Fleiri fréttir

Rostungur ræðst á ræðara

Hópur kajakræðara á Svalbarða varð fyrir árás rostungs í júní. Baldvin Kristjánsson leiðsögumaður sem fór fyrir hópnum segir að kajakmönnum stafi meiri hætta af rostungum en ísbjörnum.

Fjallagarpar á leið til Grænlands

Fjórir íslenskir fjallagarpar á fimmtugsaldri halda til Grænlands á morgun til að etja kappi við náttúruöflin og fjallagarpa af öðrum þjóðernum. Þeir telja engar líkur á sigri og voru í óða önn við að birgja sig upp af óhollustu.

Heilbrigðisstofnun sýkn saka

Heilbrigðisstofnun Suðurlands var í gær sýknuð fyrir Héraðsdómi Suðurlands af rúmlega 28 milljón króna bótakröfu læknis sem þar starfaði en var sagt upp störfum vegna samskiptaörðugleika og endurtekinna kvartana sjúklinga.

Spáð straumi til Eyja

Að sögn þeirra sem fylgjast með þróuninni fyrir verslunarmannahelgina virðast Eyjar ætla að verða vinsælastar þetta árið. Hjá flugfélagi Íslands hefur þegar verið tekin ákvörðun um fjölmörg aukaflug til Eyja, enda eftirspurnin þegar orðin þó nokkur, þó að júlímánuður sé enn ekki hálfnaður.

Kona játaði aðild að morðinu

Tvennt er í haldi lögreglu vegna morðsins á Gísla Þorkelssyni, 54 ára gömlum athafnamanni, í Suður-Afríku, 28 ára gamall maður og 43 ára gömul kona. Réttað verður í máli þeirra í lok ágúst. Dánarorsök Gísla er enn ókunn en hann verður krufinn í dag.

Var myrtur við komuna frá BNA

Gísli Þorkelsson, sem myrtur var í Suður-Afríku fyrir rúmum fimm vikum, var að koma úr heimsókn til systur sinnar í Bandaríkjunum. Þar hitti hann uppkominn son sinn, sem hann hafði boðið út að hitta sig. Lík Gísla verður flutt til Íslands til jarðsetningar.

Víðtæk samstaða um heilsársveg

Norðlendingar hafa horfið frá umdeildum áformum um hálendisveg yfir Stórasand en ætla þess í stað að taka höndum saman við Sunnlendinga um gerð heilsársvegar yfir Kjöl. Veggjöld eiga að standa undir kostnaði við framkvæmdina og líst samgönguráðherra vel á hugmyndina.

Níu íbúðir eldri borgara rýmdar

Milljónatjón varð í íbúðum aldraðra í Breiðabliki í Neskaupstað aðfaranótt þriðjudags þegar vatnssía við vatnsinntak í kjallara gaf sig og kalt vatn flæddi um 350 fermetra gólfflöt kjallarans.

Blaðamenn gæti meðalhófs

Stjórn Persónuverndar hefur sent frá sér álit um meðferð persónuupplýsinga og myndbirtingar á fréttamiðlum. Í álitinu kemur fram að fréttamenn skuli gæta meðalhófs í meðferð persónuupplýsinga og hafa í huga hvaða hagsmunum það þjóni að fjalla um einkamálefni einstaklinga án þeirra samþykkis.

Höfðaborg er morðhöfuðborg

Eftir að lyfjagagnagrunnur Landlæknisembættisins var tekinn í gagnið hefur tekist að sjá út að einhverju leyti hverjir eru stórneytendur á ávanabindandi, ávísunarskyld lyf og gera læknum viðvart.

Vilja framtöl áratugi aftur í tíma

Landssamtök Lífeyrissjóða hafa sent um þúsund öryrkjum bréf þar sem óskað er eftir skattframtölum síðustu þriggja ára fyrir örorkumat þeirra. Í einhverjum tilvikum er beðið um skattframtöl frá áttunda áratugnum, en einstaklingum er aðeins skylt að geyma skattframtöl í sex ár.

Mótmæltu aðför að Hans Markúsi

Um tvö hundruð sóknarbörn mættu á fund í gærkvöld til stuðnings séra Hans Markúsi Árnasyni, sóknarpresti í Garðasókn að sögn Sveins Andra Sveinssonar, lögmanns hans. Fundurinn stóð í tæpa tvo tíma og var á honum samþykkt samhljóða ályktun til stuðnings sóknarprestinum.

Á þriðja tug nýrra fyrirtækja

Á þriðja tug nýrra iðnaðar- og þjónustufyrirtækja hafa hafið starfsemi á Reyðarfirði frá því að tilkynnt var um álversframkvæmdir. Uppbyggingin kallar á milljarðafjárfestingar sveitarfélagsins en bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir að Reyðarfjörður verði miðpunktur Austurlands.

Óljóst um ábyrgð í meðlagsmálum

Forstjóri Innheimtustofnunar sveitarfélaga segir óljóst hver sé ábyrgur í meðlagsmálum þar sem barn hefur verið rangfeðrað. Hann segir meðal annars móður barnsins og ranga föðurinn bera einhvern hluta ábyrgðarinnar.

