Fleiri fréttir

Ræningjar gripnir á tíu mínútum

Tveir menn vopnaðir hnífum rændu Laugarnesapótek við Kirkjuteig í Reykjavík eftir hádegið í gær. Mennirnir, sem huldu andlit sitt með hettum, ruddust inn í apótekið og ógnuðu starfsfólki, án þess þó að meiða nokkurn og höfðu á brott með sér bæði bæði peninga og lyf.

Bílar skemmdir í Keflavík

Lögreglan í Keflavík leitar vitna að skemmdum sem unnar voru á tveimur bílum í bænum í fyrrinótt og biður þá sem eitthvað vita að hafa samband í síma 420-2400.

Ferðamenn veltu bíl og fóru

Tveir erlendir ferðamenn voru farnir ómeiddir af vettvangi þegar lögreglu bar að garði þar sem þeir höfðu velt bílaleigubíl sínum í mikilli hálku á Reykjanesbraut við Grindavíkurveg um skömmu fyrir klukkan hálffimm í gærmorgun.

Kona fær bætur eftir nauðgun

Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í apríl þar sem þrír menn voru dæmdir til að greiða konu 1,1 milljón króna í bætur fyrir að hafa brotið gegn kynfrelsi hennar og nauðgað henni. Konan höfðaði sjálf mál á hendur mönnunum eftir að ríkissaksóknari ákvað í ársbyrjun 2003 að falla frá saksókn á hendur mönnunum.

Rekinn tollari fær ekki bætur

Hæstiréttur féllst ekki á 27 milljóna króna bótakröfu deildarstjóra tollgæslunnar á Selfossi sem vikið hafði verið frá störfum vegna gruns um aðild að tolla- og hegningarlagabrotum við tollafgreiðslu á bílum til landsins. Hann þarf í staðinn að reiða fram 400.000 krónur í málskostnað til ríkisins.

Rekinn tollari fær ekki bætur

Hæstiréttur féllst ekki á 27 milljóna króna bótakröfu deildarstjóra tollgæslunnar á Selfossi sem vikið hafði verið frá störfum vegna gruns um aðild að tolla- og hegningarlagabrotum við tollafgreiðslu á bílum til landsins. Hann þarf í staðinn að reiða fram 400.000 krónur í málskostnað til ríkisins.

Gæsluvarðhald staðfest

Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem réðst á fyrrum sambýliskonu sína á heimili hennar á Akranesi í lok ágúst og barði ítrekað í höfuðið með felgujárnslykli. Hann flúði af vettvangi þegar konan komst upp á aðra hæð hússins, en 14 ára gömul dóttir hennar kallaði til lögreglu.

Sektin tæpar 70 milljónir

Fyrrum framkvæmdastjóri og stjórnarmaður fuglabúsins Móa, Ólafur Jón Guðjónsson, var í gær dæmdur til að greiða 68 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs. Þá var hann dæmdur í tveggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár.

Fráleitar ásakanir um dylgjur

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir ásakanir starfsmanna efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, dómsmálaráðherra og fleiri um dylgjur af sinni hálfu séu fráleitar.

Baugsmálið í Hæstarétt

Hæstarétti hefur borist kæra Ríkislögreglustjóra vegna úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur síðastliðinn þriðjudag þar sem Baugsmálinu var í heild vísað frá dómi.

Nýr og ógeðfelldur tónn

Eftir það sem á undan er gengið er sérkennilegt að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skuli enn telja það málstað sínum til framdráttar að nota dylgjur til að grafa undan trausti í garð lögreglumanna og annarra, sem starfa á vegum embættis ríkislögreglustjóra," segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra.

Una ekki ummælum Ingibjargar

Starfsmenn efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra una ekki yfirlýsingum Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar, um Baugsmálið og krefjast þess að hún útskýri mál sitt.

Málið fær efnislega meðferð

Bogi Nilsson ríkissaksóknari reiknar með því að embætti ríkislögreglustjóra og efnahagsbrotadeild embættisins muni halda áfram rekstri Baugsmálsins sem vísað var frá dómi á þriðjudag. Sá úrskurður hefur verið kærður til Hæstaréttar.

Fagmennska hjá RLS?

Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, hefur verið sendur út af örkinni af yfirmönnum sínum, þeim Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra og Jóni H. B. Snorrasyni, saksóknara embættisins."  

