Fleiri fréttir Ört dýpkandi lægð nálgast landið Veðurstofan spáir norðlægri átt í dag, víða kalda eða strekkingi, og dálítilli vætu norðan- og austanlands. Annars má reikna með léttskýjuðu og að það lægi heldur í nótt. Hiti á landinu verður á bilinu núll til sjö stig, mildast syðst. 3.11.2022 07:42 Segir réttinda Hussein ekki gætt við handtöku Freyja Haraldsdóttir, réttindagæslumaður fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu, segir áhyggjuefni að Hussein Hussein, fötluðum flóttamanni frá Írak, hafi ekki verið gefinn beinn aðgangur að réttindagæslu- og lögmanni eftir handtöku. Lögmaður Husseins undirbýr nú kæru til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna málsins. 3.11.2022 07:18 Bolsonaro biðlar til stuðningsmanna sinna um að mótmæla löglega Jair Bolsonaro fráfarandi forseti Brasilíu hefur biðlað til flutningabílstjóra um að þeir hætti að teppa vegi og tefja umferð í stærstu borgum landsins en brögð hafa verið að því frá því kosningaúrslit urðu ljós um síðustu helgi. 3.11.2022 07:18 Langdrægri flaug skotið frá Norður-Kóreu Norður-Kóreumenn eru sagðir hafa skotið langdrægri eldflaug á loft í nótt sem er hönnuð til að hitta skotmörk hinum megin á hnettinum. 3.11.2022 07:13 MG4 og Subaru Solterra frumsýndir hjá BL á laugardag BL við Sævarhöfða frumsýnir nk. laugardag, 5. nóvember rafbílana MG4 og Subaru Solterra. Frumsýningarnar eru á milli 12-16. MG4 er fimmti rafvæddi fólksbíll framleiðandans í Evrópu síðan merkið var endurvakið í höndum nýrra eigenda fyrir fáeinum árum á Evrópumarkaði. Solterra markar þáttaskil í sögu Subaru því þessi aldrifni jepplingur er sá fyrsti í sögu fyrirtækisins sem boðinn er í 100% rafdrifinni útgáfu. 3.11.2022 07:00 Íslendingar hafa gefið helmingi fleiri hjörtu en þeir hafa þegið Frá aldamótum hafa 42 hjörtu verið gefin frá Íslandi en 24 Íslendingar gengist undir hjartaígræðslu. Fyrstu árin voru hjartagjafar um það bil einn á ári en þeim hefur fjölgað í þrjá á ári síðustu ár. 3.11.2022 07:00 Fimm menn og fjórar leikfangabyssur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði bifreið í gærkvöldi eða nótt eftir að hafa borist tilkynning um bíl með hóp manna innanborðs sem voru sagðir veifa skotvopnum. Fimm fullorðnir reyndust í bílnum en við leit í honum fundust fjórar leikfangabyssur sem hald var lagt á. 3.11.2022 06:28 Tvöfalt meiri hlýnun í Evrópu en á heimsvísu Hlýnun í Evrópu á síðastliðnum 30 árum hefur verið ríflega tvöföld á við þá hlýnun sem hefur átt sér stað á heimsvísu á sama tímabili. Um er að ræða mestu hækkun fyrir einstaka heimsálfu. Með aukinni hlýnun aukast líkur á því að hátt hitastig, gróðureldar, flóð og aðrar afleiðingar loftslagsbreytinga hafi áhrif á samfélög, efnahag og vistkerfi. 2.11.2022 23:38 Áhugavert fyrsta rekstrarár eftir að hafa opnað hótel í upphafi faraldurs Hún var ferðamálastjóri í áratug áður en hún keypti aflagðan sveitaskóla nyrst í Skagafirði og breytti í hótel með ærnum kostnaði. Sama dag og Ólöf Ýrr Atladóttir og maður hennar opnuðu var hins vegar öllu skellt í lás vegna covid. 2.11.2022 22:55 „Trúverðuleiki embættisins með hana í stafni er enginn“ Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir harðlega vinnubrögð lögreglu og ákæruvalds í tengslum við meint vopnalagabrot föður ríkislögreglustjóra. Hann telur að Sigríður Björk Guðjónsdóttir hljóti að íhuga stöðu sína vegna málsins. 2.11.2022 22:06 Viðurkenna mistök sín í kjölfar hrekkjavökuhörmunga Yfirvöld í Seúl hafa viðurkennt mistök sín hvað varðar fjöldastjórnun í kjölfar hrekkjavökuhörmunga í Itaewon-hverfi borgarinnar. Fjöldi látinna hefur hækkað og eru 156 nú sagðir látnir eftir slysið. 