Innlent

Með afla upp á 140 milljónir

Verksmiðjutogarinn Engey RE kom til heimahafnar í Reykjavík undir miðnætti úr sinni fyrstu veiðiferð fyrir Granda með aflaverðmæti upp á tæpar 140 milljónir króna. Það er einhver verðmætasti farmur sem íslenskt fiskiskip hefur borið að landi. Aflinn er 1.850 tonn af frystum síldarflökum og 130 tonn af fiskmjöli þar sem allur afskurður við flökunina er nýttur í mjöl. Veiðiferðin tók rétt rúman mánuð og fékkst megnið af aflanum við Svalbarða. Engey er langstærsta fiskiskip flotans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×