Slítur sundur friðinn

Stefán Hilmar Hilmarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Baugs, hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: "Arnar Jensson lögreglumaður tjáði sig um svokallað Baugsmál í sjónvarpinu í gær. Orðræða hans þar var á köflum með slíkum endemum að maður efaðist um að þessi maður væri staddur á sömu öld og í sama veruleika og við hin."

Verklagsreglur vegna hermannaveiki

Sýking starfsmanns af hermannaveiki á vinnustað í Reykjavík er tilefni þess að Umhverfisráð Reykjavíkur hyggst nú setja tilteknar verklagsreglur til varnar smiti. Í fyrsta skipti hefur nú tekist að rækta samsvarandi sýni úr sjúklingi og umhverfi hans.

Æðstu menn fari frá vegna fúsks

Össur Skarphéðinsson alþingismaður vill að æðstu menn Ríkislögreglustjóra verði settir af. Hann segir á heimasíðu sinni að í kjölfar þess að Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði Baugsmálinu frá í heild sinni, þar sem ákærurnar hafi verið ótæk moðsuða, verði dómsmálaráðhera að taka í taumana því það sé á hans ábyrgð að stofnanir ráðuneytisins séu ekki í höndum fúskara.

Sneru bökum saman í flugvallarmáli

R-listinn og Sjálfstæðisflokkurinn sneru bökum saman á borgarstjórnarfundi í gær og kolfelldu tillögu F - listafulltrúans Ólafs F. Magnússonar um að tryggja áframhald innanlands- og sjúkraflugs á höfuðborgarsvæðinu. Enn fremur að ekki komi til greina að flytja starfssemi Reykjavíkurflugvallar til Keflavíkur.

Sigldi á bryggjuna í Reyðarfirði

Erlent leiguskip, sem var að koma með byggingarefni í álverið á Reyðarfirði fyrr í vikunni, sigldi á nýju bryggjuna þar og olli einhverjum skemmdum auk þess sem skipið skemmdist lítils háttar. Það getur þó haldið för sinni áfram án fullnaðarviðgerðar. Þetta er annað skipið sem siglir á nýju bryggjuna með nokkurra daga millibili en aðeins fimm skip hafa alls lagst að nýju bryggjunni.

Leituðu neyðarsendis á Reykjanesi

Varðskip, björgunarskipið frá Sandgerði og björgunarsveitarmenn á landi leituðu í allan gærdag að neyðarsendi sem gaf til kynna að að einhver vá væri við Reykjanes. Gervihnöttur nam sendingarnar og bárust upplýsingar um þær frá Noregi. Eftir mikla leit fundu björgunarsveitarmenn sendinn í fjörunni á bak við sjoppu í Sandgerði klukkan hálftíu í gærkvöldi.

Deildu um jafnræði kynja í styttum

Meirihluti og minnihluti í borgarstjórn Reykjavíkur tókust á um jafnræði kynjanna í styttum Reykjavíkur á fundi sínum í gær í kjölfar tillögu Kjartans Magnússonar sjálfstæðismanns um að reisa styttu af Tómasi Guðmundssyni borgarskáldi í miðbænum. R-lista menn bentu á að mun fleiri styttur væru af körlum en konum í borginni og lögðu ajálfstæðismenn þá til að styttum af konum yrði fjölgað ef það mætti þá verða til þess að koma Tómasi líka á stall.

273 þúsund GSM-símar í noktun hér

Nær 273 þúsund GSM-farsímar eru í notkun hér á landi samkvæmt nýrri samantekt Póst- og fjarskiptastofnunar. Síminn er með 64,5 prósent allra farsímaáskrifenda og 66,4 prósent þeirra sem eru með fyrirfram greidd símkort. 20.564 langdrægir NMT-farsímar eru í notkun og eru þeir allir í áskrift hjá Landsímanum að því er fram kemur í tölum Póst- og fjarskiptastofnunar.

Embætti sé í höndum óhæfra manna

Össur Skarphéðinsson alþingismaður vill að æðstu menn Ríkislögreglustjóra verði settir af vegna slælegrar frammistöðu í Baugsmálinu og málverkafölsunarmálinu.