2.11.2022 21:42 Handtekin og vísað úr landi án nokkurs fyrirvara þrátt fyrir veikindi Hópur lögreglumanna vaktaði heimili fimm manna fjölskyldu frá Írak sem búsett er hér á landi en til stendur að vísa þeim úr landi. Claudia Wilson, lögmaður fjölskyldunnar lýsir yfir áhyggjum sínum vegna brottvísunarinnar, þá sérstaklega vegna hrakandi heilsu Hussein sem er fatlaður og notar hjólastól. 2.11.2022 20:58 „Það vildi enginn koma nálægt þessu máli hjá lögreglunni“ Byssusmiður, sem segist hafa breytt tveimur ólöglegum og hálfsjálfvirkum rifflum sem faðir ríkislögreglustjóra seldi, segir engan innan lögreglunnar hafa viljað snerta á málinu. Engin svör hafa fengið hjá lögreglu vegna málsins í dag. 2.11.2022 20:09 Gjaldskyld svæði bílastæða í miðborginni víkkuð út Gjaldsvæði fyrir bílastæði í nokkrum götum Vesturbæjar og Þingholta verða stækkuð á næstunni. Íbúar í Vesturbæ og miðborg eiga margir hverjir erfitt með að finna bílastæði meðal annars vegna fjölgunar íbúa og ferðmanna með aukinni starfsemi hótela, veitingahúsa og verslana. 2.11.2022 19:31 Býst við öðru gosi áður en langt um líður Eldfjallafræðingur býst við nýju gosi í Fagradalsfjalli áður en langt um líður. Staðsetning síðustu tveggja eldgosa hafi verið mikil heppni en slíkt verði ekki næst þar sem búið er að fylla alla dali. Hraunið mun þá flæða beint af fjallinu. 2.11.2022 18:05 Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Byssusmiður, sem segist hafa breytt tveimur ólöglegum og hálfsjálfvirkum rifflum sem faðir ríkislögreglustjóra seldi, segir engan innan lögreglunnar hafa viljað snerta á málinu. Erfiðlega hefur gengið að fá svör frá lögreglu og öðrum viðeigandi yfirvöldum í dag; fulltrúar benda hvern á annan. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. 2.11.2022 18:01 „Þetta er alveg gífurlegt óréttlæti hvernig komið er fram við okkur“ Kona sem höfðaði mál geng íslenska ríkinu og Tryggingastofnun vegna skerðingar í almannatryggingakerfinu segir gífurlega óréttlátt hvernig komið er fram við eldri borgara. Hún ásamt félögum sínum í Gráa hernum tapaði máli sínu í Hæstarétti í dag og íhugar nú að leita til Mannréttindadómsstóls Evrópu. 2.11.2022 17:33 Vilja álit umboðsmanns á yfirheyrslum blaðamanna Blaðamannafélag Íslands hefur sent umboðsmanni Alþingis rökstutt erindi þar sem hann er hvattur til að hefja frumkvæðisathugun á rannsókn og embættisfærslum lögreglustjóraembættisins á Norðurlandi eystra vegna málatilbúnaðar þess gegn fjórum blaðamönnum. 2.11.2022 17:28 Seldi fyrst, stal svo en afhenti aldrei góssið Rúmlega tvítugur karlmaður var á mánudaginn dæmdur í 45 daga fangelsi fyrir þjófnað, fjársvik og peningaþvætti. Einkaréttarkrafa Íslenskra aðalverktaka var felld niður þar sem enginn á þeirra vegum sótti þing við þingfestingu málsins. 2.11.2022 16:18 Innbrotið hjá Pelosi náðist á mynd en enginn var að horfa Innbrot á heimili Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í San Francisco náðist á öryggismyndavélar þinglögreglu Bandaríkjanna. Enginn lögregluþjónn fylgdist þó með myndavélinni. 2.11.2022 16:17 Hafnar endurlífgun í næsta hjartastoppi Frímann Emil Ingimundarson er 82 ára floga- og hjartveikur karlmaður sem glímir við ólæknandi beinkrabba á lokastigi. Hann hefur loksins gefið eftir í baráttu sinni fyrir að fara ekki á hjúkrunarheimili. Hann þykir aftur á móti of heilsuhraustur til að uppfylla skilyrði fyrir innlögn. Frímann hafnar endurlífgun í næsta hjartastoppi. 