Innlent

Hunangsflugna vart á landinu

Veðurblíðan að undanförnu hefur víða kveikt nýtt líf í náttúrunni með fyrra fallinu, miðað við undanfarin ár, og sannast það ekki hvað síst á því að hunangsfluga sást í Einarslundi við Höfn í Hornafirði í fyrradag og önnur á Húsavík í gær. Þótt hunangsflugur teljist orðið til vorboðanna hatar og óttast fjöldi fólks þessi grey ekki síður en geitunga en hunangsflugan er í raun friðsemdarfluga sem ekki stingur fólk nema í sjálfsvörn þegar hún telur mannskepnuna ógna lífi sínu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×