Innlent

Í hjartastað fær veglegan styrk

Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík afhenti söfnuninni Í hjartastað og Minningarsjóði Þorbjörns Árnasonar styrk að upphæð 400.000 krónur í vikunni. Söfnunin er til að fjármagna gervihjörtu og þjálfa starfsfólk Landspítala - háskólasjúkrahúss til að læra tæknina sem þarf til að koma hjörtum fyrir. Gervihjarta er ný tækni og stórkostleg, þar sem dælubúnaður er græddur í sjúklinginn í hjartastað. Búnaðurinn sér um að dæla blóðinu um líkamann upp frá því.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×