2.11.2022 15:57 Segir umbjóðendur sína leitaða uppi og hneppta í gæsluvarðhald Lögmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að hneppa skjólstæðinga sína í gæsluvarðhald, þegar niðurstaða um endurupptökubeiðni í málum þeirra sé handan við hornið. Skjólstæðingarnir eru hluti af stórum hóp hælisleitenda sem nýfallinn dómur gæti bjargað, að sögn lögmannsins. 2.11.2022 15:41 Dramatísk endurkoma Netanjahú á lokametrunum Allt lítur út fyrir að blokk Benjamíns Netanjahú, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, nái 65 sætum af 120 á ísraelska þinginu. Líklegast er að hann verði aftur forsætisráðherra en hann þarf að treysta á stuðning öfgamannanna þeirra Itamar Ben-Gvir og Bezalel Smotrich. Ben-Gvir leiddi eitt sinn samtök sem eru skilgreind sem hryðjuverkasamtök í Bandaríkjunum. 2.11.2022 15:18 Segir af sér sem formaður Radikale Venstre Sofie Carsten Nielsen hefur sagt af sér sem formaður miðjuflokksins Radikale Venstre. 2.11.2022 14:43 Grái herinn tapaði í Hæstarétti Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í málum Gráa hersins gegn Tryggingastofnun og íslenska ríkinu skulu vera óraskaðir. Þetta er niðurstaða Hæstiréttar sem kvað upp dóm í málunum í dag. 2.11.2022 14:36 Czy zbliża się koniec islandzkiego wielorybnictwa? Kristján Loftsson, właściciel firmy wielorybniczej Hvalur, nie przejmuje się tym, co mówią o nim krytycy. Minister żywności Svandís Svavarsdóttir mówi, że połowy wielorybów są bardziej częścią przeszłości niż przyszłości Islandczyków. 2.11.2022 14:12 Gera eins og Eiríkur leggur til og bjóða starfsfólki upp á íslenskukennslu á vinnutíma Isavia og dótturfélög hafa ákveðið að bjóða starfsfólki, sem hefur annað tungumál en íslensku að móðurmáli, að sækja íslenskunámskeið í boði félagsins í vinnutíma. 2.11.2022 14:12 Aðgæsluleysi og vanræksla ástæða strandsins Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að ástæða þess að grænlenska fiskveiðiskipið Masilik strandaði í desember á síðasta ári hafi verið aðgæsluleysi og vanræksla við stjórn skipsins. 2.11.2022 13:49 Hendur nýs formanns verða ekki bundnar vegna ESB Krafan um Evrópusambandsaðild mun ekki verða til þess að Samfylkingin verði með hendur bundnar andspænis mögulegu ríkisstjórnarsamstarfi. Þrátt fyrir að nýr formaður Samfylkingarinnar sé Evrópusinni verða Evrópumálin ekki fyrsta forgangsmál. Áhersla verður lögð á „klassísk jafnaðarmannamál.“ 2.11.2022 13:49 Telja hálfan milljarð vanta inn í rekstur Sjúkrahússins á Akureyri Forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri telur að hálfan milljarð vanti inn í grunnrekstur stofnunarinnar svo hægt sé að halda áfram að veita sömu þjónustu og áður. 2.11.2022 13:16 Talningingaklúðrið hafði ekki áhrif á skiptingu þingsæta Skipting þingsæta breytist ekki eftir endurtalningu í kjördæminu Frederikshavn í Danmörku þar sem klúður varð í talningu atkvæða í dönsku þingkosningum í gær. 2.11.2022 13:12 Podejrzany o sprzedawanie nielegalnych karabinów Istnieje podejrzenie, że Guðjón Valdimarsson, ojciec obecnej szefowej policji, budował i sprzedawał nielegalne półautomatyczne karabiny. 2.11.2022 13:04 Segjast þrungnir reynslu og neita að sleppa höndum af stýrinu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Guðlaugur Þór Þórðarson, sem hyggst bjóða sig fram gegn Bjarna á landsfundi flokksins um helgina, voru báðir spurðir að því í Pallborðinu á Vísi í gær hvort það væri kominn tími á breytingar. 