Ræningjans enn leitað

Lögreglan leitar enn að manni sem rændi töluverðu magni af örvandi lyfjum úr apótekinu Lyf og heilsu í Domus Medica við Egilsgötu í hádeginu í gær. Hann huldi andlit sitt og hótaði starfsfólki með veiðihnífi.

Með afla upp á 140 milljónir

Verksmiðjutogarinn Engey RE kom til heimahafnar í Reykjavík undir miðnætti úr sinni fyrstu veiðiferð fyrir Granda með aflaverðmæti upp á tæpar 140 milljónir króna. Það er einhver verðmætasti farmur sem íslenskt fiskiskip hefur borið að landi.

Illa búin ásamt barni í Þórsmörk

Lögreglan á Hvolsvelli hafði afskipti af þýskri ferðakonu, sem var komin langleiðina inn í Þórsmörk undir kvöld í gær, ásamt þriggja ára gömlu barni sínu og voru þau bæði mjög illa búin þrátt fyrir slæmt veður.

Mótmæla komu Rússanna

Samtök herstöðvaandstæðinga, sem á tímum kalda stríðsins þóttu höll undir Rússa þegar þau voru að mótmæla dvöl bandaríska hersins á íslenskri grundu, mótmæla nú komu rússnesku herskipanna til Reykjavíkur.

Sími Landhelgisgæslunnar niðri

Sími Landhelgisgæslunnar, 545-2100, liggur niðri fram eftir degi. Neyðarnúmer gæslunnar, 511-3333, er hins vegar virkt.

Líkið talið vera af Íslendingi

Lík af karlmanni, sem talinn er vera Íslendingur, fannst í tunnu fullri af steinsteypu í húsagarði í Boksburg í Suður-Afríku í vikunni. Mbl.is greinir frá þessu. Að sögn suður-afrískra fjölmiðla er talið að um sé að ræða mann sem hafði búið undanfarinn áratug þar í landi en hvarf fyrir um fimm vikum.

Kúabændur huga að útrás

Framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda segir bjart fram undan hjá kúabændum, svo bjart að þeir séu farnir að huga að útrás. Sambandið hefur hvatt kúabændur til aukinnar mjólkurframleiðslu vegna vinsælda nýrra mjólkurafurða.

Kennsl ekki borin strax

Að sögn talsmanns lögreglunnar í Suður-Afríku mun það taka nokkurn tíma að bera formleg kennsl á lík manns sem fannst þar í vikunni og er talið vera af Íslendingi. Reynt verður að fá vini mannsins til að bera kennsl á föt hans en hugsanlega þarf að bíða eftir að ættingjar komi til Suður-Afríku og gefi DNA-sýni.

Bílflökin enn á veginum

Lögreglan á Blönduósi biður ökumenn að sýna sérstaka aðgát skammt frá Vatnsnesvegamótum í Vestur-Húnavatnssýslu vegna tveggja vörubílsflaka. Bílarnir lentu saman í hörðum árekstri í gær þar sem einn maður hlaut beinbrot.

Fallbyssuskot til heiðurs Ólafi

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mun í dag fara um borð í rússneska herskipið Aðmírál Levsenkó. Nítján fallbyssuskotum verður hleypt af honum til heiðurs.

Aldrei hærri rafleiðni í Múlakvísl

Hæsta rafleiðni sem nokkru sinni hefur sést í Múlakvísl mældist þar í síðustu viku en áin rennur undan Kötlu í Mýrdalsjökli. Leiðnin kom fram á síritum Orkustofnunar síðastliðinn miðvikudag en hækkandi leiðni er talin meðal fyrirboða umbrota í Kötlu.

Mótmæla uppsögnum gæslukvenna

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins mótmæla uppsögnum tuttugu og tveggja starfskvenna á gæsluvöllum Reykjavíkurborgar sem sagt var upp um síðustu mánaðamót. Í yfirlýsingu frá borgarfulltrúm flokksins segir að uppsagnirnar séu skýr brot á loforðum R-listans um að viðkomandi starfsmönnum yrðu fundin önnur störf við hæfi hjá borginni.

6 mánuðir fyrir árásir með flösku

Tvítugur maður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að slá tvo menn með glerflösku í menningarnótt árið 2003. Fimm mánuðir af refsingunni eru skilorðsbundnir til tveggja ára.

Ódýrari símtöl til útlanda

Og Vodafone hefur tekið í notkun nýja þjónustu sem nefnist 1010 en með henni geta viðskiptavinir hringt ódýrari símtöl til útlanda. Með því að velja 1010 í stað 00 þegar hringt er til útlanda geta notendur fengið 16-40% afslátt af almennri verðskrá.

Ný stöð Atlantsolíu

Atlantsolía hefur fengið vilyrði fyrir lóð undir bensínstöð félagsins í Skeifunni og munu framkvæmdir við uppsetningu hefjast í næstu viku.

