Fleiri fréttir Skilgreina pólitísku miðjuna Framsóknarmenn vilja fara yfir og skilgreina hvað felst í hugtakinu pólitísk miðja, ekki síst í ljósi þess að bæði Samfylking og Sjálfstæðisflokkur sækja nú inn á miðjuna. Ályktun þessa efnis var samþykkt undir lok miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins sem lauk um klukkan fjögur. 12.11.2005 16:41 Góð þátttaka í prófkjöri Framsóknar Um tólfhundruð manns höfðu kosið í prófkjöri Framsóknarmanna nú klukkan fjögur en kjörstaðir eru opnir til átta í kvöld. Haukur Ingibergsson formaður kjörstjórnar sagði kjörsókn hafa verið jafna og þétta í allan dag. Um opið prófkjör er að ræða og geta allir þeir sem eru á kjörskrá í Kópavogi tekið þátt. Kjörfundur fer fram í Smáraskóla í Kópavogi. 12.11.2005 16:12 Telja sig hafa sett heimsmet "Við erum bjartsýn á að þetta hafi tekist," sagði Kristján B. Jónasson, þróunarstjóri hjá Eddu útgáfu, sem stýrði tilraun til að setja heimsmet í Smáralind rétt í þessu. Þá var reynt að setja heimsmet í fjölda fólks sem leikur sér með jójó í einu. 12.11.2005 15:30 Eyddu tundurdufli sem kom í veiðarfæri Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar eyddu í gærkvöldi tundurdufli sem kom í veiðarfæri togarans Þórunnar Sveinsdóttur frá Vestmannaeyjum í gær. 12.11.2005 15:26 Bíllinn ekki vanbúinn Það er alrangt að sementsflutningabíll fyrirtækisins sem valt við Egilsstaði fyrr í vikunni hafi á nokkurn hátt verið vanbúinn til vetraraksturs, segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri BM Vallár, og gerir athugasemd við frétt Stöðvar 2 af veltunni. 12.11.2005 15:20 Forystan endurkjörin Ingibjörg R. Guðmundsdóttir var endurkjörin formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna á þingi samtakanna sem lauk í dag. Aðrir stjórnarmenn voru einnig endurkjörnir utan þess að Ágúst H. Óskarsson, formaður Verslunarmannafélags Húsavíkur gaf ekki kost á sér til endurkjörs. 12.11.2005 14:45 Ógelt fress mega ekki ganga laus Kettir voru fyrirferðamiklir á síðasta fundi borgarráðs. Á fundi borgarráðs voru bæði lögð fram drög að verklagsreglum um handsömun katta og drög að nýrri gjaldskrá um kattahald. Það er skemmst frá því að segja að hvort tveggja var samþykkt samhljóða. 12.11.2005 13:45 Sænskir iðnaðarmenn vilja til Íslands Á þriðja tug sænskra iðnaðarmanna hafa haft samband við sendiráð Íslands í Svíþjóð til að komast í samband við íslensk verktakafyrirtæki. 12.11.2005 13:30 Grunnskólanemar í hönnunarkeppni Börn á aldrinum tíu til sextán ára láta í dag reyna á hugvit sitt og hæfileikann til þess að vinna saman. Þessir íslensku grunnskólanemar keppa í alþjóðlegri hönnunarkeppni þar sem þau smíða vélmenni úr legókubbum, forrita það og láta það síðan leysa ýmsar erfiðar þrautir. 12.11.2005 13:00 250 höfðu kosið á hádegi 250 höfðu tekið þátt í prófkjöri Framsóknarflokksins í Kópavogi á hádegi. Fjórtán eru í framboði, þar af fimm sem stefna á fyrsta sæti á lista flokksins fyrir næstu bæjarstjórnarkosningar. 12.11.2005 12:21 Reyna að koma í veg fyrir uppsögn kjarasamninga Forsendunefnd samtaka launþega og vinnuveitenda kemur saman til fundar klukkan eitt í dag til að kanna hvort komast megi hjá uppsögn samninga. 