolinmæði Dana og hafa fyrirspurnir frá þeim meðal annars orðið til þess að nú er farið að selja skyrið víðar í landinu. 9.7.2006 20:36
Vilja draga menn til ábyrgðar Avion fyrirtækið viðurkennir að ekki hafi verið fylgt góðum reikningsskilavenjum við bókfærslu á reikningi dótturfyrirtækis þess upp á milljarð króna síðasta sumar. Í yfirýsingu frá Avion segir að stjórnendur dótturfyrirtækisins verði dregnir til ábyrgðar. 9.7.2006 18:39
Ók ölvaður og án ökuleyfis Lögreglan á Borgarnesi stöðvaði sextán manns fyrir of hraðann akstur um helgina. Tveir voru teknir fyrir ölvunarakstur, í öðru tilvikinu ungur piltur sem var að koma frá írskum dögum á Akranesi. Drengurinn var bæði ölvaður og ók án ökuleyfis eftir að hafa verið sviptur fyrir umferðarlagabrot nokkru áður. 9.7.2006 15:34
Ölvun á Goslokahátíð Goslokahátíðin í Vestmannaeyjum fór fram í nótt. Að sögn Lögreglunnar í Vestmannaeyjum sóttu um 2000 manns hátíðina, flestir gamlir Vestmannaeyingar. Talsvert hafi borið á ölvun en engin stórmál komið upp og fangageymslur verið tómar. 9.7.2006 09:56
Fyllerí á Akranesi Lögreglan á Akranesi segir að ástandið í bænum hafi ekki skánað í nótt. Allt tiltækt lögreglulið stóð vaktina vegna mikillra ólæta nóttina áður. Unglingafyllerí hefur sett svip sinn á hátíðina Írskir dagar sem lýkur í dag. 9.7.2006 09:29
Offituaðgerðin er að borga sig Offituaðgerð á Landspítalanum borgar sig upp á átta árum fyrir íslenska ríkið samkvæmt nýrri úttekt. Ung kona sem fór í slíka aðgerð um miðjan júní er þegar hætt að taka lyf sem hún tók að staðaldri fyrir aðgerðina og innan skamms hættir hún á þremur til viðbótar. 8.7.2006 20:45
Amfetamín flæðir til landsins Sprenging hefur orðið í innflutningi á amfetamíní ef marka má tölur um magnið sem yfirvöld hafa lagt hald á undanfarið. Frá áramótum hefur lögregla og tollgæsla tekið 60 kíló af amfetamíni í nokkrum stórum málum - en til samanburðar fundust 16 kíló allt árið í fyrra. Löggæsluyfirvöld telja engan vafa leika á því að þessi innflutningur sé hluti af skipulagðri glæpastarfsemi. 8.7.2006 20:43
Slasaðist í rallý Ökumaður í rallaksturskeppni í Skagafirði slasaðist í dag þegar hann ók út af sérleið. Hann var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur, og er hugsanlega hryggbrotinn. Tuttugu mínútum eftir slysið slasaðist annar rallökumaður þegar bíll hans flaug yfir hæð og lenti harkalega á veginum. 8.7.2006 18:56
Boðar bjarta framtíð Stefán Eiríksson nýskipaður lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins boðar betri löggæslu með sameiningu embætta. 8.7.2006 18:53
Skipulögð glæpastarfsemi Sprenging hefur orðið í innflutningi á amfetamíní ef marka má tölur um magnið sem yfirvöld hafa lagt hald á undanfarið. Frá áramótum hefur lögregla og tollgæsla tekið 60 kíló af amfetamíni í nokkrum stórum málum - en til samanburðar fundust 16 kíló allt árið í fyrra. Löggæsluyfirvöld telja engan vafa leika á því að þessi innflutningur sé hluti af skipulagðri glæpastarfsemi. 8.7.2006 18:47
Ódýr leiga Stefán Kjærnested, eigandi 80 fermetra íbúðar, sem sjö pólskir starfsmenn Atlantsskipa greiddu 245 þúsund króna mánaðarleigu fyrir, segir það ódýra leigu. 8.7.2006 18:37
Slagsmál á Írskum dögum Ólæti, ofbeldi og ölvun setti svip sinn á Írska daga á Akranesi í gærnótt. Fjöldi unglinga eru í bænum og ætlar lögreglan að herða eftirlit fyrir kvöldið. 8.7.2006 13:22
Skemmdarverk í miðbænum Þrír menn gengu berserksgang á Skólavörðustíg í nótt og brutu rúður í átta bílum. Eigandi eins bílsins segir ófremdarástand ríkja í bænum um helgar og vill fá eftirlitsmyndavélar í götuna. 8.7.2006 12:18
Ekki fundað um varnarmál Rætt var um framtíðarfyrirkomulag á vörnum landsins á fundi viðræðunefnda Íslands og Bandaríkjanna sem lauk í Þjóðmenningarhúsinu í gærkvöld. Ekki þótti ástæða til þess að funda áfram í dag. 8.7.2006 12:10
Fingrabendingar í Pólverjamáli Leigusali Pólverjanna, sem þurftu að greiða um 250.000 krónur á mánuði fyrir um 100 fermetra íbúð, neitar að tjá sig. Í gærkvöldi reyndi hann að koma ábyrgðinni yfir á Atlantsskip en því hafnar skipafélagið alfarið. 7.7.2006 22:46
Foreldrar fá ekki greiðslur Foreldrar barna sem greinast með langvinna sjúkdóma fá ekki greiðslur frá tryggingarfélögum ef börnin greinast fyrir þriggja mánaða aldur. 7.7.2006 22:43
Enginn viðræðufundur í varnarmálum á morgun Viðræðunefndir Bandaríkjamanna og Íslendinga um varnarmálin hafa setið á fundi í allan dag. Fundinum lauk á sjöunda tímanum í kvöld. Enginn fundur verður á morgun eins jafnvel stóð til. 7.7.2006 18:57
Avion sagt hafa hagrætt bókhaldi Dótturfyrirtæki Avion í Bretlandi, Excel Airways, er sakað um að hafa hagrætt bókhaldi sínu á síðasta ári þannig að milliuppgjör sýndi milljarði króna betri stöðu en raunin var. Milliuppgjörið var lagt til grundvallar í hlutafjárútboði Avion undir lok síðasta árs. Avion hefur nú leiðrétt ársuppgjör dótturfyrirtækisins. 7.7.2006 18:52