2.11.2022 13:02 Öryggis- og friðarmál miðpunktur umræðunnar á Norðurlandaráðsþingi Forsætisráðherra segir öryggis- og varnarmál vera miðpunkt umræðunnar á þingi Norðurlandaráðs sem nú væri haldið í skugga innrásar Rússa í Úkraínu. Ísland muni leggja áherslu á friðarmál undir formennsku hennar í ráðherraráði ríkjanna með alþjóðlegri friðarráðstefnu í Reykjavík á næsta ári. 2.11.2022 12:31 Getur ekki upplýst um stöðu föður ríkislögreglustjóra í hryðjuverkarannsókn Héraðssaksóknari segist ekki geta gefið upp hvaða stöðu faðir ríkislögreglustjóra hefur í rannsókn embættisins á meintri tilraun til hryðjuverka. Ríkislögreglustjóri þurfti að segja sig frá rannsókninni eftir að nafn föður hans var nefnt við skýrslutöku sakborninga. 2.11.2022 12:00 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum Bylgjunnar förum við yfir úrslit þingkosninganna í Danmörku sem fram fóru í gær, ræðum við forsætisráðherra um yfirstandandi þing Norðurlandaráðs og heyrum í nýkjörnum formanni Samfylkingarinnar. 2.11.2022 11:37 Réðst á starfsmann sem gómaði hann við að stela Rétt rúmlega tvítugur karlmaður var í gær dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist á starfsmann Nettó í Mjódd. Starfsmaðurinn hafði gómað manninn við að stela. 2.11.2022 11:32 Spyrja hvort að hvalveiðum við Ísland sé lokið fyrir fullt og allt Kristjáni Loftssyni, eiganda Hvals, er alveg nákvæmlega sama um hvað gagnrýnendur á hvalveiðar fyrirtækis hans segja um hann. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir að hvalveiðar Íslendinga séu frekar hluti af fortíð Íslendinga en framtíð. Hún getur ekki fullyrt að hvalveiðileyfi Hvals verði framlengt eftir næsta ár. 2.11.2022 11:15 Herforingjar ræddu mögulega notkun kjarnorkuvopna Æðstu leiðtogar rússneska hersins ræddu mögulega notkun smárra kjarnorkuvopna í Úkraínu og hvort rússneski herinn gæti gagnast á því. Umræðan leiddi til aukinna áhyggja í Bandaríkjunum og víðar og þykir til marks um að Rússar séu verulega ósáttir við gang „sértæku hernaðaraðgerðarinnar“ svokölluðu. 2.11.2022 10:45 Talningaklúður í Danmörku: Mörg hundruð atkvæða færast frá rauðu blokkinni til bláu Röng niðurstaða var kynnt í kjördæminu Frederikshavn í Danmörku eftir að ljóst varð að talningamenn í Sæby höfðu ruglast á bunkum og talið atkvæði Danmerkurdemókrata sem atkvæði Einingarlistans. 2.11.2022 10:03 Fimm ljón sluppu úr dýragarði í Sydney Fimm ljónum tókst að sleppa úr búri sínu í ástralska dýragarðinum Taronga í Sydney í gærkvöldi. 2.11.2022 08:48 Bjarni segir Guðrúnu á leið í dómsmálaráðuneytið og Jón úr ríkisstjórn „Ég var skýr með það frá upphafi og hef aldrei skipt um skoðun á því,“ svaraði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, spurður að því í gær hvort það væri alveg á hreinu að Jón Gunnarsson væri á leið úr dómsmálaráðuneytinu í vetur og að Guðrún Hafsteinsdóttir tæki við af honum. 2.11.2022 07:58 Mette gengur á fund drottningar klukkan tíu Mette Frederiksen, formaður danskra Jafnaðarmanna og forsætisráðherra, mun ganga á fund Margrétar Þórhildar Danadrottningar klukkan tíu að íslenskum tíma. Þar munu þær ræða niðurstöður þingkosninganna sem fram fóru í Danmörku í gær. 2.11.2022 07:51 Norðanátt og rigning og slydda með köflum Veðurstofan spáir norðan og norðaustan átta til fimmtán metrum á sekúndu í dag. Úrkomulítið vestanlands, annars rigning eða slydda með köflum, einkum norðaustantil og þar má búast við snjókomu á heiðum. 2.11.2022 07:15 Norður-Kóreumenn skjóta eldflaugum sunnar en nokkru sinni áður Hermálayfirvöld í Norður-Kóreu skutu að minnsta kosti tíu flugskeytum frá austur- og vesturströndum landsins en ein þeirra fór lengra suður en nokkru sinni áður. Suður-Kóreumenn brugðust við með eigin eldflaugaskotum skömmu síðar. 2.11.2022 06:59 Sjá næstu 50 fréttir
