Innlent

Lundinn kominn í Grímsey

Vorið er komið í Grímsey að sögn Óla H. Ólasonar eyjarskeggja. Hann sá nefnilega nokkra lunda spóka sig í eyjunni í gær. Lundinn er óvenju snemma á ferðinnni að sögn Óla því yfirleitt sést hann ekki fyrr en upp úr mánaðamótum mars og apríl, jafnvel ekki fyrr en 7. eða 8. apríl. Hann kveðst hæstánægður með þetta, m.a. vegna þess að Grímseyingar keppast gjarnan við að sjá lunda á undan Vestmannaeyingum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×