Norðmönnum hótað málshöfðun 29. apríl 2005 00:01 Norðmenn verða dregnir fyrir Alþjóðadómsstólinn í Haag vegna Svalbarða. Þessu hótar Davíð Oddsson utanríkisráðherra sem sakar þá um ítrekuð brot og misbeitingu meintra réttinda sinna á svæðinu. Í umræðum um utanríkismál á Alþingi í dag skýrði Davíð Oddsson frá því að undirbúningur málssóknar fyrir Alþjóðadómstólnum væri langt kominn. Ríkisstjórnin hefði ákveðið að undirbúa málsókn vegna ítrekaðra brota norskra stjórnvalda á Svalbarðasamningnum. Davíð sagði að um þverbak hefði keyrt í fyrra þegar norsk stjórnvöld hefðu komið í veg fyrir framlengingu síldarsamningsins og takmarkað með ólögmætum hætti síldveiðar á Svalbarðasvæðinu í því skyni að styrkja eigin stöðu og veikja stöðu hinna aðilanna að síldarsamningunum. „Slíkt misbeiting norskra stjórnvalda á meintum fullveldisréttindum sínum á Svalbarðasvæðinu er óásættanleg. Svo virðist að málsókn sé eina leiðin til að tryggja réttmæta hagsmuni Íslands á svæðinu, “ sagði Davíð. Davíð gaf það sterklega í skyn að hætt yrði við framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna en í utanríkisráðuneytinu liggur fyrir áætlun um að verja 600 milljónum króna til kosningabaráttunnar. Davíð sagði að áleitnar spurningar hefðu komið upp í huga hans varðandi kostnað við framboðið og setu Íslands í ráðinu á árunum 2009 og 2010. Ljóst væri að á brattan væri að sækja gegn keppninautum um sæti, en auk Íslands væru Austurríki og Tyrkland að keppa um þau tvö sæti sem tilheyrðu Vesturlandahópnum svonefnda. Davíð sagði að gera yrði ráð fyrir að þegar liði á kosningabaráttuna ykist harkan í henni enn frekar og þar með kostnaðurinn. Af þessum ástæðum öllum hefði framboð Íslands verið til skoðunar, en þeirri skoðun lyki á næstu vikum. „Ef halda á framboðinu áfram má ekki bíða mikið lengur með að hefja kosningabaráttuna af fullum krafti,“ sagði Davíð. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Norðmenn verða dregnir fyrir Alþjóðadómsstólinn í Haag vegna Svalbarða. Þessu hótar Davíð Oddsson utanríkisráðherra sem sakar þá um ítrekuð brot og misbeitingu meintra réttinda sinna á svæðinu. Í umræðum um utanríkismál á Alþingi í dag skýrði Davíð Oddsson frá því að undirbúningur málssóknar fyrir Alþjóðadómstólnum væri langt kominn. Ríkisstjórnin hefði ákveðið að undirbúa málsókn vegna ítrekaðra brota norskra stjórnvalda á Svalbarðasamningnum. Davíð sagði að um þverbak hefði keyrt í fyrra þegar norsk stjórnvöld hefðu komið í veg fyrir framlengingu síldarsamningsins og takmarkað með ólögmætum hætti síldveiðar á Svalbarðasvæðinu í því skyni að styrkja eigin stöðu og veikja stöðu hinna aðilanna að síldarsamningunum. „Slíkt misbeiting norskra stjórnvalda á meintum fullveldisréttindum sínum á Svalbarðasvæðinu er óásættanleg. Svo virðist að málsókn sé eina leiðin til að tryggja réttmæta hagsmuni Íslands á svæðinu, “ sagði Davíð. Davíð gaf það sterklega í skyn að hætt yrði við framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna en í utanríkisráðuneytinu liggur fyrir áætlun um að verja 600 milljónum króna til kosningabaráttunnar. Davíð sagði að áleitnar spurningar hefðu komið upp í huga hans varðandi kostnað við framboðið og setu Íslands í ráðinu á árunum 2009 og 2010. Ljóst væri að á brattan væri að sækja gegn keppninautum um sæti, en auk Íslands væru Austurríki og Tyrkland að keppa um þau tvö sæti sem tilheyrðu Vesturlandahópnum svonefnda. Davíð sagði að gera yrði ráð fyrir að þegar liði á kosningabaráttuna ykist harkan í henni enn frekar og þar með kostnaðurinn. Af þessum ástæðum öllum hefði framboð Íslands verið til skoðunar, en þeirri skoðun lyki á næstu vikum. „Ef halda á framboðinu áfram má ekki bíða mikið lengur með að hefja kosningabaráttuna af fullum krafti,“ sagði Davíð.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira