Innlent

Rekstrargrundvöllur brostinn

"Ég ætla ekki að standa í stappi um smápeninga næstu árin og ætla persónulega að snúa mér að einhverju öðru," segir Jón Jónsson, safnastjóri á Galdrasafninu á Hólmavík og Sauðfjársafninu á Ströndum. Mikil reiði hefur gripið um sig meðal stjórnenda minni safna á landinu vegna úthlutunar Safnaráðs fyrir þetta ár en þær þykja vel skornar við nögl. Safnaráð hefur það eina hlutverk að úthluta styrkjum úr Safnasjóði til safna af öllu tagi en þær úthlutanir er eina rekstrarfé margra minni safna á landsbyggðinni og í raun grundvöllur starfseminnar. Jón segir að úthlutanir sjóðsins sem byggðar séu á tölu gesta frá árinu 2003 en þá var Sauðfjársafn hans að Ströndum nýopnað. "Af því að aðsókn var lítil það árið þá geld ég fyrir það núna tveimur árum seinna og allur rekstargrundvöllurinn brostinn fyrir þetta ár. Þegar safnið var opnað var horft til þessa fjármagns sem sjóðurinn hefur úthlutað en núna er mér og fjölmörgum öðrum gert ókleift að halda áfram uppbyggingu og þar með reyna að auka áhuga almennings á því sem þar er að finna."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×