Ört dýpkandi lægð nálgast landið Veðurstofan spáir norðlægri átt í dag, víða kalda eða strekkingi, og dálítilli vætu norðan- og austanlands. Annars má reikna með léttskýjuðu og að það lægi heldur í nótt. Hiti á landinu verður á bilinu núll til sjö stig, mildast syðst. 3.11.2022 07:42
Segir réttinda Hussein ekki gætt við handtöku Freyja Haraldsdóttir, réttindagæslumaður fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu, segir áhyggjuefni að Hussein Hussein, fötluðum flóttamanni frá Írak, hafi ekki verið gefinn beinn aðgangur að réttindagæslu- og lögmanni eftir handtöku. Lögmaður Husseins undirbýr nú kæru til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna málsins. 3.11.2022 07:18
Bolsonaro biðlar til stuðningsmanna sinna um að mótmæla löglega Jair Bolsonaro fráfarandi forseti Brasilíu hefur biðlað til flutningabílstjóra um að þeir hætti að teppa vegi og tefja umferð í stærstu borgum landsins en brögð hafa verið að því frá því kosningaúrslit urðu ljós um síðustu helgi. 3.11.2022 07:18
Langdrægri flaug skotið frá Norður-Kóreu Norður-Kóreumenn eru sagðir hafa skotið langdrægri eldflaug á loft í nótt sem er hönnuð til að hitta skotmörk hinum megin á hnettinum. 3.11.2022 07:13
MG4 og Subaru Solterra frumsýndir hjá BL á laugardag BL við Sævarhöfða frumsýnir nk. laugardag, 5. nóvember rafbílana MG4 og Subaru Solterra. Frumsýningarnar eru á milli 12-16. MG4 er fimmti rafvæddi fólksbíll framleiðandans í Evrópu síðan merkið var endurvakið í höndum nýrra eigenda fyrir fáeinum árum á Evrópumarkaði. Solterra markar þáttaskil í sögu Subaru því þessi aldrifni jepplingur er sá fyrsti í sögu fyrirtækisins sem boðinn er í 100% rafdrifinni útgáfu. 3.11.2022 07:00
Íslendingar hafa gefið helmingi fleiri hjörtu en þeir hafa þegið Frá aldamótum hafa 42 hjörtu verið gefin frá Íslandi en 24 Íslendingar gengist undir hjartaígræðslu. Fyrstu árin voru hjartagjafar um það bil einn á ári en þeim hefur fjölgað í þrjá á ári síðustu ár. 3.11.2022 07:00
Fimm menn og fjórar leikfangabyssur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði bifreið í gærkvöldi eða nótt eftir að hafa borist tilkynning um bíl með hóp manna innanborðs sem voru sagðir veifa skotvopnum. Fimm fullorðnir reyndust í bílnum en við leit í honum fundust fjórar leikfangabyssur sem hald var lagt á. 3.11.2022 06:28
Tvöfalt meiri hlýnun í Evrópu en á heimsvísu Hlýnun í Evrópu á síðastliðnum 30 árum hefur verið ríflega tvöföld á við þá hlýnun sem hefur átt sér stað á heimsvísu á sama tímabili. Um er að ræða mestu hækkun fyrir einstaka heimsálfu. Með aukinni hlýnun aukast líkur á því að hátt hitastig, gróðureldar, flóð og aðrar afleiðingar loftslagsbreytinga hafi áhrif á samfélög, efnahag og vistkerfi. 2.11.2022 23:38
Áhugavert fyrsta rekstrarár eftir að hafa opnað hótel í upphafi faraldurs Hún var ferðamálastjóri í áratug áður en hún keypti aflagðan sveitaskóla nyrst í Skagafirði og breytti í hótel með ærnum kostnaði. Sama dag og Ólöf Ýrr Atladóttir og maður hennar opnuðu var hins vegar öllu skellt í lás vegna covid. 2.11.2022 22:55
„Trúverðuleiki embættisins með hana í stafni er enginn“ Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir harðlega vinnubrögð lögreglu og ákæruvalds í tengslum við meint vopnalagabrot föður ríkislögreglustjóra. Hann telur að Sigríður Björk Guðjónsdóttir hljóti að íhuga stöðu sína vegna málsins. 2.11.2022 22:06
Viðurkenna mistök sín í kjölfar hrekkjavökuhörmunga Yfirvöld í Seúl hafa viðurkennt mistök sín hvað varðar fjöldastjórnun í kjölfar hrekkjavökuhörmunga í Itaewon-hverfi borgarinnar. Fjöldi látinna hefur hækkað og eru 156 nú sagðir látnir eftir slysið. 2.11.2022 21:42