12.11.2005 12:15 Frjálshyggjan á hröðu undanhaldi Frjálshyggjan er á hröðu undanhaldi um allan heim, líka á Íslandi, sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar á flokksstjórnarfundi í morgun. Hún sagði stjórnmálabaráttuna á Íslandi standa milli Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. 12.11.2005 12:10 Handsömun katta Kettir voru fyrirferðamiklir á fundi borgarráðs í fyrradag. Á fundi borgarráðs voru bæði lögð fram drög að verklagsreglum um handsömun katta og drög að nýrri gjaldskrá um kattahald. Það er skemmst frá því að segja að hvort tveggja var samþykkt samhljóða. 12.11.2005 11:15 Treysta Stefáni Jóni betur Sextíu og sjö prósent þeirra borgarbúa sem taka afstöðu treysta Stefáni Jóni Hafstein betur en Steinunni Valdísi Óskarsdóttur sem næsta borgarstjóra. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar Frjálsrar verslunar. Þá fengi Sjálfstæðisflokkurinn hreinan meirihluta í borgarstjórn ef kosið yrði nú. 12.11.2005 10:30 Búa sig undir miklar óeirðir Frönsk yfirvöld hafa gripið til frekari varúðarráðstafana og hert öryggisgæslu mikið þar sem búist er við óeirðum vegna ákvörðunar um sólarhringsbann við almennum fundum utandyra, sem tók gildi klukkan níu í morgun. Þúsundir lögreglumanna standa vaktina í París, en óttast er að óeirðaseggir hvetji til skemmdarverka í borginni. 12.11.2005 10:30 Átta bítast um efsta sæti Prófkjör Framsóknarmanna í Kópavogi hófst klukkan tíu í morgun. Fjórtán eru í framboði og þar af átta sem gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista flokksins fyrir bæjarstjórnarkosningar sem haldnar verða næsta vor. 12.11.2005 10:15 Smíða vélmenni Hópur barna á aldrinum tíu til sextán ára láta í dag reyna á hugvit sitt og hæfileikann til þess að vinna saman. Þessir íslensku grunnskólanemar ætla í dag að keppa í alþjóðlegri hönnunarkeppni þar sem þau smíða vélmenni úr legókubbum, forrita það og láta það síðan leysa ýmsar erfiðar þrautir. 12.11.2005 10:00 Sex teknir vegna fíkniefnasölu Sex voru handteknir í Reykjanesbæ í gærkvöldi vegna gruns um sölu, vörslu og neyslu fíkniefna. Þeir sem voru handteknir eru allir á aldrinum fimmtán til 24 ára. 12.11.2005 09:39 Ölvun á unglingadansleik 12.11.2005 09:37 Sjálfstæðismenn ynnu borgina Sjálfstæðismenn fengju hreinan meirihluta ef kosið yrði nú til borgarstjórnar samkvæmt skoðanakönnun sem Frjáls verslun gerði fyrir vefsvæðið heimur.is. 12.11.2005 09:30 Aðilar vinnumarkaðarins funda Forsendunefnd aðila vinnumarkaðarins ætlar að hittast um eitt leytið í dag. Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segist sæmilega bjartsýnn á gang viðræðna. 12.11.2005 09:00 Ók ofan í Héraðsvötn Ökumaður fór útaf veginum áður en hann kom að brúnni yfir vestari ós Héraðsvatna í Skagafirði eldsnemma í gærmorgun og endaði ökuferðin útí fljóti. Maðurinn slapp með minniháttar meiðsl og segir lögreglan það mikið mildi því árbakkinn er brattur þar sem bíllinn fór fram af. 12.11.2005 08:15 Sýslumaður hafnaði lögbanni Sýslumaðurinn í Reykjavík hafnaði í gær lögbannskröfu á sýningu heimildarkvikmyndarinnar Skuggabörn og var hún frumsýnd í gærkvöld í Regnboganum eins og áætlað var. Skuggabörn fjallar um undirheima Reykjavíkur og í henni er fylgst með blaðamanninum Reyni Traustasyni sem rannsakað hefur þá veröld síðastliðin tvö ár. 12.11.2005 08:00 Vill frekar spennu en atvinnuleysi Halldór Ásgrímsson fór vítt og breitt í ræðu sinni á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í Kópavogi í gær. Hann sagði engar forsendur fyrir því að Seðlabankinn héldi áfram að hækka vexti. 