Innlent

Mikil umferð við kirkjugarða

Þúsundir Íslendinga vitja látinna ástvina í kirkjugörðum landsins í dag. Mikil umferð er við garðana í höfuðborginni og þá sérstaklega Fossvogs- og Gufuneskirkjugarð. Umferðarstofa hefur gert ráðstafanir til að greiða sem mest fyrir umferð þannig að ein leið sé virk að görðunum og önnur leið frá þeim. Þeir sem eiga leið frá Fossvogskirkjugarði eru hvattir til að nota leiðina niður Suðurhlíð eða í gegnum Öskjuhlíðina. Umferð að garðinum fer hefðbudna leið um Bústaðarveg og Suðurhlíð. Þeir sem fara í Gufuneskirkjugarðinn þurfa að hafa í huga að það er einstefna í gegnum garðinn þar sem farið verður inn frá Gagnvegi, en umferð út úr garðinum ekur út á Borgarveg.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×