Flugvöllur fari ekki úr borginni

Verkalýðsfélag Húsavíkur varar í dag við þeirri umræðu að flytja innanlandsflugið. Reykjavík sé höfuðborg og hafi miklar skyldur gagnvart öllum Íslendingum, ekki bara höfuðborgarbúum. Þar séu flestar ríkisstofnanir staðsettar og hátæknisjúkrahús sem byggt hafi verið fyrir opinbert fé.

Frávísun máls felld úr gildi

Hæstiréttur hefur fellt úr gildi frávísun héraðsdóms í máli Auðar Laxness gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni. Auður sakar Hannes um ritstuld í bók hans <em>Halldór</em>. Málið fer nú aftur fyrir héraðsdóm sem mun taka efnislega afstöðu til þess. Þegar Héraðsdómur vísaði málinu frá var það á þeirri forsendu að það væri ekki nógu vel reifað.

Kynna tillögu um tónlistarhús

Í dag verður ljóst hvernig tónlistarhúsið og ráðstefnumiðstöðin sem byggð verður í Reykjavíkurhöfn lítur út. Austurhöfn TR, fyrirtækið sem sér um bygginguna, hefur boðað til fundar þar sem vinningstillagan úr samkeppni um hönnun hússins verður kynnt og sýnd ásamt öðrum tillögum sem bárust í samkeppnina.

Reglugerð marki stefnubreytingu

Ný reglugerð félagsmálaráðherra um áhættustýringu Íbúðalánasjóðs fer fyrir brjóstið á Samtökum banka og verðbréfafyrirtækja sem segja hann marka stefnubreytingu.

Úrskurður Hérðasdóms í Baugsmáli

Öllum ákærum í Baugsmálinu svokallaða var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Hér er birtur úrskurður Héraðsdóms í heild sinni. 

Ítrekaði framboð Íslands

Davíð Oddsson utanríkisráðherra ítrekaði framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í ávarpi sem hann hélt á allsherjarþingi samtakanna í gærkvöldi. Hann tók þó vægar til orða en Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra gerði í síðustu viku og sagði aðeins að Ísland hefði áður lýst áhuga á að taka virkan þátt í starfi öryggisráðsins.

Starfsmenn Kópavogsbæjar semja

Starfsmannafélag Kópavogs hefur undirritað nýjan kjarasamning við launanefnd sveitarfélaga vegna starfsmanna Kópavogsbæjar. Þetta er í annað skiptið í ár sem starfsmannafélagið og launanefndin ná samkomulagi en fyrri samningur þeirra var felldur í atkvæðagreiðslu félagsmanna.

Deila um val á fulltrúum á þing

Núverandi og fyrrverandi valdhafar í Heimdalli, félagi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, eru komnir í hár saman vegna vals á fulltrúum á þing Sambands ungra sjálfstæðismanna. Þrjátíu og einn fyrrverandi trúnaðarmaður félagsins hefur undirritað yfirlýsingu þar sem stjórn Heimdallar er sökuð um valdníðslu og ólýðræðislegar tilraunir til að tryggja frambjóðendum sér þóknanlegum kjör í embætti formanns og varaformanns Sambands ungra sjálfstæðismanna.

Varað við hálku og snjóþekju

Vegagerðin varar við hálkublettum á fjallvegum á Vestfjörðum og á Hólssandi og þá er snjóþekja á Öxafjarðarheiði.

Segir gott að fá efnislegan dóm

Hannes Hómsteinn Gissurarson háskólaprófessor segist ekkert hafa við úrskurð Hæstaréttar í máli Auðar Laxenss á hendur honum að athuga og segir gott að fá efnilegan dóm í málinu. Hæstirrétur felldi í gær úr gildi frávísun héraðsdóms á málinu, en Auður stefndi Hannesi fyrir meintan ritstuld úr verkum Halldórs Laxness í bók hans <em>Halldór</em>.

Portus Group með vinningstillögu

Portus Group, sem er í eigu Landsafls hf., Nýsis hf. og Íslenskra aðalverktaka hf., er með vænlegasta tilboðið í hönnun, byggingu og rekstur tónlistarhúss, ráðstefnumiðstöðvar og hótels við Austurhöfnina í Reykjavík samkvæmt niðurstöðu matsnefndar og sérfræðinga Austurhafnar-TR. Þetta var kynnt við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í dag sem og sú ákvörðun stjórnar Austurhafnar-TR að ganga til samninga um verkefnið við Portus Group.