Handtekin og vísað úr landi án nokkurs fyrirvara þrátt fyrir veikindi Hópur lögreglumanna vaktaði heimili fimm manna fjölskyldu frá Írak sem búsett er hér á landi en til stendur að vísa þeim úr landi. Claudia Wilson, lögmaður fjölskyldunnar lýsir yfir áhyggjum sínum vegna brottvísunarinnar, þá sérstaklega vegna hrakandi heilsu Hussein sem er fatlaður og notar hjólastól. 2.11.2022 20:58
„Það vildi enginn koma nálægt þessu máli hjá lögreglunni“ Byssusmiður, sem segist hafa breytt tveimur ólöglegum og hálfsjálfvirkum rifflum sem faðir ríkislögreglustjóra seldi, segir engan innan lögreglunnar hafa viljað snerta á málinu. Engin svör hafa fengið hjá lögreglu vegna málsins í dag. 2.11.2022 20:09
Gjaldskyld svæði bílastæða í miðborginni víkkuð út Gjaldsvæði fyrir bílastæði í nokkrum götum Vesturbæjar og Þingholta verða stækkuð á næstunni. Íbúar í Vesturbæ og miðborg eiga margir hverjir erfitt með að finna bílastæði meðal annars vegna fjölgunar íbúa og ferðmanna með aukinni starfsemi hótela, veitingahúsa og verslana. 2.11.2022 19:31
Býst við öðru gosi áður en langt um líður Eldfjallafræðingur býst við nýju gosi í Fagradalsfjalli áður en langt um líður. Staðsetning síðustu tveggja eldgosa hafi verið mikil heppni en slíkt verði ekki næst þar sem búið er að fylla alla dali. Hraunið mun þá flæða beint af fjallinu. 2.11.2022 18:05
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Byssusmiður, sem segist hafa breytt tveimur ólöglegum og hálfsjálfvirkum rifflum sem faðir ríkislögreglustjóra seldi, segir engan innan lögreglunnar hafa viljað snerta á málinu. Erfiðlega hefur gengið að fá svör frá lögreglu og öðrum viðeigandi yfirvöldum í dag; fulltrúar benda hvern á annan. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. 2.11.2022 18:01
„Þetta er alveg gífurlegt óréttlæti hvernig komið er fram við okkur“ Kona sem höfðaði mál geng íslenska ríkinu og Tryggingastofnun vegna skerðingar í almannatryggingakerfinu segir gífurlega óréttlátt hvernig komið er fram við eldri borgara. Hún ásamt félögum sínum í Gráa hernum tapaði máli sínu í Hæstarétti í dag og íhugar nú að leita til Mannréttindadómsstóls Evrópu. 2.11.2022 17:33
Vilja álit umboðsmanns á yfirheyrslum blaðamanna Blaðamannafélag Íslands hefur sent umboðsmanni Alþingis rökstutt erindi þar sem hann er hvattur til að hefja frumkvæðisathugun á rannsókn og embættisfærslum lögreglustjóraembættisins á Norðurlandi eystra vegna málatilbúnaðar þess gegn fjórum blaðamönnum. 2.11.2022 17:28
Seldi fyrst, stal svo en afhenti aldrei góssið Rúmlega tvítugur karlmaður var á mánudaginn dæmdur í 45 daga fangelsi fyrir þjófnað, fjársvik og peningaþvætti. Einkaréttarkrafa Íslenskra aðalverktaka var felld niður þar sem enginn á þeirra vegum sótti þing við þingfestingu málsins. 2.11.2022 16:18
Innbrotið hjá Pelosi náðist á mynd en enginn var að horfa Innbrot á heimili Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í San Francisco náðist á öryggismyndavélar þinglögreglu Bandaríkjanna. Enginn lögregluþjónn fylgdist þó með myndavélinni. 2.11.2022 16:17
Hafnar endurlífgun í næsta hjartastoppi Frímann Emil Ingimundarson er 82 ára floga- og hjartveikur karlmaður sem glímir við ólæknandi beinkrabba á lokastigi. Hann hefur loksins gefið eftir í baráttu sinni fyrir að fara ekki á hjúkrunarheimili. Hann þykir aftur á móti of heilsuhraustur til að uppfylla skilyrði fyrir innlögn. Frímann hafnar endurlífgun í næsta hjartastoppi. 2.11.2022 15:57
