Fleiri fréttir Orri verður framkvæmdastjóri Frumherja Orri Hlöðversson, fráfarandi bæjarstjóri í Hveragerði, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Frumherja í Reykjavík frá og með 1. ágúst. Á fréttavefnum suðurland.is kemur fram að Orra hafi verið boðin staða bæjarstjóra í mörgum nýmynduðum meirihlutum á landinu, meðal annars Árborg, Mosfellsbæ og Fjarðarbyggð. 7.6.2006 10:00 Ólína formaður Vestfjarðaakademíunnar Ólína Þorvarðardóttir, fráfarandi skólameistari Menntaskólans á Ísafirði, var kjörin formaður Vestfjarðaakademíunnar á fyrsta aðalfundi félagsins fyrir helgi. Þetta kemur fram á fréttavef Bæjarins besta í dag. 7.6.2006 09:30 Ölvaður í hraðakstri í Ártúnsbrekkunni Lögreglan í Reykjavík stöðvaði í nótt ökumann sem mælst hafði á yfir hundrað og tuttugu kílómetra hraða í Ártúnsbrekku, þar sem hámarkshraði er áttatíu. Kom þá í ljós að hann var talsvert ölvaður og var því bundinn endir á ferðarlag hans. 7.6.2006 09:00 Frjáls markaður að bregðast á sviði lyfjainnflutnings Halda má því fram með fullum rétti að frjáls markaður sé að bregðast landsmönnum á sviði lyfjainnflutnings, ef innflutningur á ódýrum samheitalyfjum verður ekki stór aukinn, segir Sigurður Guðmundsson landlæknir í grein í Morgunblaðinu í morgun. 7.6.2006 08:30 Féll af vélhjóli og slasaðist á Reykjavíkurvegi Ökumaður mótorhjóls slasaðist þegar hann féll af hjólinu á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði í gærkvöldi og veltist eftir götunni en hjólið hafnaði mannlaust framan á bíl sem kom úr gagnstæðri átt. 7.6.2006 08:00 Líkur á harðri lendingu vaxandi að mati Danske Bank Danske Bank telur að líkur á harðri lendingu í íslensku efnahagslífi fari vaxandi og telur að mat Standard og Poors frá í fyrradag um horfur á versnandi lánshæfismati sé slæmt fyrir íslenskt efnahagslíf. 7.6.2006 07:45 Viðskiptahalli aldrei meiri á fyrsta ársfjórðungi Viðskiptahalli Íslands gagnvart útlöndum hefur aldrei verið meiri en á fyrsta fjórðungi þessa árs. Bæði viðskiptahalli og vöruskiptajöfnuður eru tvöfalt meiri en á sama tíma í fyrra. Viðskiptahalli við útlönd nam rúmum 66 milljörðum á fyrsta ársfjórðungi en stóð 32 komma 6 milljörðum á sama tíma í fyrra. 7.6.2006 07:34 Banaslys á Elliðavatnsvegi í gærkvöld Maður á þrítugsaldri beið bana þegar bíll hans fór út af Elliðavatnsvegi við gatnamótin að Kaldárselsvegi og valt, á tólfta tímanum í gærkvöldi. Annar maður á svipuðum aldri, sem var farþegi í bílnum, slasaðist og var fluttur á slysadeild Landspítalans en mun ekki vera í lífshættu. 7.6.2006 07:32 Vilja forystursveit sem stillir til friðar innan Framsóknar Stjórn Kjördæmissambands framsóknamanna í Reykjavíkurkjördæmi norður, stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkurkjördæmis norður og stjórn félags ungra framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmi norður, harma þá ákvörðun Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra að hverfa brátt af vettvangi stjórnmálanna eftir áratuga farsælt starf. 6.6.2006 21:27 Orri ráðinn framkvæmdastjóri Frumherja Orri Hlöðversson, fráfarandi bæjarstjóri í Hveragerði, hefur verið ráðinn framkvæmdarstjóri Frumherja í Reykjavík frá og með 1. ágúst. Á fréttavefnum suðurland punktur is kemur fram að Orra hafi verið boðin staða bæjarstjóri í mörgum nýmynduðum meirihlutum á landinu meðal annars Árborg, Mosfellsbæ og Fjarðarbyggð. 6.6.2006 21:00 Gengi krónunnar heldur áfram að lækka Gengi krónunnar heldur áfram að lækka og er Evran nú komin í um 94 krónur. Þá lækkaði gengi hlutabréfa í Kauphöllinni í dag. 6.6.2006 20:30 Unnið að því að bæta hagkvæmni og skilvirkni í íslenska stjórnkerfinu Einfaldara Ísland var yfirskrift ráðstefnu um gagnsæjara stjórnkerfi og reglugerðasetningu sem haldin var á hótel Nordica í dag. Ráðstefnan er liður í vinnu starfshóps sem vinnur að því að bæta hagkvæmni og skilvirkni reglugerðarsetningar í íslensku stjórnkerfi. 6.6.2006 20:00 Dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisafbrot Tvítugur karlmaður var í dag dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa þvingað stúlku til að hafa við sig munnmök og að hafa reynt að þröngva henni til samræðis. 6.6.2006 18:57 Leiðtogar Eystrasaltsráðsins funda á Íslandi Leiðtogar ellefu ríkja Eystrasaltsráðsins auk Evrópusambandsins funda í Reykjavík á fimmtudag. Með því lýkur formennsku Íslands í ráðinu, sem það hefur gegnt síðan í júlí á síðasta ári. Það verður eitt af síðustu embættisverkum Halldórs Ásgrímssonar, að funda með forsætisráðherrum Rússlands og Póllands í tengslum við fundinn. 6.6.2006 18:54 Krefjast ekki afsagnar Jónasar Jónas Garðarsson var í dag dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Tveir létust þegar bátur hans steytti á Skarfaskeri á Viðeyjarsundi í september. 6.6.2006 18:45 Tónleikaröð að Gljúfrasteini Heimili nóbelskáldsins á að vera sjálfsagður viðkomustaður ferðamanna og heimamanna. Forsvarsmenn Gljúfrasteins kynntu í gær skýrslu um stefnumótun og framtíðarsýn safnsins. 