Vilja samkomulag um flutninga

Stjórn Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hvetur Samband íslenskra sveitarfélaga og heilbrigðisráðuneytið til að gera með sér samkomulag um framkvæmd sjúkraflutninga á landsvísu og leggur til frekari sameiningu á sjúkraflutningaþjónustu við slökkvilið landsins.

Mótmæla stefnu í auðlindamálum

Náttúruvaktin hyggst efna til mótmælastöðu fyrir utan Ráðhús Reykjavíkur í dag kl. 17.45, en þá koma þátttakendur á alþjóðlegri rafskautaráðstefnu til móttöku í Ráðhúsinu. Í tilkynningu frá Náttúruvaktinni kemur fram að enn sé verið að auglýsa Ísland sem ódýrt orkuver og málmbræðsluland.

Segist eiga inni sjö vikna hvíld

Unglæknir telur sig eiga inni yfir 300 klukkustundir í hvíldartíma hjá Landspítala háskólasjúkarhúsi. Málaferli eru nú í gangi vegna ágreinings um hvíldartíma á annað hundrað unglækna, sem vinna eða hafa unnið hjá spítalanum.</font /></b />

Fimm hafa veikst af hermannaveiki

Fimm hafa veikst af hermannaveiki það sem af er þessu ári, að sögn Haralds Briem sóttvarnalæknis. Af þeim lést einn úr veikinni. Síðasta tilfellið kom upp í ágúst. Bakterían er lúmsk og getur leynst hvar sem er. </font /></b />

Baugsmál sé byggt á sandi

Jóhannes Jónsson stjórnarmaður í Baugi segir að frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur á ákærum gegn Baugi, sýni að málið hafi allt verið byggt á sandi af hálfu ákæruvaldsins, að þeirri niðurstöðu komist þrír valinkunnir dómarar Héraðsdóms. Nú þegar ákæruvaldið vísi málinu væntanlega til Hæstaréttar, segist Jóhannes treysta því að þeir dómarar sem tengist Davíð Oddssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, verði ekki látnir koma nálægt meðferð Hæstaréttar á málinu.

Steinbítur friðaður við hrygningar

Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út reglugerð um friðun steinbíts á hrygningartíma á Látragrunni, þ.e. frá og með 24. september næstkomandi til loka marsmánaðar 2006. Í tilkynningu frá ráðuneytinu kemur fram að reglugerðin sé gefin út að tillögu Hafrannsóknastofnunarinnar og í samráði við Landssamband íslenskra útvegsmanna.

Fálka sleppt úr Húsdýragarði

Fyrr í dag var grænlandsfálka, sem dvalið hafði í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum frá því sumar, sleppt við Hengil. Í tilkynningu frá garðinum segir að fálkinn, sem er kvenfugl, hafi komið í garðinn eftir að hafa fundist grútarblautur á Snæfellsnesi. Grúturinn var þveginn af henni en til þess þurfti tvo þvotta.

Styður framboð til öryggisráðs

Stjórn Kjördæmasambands Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður leggur áherslu á að Ísland standi við framboð sitt til öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna í tilkynningu sem sambandið sendi frá sér í dag. Er það mat stjórnar sambandsins að Ísland eigi fullt erindi í öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna og hafnar hún málflutningi þess efnis að Ísland hafi ekki burði til að sitja í ráðinu.

Konur leggi niður störf 24. okt.

Aðstandendur baráttuhátíðar kvenna, sem haldin verður í tilefni að því að 30 ár eru liðin frá kvennafríinu, hvetja konur til leggja niður störf á kvennafrídeginum 24. október.

Heimdellingar deila um fulltrúa

Deilt er um hvaða félagar Heimdalls, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, fái að sækja þing Sambands ungra sjálfstæðismanna 30. september. Um tuttugu ungir sjálfstæðismenn sem fá að sækja þingið sem aukamenn, auk tíu annarra hafa mótmælt mannavali á þingið og segja 50 nýskráða félaga tekna fram yfir fyrrum stjórnarmenn í Heimdalli. 

Tónlistarhús gerbreyti svip borgar

Nýtt tónlistarhús í Reykjavík verður áhrifamikið kennileiti og gerbreytir svip borgarinnar. Það er hinn þekkti listamaður Ólafur Elíasson sem á heiðurinn af þeirri tillögu, sem þótti bera af öðrum í samkeppni um útlit hússins.

Sjá næstu 50 fréttir