Ekki hægt að lofa betra veðri

Veðrið hefur ekki staðið undir væntingum margra þetta sumarið og byrjar júlí, sem jafnan er hlýjasti mánuður ársins, ekki vel sunnan- og vestanlands. Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur segir engu hægt að lofa um betra veður. 

Tekinn með 402 grömm af hassi

Tvítugur maður var handekinn eftir að nokkurt magn fíkniefna fannst í bíl hans þegar hann kom til Vestmannaeyja með Herjólfi síðasliðinn föstudag. Í bílnum fundust 402 grömm af hassi, tíu grömm af amfetamíni og sex grömm af kókaíni.

Sýnir málverk í Hljómskálagarðinum

Einar Hákonarson listmálari ætlar að sýna hátt í níutíu málverk í tveimur stórum tjöldum í Hljómskálagarðinum í Reykjavík í ágúst. Sýningin hefst kvöldið fyrir Menningarnótt, stendur yfir í um tíu daga og ber nafnið: Í grasrótinni.

30.000 evrópsk sjúkratryggingakort

Tæplega 32 þúsund Íslendingar fengu sér evrópska sjúkratryggingakortið hjá Tryggingastofnun í maí og júní. Viðtökurnar hafa verið mun betri en reiknað var með en áður en útgáfa kortanna hófst þann 1. maí var gert ráð fyrir því að um þrjátíu þúsund kort yrðu gefin út á árinu.

Áhyggjur af framtíð kjarasamninga

Kerfisbreytingin vegna dísilolíunnar veldur hækkun á vísitölu neysluverðs. Alþýðusamband Íslands segir hækkun vísitölunnar ekki koma á óvart og þar á bæ hafa menn áhyggjur af framtíð kjarasamninga.

Minni losun gróðurhúsalofttegunda

Heildarútstreymi gróðurhúsalofttegunda minnkaði um rúmt prósent milli áranna 2002 og 2003. Helstu ástæður lækkunarinnar eru minna útstreymi frá sjávarútvegi og landbúnaði en útstreymi frá samgöngum, iðnaði og byggingarstarfsemi jókst milli ára.

Íslensk börn fá ekki nóg D-vítamín

Hátt hlutfall íslenskra barna fær ekki nægilega mikið D-vítamín dag hvern að sögn Ingu Þórsdóttur næringarfræðings, sem rannsakað hefur D-vítamínneyslu íslenskra barna.

Foreldrarnir vilja áfrýjun

Foreldrar stúlku sem beið bana þegar ekið var á hana við Bíldudal í fyrra vilja að málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar. Héraðsdómur Vestfjarða vísaði bótakröfu þeirra frá þar sem ekki hafi verið um stórfellt gáleysi að ræða.

PFS vill skýringar á viðgerðartöf

Póst- og fjarskiptastofnun hefur ritað forsvarsmönnum Farice sæstrengsins bréf þar sem óskað er eftir skýringum á óhóflegu rofi á þjónustunni fyrir um hálfum mánuði síðan.

Grunur um morð á Íslendingi

Lík af manni á fertugsaldri sem fannst í Suður-Afríku um helgina er sagt kunna vera af íslendingi sem búið hefur í Jóhannesarborg í um tíu ár. Yfirvöld hér heima hafa sent lögreglu í Suður-Afríku fyrirspurnir vegna málsins, en ekki er vitað af hverjum líkið er.

Kvaðir lagðar á símafyrirtæki

Póst- og fjarskiptastofnun ætlar að leggja nýjar kvaðir á bæði Símann og Og Vodafone í tengslum við greiningu markaða í farsímarekstri, en slíka greiningu segist stofnunin eiga að framvæma lögum samkvæmt.

Öryggismyndavél með símkorti

Hafin er sala á nýrri eftirlitsmyndavél frá Nokia sem sögð er geta hentað fyrir heimili og eins til að hafa auga með sumarbústöðum.

Ólafur 19 - Davíð 17

Skothríð hélt áfram við Reykjavíkurhöfn í dag, þriðja daginn í röð. Skipverjar á rússneskan herskipinu Lesjenkó aðmíráli skutu nítján heiðursskotum í loftið, Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, til heiðurs en hann skoðaði skipið í dag. Forsetinn fékk tveimur heiðursskotum meira en Davíð Oddsson utanríkisráðherra sem var á sömu slóðum í gær.

Sló mann með brotinni glerflösku

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær tvítugan karlmann í sex mánaða fangelsi fyrir líkamsárás á menningarnótt árið 2003. Fimm mánuðir eru skilorðsbundnir. Þá skal hann greiða ákæranda 60.000 krónur í skaðabætur og lögmannskostnað. Hann sló ítrekað til kæranda með brotinni flösku og olli alvarlegum, en þó ekki lífshættulegum, áverkum.

Loftbrú frá Íslandi í sextíu ár

Íslendingar hafa síðustu sextíu árin notið þess að tengjast öðrum löndum með reglubundnu áætlunarflugi. Þessum tímamótum var fagnað á flugvellinum í Glasgow í gær þar sem gamli og nýi tíminn í fluginu mættust í bókstaflegri merkingu.

Sjá næstu 50 fréttir