Fleiri fréttir

Hafi verið numin á brott

Lögreglan í Reykjavík rannsakar hvort átta ára gömul stúlka hafi verið numin á brott skammt frá Laugardalslauginni.

Börn vantar varanlegt fóstur

Íslensk börn vantar varanlegt fóstur - en á sama tíma velja barnlaus pör frekar tæknifrjóvgun eða að ættleiða börn að utan.

Lög vantar um stofnunina

Á komandi þingi ætlar Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, að leggja fram fyrirspurn um rekstur Ratsjárstofnunar, en komið hefur fram að stofnunin reynir að stýra ófaglærðu starfsfólki sínu frá stéttarfélagsaðild.

Tággrönn áður en hún fékk sér bíl

Leikkonan Helga Braga Jónsdóttir hélt sér í formi með því að ferðast fótgangandi og með strætó. Hún segist nú þræll bílsins en fær sér stundum göngutúr - út í sjoppu. </font /></b />

Eldri borgarar á fimleikamót

Fjöldi íslenskra eldri borgara hyggur á þátttöku í fimleikasýningunni Gullnu árin 2005 sem Fimleikasamband Evrópu efnir til á Kanaríeyjum í nóvember. Sýningin er nú haldin í fyrsta sinn en stefnt er að því að hún fari fram fjórða hvert ár í framtíðinni.

Vilja samning um sjúkraflutninga

Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hvetur Samband íslenskra sveitarfélaga og heilbrigðisráðuneytið til að semja um framkvæmd sjúkraflutninga á stöðum þar sem slökkvilið sveitarfélaganna sjá ekki um þá nú þegar.

Fálkanum slepp úr Húsdýragarðinum

Grænlandsfálka, sem dvalið hefur í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum frá því í sumar, var sleppt við Hengil fyrripartinn í gær.

Kona fékk felldan niður kostnað

Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í vor þar sem fellt var úr gildi fjárnám á hendur konu vegna sakarkostnaðar sem hún hafði ekki burði til að greiða. Hún hafði greitt sekt sem henni var gerð í opinberu máli, en ekki sakarkostnað sem hún átti einnig að greiða.

Vilja flugið ekki flutt

Verkalýðsfélag Húsavíkur varar við umræðu meðal stjórnmálaafla í Reykjavík um flutning innanlandsflugs frá höfuðborginni. Félagið segir völlinn gegna veigamiklu hlutverki er varði öryggishagsmuni landsbyggðarinnar.

Lokað á Blönduósi og Siglufirði

Öllum starfsmönnum þjónustustöðva Símans á Blönduósi og Siglufirði var sagt upp störfum í gær. Eva Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi fyrirtækisins, segir uppsagnirnar lið í hefðbundinni hagræðingu sem unnið hafi verið að um nokkurt skeið.

Dylgjur stjórnmálamanna óþolandi

Embætti Ríkislögreglustjóra hafnar því alfarið að lagt hafi verið upp í rannsóknina á Baugi á öðrum forsendum en faglegum. "Lög og reglur gilda um hvernig rannsóknir byrja og eftir þeim hefur verið farið nákvæmlega," segir Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra.

Þrír slasaðir eftir árekstur

Laust eftir klukkan sex í gærdag var fólksbifreið ekið aftan á flutningabifreið við hraðahindrun sem nýbúið er að setja upp á Njarðarbraut í Reykjanesbæ. Þrír voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir slysið, ökumaður og farþegi fólksbílsins, auk ökumanns flutningabifreiðarinnar.

Vanhæfi hjá Samkeppniseftirliti

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, hefur lýst yfir vanhæfi til að fjalla um samruna Burðaráss og Straums fjárfestingarbanka. Gylfi Magnússon, formaður stjórnar Samkeppniseftirlitsins, segir það byggja á því að hann sé hluthafi í öðru þessara félaga. Samkvæmt heimildum Markaðarins er Páll Gunnar hluthafi í Burðarási.

Ásakanir án innistæðu

"Mér finnst þetta mjög alvarleg tíðindi fyrir íslenskt réttarkerfi vegna þess að ákæra hefur í för með sér slíka röskun á högum fólks að það verður að gera kröfu til ákæruvaldsins um að skýrt komi fram í hverju brot er falið og gegn hverju og hverjum," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar.

Áfall fyrir ákæranda

Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður og formaður vinstri grænna segir það áfall eftir víðtæka og harkalega aðgerð af hálfu lögreglu og ákæranda að uppskeran skuli ekki vera meiri en raun ber vitni í Baugsmálinu. "Það er ekki hægt annað en að líta á þetta sem stóráfall fyrir ákæruvaldið."

Bæjarstjórn harmar andstöðu

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar er sammála niðurstöðu nýrrar skýrslu um að skynsamlegt sé að sameina sveitarfélögin Garð, Sandgerði og Reykjanesbæ í eina heild. Bókun þessa efnis var samþykkt einróma á fundi bæjarstjórnar á þriðjudag.

