Innlent

Rauði krossinn opnar söfnunarsíma

Rauði kross Íslands hefur opnað söfnunarsíma til stuðnings fórnarlömbum flóða við Indlandshaf í kjölfar jarðskjálftans í gær. Sjálfboðaliðar og starfsmenn Rauða krossins í þeim löndum sem verst urðu úti í jarðskjálftanum voru að störfum í gær að sögn Þóris Guðmundssonar, sviðsstjóra útbreiðslusviðs. "Á næstu dögum þarf síðan uppbyggingarstarf að fara af stað," segir Þórir. Þórir segir Rauða kross Íslands reiðubúinn að senda hjálparstarfsmenn til hamfarasvæðanna verði eftir því leitað. "Eins og staðan er núna er þó ekki þörf á því," segir Þórir. "Okkar hlutverk er því að styðja það hjálparstarf sem þegar er í gangi." Söfnunarsími Rauða krossins er 907 2020 og getur almenningur þannig lagt fram 1.000 krónur til aðstoðar vegna flóðanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×