Innlent

Betri heimtur

Um 290 milljónir voru í innheimtu lögfræðinga vegna ógreiddra afnotagjalda af Ríkisútvarpinu á áramótum. Bjarni Pétur Magnússon, deildarstjóri afnotadeildar Ríkisútvarpsins, segir verulegan árangur hafa náðst við innheimtu afnotagjaldanna, því árinu áður milljónirnar verið 316. Bjarni segir þriðjung þeirra sem gert sé að greiða afnotagjöld fá gíróseðil á þriggja mánaða fresti. Um þrjátíu prósent þeirra séu seinir til greiðslu. Skuld þeirra sé send til lögfræðings standi níu mánuðir ógreiddir. Aðrir greiði gjöldin með boð- eða beingreiðslu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×