6.6.2006 17:30 Formennsku Íslands í Eystrasaltsráðinu lokið Leiðtogar ellefu ríkja Eystrasaltsráðsins auk Evrópusambandsins funda í Reykjavík á fimmtudag. Með því lýkur formennsku Íslands í ráðinu, sem það hefur gegnt síðan í júlí á síðasta ári. Það verður eitt af síðustu embættisverkum Halldórs Ásgrímssonar, að funda með forsætisráðherrum Rússlands og Póllands í tengslum við fundinn. Í formennsku sinni hafa Íslendingar lagt áherslu á umhverfis- og orkumál og mun þessi mál bera hvað hæst á leiðtogafundinum. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, sem situr áfram í því embætti þar til ný stjórn hefur verið skipuð, mun leiða fundi ráðsins. Auk sameiginlegra funda mun Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, eiga tvíhliða fundi með Fradkov, forsætisráðherra Rússlands og Marcinkiewicz, nýjum forsætisráðherra Póllands, og Geir H. Haarde mun eiga fund með utanríkisráðherra Þýskalands. Eystrasaltsráðið er skipað 11 löndum, - Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Eistlandi, Lettlandi, Litháen, Rússlandi, Póllandi og Rússlandi, auk Íslands. Ráðið var stofnað árið 1992 en Ísland gekk í ráðið árið 1995. 6.6.2006 17:21 Stjórnvöld ætla að veita 20 milljónum til Rauða krossins Stjórnvöld ætla að veita 20 milljónum króna til alnæmisverkefna Rauða krossins og Rauða hálfmánans í sunnanverðri Afríku. Framlagið nemur samtals um 320.000 bandaríkjadollurum og verða peningarnir greiddir út í fjórum jöfnum greiðslum á árunum 2006-2009. 6.6.2006 16:53 Féll um sjö metra ofan í húsgrunn Karlmaður féll um það bil sjö metra ofan í húsgrunn í Borgartúni í dag. Neyðarlínunni barst tilkynningin um klukkan 14:36 og voru sjúkraflutninga- og slökkviliðsmenn sendir á staðinn. Aðstæður til björgunar voru talsvert erfiðar að sögn vaktstjóra Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík er maðurinn mjög slasaður með höfuðmeiðsl, fótbrot og aðra áverka. Ekki er viðtað hvernig slysið bar að en málið er í rannsókn. 6.6.2006 16:33 Málverkið við góðaheilsu á Norðurlöndum Málverkið er við góða heilsu á Norðurlöndum. Það leiðir sýningin Carnegie Art Award í ljós en hún verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur á morgun Carnegie Art Award eru í senn verðlaun og sýning sem komið var á fót fyrir átta árum. Markmið verðlaunanna, sem eru ein þau stærstu í heimi á sviði lista, er að styðja við framúrskarandi listamenn á Norðurlöndum og efla norræna samtímalist. Því er farið með Carnegie Art sýninguna um öll norrænu ríkin og í ár verður einnig farið til Lundúna og Nice í Frakklandi. Verkin sem til sýnis eru í Hafnarhúsinu eru eftir 21 listamann en þeir voru valdir úr hópi 115 listamanna sem tilnefndir voru til þátttöku í sýningunni. Íslendingar eiga fjóra fulltrúa á sýningunni, þá Finnboga Pétursson, Steingrím Eyfjörð, Jón Óskar og Eggert Pétursson. Hafþór Yngvason forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur segir sýninguna sanna að málverkið hafi sterka stöðu á Norðurlöndum. Hann bendir á að í fyrsta sinn sé hljóðverk á sýningunni en það er einmitt eftir Finnboga Pétursson. Þegar fréttastofu bar að garði var einn listamannanna að leggja lokahönd á verk sitt. Það var hin 33 ára Josefine Lyche frá Noregi en hún málar nýtt verk á hverjum sýningarstað. Hún hefur stritað í tíu tíma á dag síðan á föstudag og er nokkuð ánægð með niðurstöðuna. Lyche segir að málverkið samanstandi af sparsli og blönduðum akrýllitum. "Ég málaði alls níu lög á vegginn og pússaði þau svo niður með slípara svo yfirborðið yrði alveg slétt. Ég nota mismunandi liti á hverjum stað og litirnir hér tákna græna náttúru landsins." Með verkinu segir Lyche vilja fá fólk til að velta fyrir sér málverkinu sem miðli. Það gerir hún á óvenjulegan hátt því ólíkt því sem gengur og gerist á söfnum má snerta verkið hennar "Þetta er skemmtilegt en maður má ekki snerta öll verkin, bara þetta. Þetta er tímabundið verk, það verður fjarlægt, málað yfir það, og því er gott að geta þreifað á því þann tíma sem það verður á veggnum," segir listakonan. Sem fyrr segir verður sýniningin opnuð á morgun en hún stendur til 20. ágúst. 6.6.2006 15:28 Vélarbilun varð í flugtaki Betur fór en á horfðist þegar lítil flugvél, af gerðinni Cessna 180, missti afl mótors í flugtaki síðdegis í gær með þeim afleiðingum að vélin lenti í Fljótavatni. Einn maður var um borð í vélinni og sakaði hann ekki. Upplýsingafulltrúi Flugmálastjórnar Íslands segir að Rannsóknarnefnd flugslysa hafi farið af staðinn í gær og málið sé nú í rannsókn. 6.6.2006 13:48 Jónas Garðarsson dæmdur í þriggja ára fangelsi Jónas Garðarsson formaður Sjómannafélags Reykjavíkur var nú áðan dæmdur í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi af Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir manndráp af gáleysi. Jónas var ákærður fyrir að hafa þann tíunda september síðastliðinn, stýrt skemmtibátnum Hörpu undir áhrifum áfengis, en báturinn steytti á Skarfaskeri á Viðeyjarsundi með þeim afleiðingum að tveir létust. Jónas var ekki viðstaddur uppkvaðningu dóms í Héraðsdómi Reykjavíkur en fullvíst má telja að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar. 6.6.2006 13:03 Óvissa í efnahagsmálum gæti aukist Óvissa í efnahagsmálum getur aukist vegna afsagnar Halldórs Ásgrímssonar og stöðunnar sem komin er upp í stjórn landsins. Úrvalsvísitalan lækkaði í morgun um 1,8 prósent og gengi bréfa í viðskiptabönkunum sömuleiðis. 