12.11.2005 07:30 Fróði braut á ritstjóra "Ég vildi fá staðfestingu á því að þessi uppsögn væri ólögleg. Ég vildi einnig minna atvinnuveitendur á að þessi uppsagnarvernd í fæðingarorlofslögunum er í gildi og hana ber að virða," segir Lóa Aldísardóttir fjölmiðlakona. Úrskurðunarnefnd í fæðingar- og foreldraorlofsmálum úrskurðaði í fyrradag að tímaritaútgáfan Fróði hafi brotið fæðingarorlofslög í máli Lóu sem þá var ritstjóri Húsa og híbýla. 12.11.2005 07:15 Hættulegt og óforsvaranlegt Hæstiréttur felldi niður greiðslu skaðabóta og sektar sem Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í marslok lögreglumann til að greiða fyrir að hafa ekið lögreglubíl í veg fyrir mótorhjól við Ægisíðu í Reykjavík næstum ári fyrr. 12.11.2005 06:45 Tína hundaskít á Geirsnefi Hundaeigendur ætla að gera sér glaðan dag á Geirsnefi á morgun - og tína hundaskít. Þrátt fyrir að öll aðstaða sé til að hreinsa upp eftir hunda þarna, skortir á hirðusemi hundaeigenda, sem getur leitt til þess að hundar veikist og jafnvel drepist. 11.11.2005 19:38 Rjúpur seldar á uppsprengdu verði Rjúpnaveiðimenn óttast að veiðibann verði sett á aftur vegna ofveiði. Rjúpur ganga nú kaupum og sölum á allt að fjögur þúsund krónur stykkið, þrátt fyrir sölubann. Það þýðir að fimm manna fjölskylda greiðir um tuttugu þúsund krónur fyrir kjötið í jólamatinn. 11.11.2005 19:34 Hagræðing við HA Uppbyggingu Háskólans á Akureyri verður haldið áfram af fullum krafti segir menntamálaráðherra, og bendir á að betur hafi verið gert við hann en aðra háskóla. Þorsteinn Gunnarsson rektor fór yfir væntanlegar sparnaðaraðgerðir með nemendum og starfsmönnum í dag. Þeir telja einsýnt að segja þurfi upp fólki. 11.11.2005 19:33 Verðbólgan farin að lækka Lækkandi verðbólga bendir til mjúkrar lendingar í hagkerfinu, segir Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra. Greinilegt sé að aðhald í ríkisrekstri og vaxtahækkanir Seðalabankans skili árangri. Aðkoma ríkisvaldsins að kjarasamningum var rædd á ríkisstjórnarfundi í morgun og er forsætisráðherra bjartsýnn á að samningar haldi. 11.11.2005 19:30 Refsingu frestað Rangt var farið með dómsorð Hæstaréttar í máli lögreglumanns, sem ók í veg fyrir bifhjólamann, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hið rétta er að refsingu lögregluþjónsins var frestað og verður látin niður falla að tveimur árum liðnum. Fréttastofa Stöðvar 2 biðst velvirðingar á þessum leiðu mistökunum. 11.11.2005 19:29 Vill ekki nefna leiðir Ingimundur Sigurpálsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, getur ekki tilgreint með hvaða hætti hann vill jafna kjör opinberra starfsmanna og fólks á almennum vinnumarkaði. 11.11.2005 18:31 Bílvelta nærri Svínavatni Bíll valt á Biskupsstungnabraut, skammt frá Svínavatni, í dag. Ökumaður, sem var einn í bílnum, virðist hafa sloppið með minniháttar meiðsl en hann var fluttur á sjúkrahúsið á Selfossi til rannsókna. 11.11.2005 17:38 Bíll endaði úti í á eftir aðsvif ökumanns Betur fór en á horfðist þegar bíll fór út af veginum við Vesturósbrú nærri Sauðárkróki í morgun og endaði úti í ósnum. Ökumaður bílsins fékk aðsvif þegar hann kom akandi niður hlíð skammt frá brúnni. 