Segir umbjóðendur sína leitaða uppi og hneppta í gæsluvarðhald Lögmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að hneppa skjólstæðinga sína í gæsluvarðhald, þegar niðurstaða um endurupptökubeiðni í málum þeirra sé handan við hornið. Skjólstæðingarnir eru hluti af stórum hóp hælisleitenda sem nýfallinn dómur gæti bjargað, að sögn lögmannsins. 2.11.2022 15:41
Dramatísk endurkoma Netanjahú á lokametrunum Allt lítur út fyrir að blokk Benjamíns Netanjahú, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, nái 65 sætum af 120 á ísraelska þinginu. Líklegast er að hann verði aftur forsætisráðherra en hann þarf að treysta á stuðning öfgamannanna þeirra Itamar Ben-Gvir og Bezalel Smotrich. Ben-Gvir leiddi eitt sinn samtök sem eru skilgreind sem hryðjuverkasamtök í Bandaríkjunum. 2.11.2022 15:18
Segir af sér sem formaður Radikale Venstre Sofie Carsten Nielsen hefur sagt af sér sem formaður miðjuflokksins Radikale Venstre. 2.11.2022 14:43
Grái herinn tapaði í Hæstarétti Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í málum Gráa hersins gegn Tryggingastofnun og íslenska ríkinu skulu vera óraskaðir. Þetta er niðurstaða Hæstiréttar sem kvað upp dóm í málunum í dag. 2.11.2022 14:36
Czy zbliża się koniec islandzkiego wielorybnictwa? Kristján Loftsson, właściciel firmy wielorybniczej Hvalur, nie przejmuje się tym, co mówią o nim krytycy. Minister żywności Svandís Svavarsdóttir mówi, że połowy wielorybów są bardziej częścią przeszłości niż przyszłości Islandczyków. 2.11.2022 14:12
Gera eins og Eiríkur leggur til og bjóða starfsfólki upp á íslenskukennslu á vinnutíma Isavia og dótturfélög hafa ákveðið að bjóða starfsfólki, sem hefur annað tungumál en íslensku að móðurmáli, að sækja íslenskunámskeið í boði félagsins í vinnutíma. 2.11.2022 14:12
Aðgæsluleysi og vanræksla ástæða strandsins Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að ástæða þess að grænlenska fiskveiðiskipið Masilik strandaði í desember á síðasta ári hafi verið aðgæsluleysi og vanræksla við stjórn skipsins. 2.11.2022 13:49
Hendur nýs formanns verða ekki bundnar vegna ESB Krafan um Evrópusambandsaðild mun ekki verða til þess að Samfylkingin verði með hendur bundnar andspænis mögulegu ríkisstjórnarsamstarfi. Þrátt fyrir að nýr formaður Samfylkingarinnar sé Evrópusinni verða Evrópumálin ekki fyrsta forgangsmál. Áhersla verður lögð á „klassísk jafnaðarmannamál.“ 2.11.2022 13:49
Telja hálfan milljarð vanta inn í rekstur Sjúkrahússins á Akureyri Forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri telur að hálfan milljarð vanti inn í grunnrekstur stofnunarinnar svo hægt sé að halda áfram að veita sömu þjónustu og áður. 2.11.2022 13:16
Talningingaklúðrið hafði ekki áhrif á skiptingu þingsæta Skipting þingsæta breytist ekki eftir endurtalningu í kjördæminu Frederikshavn í Danmörku þar sem klúður varð í talningu atkvæða í dönsku þingkosningum í gær. 2.11.2022 13:12
Podejrzany o sprzedawanie nielegalnych karabinów Istnieje podejrzenie, że Guðjón Valdimarsson, ojciec obecnej szefowej policji, budował i sprzedawał nielegalne półautomatyczne karabiny. 2.11.2022 13:04
Segjast þrungnir reynslu og neita að sleppa höndum af stýrinu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Guðlaugur Þór Þórðarson, sem hyggst bjóða sig fram gegn Bjarna á landsfundi flokksins um helgina, voru báðir spurðir að því í Pallborðinu á Vísi í gær hvort það væri kominn tími á breytingar. 2.11.2022 13:02