6.6.2006 12:22 Vilja að boðað verði til kosninga Formenn allra stjórnarandstöðuflokkanna telja réttast að boðað verði til þingkosninga sem fyrst vegna þeirra hræringa sem séu í ríkisstjórninni. Þeir segja stjórnina þrotna að kröftum og ekki geta tekist á við þau stóru mál sem blasi við í samfélaginu. Eins og kunnugt er tilkynnti Halldór Ásgrímsson í gærkvöld að hann hygðist bæði segja af sér sem forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins og að Geir H. Haarde tæki við sem forsætisráðherra á næstunni eftir viðræður stjórnarflokkanna þar um. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - hreyfingarinnar græns framboðs, segir um brotthvarf Halldórs úr pólitík að það hafi líklega ekki borið að eins og forsætisráðherra vildi. Steingrímur segir tíðindin sýna að ríkisstjórnin sé laskað fley og því sé réttast að boða til þingkosninga. Steingrímur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir samtarf Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins ekki lengur snúast um málefni og stefnu heldur um að halda völdum. Hún bendir á að ákveðin upplausn sé í efnahagsmálum, kjaramálum og varnarmálu. Ingibjörg Sólrún Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir atburði síðustu daga sýna að alger upplausn sé innan Framsóknarflokksins. Halldór hafi ekki fundið sig í embætti forsætisráðherra og feli nú Geir H. Haarde að stjórna þannig að það sé forysta í ríkisstjórninni sem sé ekki alveg sundruð inn á við. En telur hann að boða beri til kosninga 1:11-1:30 Formaður Sjálfstæðisflokksins og verðandi forsætisráðherra gefur hins vegar lítið fyrir þær kröfur. 6.6.2006 11:56 Guðni gefur lítið fyrir vantraust Valgerðar Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, gefur ekki mikið fyrir vantraust flokkssystur hans Valgerðar Sverrisdóttur á hann í embætti formanns flokksins. Hann ætlar að kanna vilja stuðningsmanna sinna áður en hann ákveður hvort hann býður sig fram, en segist ekki muni þvælast fyrir í flokknum, ef hann njóti ekki stuðnings til formennsku. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar voru fámálir þegar þeir mættu á ríkisstjórnarfund í morgun. Stóra spurningin er auðvitað sú hver tekur við af Halldóri Ásgrímssyni þegar hann lætur af formennsku í Framsóknarflokknum á landsþingi í haust. Guðni Ágústsson er varafromaður flokksins, en ljóst er að ekki er eining innan þingflokksins um hver eigi að taka við af Halldóri. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sagði í Ríkisútvarpinu í morgun að hún treysti Guðna ekki til formennsku. En skoðum aðeins myndir af því þegar ráðherrar mættu á ríkisstjórnarfund í morgun. KOMMENT Halldór Ásgrímsson sagði á Þingvöllum í gær að hann og Guðni hefðu báðir sæst á að láta af embættum sínum í fælokknum. Guðni sendi hins vegar frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi, þar sem hann gefur sterkelga til kynna að hann kunni að verða í framboði til formennsku í flokknum. Ríkisstjórnarfundi lauk um klukkan hálf ellefu og gaf Guðni þá kost á stuttu viðtali. 6.6.2006 11:16 Hjólað um landið til styrktar langveikum börnum Fjórir lögreglu- og slökkviliðsmenn af Suðurnesjum hjóla nú um landið til að vekja athygli að söfnun fyrir langveik börn. 6.6.2006 10:55 Umferð gekk vel í gær Umferð gekk vel á vegum landsins í gær og er ekki vitað um slys eða meiri háttar óhöpp. Umferðarþunginn fór að aukast til muna upp úr hádegi en dreifðist svo alveg fram á kvöld. 6.6.2006 10:30 Gistinóttum fjölgar um fjögur prósent milli ára Gistinóttum fjölgaði um fjögur prósent í apríl síðastliðnum miðað við sama mánuð í fyrra. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar. Gistinóttum fjölgaði hlutfallslega mest á Austurlandi, eða um fjórðung, en þeim fjölgaði í öllum landshlutum nema á Suðurlandi þar sem þeim fækkaði um 13,5 prósent. 6.6.2006 10:15 Farið yfir feril Halldórs Ferill Halldórs Ásgrímssonar spannar yfir þrjátíu ár í stjórnmálum. Halldór settist fyrst á þing í Austurlandskjördæmi árið 1974, en hann er fæddur á Vopnafirði. Hann hefur setið á þingi nær óslitiði síðan þá, en flutti sig um set fyrir síðustu alþingiskosningar og leiddi lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. 6.6.2006 10:10 Dómur kveðinn upp í dag vegna Viðeyjarslyss Dómur verður kveðinn upp í máli Jónasar Garðarssonar, formanns Sjómannafélags Reykjavíkur, í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan eitt í dag. Jónas er sakaður um að hafa þann tíunda september síðastliðinni stýrt skemmtibátnum Hörpu undir áhrifum áfengis, en báturinn steytti á Skarfaskeri á Viðeyjarsundi með þeim afleiðingum að tveir létust. 6.6.2006 10:00 Í hættu eftir að bátur varð eldsneytislaus Tveir fullorðnir menn og tvö börn voru í hættu þegar lítill skemmtibátur, sem þau voru á, varð eldsneytislaus skammt út af Kjalarnesi í gærkvöldi og tók að reka í átt að grýttri fjöru. 