11.11.2005 17:21 24 árekstrar í Reykjavík í dag Tuttugu og fjórir árekstrar hafa orðið í Reykjavík í dag. Þar á meðal varð einn fjöggura bíla árekstur fyrir utan Stjórnarráðið skömmu eftir hádegi. Þá rann fólksbíll á ljósastaur á Hverfisgötu. Nánast tíðindalaust hefur verið annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. 11.11.2005 17:07 Bílaumboðin búast við samdrætti á næsta ári Bílaumboðin gera ráð fyrir allt að 30 prósenta samdrætti í bílasölu á næsta ári. 11.11.2005 16:45 Andrenalín.is fær nýsköpunarverðlaun SAF Adrenalín.is fékk nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar sem Sturla Böðvarsson samgönguráðherra afhenti á Grand hóteli í dag. Verðlaunin fékk fyrirtækið fyrir nýja adrenalíngarðinn á Nesjavöllum sem tekinn var í notkun í júlí síðastliðnum. 11.11.2005 16:30 Sýslumaður hafnar kröfu um bann á sýningu Skuggabarna Sýslumaðurinn í Reykjavík hafnaði fyrir örfáum mínútum kröfu um lögbann á sýningu heimildamyndarinnar Skuggabörn eftir Þórhall Gunnarsson og Lýð Árnason, sem fjallar um nokkur ungmenni í undirheimum Reykjavíkur. 11.11.2005 16:09 Málin að þokast í rétta átt Forsendunefnd Alþýðusambands Íslands hittist klukkan hálf fjögur í dag. Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir að málin séu nú að þokast í rétta átt en nefndin þurfi þann tíma sem er til stefnu til að komast að niðurstöðu. 11.11.2005 16:06 Alþingis og ríkisstjórnar að taka á fjárhagsvanda Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, segir það sé í verkahring Alþingis eða ríkisstjórnar fremur en menntamálaráðuneytisins eins að taka á fjárhagsvanda skólans sem nú hefur leitt til þess að skólinn þarf að hagræða töluvert í starfsemi sinni. 11.11.2005 15:36 Sprengjusérfræðingar kallaðir til vegna tundurdufls Tveir menn úr sprengjusveit Landhelgisgæslunnar eru að leggja af stað með björgunarþyrlunni Líf til að gera óvirkt tundurdufl sem kom upp með veiðarfærum togarans Þórunnar Sveinsdóttur VE-401. Skipið er statt á Skrúðsgrunni út af Austfjörðum. 11.11.2005 15:29 Enn fundað um lögbann á sýningu á mynd Fundur stendur enn yfir hjá sýslumanninum í Reykjavík þar sem tekin er fyrir krafa um bann á sýningu heimildamyndarinnar Skuggabörn eftir Þórhall Gunnarsson og Lýð Árnason sem fjallar um nokkur ungmenni í undirheimum Reykjavíkur. 11.11.2005 15:00 Nældu krónu konunnar í forsætisráðherra Ungir femínstar nældu krónu konunnar í barm Halldórs Ásgrímssonar, forsætisráðherra, í ráðherrabústaðnum í dag. Þær vildu með því vegja athygli á launamun kynjanna. Króna konunnar er nákvæm eftirlíking af íslensku krónunni hönnuð sem barmnæla úr áli þar sem búið er að taka þrjátíu og fimm prósent af krónunni. 11.11.2005 14:15 Hátíð í Grímsey Grímseyingar halda ærlega hátíð í dag í tilefni fæðingardags Daniels Willards Fiske. Hátíðarhöldin eru árlegur viðburður en Fiske var bandarískur auðjöfur sem tók ástfóstri við eyjuna á öndverðri nítjándu öld og gaf eyjamönnum háa peningaupphæð. 11.11.2005 13:56 Lækkun neysluverðsvísitölu valdi ekki straumhvörfum Talsmenn verkalýðshreyfingarinnar segja að fréttir um lækkun neysluvísitölu og hjöðnun verðbólgu hafi ekki komið þeim í opna skjöldu og valdi engum straumhvörfum í viðræðum við atvinnurekendur, sem aftur á móti hafa hampað þessum tíðindum sem nýjum og óvæntum. 11.11.2005 12:30 Sjá næstu 50 fréttir
