Innlent

Fer líklega ekki í bráð

Lögmaður Bobbys Fischers er vondaufur um að japönsk stjórnvöld muni leyfa skákmeistaranum að fara úr landi á næstunni. Skákmeistarinn hefur handskrifað bréf til japanskra stjórnvalda með beiðni um að fá að fara til Íslands. Fréttastofa Reuters greinir frá því að í morgun hafi lögmaður Fischers lagt inn formlega beiðni til japanskra stjórnvalda um að hann fái leyfi til að fara til Íslands, eða að honum verði vísað þangað frekar en til Bandaríkjanna. Með beiðninni fylgdi handskrifað bréf frá Fischer.  Lögmaður hans, Masako Suzuki, segir að sálrænt ástand hans hafi batnað til muna undanfarið. Hún sagði einnig að ekki liti út fyrir að stjórnvöld myndu leyfa honum að fara á næstunni. Raunar fengju öll hans mál í Japan ótrúlega hæga afgreiðslu. Á meðan bíður vinur Fischers, Sæmundur Pálsson, í startholunum, ásamt þriggja manna fylgdarliði, tilbúinn að fara út að sækja hann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×