Innlent

Eldsvoði að Smiðjuvegi

Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst tilkynning um mikinn eld í iðnaðarhúsnæði í Kópavogi í fyrrinótt. Logaði þar glatt á neðri hæð iðnaðarhúss að Smiðjuvegi 42 en þar geymdi byggingafyrirtæki vörulager sinn. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en talsverðar skemmdir urðu á lager og innanstokksmunum öðrum vegna elds, reyks og vatns. Einhverjar skemmdir urðu einnig á efri hæð hússins en unnið er að rannsókn að eldsupptökum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×