Skilgreina pólitísku miðjuna Framsóknarmenn vilja fara yfir og skilgreina hvað felst í hugtakinu pólitísk miðja, ekki síst í ljósi þess að bæði Samfylking og Sjálfstæðisflokkur sækja nú inn á miðjuna. Ályktun þessa efnis var samþykkt undir lok miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins sem lauk um klukkan fjögur. 12.11.2005 16:41
Góð þátttaka í prófkjöri Framsóknar Um tólfhundruð manns höfðu kosið í prófkjöri Framsóknarmanna nú klukkan fjögur en kjörstaðir eru opnir til átta í kvöld. Haukur Ingibergsson formaður kjörstjórnar sagði kjörsókn hafa verið jafna og þétta í allan dag. Um opið prófkjör er að ræða og geta allir þeir sem eru á kjörskrá í Kópavogi tekið þátt. Kjörfundur fer fram í Smáraskóla í Kópavogi. 12.11.2005 16:12
Telja sig hafa sett heimsmet "Við erum bjartsýn á að þetta hafi tekist," sagði Kristján B. Jónasson, þróunarstjóri hjá Eddu útgáfu, sem stýrði tilraun til að setja heimsmet í Smáralind rétt í þessu. Þá var reynt að setja heimsmet í fjölda fólks sem leikur sér með jójó í einu. 12.11.2005 15:30
Eyddu tundurdufli sem kom í veiðarfæri Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar eyddu í gærkvöldi tundurdufli sem kom í veiðarfæri togarans Þórunnar Sveinsdóttur frá Vestmannaeyjum í gær. 12.11.2005 15:26
Bíllinn ekki vanbúinn Það er alrangt að sementsflutningabíll fyrirtækisins sem valt við Egilsstaði fyrr í vikunni hafi á nokkurn hátt verið vanbúinn til vetraraksturs, segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri BM Vallár, og gerir athugasemd við frétt Stöðvar 2 af veltunni. 12.11.2005 15:20
Forystan endurkjörin Ingibjörg R. Guðmundsdóttir var endurkjörin formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna á þingi samtakanna sem lauk í dag. Aðrir stjórnarmenn voru einnig endurkjörnir utan þess að Ágúst H. Óskarsson, formaður Verslunarmannafélags Húsavíkur gaf ekki kost á sér til endurkjörs. 12.11.2005 14:45
Ógelt fress mega ekki ganga laus Kettir voru fyrirferðamiklir á síðasta fundi borgarráðs. Á fundi borgarráðs voru bæði lögð fram drög að verklagsreglum um handsömun katta og drög að nýrri gjaldskrá um kattahald. Það er skemmst frá því að segja að hvort tveggja var samþykkt samhljóða. 12.11.2005 13:45
Sænskir iðnaðarmenn vilja til Íslands Á þriðja tug sænskra iðnaðarmanna hafa haft samband við sendiráð Íslands í Svíþjóð til að komast í samband við íslensk verktakafyrirtæki. 12.11.2005 13:30
Grunnskólanemar í hönnunarkeppni Börn á aldrinum tíu til sextán ára láta í dag reyna á hugvit sitt og hæfileikann til þess að vinna saman. Þessir íslensku grunnskólanemar keppa í alþjóðlegri hönnunarkeppni þar sem þau smíða vélmenni úr legókubbum, forrita það og láta það síðan leysa ýmsar erfiðar þrautir. 12.11.2005 13:00
250 höfðu kosið á hádegi 250 höfðu tekið þátt í prófkjöri Framsóknarflokksins í Kópavogi á hádegi. Fjórtán eru í framboði, þar af fimm sem stefna á fyrsta sæti á lista flokksins fyrir næstu bæjarstjórnarkosningar. 12.11.2005 12:21
Reyna að koma í veg fyrir uppsögn kjarasamninga Forsendunefnd samtaka launþega og vinnuveitenda kemur saman til fundar klukkan eitt í dag til að kanna hvort komast megi hjá uppsögn samninga. 12.11.2005 12:15