6.6.2006 09:00 Yfirlýsing frá Guðna Ágústssyni Guðni Ágústsson, vara formaður Framsóknarflokksins, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna orða Halldórs Ásgrímssonar, forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins, í tengslum við afsögn Halldórs í gær. 6.6.2006 08:57 Ekki mynduð ný ríkisstjórn Geir H. Haarde verðandi forsætisráðherra segir að þótt mannabreytingar blasi við í ríkisstjórninni verði ekki mynduð ný ríkisstjórn enda þýði afsögn Halldórs ekki slit á stjórnarsamstarfinu. 6.6.2006 08:30 Ekkert liggur fyrir um afsögn Guðna Halldór Ásgrímsson hefur ákveðið að segja af sér sem forsætisráðherra en Geir H. Haarde tekur við forsætisráðherraembættinu. Hann situr áfram sem formaður Framsóknarflokksins fram á haust. Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir ekkert liggja fyrir um afsögn sína. 6.6.2006 08:07 Eitt hundrað börn á biðlista BUGL Börn sem þurfa að komast á barna- og unglingageðdeild mega sætta sig við að bíða í heilt ár. Um eitt hundrað börn eru á biðlista eftir að komast á göngudeild. 5.6.2006 22:47 Undarlegur ölvunarakstur Fyrsta stóra ferðahelgin hefur gengið vel fyrir sig það sem af er. Lögregluþjónar í Rangárþingi þurftu þó að reyna verulega á sig um helgina þegar þeir hugðust stöðva mann á dráttarvél sem þeir höfðu grunaðan um að aka undir áhrifum. 5.6.2006 22:39 Halldór tilkynnir ákvörðun sína klukkan níu Halldór Ásgrímsson hefur boðað til blaðamannafundar í bústað forsætisráðherra á Þingvöllum klukkan níu í kvöld. Álitið er að á fundinum muni hann tilkynna ákvörðun um pólitíska framtíð sína. Sýnt verður beint frá fundinum á NFS klukkan níu. 5.6.2006 20:14 Eftirlit með utanvegaakstri úr lofti Þeir sem stunda utanvegaakstur geta átt von á eftirliti úr lofti en lögreglan og Landhelgisgæslan hafa tekið höndum saman um að stemma stigu við slíkum akstri. Nokkrir brotlegir voru bókaðir af lögreglunni um helgina og geta átt von á sektum. 5.6.2006 20:14 Dveljast á Íslandi mánuðum saman án þess að fá skólavist Dæmi eru um að börn frá Austur-Evrópu dveljist hér mánuðum saman án þess að fá skólavist, þó að barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna kveði á um skýlausan rétt þeirra til að ganga í skóla. Enn hefur ekki reynt á hvort börnum, sem hér dveljast án lögheimilis, yrði synjað um skólavist. 5.6.2006 20:00 Tískusýning á pokakjólum Hvenær sáuð þið síðast kjóla úr kartöflupokum, bónuspokum eða ruslapokum? Þetta er meðal þess sem getur að líta á tískusýningu í Gúttó í Hafnarfirði klukkan átta annað kvöld. 5.6.2006 19:34 Stakk lögregluna af á sundi í Rangá Bóndi nokkur um fimmtugt reyndi allverulega á krafta lögreglunnar í Rangárþingi um helgina. Hann hafði verið við gleðskap á skemmtistað á Hellu en þanngað hafði hann komið akandi á dráttarvél. Eftir að hafa setið þar nokkra stund að sumbli ákvað hann að halda heim á bæ sinn milli Hellu og Hvolsvallar en á miðri ferð sinni hitti hann fyrir lögreglumenn sem grunuðu hann um ölvun. Lögreglan gaf manninum merki um að stöðva faratæki sitt en hann hélt nú ekki heldur lagði til árásar með ámoksturstækjunum á traktornum. Bóndinn hljóp svo út úr dráttarvélinni og bárust leikar hans og lögreglu um mela og móa sveitarinnar. Þegar komið var að bökkum Rangár skipti svo engum togum að lagði maðurinn til sunds og misstu laganna verðir þar augun af honum. Þeir fóru fljótlega óttast um hann og kölluðu út björgunarsveitarmenn sem komu samstundis og fínkembdu svæðið en án árangurs. Seinnihluta nætur gaf sá grunaði sig þó fram við lögreglu og var tekin blóðprufa úr honum. 5.6.2006 19:02 Efnahagshorfurnar neikvæðar Matsfyrirtækið Standard og Poor´s hefur breytt mati á efnahagshorfum á Íslandi úr stöðugum í neikvæðar. Forstöðumaður Hagfræðistofnunar segir þetta staðfestingu á því að ríkisstjórnin verði að ganga í lið með Seðlabankanum í baráttunni við verðbólgudrauginn. 5.6.2006 18:54 Framsókn fundar um forystu í flokknum Landsstjórn og þingflokkur Framsóknarmanna hittast í kvöld til að freista þess að ná sáttum um forystu í flokknum. Að minnsta kosti fjögur framsóknarfélög hafa skorað á Guðna Ágústsson, varaformann flokksins, að taka við formannssætinu við brotthvarf Halldórs Ásgrímssonar. Talið er hins vegar líklegt að Halldór Ásgrímsson endurskoði ákvörðun sína um að hætta hverfi Guðni ekki af sviðinu á sama tíma og hann. 5.6.2006 18:45 Fjársvelti Hafró veldur ónógum rannsóknum á loðnunni Veita þarf meira fjármagni til Hafrannsóknastofnunar til þess að betur megi standa að rannsóknum á loðnustofninum. Bágt ástand þorskstofnsins er ekki eingöngu tilkomið vegna ofveiði á þorski, heldur er ein ástæðan ofveiði á loðnunni. Þetta segja þingmenn stjórnarandstöðu sem sitja í sjávarútvegsnefnd. 5.6.2006 18:44 Mikil bið á barna- og unglingageðdeild Börn sem þurfa að komast á barna- og unglingageðdeild mega sætta sig við að bíða í heilt ár. Um eitt hundrað börn eru á biðlista eftir að komast á göngudeild. 5.6.2006 15:53 Sjá næstu 50 fréttir
