Fleiri fréttir

Verkalýðsfélög kæra starfsmannaleigu

Fimm verkalýðsfélög hafa sent kærur til sýslumannsins í sínu umdæmi vegna starfsmannaleigunnar 2B. Þau vilja láta reyna á lögmæti starfseminnar. Lögmaður 2B vísar því alfarið á bug að félagið starfi ekki innan ramma laga.

Nefndarmenn fengu tíu milljónir króna

Fjórir nefndarmenn og tveir starfsmenn feinkavæðingarnefndar engu greiddar alls tíu milljónir fyrir störf sín vegna sölu Símans að meðtöldum ferðakostnaði. Verðmat nefndarinnar á fyrirtækinu var tæpum fimmtán milljörðum undir söluverði.

Nýskipan lögreglumála:

Framkvæmdanefnd um nýskipan lögreglumála leggur til að lögregluembætti landsins verði 15, þar af sjö lykilembætti, en í dag eru embættin 26.

400 störf verða til

Alcoa Fjarðaál hefur samið við IMG Mannafl-Liðsauka um að fyrirtækið muni ráða alla starfsmenn álversins á Reyðarfirði, um 400 manns, á næstu tveimur árunum. Í tilefni þess mun ráðningarfyrirtækið opna útibú á Reyðarfirði.

Geta valdið heyrnarskaða

Að mati danskra sérfræðinga veldur mikil notkun mp3- spilara heyrnarskaða. Telja þeir að of margir séu með spilarana of hátt stillta og hlusti of lengi í einu. Þetta kemur fram í dagblaðinu Politiken í gær. Er talið að fjöldi heyrnarskertra í Danmörku muni tvöfaldast á næstu 15 til 20 árum.

Flateyringar minnast látinna

Klukkan átta í kvöld hefst minningardagskrá í íþróttahúsinu á Flateyri vegna snjóflóðsins hörmulega sem fyrir tíu árum kostaði tuttugu manns líf og olli gífurlegri eyðileggingu á staðnum. Þá verður í Neskirkju við Hagatorg í Reykjavík bænastund á sama tíma. Búast má við að dagurinn verði mörgum Önfirðingum erf iður enda hörmungarnar miklar sem flóðið hafði í för með sér.

Rannsóknir samræmdar

Ríkislögreglustjóri hefur gert samning til eins árs við Fræðslumiðstöð bílgreina um framkvæmd bíltæknirannsókna vegna umferðarslysa. Rannsakað verður ástand ökutækja sem lent hafa í alvarlegu umferðarslysi eða þar sem grunur leikur á að ástandi ökutækis sé verulega ábótavant.

Ráðherrar funda

Heilbrigðisráðherrar Norðurlandanna hittast á næstunni til þess að ræða aðkallandi aðgerðir gegn mögulegum fuglaflensufaraldri. Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, greindi frá þessari ákvörðun á blaðamannafundi í Reykjavík í gær. Hann sagði að aðgerðir miðuðust við fyrirbyggjandi aðgerðir og framleiðslu á bóluefni.

Hús keypt fyrir 200 milljónir

"Við erum búnir að borga út öll hús sem búið var að semja um kaup á," segir Kristján Ríkharðsson, annar verktakanna sem vilja kaupa upp hesthús á svæði Hestamannafélagsins Gusts í Kópavogi. Þetta eru tuttugu eignarhlutar af um hundrað sem félagsmenn Gusts hafa selt. Greiðslurnar voru inntar af hendi síðastliðinn föstudag og Kristján segir fleiri vera að semja um sölu hesthúsa í kjölfarið.

Í kjölfar Ægis

Skipstjórinn á Síldveiðiskipinu Hákoni EA kallaði eftir aðstoð Landhelgisgæslunar eldsnemma í gærmorgun eftir að skipið hafði fengið nótina í skrúfuna. Var skipið þá að síldarveiðum í Jökuldýpi suðvestur af Snæfellsjökli. Varðskipið Ægir var komið á vettvang klukkan átta í gærmorgun. Kafarar gátu ekki leyst nótina þar sem straumþungi var mikill og því var Ægir látinn draga síldveiðiskipið til Reykjavíkurhafnar.

Kuldakastið bjargaði

Fram undan er háannatími á hjólbarðaverkstæðum landsins en nú bregður svo við að erfiðlega gengur að manna verkstæðin.

Ríkið sýknað

Bótakröfu konu á fertugsaldri á hendur ríkinu upp á rúmar 48 milljónir króna var í gær hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur. Í febrúar 2000 var æxli fjarlægt úr höfði konunnar á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum en hún vildi meina að meinið hefði átt að greina hér í mæðraskoðun árið 1998. Þannig hefði mátt koma í veg fyrir varanlega örorku hennar, sem metin er 100 prósent.

Ærumeiðingar í garð lögreglu:

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær Björn Tómas Sigurðsson af ákærum um ærumeiðingar en hann brigslaði tveimur lögreglumönnum á heimasíðu sinni og í fjölmiðlum um að láta fíkniefnasala vita af aðgerðum lögreglunnar.