Frjálshyggjan á hröðu undanhaldi Frjálshyggjan er á hröðu undanhaldi um allan heim, líka á Íslandi, sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar á flokksstjórnarfundi í morgun. Hún sagði stjórnmálabaráttuna á Íslandi standa milli Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. 12.11.2005 12:10
Handsömun katta Kettir voru fyrirferðamiklir á fundi borgarráðs í fyrradag. Á fundi borgarráðs voru bæði lögð fram drög að verklagsreglum um handsömun katta og drög að nýrri gjaldskrá um kattahald. Það er skemmst frá því að segja að hvort tveggja var samþykkt samhljóða. 12.11.2005 11:15
Treysta Stefáni Jóni betur Sextíu og sjö prósent þeirra borgarbúa sem taka afstöðu treysta Stefáni Jóni Hafstein betur en Steinunni Valdísi Óskarsdóttur sem næsta borgarstjóra. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar Frjálsrar verslunar. Þá fengi Sjálfstæðisflokkurinn hreinan meirihluta í borgarstjórn ef kosið yrði nú. 12.11.2005 10:30
Búa sig undir miklar óeirðir Frönsk yfirvöld hafa gripið til frekari varúðarráðstafana og hert öryggisgæslu mikið þar sem búist er við óeirðum vegna ákvörðunar um sólarhringsbann við almennum fundum utandyra, sem tók gildi klukkan níu í morgun. Þúsundir lögreglumanna standa vaktina í París, en óttast er að óeirðaseggir hvetji til skemmdarverka í borginni. 12.11.2005 10:30
Átta bítast um efsta sæti Prófkjör Framsóknarmanna í Kópavogi hófst klukkan tíu í morgun. Fjórtán eru í framboði og þar af átta sem gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista flokksins fyrir bæjarstjórnarkosningar sem haldnar verða næsta vor. 12.11.2005 10:15
Smíða vélmenni Hópur barna á aldrinum tíu til sextán ára láta í dag reyna á hugvit sitt og hæfileikann til þess að vinna saman. Þessir íslensku grunnskólanemar ætla í dag að keppa í alþjóðlegri hönnunarkeppni þar sem þau smíða vélmenni úr legókubbum, forrita það og láta það síðan leysa ýmsar erfiðar þrautir. 12.11.2005 10:00
Sex teknir vegna fíkniefnasölu Sex voru handteknir í Reykjanesbæ í gærkvöldi vegna gruns um sölu, vörslu og neyslu fíkniefna. Þeir sem voru handteknir eru allir á aldrinum fimmtán til 24 ára. 12.11.2005 09:39
Sjálfstæðismenn ynnu borgina Sjálfstæðismenn fengju hreinan meirihluta ef kosið yrði nú til borgarstjórnar samkvæmt skoðanakönnun sem Frjáls verslun gerði fyrir vefsvæðið heimur.is. 12.11.2005 09:30
Aðilar vinnumarkaðarins funda Forsendunefnd aðila vinnumarkaðarins ætlar að hittast um eitt leytið í dag. Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segist sæmilega bjartsýnn á gang viðræðna. 12.11.2005 09:00
Ók ofan í Héraðsvötn Ökumaður fór útaf veginum áður en hann kom að brúnni yfir vestari ós Héraðsvatna í Skagafirði eldsnemma í gærmorgun og endaði ökuferðin útí fljóti. Maðurinn slapp með minniháttar meiðsl og segir lögreglan það mikið mildi því árbakkinn er brattur þar sem bíllinn fór fram af. 12.11.2005 08:15
Sýslumaður hafnaði lögbanni Sýslumaðurinn í Reykjavík hafnaði í gær lögbannskröfu á sýningu heimildarkvikmyndarinnar Skuggabörn og var hún frumsýnd í gærkvöld í Regnboganum eins og áætlað var. Skuggabörn fjallar um undirheima Reykjavíkur og í henni er fylgst með blaðamanninum Reyni Traustasyni sem rannsakað hefur þá veröld síðastliðin tvö ár. 12.11.2005 08:00