Öryggis- og friðarmál miðpunktur umræðunnar á Norðurlandaráðsþingi Forsætisráðherra segir öryggis- og varnarmál vera miðpunkt umræðunnar á þingi Norðurlandaráðs sem nú væri haldið í skugga innrásar Rússa í Úkraínu. Ísland muni leggja áherslu á friðarmál undir formennsku hennar í ráðherraráði ríkjanna með alþjóðlegri friðarráðstefnu í Reykjavík á næsta ári. 2.11.2022 12:31
Getur ekki upplýst um stöðu föður ríkislögreglustjóra í hryðjuverkarannsókn Héraðssaksóknari segist ekki geta gefið upp hvaða stöðu faðir ríkislögreglustjóra hefur í rannsókn embættisins á meintri tilraun til hryðjuverka. Ríkislögreglustjóri þurfti að segja sig frá rannsókninni eftir að nafn föður hans var nefnt við skýrslutöku sakborninga. 2.11.2022 12:00
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum Bylgjunnar förum við yfir úrslit þingkosninganna í Danmörku sem fram fóru í gær, ræðum við forsætisráðherra um yfirstandandi þing Norðurlandaráðs og heyrum í nýkjörnum formanni Samfylkingarinnar. 2.11.2022 11:37
Réðst á starfsmann sem gómaði hann við að stela Rétt rúmlega tvítugur karlmaður var í gær dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist á starfsmann Nettó í Mjódd. Starfsmaðurinn hafði gómað manninn við að stela. 2.11.2022 11:32
Spyrja hvort að hvalveiðum við Ísland sé lokið fyrir fullt og allt Kristjáni Loftssyni, eiganda Hvals, er alveg nákvæmlega sama um hvað gagnrýnendur á hvalveiðar fyrirtækis hans segja um hann. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir að hvalveiðar Íslendinga séu frekar hluti af fortíð Íslendinga en framtíð. Hún getur ekki fullyrt að hvalveiðileyfi Hvals verði framlengt eftir næsta ár. 2.11.2022 11:15
Herforingjar ræddu mögulega notkun kjarnorkuvopna Æðstu leiðtogar rússneska hersins ræddu mögulega notkun smárra kjarnorkuvopna í Úkraínu og hvort rússneski herinn gæti gagnast á því. Umræðan leiddi til aukinna áhyggja í Bandaríkjunum og víðar og þykir til marks um að Rússar séu verulega ósáttir við gang „sértæku hernaðaraðgerðarinnar“ svokölluðu. 2.11.2022 10:45
Talningaklúður í Danmörku: Mörg hundruð atkvæða færast frá rauðu blokkinni til bláu Röng niðurstaða var kynnt í kjördæminu Frederikshavn í Danmörku eftir að ljóst varð að talningamenn í Sæby höfðu ruglast á bunkum og talið atkvæði Danmerkurdemókrata sem atkvæði Einingarlistans. 2.11.2022 10:03
Fimm ljón sluppu úr dýragarði í Sydney Fimm ljónum tókst að sleppa úr búri sínu í ástralska dýragarðinum Taronga í Sydney í gærkvöldi. 2.11.2022 08:48
Bjarni segir Guðrúnu á leið í dómsmálaráðuneytið og Jón úr ríkisstjórn „Ég var skýr með það frá upphafi og hef aldrei skipt um skoðun á því,“ svaraði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, spurður að því í gær hvort það væri alveg á hreinu að Jón Gunnarsson væri á leið úr dómsmálaráðuneytinu í vetur og að Guðrún Hafsteinsdóttir tæki við af honum. 2.11.2022 07:58
Mette gengur á fund drottningar klukkan tíu Mette Frederiksen, formaður danskra Jafnaðarmanna og forsætisráðherra, mun ganga á fund Margrétar Þórhildar Danadrottningar klukkan tíu að íslenskum tíma. Þar munu þær ræða niðurstöður þingkosninganna sem fram fóru í Danmörku í gær. 2.11.2022 07:51
Norðanátt og rigning og slydda með köflum Veðurstofan spáir norðan og norðaustan átta til fimmtán metrum á sekúndu í dag. Úrkomulítið vestanlands, annars rigning eða slydda með köflum, einkum norðaustantil og þar má búast við snjókomu á heiðum. 2.11.2022 07:15
Norður-Kóreumenn skjóta eldflaugum sunnar en nokkru sinni áður Hermálayfirvöld í Norður-Kóreu skutu að minnsta kosti tíu flugskeytum frá austur- og vesturströndum landsins en ein þeirra fór lengra suður en nokkru sinni áður. Suður-Kóreumenn brugðust við með eigin eldflaugaskotum skömmu síðar. 2.11.2022 06:59