Orri verður framkvæmdastjóri Frumherja Orri Hlöðversson, fráfarandi bæjarstjóri í Hveragerði, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Frumherja í Reykjavík frá og með 1. ágúst. Á fréttavefnum suðurland.is kemur fram að Orra hafi verið boðin staða bæjarstjóra í mörgum nýmynduðum meirihlutum á landinu, meðal annars Árborg, Mosfellsbæ og Fjarðarbyggð. 7.6.2006 10:00
Ólína formaður Vestfjarðaakademíunnar Ólína Þorvarðardóttir, fráfarandi skólameistari Menntaskólans á Ísafirði, var kjörin formaður Vestfjarðaakademíunnar á fyrsta aðalfundi félagsins fyrir helgi. Þetta kemur fram á fréttavef Bæjarins besta í dag. 7.6.2006 09:30
Ölvaður í hraðakstri í Ártúnsbrekkunni Lögreglan í Reykjavík stöðvaði í nótt ökumann sem mælst hafði á yfir hundrað og tuttugu kílómetra hraða í Ártúnsbrekku, þar sem hámarkshraði er áttatíu. Kom þá í ljós að hann var talsvert ölvaður og var því bundinn endir á ferðarlag hans. 7.6.2006 09:00
Frjáls markaður að bregðast á sviði lyfjainnflutnings Halda má því fram með fullum rétti að frjáls markaður sé að bregðast landsmönnum á sviði lyfjainnflutnings, ef innflutningur á ódýrum samheitalyfjum verður ekki stór aukinn, segir Sigurður Guðmundsson landlæknir í grein í Morgunblaðinu í morgun. 7.6.2006 08:30
Féll af vélhjóli og slasaðist á Reykjavíkurvegi Ökumaður mótorhjóls slasaðist þegar hann féll af hjólinu á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði í gærkvöldi og veltist eftir götunni en hjólið hafnaði mannlaust framan á bíl sem kom úr gagnstæðri átt. 7.6.2006 08:00
Líkur á harðri lendingu vaxandi að mati Danske Bank Danske Bank telur að líkur á harðri lendingu í íslensku efnahagslífi fari vaxandi og telur að mat Standard og Poors frá í fyrradag um horfur á versnandi lánshæfismati sé slæmt fyrir íslenskt efnahagslíf. 7.6.2006 07:45
Viðskiptahalli aldrei meiri á fyrsta ársfjórðungi Viðskiptahalli Íslands gagnvart útlöndum hefur aldrei verið meiri en á fyrsta fjórðungi þessa árs. Bæði viðskiptahalli og vöruskiptajöfnuður eru tvöfalt meiri en á sama tíma í fyrra. Viðskiptahalli við útlönd nam rúmum 66 milljörðum á fyrsta ársfjórðungi en stóð 32 komma 6 milljörðum á sama tíma í fyrra. 7.6.2006 07:34
Banaslys á Elliðavatnsvegi í gærkvöld Maður á þrítugsaldri beið bana þegar bíll hans fór út af Elliðavatnsvegi við gatnamótin að Kaldárselsvegi og valt, á tólfta tímanum í gærkvöldi. Annar maður á svipuðum aldri, sem var farþegi í bílnum, slasaðist og var fluttur á slysadeild Landspítalans en mun ekki vera í lífshættu. 7.6.2006 07:32
Vilja forystursveit sem stillir til friðar innan Framsóknar Stjórn Kjördæmissambands framsóknamanna í Reykjavíkurkjördæmi norður, stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkurkjördæmis norður og stjórn félags ungra framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmi norður, harma þá ákvörðun Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra að hverfa brátt af vettvangi stjórnmálanna eftir áratuga farsælt starf. 6.6.2006 21:27
Orri ráðinn framkvæmdastjóri Frumherja Orri Hlöðversson, fráfarandi bæjarstjóri í Hveragerði, hefur verið ráðinn framkvæmdarstjóri Frumherja í Reykjavík frá og með 1. ágúst. Á fréttavefnum suðurland punktur is kemur fram að Orra hafi verið boðin staða bæjarstjóri í mörgum nýmynduðum meirihlutum á landinu meðal annars Árborg, Mosfellsbæ og Fjarðarbyggð. 6.6.2006 21:00
Gengi krónunnar heldur áfram að lækka Gengi krónunnar heldur áfram að lækka og er Evran nú komin í um 94 krónur. Þá lækkaði gengi hlutabréfa í Kauphöllinni í dag. 6.6.2006 20:30
Unnið að því að bæta hagkvæmni og skilvirkni í íslenska stjórnkerfinu Einfaldara Ísland var yfirskrift ráðstefnu um gagnsæjara stjórnkerfi og reglugerðasetningu sem haldin var á hótel Nordica í dag. Ráðstefnan er liður í vinnu starfshóps sem vinnur að því að bæta hagkvæmni og skilvirkni reglugerðarsetningar í íslensku stjórnkerfi. 6.6.2006 20:00
Dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisafbrot Tvítugur karlmaður var í dag dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa þvingað stúlku til að hafa við sig munnmök og að hafa reynt að þröngva henni til samræðis. 6.6.2006 18:57
Leiðtogar Eystrasaltsráðsins funda á Íslandi Leiðtogar ellefu ríkja Eystrasaltsráðsins auk Evrópusambandsins funda í Reykjavík á fimmtudag. Með því lýkur formennsku Íslands í ráðinu, sem það hefur gegnt síðan í júlí á síðasta ári. Það verður eitt af síðustu embættisverkum Halldórs Ásgrímssonar, að funda með forsætisráðherrum Rússlands og Póllands í tengslum við fundinn. 6.6.2006 18:54
Krefjast ekki afsagnar Jónasar Jónas Garðarsson var í dag dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Tveir létust þegar bátur hans steytti á Skarfaskeri á Viðeyjarsundi í september. 6.6.2006 18:45
Tónleikaröð að Gljúfrasteini Heimili nóbelskáldsins á að vera sjálfsagður viðkomustaður ferðamanna og heimamanna. Forsvarsmenn Gljúfrasteins kynntu í gær skýrslu um stefnumótun og framtíðarsýn safnsins. 6.6.2006 17:30
Formennsku Íslands í Eystrasaltsráðinu lokið Leiðtogar ellefu ríkja Eystrasaltsráðsins auk Evrópusambandsins funda í Reykjavík á fimmtudag. Með því lýkur formennsku Íslands í ráðinu, sem það hefur gegnt síðan í júlí á síðasta ári. Það verður eitt af síðustu embættisverkum Halldórs Ásgrímssonar, að funda með forsætisráðherrum Rússlands og Póllands í tengslum við fundinn. Í formennsku sinni hafa Íslendingar lagt áherslu á umhverfis- og orkumál og mun þessi mál bera hvað hæst á leiðtogafundinum. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, sem situr áfram í því embætti þar til ný stjórn hefur verið skipuð, mun leiða fundi ráðsins. Auk sameiginlegra funda mun Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, eiga tvíhliða fundi með Fradkov, forsætisráðherra Rússlands og Marcinkiewicz, nýjum forsætisráðherra Póllands, og Geir H. Haarde mun eiga fund með utanríkisráðherra Þýskalands. Eystrasaltsráðið er skipað 11 löndum, - Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Eistlandi, Lettlandi, Litháen, Rússlandi, Póllandi og Rússlandi, auk Íslands. Ráðið var stofnað árið 1992 en Ísland gekk í ráðið árið 1995. 6.6.2006 17:21
Stjórnvöld ætla að veita 20 milljónum til Rauða krossins Stjórnvöld ætla að veita 20 milljónum króna til alnæmisverkefna Rauða krossins og Rauða hálfmánans í sunnanverðri Afríku. Framlagið nemur samtals um 320.000 bandaríkjadollurum og verða peningarnir greiddir út í fjórum jöfnum greiðslum á árunum 2006-2009. 6.6.2006 16:53
Féll um sjö metra ofan í húsgrunn Karlmaður féll um það bil sjö metra ofan í húsgrunn í Borgartúni í dag. Neyðarlínunni barst tilkynningin um klukkan 14:36 og voru sjúkraflutninga- og slökkviliðsmenn sendir á staðinn. Aðstæður til björgunar voru talsvert erfiðar að sögn vaktstjóra Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík er maðurinn mjög slasaður með höfuðmeiðsl, fótbrot og aðra áverka. Ekki er viðtað hvernig slysið bar að en málið er í rannsókn. 6.6.2006 16:33
Málverkið við góðaheilsu á Norðurlöndum Málverkið er við góða heilsu á Norðurlöndum. Það leiðir sýningin Carnegie Art Award í ljós en hún verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur á morgun Carnegie Art Award eru í senn verðlaun og sýning sem komið var á fót fyrir átta árum. Markmið verðlaunanna, sem eru ein þau stærstu í heimi á sviði lista, er að styðja við framúrskarandi listamenn á Norðurlöndum og efla norræna samtímalist. Því er farið með Carnegie Art sýninguna um öll norrænu ríkin og í ár verður einnig farið til Lundúna og Nice í Frakklandi. Verkin sem til sýnis eru í Hafnarhúsinu eru eftir 21 listamann en þeir voru valdir úr hópi 115 listamanna sem tilnefndir voru til þátttöku í sýningunni. Íslendingar eiga fjóra fulltrúa á sýningunni, þá Finnboga Pétursson, Steingrím Eyfjörð, Jón Óskar og Eggert Pétursson. Hafþór Yngvason forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur segir sýninguna sanna að málverkið hafi sterka stöðu á Norðurlöndum. Hann bendir á að í fyrsta sinn sé hljóðverk á sýningunni en það er einmitt eftir Finnboga Pétursson. Þegar fréttastofu bar að garði var einn listamannanna að leggja lokahönd á verk sitt. Það var hin 33 ára Josefine Lyche frá Noregi en hún málar nýtt verk á hverjum sýningarstað. Hún hefur stritað í tíu tíma á dag síðan á föstudag og er nokkuð ánægð með niðurstöðuna. Lyche segir að málverkið samanstandi af sparsli og blönduðum akrýllitum. "Ég málaði alls níu lög á vegginn og pússaði þau svo niður með slípara svo yfirborðið yrði alveg slétt. Ég nota mismunandi liti á hverjum stað og litirnir hér tákna græna náttúru landsins." Með verkinu segir Lyche vilja fá fólk til að velta fyrir sér málverkinu sem miðli. Það gerir hún á óvenjulegan hátt því ólíkt því sem gengur og gerist á söfnum má snerta verkið hennar "Þetta er skemmtilegt en maður má ekki snerta öll verkin, bara þetta. Þetta er tímabundið verk, það verður fjarlægt, málað yfir það, og því er gott að geta þreifað á því þann tíma sem það verður á veggnum," segir listakonan. Sem fyrr segir verður sýniningin opnuð á morgun en hún stendur til 20. ágúst. 6.6.2006 15:28
Vélarbilun varð í flugtaki Betur fór en á horfðist þegar lítil flugvél, af gerðinni Cessna 180, missti afl mótors í flugtaki síðdegis í gær með þeim afleiðingum að vélin lenti í Fljótavatni. Einn maður var um borð í vélinni og sakaði hann ekki. Upplýsingafulltrúi Flugmálastjórnar Íslands segir að Rannsóknarnefnd flugslysa hafi farið af staðinn í gær og málið sé nú í rannsókn. 6.6.2006 13:48
Jónas Garðarsson dæmdur í þriggja ára fangelsi Jónas Garðarsson formaður Sjómannafélags Reykjavíkur var nú áðan dæmdur í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi af Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir manndráp af gáleysi. Jónas var ákærður fyrir að hafa þann tíunda september síðastliðinn, stýrt skemmtibátnum Hörpu undir áhrifum áfengis, en báturinn steytti á Skarfaskeri á Viðeyjarsundi með þeim afleiðingum að tveir létust. Jónas var ekki viðstaddur uppkvaðningu dóms í Héraðsdómi Reykjavíkur en fullvíst má telja að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar. 6.6.2006 13:03