Vill frekar spennu en atvinnuleysi Halldór Ásgrímsson fór vítt og breitt í ræðu sinni á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í Kópavogi í gær. Hann sagði engar forsendur fyrir því að Seðlabankinn héldi áfram að hækka vexti. 12.11.2005 07:30
Fróði braut á ritstjóra "Ég vildi fá staðfestingu á því að þessi uppsögn væri ólögleg. Ég vildi einnig minna atvinnuveitendur á að þessi uppsagnarvernd í fæðingarorlofslögunum er í gildi og hana ber að virða," segir Lóa Aldísardóttir fjölmiðlakona. Úrskurðunarnefnd í fæðingar- og foreldraorlofsmálum úrskurðaði í fyrradag að tímaritaútgáfan Fróði hafi brotið fæðingarorlofslög í máli Lóu sem þá var ritstjóri Húsa og híbýla. 12.11.2005 07:15
Hættulegt og óforsvaranlegt Hæstiréttur felldi niður greiðslu skaðabóta og sektar sem Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í marslok lögreglumann til að greiða fyrir að hafa ekið lögreglubíl í veg fyrir mótorhjól við Ægisíðu í Reykjavík næstum ári fyrr. 12.11.2005 06:45
Tína hundaskít á Geirsnefi Hundaeigendur ætla að gera sér glaðan dag á Geirsnefi á morgun - og tína hundaskít. Þrátt fyrir að öll aðstaða sé til að hreinsa upp eftir hunda þarna, skortir á hirðusemi hundaeigenda, sem getur leitt til þess að hundar veikist og jafnvel drepist. 11.11.2005 19:38
Rjúpur seldar á uppsprengdu verði Rjúpnaveiðimenn óttast að veiðibann verði sett á aftur vegna ofveiði. Rjúpur ganga nú kaupum og sölum á allt að fjögur þúsund krónur stykkið, þrátt fyrir sölubann. Það þýðir að fimm manna fjölskylda greiðir um tuttugu þúsund krónur fyrir kjötið í jólamatinn. 11.11.2005 19:34
Hagræðing við HA Uppbyggingu Háskólans á Akureyri verður haldið áfram af fullum krafti segir menntamálaráðherra, og bendir á að betur hafi verið gert við hann en aðra háskóla. Þorsteinn Gunnarsson rektor fór yfir væntanlegar sparnaðaraðgerðir með nemendum og starfsmönnum í dag. Þeir telja einsýnt að segja þurfi upp fólki. 11.11.2005 19:33
Verðbólgan farin að lækka Lækkandi verðbólga bendir til mjúkrar lendingar í hagkerfinu, segir Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra. Greinilegt sé að aðhald í ríkisrekstri og vaxtahækkanir Seðalabankans skili árangri. Aðkoma ríkisvaldsins að kjarasamningum var rædd á ríkisstjórnarfundi í morgun og er forsætisráðherra bjartsýnn á að samningar haldi. 11.11.2005 19:30
Refsingu frestað Rangt var farið með dómsorð Hæstaréttar í máli lögreglumanns, sem ók í veg fyrir bifhjólamann, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hið rétta er að refsingu lögregluþjónsins var frestað og verður látin niður falla að tveimur árum liðnum. Fréttastofa Stöðvar 2 biðst velvirðingar á þessum leiðu mistökunum. 11.11.2005 19:29
Vill ekki nefna leiðir Ingimundur Sigurpálsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, getur ekki tilgreint með hvaða hætti hann vill jafna kjör opinberra starfsmanna og fólks á almennum vinnumarkaði. 11.11.2005 18:31
Bílvelta nærri Svínavatni Bíll valt á Biskupsstungnabraut, skammt frá Svínavatni, í dag. Ökumaður, sem var einn í bílnum, virðist hafa sloppið með minniháttar meiðsl en hann var fluttur á sjúkrahúsið á Selfossi til rannsókna. 11.11.2005 17:38
Bíll endaði úti í á eftir aðsvif ökumanns Betur fór en á horfðist þegar bíll fór út af veginum við Vesturósbrú nærri Sauðárkróki í morgun og endaði úti í ósnum. Ökumaður bílsins fékk aðsvif þegar hann kom akandi niður hlíð skammt frá brúnni. 11.11.2005 17:21