Er Baugsmálið dautt?

Því meir sem lögspekingar fjalla um stöðu Baugsmálsins eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur varpaði því út úr dóminum, því ríkari verða efasemdir þeirra um að unnt verði að halda því áfram af hálfu ákæranda. Jafnvel hvernig sem málið fer í Hæstarétti.

Tekinn á 155 km hraða

Lögreglan á Hvolsvelli stöðvaði í gær þýskan ferðamann eftir að hann hafði mælst á 155 kílómetra hraða á þjóðveginum. Hann taldi sig vera á hraðbraut og því eiga frítt spil, líkt og á þýsku „átóbönunum“ svokölluðu.

Hálka á Hellisheiði

Það er snjókoma og hálka á Hellisheiði að sögn vegfarenda þar og Vegagerðin segir að hálka sé á Klettshálsi, krapi á Holtavörðuheiði og snjóþekja eða hálka víða á Norðausturlandi.

Öllum ákæruliðum vísað frá

Öllum ákæruliðunum 40 í Baugsmálinu svokallaða var vísað frá fyrir Héraðsdómi í morgun. Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, segir að úrskurðurinn verði kærður til Hæstaréttar. Hann sagði þetta ekki vera áfall fyrir stofnunina.

Baugsmál: Kom ekki á óvart

Öllum ákærum í Baugsmálinu var vísað frá í heild sinni í Héraðsdómi Reykjavíkur nú fyrir stundu. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, var að vonum ánægður eins og aðrir verjendur í málinu. Hann sagði þetta ekki alveg hafa komið á óvart eftir það sem á undan hafi gengið.

Verulega áfátt

Í úrskurði Héraðsdóms í Baugsmálinu í morgun segir m.a. að samkvæmt íslenskri dómaframkvæmd verði að lýsa því hvernig ákærði er talinn hafa með athæfi sínu gerst sekur um það brot sem um ræðir. Í ákæru ríkisvaldsins gegn forsvarsmönnum Baugs sé því verulega áfátt. 

Mannbjörg fyrir utan Garðskaga

Einum manni var bjargað í morgun þegar mikill leki kom skyndilega að bát hans þar sem hann var staddur um þrettán sjómílur norðvestur af Garðskaga. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út en áður en hún kom á vettvang var manninum bjargað um borð í bát.

Lentu utan vegar vegna hálku

Tveir bílar lentu utan vegar á Hellisheiði í morgun vegna snjókomu og hálku en engan sem í þeim var sakaði. Einnig greinir Vegagerðin frá hálku á Klettshálsi, krapa á Holtavörðuheiði og snjóþekju eða hálku víða á Norðausturlandi.

Ágallarnir of miklir

Ágallarnir á þeim átján ákæruliðum  í Baugsmálinu, sem dómarar í málinu höfðu tiltekið með bréfi í lok ágúst, þykja vera svo miklir að vísa þurfi málinu frá dómi. Í niðurstöðu úrskurðarins segir að þar sem ágallar eru á verulegum hluta ákærunnar sé ekki hjá því komist að vísa málinu frá í heild.

Skerpt á heimildum Íbúðalánasjóðs

Skerpt hefur verið á heimild Íbúðalánasjóðs til áhættustýringar og ávöxtunar lausafjár með sérstökum viðauka við reglugerð um fjárhag og áhættustýringu Íbúðalánasjóðs.

Samþykktu kjarasamning

Félagar í Starfsmannafélagi Suðurnesja samþykktu kjarasamning við launanefnd sveitarfélaga á fundi sínum í gær. Sjötíu og sex prósent félagsmanna greiddu atkvæði með samningnum en tuttugu og tvö prósent greiddu atkvæði á móti samningnum. Tvö prósent fundarmanna skiluðu auðu.

Varla möguleiki á nýrri ákæru

Aðspurður hvort hann telji möguleika fyrir ákæruvaldið að leggja fram nýja ákæru segir Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, að það geti ekki verið ætlunin að ákæruvaldið komi fram með ákæru sem ekki standist og fái síðan leiðbeiningu dómstóla hvernig gera eigi ákærurnar úr garði.

Baugsmálið á pólitískum forsendum?

Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 í júlí síðastliðnum að ef rannsókn Baugsmálsins væri á pólitískum forsendum, eins og forsvarsmenn Baugs hafa haldið fram, þá hljóti dómstólar að henda málinu út.

Höfða mál gegn olíufélögunum

Ljóst er að nokkrar útgerðir hyggjast höfða mál á hendur olíufélögunum og krefjast bóta vegna samráðs. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, segir óljóst hversu margar útgerðir höfði mál en segir ljóst að þær verði allnokkrar.

Jarðgöng myndu kosta milljarð

Kostnaður við að gera jarðgöng fram hjá mesta hættusvæðinu á Óshlíðarvegi til Bolungarvíkur er áætlaður um einn milljarður króna en gerð vegskála yfir núverandi veg á sama svæði myndi kosta helmingi minna, eða um 500 milljónir.

Reykjavík fallandi stjarna

Reykjavík er fallandi stjarna meðal lesenda bresku blaðanna <em>Guardian</em> og <em>Observer</em>, fellur úr tólfta sæti yfir vinsælustu borgirnar í fyrra niður í þrítugasta og fjórða sæti núna.<em> </em>Forstöðumaður Ferðamálaráðs Íslands segir að niðurstaðan sé auðvitað visst áhyggjuefni.

Fyrstu síldinni landað

Fyrstu síldinni á þessari haustvertíð var landað á Höfn í Hornafirði í morgun þegar síldveiðiskipið Jóna Eðvalds kom þangað með fjörutíu tonn. Skipverjar höfðu leitað fyrir sér austur af landinu síðan á laugardag þegar þeir fengu þennan slatta og er talið að síldin sé almennt ekki gengin inn á hefðbundið veiðisvæði.

Stefna ÖÍ að verða tilbúin

Lögfræðingar Öryrkjabandalags Íslands leggja nú lokahönd á stefnu á hendur íslenskum stjórnvöldum vegna vanefnda á samningi sem Öryrkjabandalagið gerði við heilbrigðisráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar í aðdraganda kosninga árið 2003.

Mikill skortur á leikskólakennurum

Stjórnarmenn í stjórn Félags leikskólakennara harma það að varla sé minnst á skort á faglærðum leikskólakennurum í umræðu um starfsmannaskort á leikskólum. Þeir segja einblínt á að ófaglærða starfsmenn vanti þrátt fyrir að nú þegar sé alltof hátt hlutfall ófaglærðra starfsmanna við störf á leikskólum.

Frétt DV röng segir rektor

Rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst segir forsíðufrétt DV í dag, að Sveinbjörn Kristjánsson, fangi á Litla Hrauni, stundi bókhaldsnám á Bifröst, vera ranga.

Dómsmálaráðherra tjáir sig ekki

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra tjáir sig ekki um niðurstöðu Héraðsdóms í Baugsmálinu. Þetta tilkynnti starfsmaður dómsmálaráðuneytisins fréttastofunni þegar hún reyndi að ná tali af ráðherra í dag.

Bóndi varð fyrir gaseitrun

Bóndi var hætt kominn þegar hann varð fyrir gaseitrun þar sem hann var að vinna í fjósi sínu á bóndabæ í Hrútafirði. Maðurinn fannst meðvitundarlaus um ellefuleytið í morgun. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti hann á Landspítalann í Fossvogi þar sem hann liggur nú þungt haldinn.

Báturinn kominn til hafnar

Þjóðbjörg, bátur sem tók inn á sig vatn norðvestur af Garðskaga í morgun, er komin til hafnar í Sandgerði og er skipstjórinn, sem var einn um borð, heill á húfi. Báturinn Gunnþór, sem var að veiðum í nágrenninu, tók bátinn í tog.

RÚV sýknað af 30 milljóna kröfu

Ríkisútvarpið var í dag sýknað af rúmlega þrjátíu milljón króna kröfu fyrirtækisins Teftra Film vegna sýningar á fræðsluþáttunum „Viltu læra íslensku?“. Tuttugu og einn þáttur sem fyrirtækið framleiddi undir þessu nafni var sendur út í Ríkissjónvarpinu, án þess að greiðsla kæmi fyrir.

Tveir vilja fyrsta sætið

Jóhannes Valdemarsson framkvæmdastjóri hefur ákveðið að bjóða sig fram til 1. sætis í prófkjöri framsóknarmanna í Kópavogi, sem fram fer laugardaginn 12. nóvember. Áður hefur Ómar Stefánsson bæjarfulltrúi boðið sig fram í 1. sætið.

Keypti Vatnsveitu Grundarfjarðar

Orkuveita Reykjavíkur hefur keypt Vatnsveitu Grundarfjarðar og tekur við rekstri hennar um næstu áramót. Orkuveitan tekur strax við verkefnum er snúa að byggingu hitaveitu og verður hitaveita lögð á næsta ári.

Óskað eftir viðræðum um boltann

OgFjarskipti og 365 ljósvakamiðlar sendu inn bréf til Símans og Íslenska sjónvarpsfélagsins fyrir helgi þar sem óskað var eftir viðræðum um með hvaða hætti Íslenska sjónvarpsfélagið muni afhenda OgFjarskiptum og 365 ljósvakamiðlum sjónvarpsmerki sitt.

Nóg komið af körlum

Tillaga Kjartans Magnússonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um að gerð verði stytta af Tómasi Guðmundssyni skáldi og henni verði komið fyrir á áberandi stað í borginni var vísað til menningar- og ferðamálaráðs.

Sjá næstu 50 fréttir