Innlent

Sjö fá starfslaun

10,4 milljónum króna hefur verið úthlutað úr Launasjóði fræðirithöfunda. Samtals bárust 59 umsóknir og fengu sjö rithöfundar starfslaun í sex mánuði. Þetta eru Björn Hróarsson, Erla Hallsteinsdóttir, Halldór Guðmundsson, Ingunn Ásdísardóttir, Jakob F. Ásgeirsson, Ólafur Páll Jónsson og Þorvaldur Kristinsson. Meðal þeirra verka sem rituð verða eru ævisaga Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, Þórbergur og Gunnar - líf tveggja skálda auk fræðirits um íslenska hraunhella.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×