24 árekstrar í Reykjavík í dag Tuttugu og fjórir árekstrar hafa orðið í Reykjavík í dag. Þar á meðal varð einn fjöggura bíla árekstur fyrir utan Stjórnarráðið skömmu eftir hádegi. Þá rann fólksbíll á ljósastaur á Hverfisgötu. Nánast tíðindalaust hefur verið annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. 11.11.2005 17:07
Bílaumboðin búast við samdrætti á næsta ári Bílaumboðin gera ráð fyrir allt að 30 prósenta samdrætti í bílasölu á næsta ári. 11.11.2005 16:45
Andrenalín.is fær nýsköpunarverðlaun SAF Adrenalín.is fékk nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar sem Sturla Böðvarsson samgönguráðherra afhenti á Grand hóteli í dag. Verðlaunin fékk fyrirtækið fyrir nýja adrenalíngarðinn á Nesjavöllum sem tekinn var í notkun í júlí síðastliðnum. 11.11.2005 16:30
Sýslumaður hafnar kröfu um bann á sýningu Skuggabarna Sýslumaðurinn í Reykjavík hafnaði fyrir örfáum mínútum kröfu um lögbann á sýningu heimildamyndarinnar Skuggabörn eftir Þórhall Gunnarsson og Lýð Árnason, sem fjallar um nokkur ungmenni í undirheimum Reykjavíkur. 11.11.2005 16:09
Málin að þokast í rétta átt Forsendunefnd Alþýðusambands Íslands hittist klukkan hálf fjögur í dag. Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir að málin séu nú að þokast í rétta átt en nefndin þurfi þann tíma sem er til stefnu til að komast að niðurstöðu. 11.11.2005 16:06
Alþingis og ríkisstjórnar að taka á fjárhagsvanda Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, segir það sé í verkahring Alþingis eða ríkisstjórnar fremur en menntamálaráðuneytisins eins að taka á fjárhagsvanda skólans sem nú hefur leitt til þess að skólinn þarf að hagræða töluvert í starfsemi sinni. 11.11.2005 15:36
Sprengjusérfræðingar kallaðir til vegna tundurdufls Tveir menn úr sprengjusveit Landhelgisgæslunnar eru að leggja af stað með björgunarþyrlunni Líf til að gera óvirkt tundurdufl sem kom upp með veiðarfærum togarans Þórunnar Sveinsdóttur VE-401. Skipið er statt á Skrúðsgrunni út af Austfjörðum. 11.11.2005 15:29
Enn fundað um lögbann á sýningu á mynd Fundur stendur enn yfir hjá sýslumanninum í Reykjavík þar sem tekin er fyrir krafa um bann á sýningu heimildamyndarinnar Skuggabörn eftir Þórhall Gunnarsson og Lýð Árnason sem fjallar um nokkur ungmenni í undirheimum Reykjavíkur. 11.11.2005 15:00
Nældu krónu konunnar í forsætisráðherra Ungir femínstar nældu krónu konunnar í barm Halldórs Ásgrímssonar, forsætisráðherra, í ráðherrabústaðnum í dag. Þær vildu með því vegja athygli á launamun kynjanna. Króna konunnar er nákvæm eftirlíking af íslensku krónunni hönnuð sem barmnæla úr áli þar sem búið er að taka þrjátíu og fimm prósent af krónunni. 11.11.2005 14:15
Hátíð í Grímsey Grímseyingar halda ærlega hátíð í dag í tilefni fæðingardags Daniels Willards Fiske. Hátíðarhöldin eru árlegur viðburður en Fiske var bandarískur auðjöfur sem tók ástfóstri við eyjuna á öndverðri nítjándu öld og gaf eyjamönnum háa peningaupphæð. 11.11.2005 13:56
Lækkun neysluverðsvísitölu valdi ekki straumhvörfum Talsmenn verkalýðshreyfingarinnar segja að fréttir um lækkun neysluvísitölu og hjöðnun verðbólgu hafi ekki komið þeim í opna skjöldu og valdi engum straumhvörfum í viðræðum við atvinnurekendur, sem aftur á móti hafa hampað þessum tíðindum sem nýjum og óvæntum. 11.11.2005 12:30