Óvissa í efnahagsmálum gæti aukist Óvissa í efnahagsmálum getur aukist vegna afsagnar Halldórs Ásgrímssonar og stöðunnar sem komin er upp í stjórn landsins. Úrvalsvísitalan lækkaði í morgun um 1,8 prósent og gengi bréfa í viðskiptabönkunum sömuleiðis. 6.6.2006 12:22
Vilja að boðað verði til kosninga Formenn allra stjórnarandstöðuflokkanna telja réttast að boðað verði til þingkosninga sem fyrst vegna þeirra hræringa sem séu í ríkisstjórninni. Þeir segja stjórnina þrotna að kröftum og ekki geta tekist á við þau stóru mál sem blasi við í samfélaginu. Eins og kunnugt er tilkynnti Halldór Ásgrímsson í gærkvöld að hann hygðist bæði segja af sér sem forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins og að Geir H. Haarde tæki við sem forsætisráðherra á næstunni eftir viðræður stjórnarflokkanna þar um. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - hreyfingarinnar græns framboðs, segir um brotthvarf Halldórs úr pólitík að það hafi líklega ekki borið að eins og forsætisráðherra vildi. Steingrímur segir tíðindin sýna að ríkisstjórnin sé laskað fley og því sé réttast að boða til þingkosninga. Steingrímur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir samtarf Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins ekki lengur snúast um málefni og stefnu heldur um að halda völdum. Hún bendir á að ákveðin upplausn sé í efnahagsmálum, kjaramálum og varnarmálu. Ingibjörg Sólrún Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir atburði síðustu daga sýna að alger upplausn sé innan Framsóknarflokksins. Halldór hafi ekki fundið sig í embætti forsætisráðherra og feli nú Geir H. Haarde að stjórna þannig að það sé forysta í ríkisstjórninni sem sé ekki alveg sundruð inn á við. En telur hann að boða beri til kosninga 1:11-1:30 Formaður Sjálfstæðisflokksins og verðandi forsætisráðherra gefur hins vegar lítið fyrir þær kröfur. 6.6.2006 11:56
Guðni gefur lítið fyrir vantraust Valgerðar Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, gefur ekki mikið fyrir vantraust flokkssystur hans Valgerðar Sverrisdóttur á hann í embætti formanns flokksins. Hann ætlar að kanna vilja stuðningsmanna sinna áður en hann ákveður hvort hann býður sig fram, en segist ekki muni þvælast fyrir í flokknum, ef hann njóti ekki stuðnings til formennsku. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar voru fámálir þegar þeir mættu á ríkisstjórnarfund í morgun. Stóra spurningin er auðvitað sú hver tekur við af Halldóri Ásgrímssyni þegar hann lætur af formennsku í Framsóknarflokknum á landsþingi í haust. Guðni Ágústsson er varafromaður flokksins, en ljóst er að ekki er eining innan þingflokksins um hver eigi að taka við af Halldóri. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sagði í Ríkisútvarpinu í morgun að hún treysti Guðna ekki til formennsku. En skoðum aðeins myndir af því þegar ráðherrar mættu á ríkisstjórnarfund í morgun. KOMMENT Halldór Ásgrímsson sagði á Þingvöllum í gær að hann og Guðni hefðu báðir sæst á að láta af embættum sínum í fælokknum. Guðni sendi hins vegar frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi, þar sem hann gefur sterkelga til kynna að hann kunni að verða í framboði til formennsku í flokknum. Ríkisstjórnarfundi lauk um klukkan hálf ellefu og gaf Guðni þá kost á stuttu viðtali. 6.6.2006 11:16
Hjólað um landið til styrktar langveikum börnum Fjórir lögreglu- og slökkviliðsmenn af Suðurnesjum hjóla nú um landið til að vekja athygli að söfnun fyrir langveik börn. 6.6.2006 10:55
Umferð gekk vel í gær Umferð gekk vel á vegum landsins í gær og er ekki vitað um slys eða meiri háttar óhöpp. Umferðarþunginn fór að aukast til muna upp úr hádegi en dreifðist svo alveg fram á kvöld. 6.6.2006 10:30
Gistinóttum fjölgar um fjögur prósent milli ára Gistinóttum fjölgaði um fjögur prósent í apríl síðastliðnum miðað við sama mánuð í fyrra. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar. Gistinóttum fjölgaði hlutfallslega mest á Austurlandi, eða um fjórðung, en þeim fjölgaði í öllum landshlutum nema á Suðurlandi þar sem þeim fækkaði um 13,5 prósent. 6.6.2006 10:15
Farið yfir feril Halldórs Ferill Halldórs Ásgrímssonar spannar yfir þrjátíu ár í stjórnmálum. Halldór settist fyrst á þing í Austurlandskjördæmi árið 1974, en hann er fæddur á Vopnafirði. Hann hefur setið á þingi nær óslitiði síðan þá, en flutti sig um set fyrir síðustu alþingiskosningar og leiddi lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. 6.6.2006 10:10
Dómur kveðinn upp í dag vegna Viðeyjarslyss Dómur verður kveðinn upp í máli Jónasar Garðarssonar, formanns Sjómannafélags Reykjavíkur, í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan eitt í dag. Jónas er sakaður um að hafa þann tíunda september síðastliðinni stýrt skemmtibátnum Hörpu undir áhrifum áfengis, en báturinn steytti á Skarfaskeri á Viðeyjarsundi með þeim afleiðingum að tveir létust. 6.6.2006 10:00
Í hættu eftir að bátur varð eldsneytislaus Tveir fullorðnir menn og tvö börn voru í hættu þegar lítill skemmtibátur, sem þau voru á, varð eldsneytislaus skammt út af Kjalarnesi í gærkvöldi og tók að reka í átt að grýttri fjöru. 6.6.2006 09:00
Yfirlýsing frá Guðna Ágústssyni Guðni Ágústsson, vara formaður Framsóknarflokksins, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna orða Halldórs Ásgrímssonar, forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins, í tengslum við afsögn Halldórs í gær. 6.6.2006 08:57
Ekki mynduð ný ríkisstjórn Geir H. Haarde verðandi forsætisráðherra segir að þótt mannabreytingar blasi við í ríkisstjórninni verði ekki mynduð ný ríkisstjórn enda þýði afsögn Halldórs ekki slit á stjórnarsamstarfinu. 6.6.2006 08:30
Ekkert liggur fyrir um afsögn Guðna Halldór Ásgrímsson hefur ákveðið að segja af sér sem forsætisráðherra en Geir H. Haarde tekur við forsætisráðherraembættinu. Hann situr áfram sem formaður Framsóknarflokksins fram á haust. Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir ekkert liggja fyrir um afsögn sína. 6.6.2006 08:07
Eitt hundrað börn á biðlista BUGL Börn sem þurfa að komast á barna- og unglingageðdeild mega sætta sig við að bíða í heilt ár. Um eitt hundrað börn eru á biðlista eftir að komast á göngudeild. 5.6.2006 22:47
Undarlegur ölvunarakstur Fyrsta stóra ferðahelgin hefur gengið vel fyrir sig það sem af er. Lögregluþjónar í Rangárþingi þurftu þó að reyna verulega á sig um helgina þegar þeir hugðust stöðva mann á dráttarvél sem þeir höfðu grunaðan um að aka undir áhrifum. 5.6.2006 22:39
Halldór tilkynnir ákvörðun sína klukkan níu Halldór Ásgrímsson hefur boðað til blaðamannafundar í bústað forsætisráðherra á Þingvöllum klukkan níu í kvöld. Álitið er að á fundinum muni hann tilkynna ákvörðun um pólitíska framtíð sína. Sýnt verður beint frá fundinum á NFS klukkan níu. 5.6.2006 20:14
Eftirlit með utanvegaakstri úr lofti Þeir sem stunda utanvegaakstur geta átt von á eftirliti úr lofti en lögreglan og Landhelgisgæslan hafa tekið höndum saman um að stemma stigu við slíkum akstri. Nokkrir brotlegir voru bókaðir af lögreglunni um helgina og geta átt von á sektum. 5.6.2006 20:14
Dveljast á Íslandi mánuðum saman án þess að fá skólavist Dæmi eru um að börn frá Austur-Evrópu dveljist hér mánuðum saman án þess að fá skólavist, þó að barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna kveði á um skýlausan rétt þeirra til að ganga í skóla. Enn hefur ekki reynt á hvort börnum, sem hér dveljast án lögheimilis, yrði synjað um skólavist. 5.6.2006 20:00
Tískusýning á pokakjólum Hvenær sáuð þið síðast kjóla úr kartöflupokum, bónuspokum eða ruslapokum? Þetta er meðal þess sem getur að líta á tískusýningu í Gúttó í Hafnarfirði klukkan átta annað kvöld. 5.6.2006 19:34
Stakk lögregluna af á sundi í Rangá Bóndi nokkur um fimmtugt reyndi allverulega á krafta lögreglunnar í Rangárþingi um helgina. Hann hafði verið við gleðskap á skemmtistað á Hellu en þanngað hafði hann komið akandi á dráttarvél. Eftir að hafa setið þar nokkra stund að sumbli ákvað hann að halda heim á bæ sinn milli Hellu og Hvolsvallar en á miðri ferð sinni hitti hann fyrir lögreglumenn sem grunuðu hann um ölvun. Lögreglan gaf manninum merki um að stöðva faratæki sitt en hann hélt nú ekki heldur lagði til árásar með ámoksturstækjunum á traktornum. Bóndinn hljóp svo út úr dráttarvélinni og bárust leikar hans og lögreglu um mela og móa sveitarinnar. Þegar komið var að bökkum Rangár skipti svo engum togum að lagði maðurinn til sunds og misstu laganna verðir þar augun af honum. Þeir fóru fljótlega óttast um hann og kölluðu út björgunarsveitarmenn sem komu samstundis og fínkembdu svæðið en án árangurs. Seinnihluta nætur gaf sá grunaði sig þó fram við lögreglu og var tekin blóðprufa úr honum. 5.6.2006 19:02
Efnahagshorfurnar neikvæðar Matsfyrirtækið Standard og Poor´s hefur breytt mati á efnahagshorfum á Íslandi úr stöðugum í neikvæðar. Forstöðumaður Hagfræðistofnunar segir þetta staðfestingu á því að ríkisstjórnin verði að ganga í lið með Seðlabankanum í baráttunni við verðbólgudrauginn. 5.6.2006 18:54
Framsókn fundar um forystu í flokknum Landsstjórn og þingflokkur Framsóknarmanna hittast í kvöld til að freista þess að ná sáttum um forystu í flokknum. Að minnsta kosti fjögur framsóknarfélög hafa skorað á Guðna Ágústsson, varaformann flokksins, að taka við formannssætinu við brotthvarf Halldórs Ásgrímssonar. Talið er hins vegar líklegt að Halldór Ásgrímsson endurskoði ákvörðun sína um að hætta hverfi Guðni ekki af sviðinu á sama tíma og hann. 5.6.2006 18:45
Fjársvelti Hafró veldur ónógum rannsóknum á loðnunni Veita þarf meira fjármagni til Hafrannsóknastofnunar til þess að betur megi standa að rannsóknum á loðnustofninum. Bágt ástand þorskstofnsins er ekki eingöngu tilkomið vegna ofveiði á þorski, heldur er ein ástæðan ofveiði á loðnunni. Þetta segja þingmenn stjórnarandstöðu sem sitja í sjávarútvegsnefnd. 5.6.2006 18:44
Mikil bið á barna- og unglingageðdeild Börn sem þurfa að komast á barna- og unglingageðdeild mega sætta sig við að bíða í heilt ár. Um eitt hundrað börn eru á biðlista eftir að komast á göngudeild. 5.6.2006 15:53