Vörubíll út í móa og á hlið

Bílstjóri vörubíls var hætt kominn í gærmorgun við Lögbergsbrekku á Suðurlandsvegi. Að sögn lögreglunnar í Kópavogi missti hann meðvitund með þeim afleiðingum að vörubíllinn fór út af veginum og valt á hliðina um það bil þrjátíu metrum utan vegar. Ökumanninn sakaði ekki. Grafa sem var á vinnusvæði skammt hjá var notuð til að toga bílinn á rétta hlið aftur.

Konan og stúlkan fundnar

Konan og stúlkan sem leitað hefur verið að á Austurlandi í dag eru komnar í leitirnar. Þær fundust inni á Möðrudalsöræfum rétt fyrir klukkan ellefu í kvöld. Vegfarandi sem heyrt hafði tilkynningu lögreglu um að þeirra væri leitað keyrði fram á þær og lét lögreglu vita.

Neyðarsendir skútunnar fundinn

Þyrla frá danska varðskipinu Hvítabirninum fann í dag neyðarsendi skútunnar Vamos skammt undan strönd Grænlands. Þann 27. september björguðu áhafnir þyrlunnar Lífar og flugvélarinnar Synjar einum skipbrotsmanni af skútunni en félagi hans fórst.

Íslandsbanki skilaði methagnaði

Íslandsbanki skilaði methagnaði á fyrstu níu mánuðum ársins 2005. Hagnaður á þriðja ársfjórðungi var um fjórir komma átta milljarðar króna eftir skatta.

Konu og barns leitað

Leit stendur yfir á öllu Austurlandi að konu og barni. Björgunarsveitir hafa leitað meðfram vegum á Austurlandi en eftirgrennslan er jafnframt hafin um allt land.

Vinna saman gegn fuglaflensu

Norðurlöndin fimm ætla að vinna saman að vörnum gegn fuglaflensu. Markmið þessarar samvinnu er bæði að koma í veg fyrir faraldur og bregðast við ef hann brýst út.

Agavandamál í skólum hér á landi

Stjórnvöld í Bretlandi ætla að gefa kennurum frekari lagaheimildir til að ráða við nemendur og refsa þeim sem haga sér illa. Agavandamál eru altöluð á meðal kennara hér á landi og getur tekið hátt í hálfa kennslustund að koma ró á bekkinn.

Léleg laun fyrir umönnunarstörf

Starfskona á sambýli er með 136 þúsund krónur í grunnlaun. Starfskona á leikskóla er með 125 þúsund krónur í grunnlaun og starfskona á elliheimili er með 116 þúsund krónur í grunnlaun. Þetta eru dæmi um mánaðartekjur kvenna í láglaunastörfum fyrir skatta.

Þátttaka vonum framar

Ekki komust allir sem vildu nálægt sviðinu sem sett var upp í tilefni af kvennafrídeginum. Skipuleggjendur hans óraði ekki fyrir því að þátttakan yrði jafn mikil og raun bar vitni.

Sökk í Sandgerðishöfn

Þilfarsbáturinn Ritur ÍS-22 sökk í höfninni í Sandgerði í dag. Báturinn, sem er tíu brúttórúmlestir, sökk á skammri stund þar sem hann var bundinn við flotbryggju í höfninni.

Gistiskýlið yfirfullt í kuldanum

Gistiskýli fyrir heimilislausa í höfuðborginni yfirfylltist í nótt og þurftu starfsmenn að taka við fleirum en húsrúm leyfði, til að vísa ekki fólki út í nístandi kuldann. Frostið í nótt fór niður í fimm gráður. Útigangsmenn skipta tugum í Reykjavík. Þeim hefur fjölgað verulega að undanförnu og oft þarf að vísa þeim frá.

Ægir á leið til hafnar með bát í togi

Varðskipið Ægir er nú á leið til hafnar með síldveiðibátinn Hákon EA-148 í togi. Hákon fékk veiðarfærin í skrúfuna og þar sem ekki tókst að losa um þau tók Ægir síldveiðibátinn í tog.

Fauk í Bandaríkjamenn

Það fauk í Bandaríkjamenn í kjölfar viðræðufunda með Íslendingum um varnarmál í síðustu viku í Washington. Í bandaríska varnarmálaráðuneytinu er vilji fyrir því að loka Keflavíkurstöðinni og hörð samningatækni Íslendinga gerir þeim sem bera á móti erfitt fyrir.

Vaxtabyrði heimilanna eykst

Vaxtabyrði heimila er að aukast vegna hækkunar vaxta á óverðtryggðum lánum. Meira af ráðstöfunartekjum heimilanna fer nú í að borga vexti en áður.

Grunuð um smygl á fíkniefnum

Karl og kona hafa verið dæmt í tíu daga gæsluvarðhald vegna gruns um fíkniefnasmygl. Fólkið er grunað um að hafa smyglað fíkniefnum til landsins með póstsendingum.

Olíufélagið hf. dæmt til að greiða skaðabætur

Olíufélagið hf. var í dag dæmt í Hérðasdómi Reykjavíkur til að greiða fyrrum starfsmanni sínum tæpar fimm milljónir í skaðabætur, sökum vinnuslys sem átti sér stað á einni afgreiðslustöð Olíufélagsins hf. í Reykjavík í apríl árið 2003.

Friður í meirihlutann

Meirihlutasamstarf Sjálfstæðismanna og Vinstri grænna í sveitarstjórn Skagafjarðar er ekki lengur í hættu og sömuleiðis starf oddvita Vinstri grænna sem sveitarstjóra í sveitarfélaginu. Sveitarstjóri baðst afsökunar á ummælum um oddvitann.

Egeland gat ekki mætt á Norðurlandaráðsþingið

Jan Egeland, yfirmaður neyðaraðstoðar Sameinuðu þjóðanna, sá sér ekki fært að mæta á þing Norðurlandaráðs, vegna þess hve illa hefur gengið að safna fé til hjálparstarfs á jarðskjálftasvæðinunum í Pakistan.

Brýtur lög um erlenda starfsmenn

Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir ljóst að allir starfsmenn starfsmannaleigunnar 2B hér á landi, starfi hér ólöglega. Verkalýðsfélag Akraness kærði fyrirtækið í gær og vill að Sýslumaður stöðvi vinnu 10 Pólverja á Grundartanga sem Ístak hefur í vinnu í gegnum leiguna 2B.

Íslenskar konur fyrirmynd annarra kvenna

Konur á Norðurlöndum eru fyrirmynd kvenna sem berjast fyrir jafnrétti í öðrum löndum. Þetta var meðal þess sem fram kom í ræðu Rannveigar Guðmundsdóttur, forseta Norðurlandaráðs, við setningu Norðurlandaráðsþings klukkan þrjú í dag. Rannveig sagði að þrátt fyrir þetta væru enn mörg verkefni óunnin hér á landi, meðal annars þurfi að vinna bug á ofbeldi gegn konum og börnum.

Ekkert laust í Fossvogskirkjugarði

Engin legstæði eru laus í Fossvogskirkjugarði í Reykjavík og því getur fólk á Reykjavíkursvæðinu látið grafa sig í Gufuneskirkjugarði, að þeim undanskildum sem eiga frátekið legstæði í öðrum kirkjugörðum í Reykjavík.

Heimsýn vill eflingu norræns samstarfs

Norrænu ríkin ættu að efla samstarf sitt en ekki láta draga sig inn í stofnun nýs stórríkis í Evrópu sem glímir nú við mikla kreppu. Þetta segja norrænar hreyfingar gegn aðild að Evrópusambandinu, en þær kynntu áherslur sínar í morgun í tengslum við fund Norðurlandaráðs hér á landi.

Norræn samvinna ef fuglaflensufaraldur brýst út

Heilbrigðisráðherrum Norðurlandanna hefur verið falið að finna hvar megi styrkja samvinnu norrænu landanna ef fuglaflensufaraldur brýst út á Norðurlöndum en yfirvöld í löndunum er öll vel á verði. Þetta kom fram á fundi forsætisráðherra norrænu ríkjanna í morgun.

Tekið fyrir um miðjan nóvember hið fyrsta

Jón Magnússon, lögmaður Fréttablaðsins, bíður enn eftir því að stefna Jónínu Benediktsdóttur gegn blaðinu fyrir að birta upplýsingar úr tölvupósti, og lögbann við birtingu frekari upplýsinga, verði tekin fyrir í Héraðsdómi.

Embættum fækkar í fimmtán

Lögregluumdæmum landsins fækkar um ellefu, úr 26 í fimmtán samkvæmt tillögum framkvæmdanefndar á vegum dómsmálaráðherra sem hefur nú samþykkt tillögur nefndarinnar.

Vilja kynbæta kúna

Eyfirskir kúabændur vilja að hafinn verði undirbúningur að innflutningi erfðavísa til að kynbæta íslenska kúakynið. Félagar í Búgreinaráði Búnaðarsambands Eyjafjarðar í nautgriparækt samþykktu ályktun þessa efnis á fundi sínum í gærkvöldi. Þar með slást þeir í hóp með borgfirskum bændum sem höfðu áður ályktað í sömu veru.

Áfrýjaði úrskurði samkeppniseftirlits

Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, áfrýjaði úrkskurði Samkeppniseftirlits til áfrýjunarnefndar samkeppnismála, í máli klínískt starfandi sálfræðinga. En sálfræðingar hafa leitað eftir því í sex ár að sjúklingar þeirra fái endurgreiðslu til jafns við þá sem leita til geðlækna, sé um sambæirlega meðferð að ræða.

Sjá næstu 50 fréttir