Fleiri fréttir

Rivian R1S loksins afhendur kaupendum

Rafmagnsjeppinn R1S frá Rivian er loksins kominn í hendur almennra kaupenda. Hingað til hafa allar afhendingar verið til starfsfólks Rivian. Fyrsta afhendingin var í síðustu viku.

„Frum­bygginn í holunni“ er látinn

Maður sem hefur ávallt verið kallaður „frumbygginn í holunni“ og bjó í Amason-regnskóginum allt sitt líf er látinn. Hann var síðasti meðlimur ættbálks síns sem enn var á lífi.

Hundrað metra há­hýsi felld og þúsundir fylgdust með

Gríðarlegur viðbúnaður var í úthverfi Nýju-Delí á Indlandi í dag þegar tvö háhýsi voru sprengd í loft upp. Hæstiréttur Indlands úrskurðaði að blokkirnar skyldu jafnaðar við jörðu þar sem þær uppfylltu ekki byggingareglugerðir.

„Þetta veikinda­leyfi fer í súginn og ég hef enga peninga“

Ungverskur maður sakar fyrrverandi vinnuveitanda sinn um að hafa af sér á annað hundrað þúsund krónur í vangreiddum veikindadögum. Fyrirtækið skráði hann ekki í stéttarfélag, þrátt fyrir óskir hans þess efnis. Launaþjófnaður sem þessi getur hlaupið á milljónum króna, að sögn ASÍ. 

Fyrr­verandi konditor Hvíta hússins er látinn

Roland Mesnier, fyrrverandi konditor Hvítahússins, lést á föstudaginn eftir skammvinn veikindi, 78 ára að aldri. Mesnier matreiddi ljúffengt góðgæti ofan í fimm Bandaríkjaforseta á ævi sinni.

Meintur ís­björn reyndist vera selur

Ferðamenn í Hornvík tilkynntu lögreglunni á Vestfjörðum að þau töldu sig hafa séð ísbjörn á landi. Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug yfir svæðinu en meinti ísbjörninn var líklegast hvítur útselur.

Fimmhyrnd kind í réttunum á Stokkseyri

Eins og vera ber var íslenska fánanum flaggað á réttardaginn á Stokkseyri laugardaginn 27. ágúst, en þetta voru með fyrstu, ef ekki fyrstu fjárréttir haustsins 2022. Búnaðarfélag Stokkseyrarhrepps hins forna var stofnað 1888 en sauðfjárbúskapur hefur alltaf verið stundaður á svæðinu

Ljóst að stjórn­endur hafi átt að gera betur

Skólanefnd Fjölbrautaskóla Suðurlands sendi frá sér yfirlýsingu rétt í þessu og viðurkennir að stjórnendur skólans og nefndin hafi átt að gera betur í tengslum við viðbrögð sín og miðlun upplýsinga um þau til nemenda, foreldra og fjölmiðla vegna meints kynferðisbrot innan veggja skólans. 

Gosinu lík­lega lokið en langt frá því að vera styst eða minnst

Allt bendir til þess að eldgosinu sem hófst í Meradölum þriðja ágúst sé lokið, að sögn eldfjallafræðings. Vika er í dag síðan virkni lagðist niður. Þetta sé ekki sambærilegt goshléum sem urðu í eldgosinu í fyrra en þá stöðvaðist virknin stundum snögglega áður en næsta hrina hófst. Nú hafi aðdragandinn hins vegar verið langur og virkni dvínað jafnt og þétt.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Móðir ungs manns sem varð fyrir lífshættulegri stunguárás í miðborginni í vor segir nýfallinn dóm í málinu skammarlegan. Hún lítur á árásina sem manndrápstilraun og skorar á saksóknara að áfrýja til Landsréttar. Við fjöllum um málið og ræðum við móðurina í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Dýrasta hafna­bolta­spjald sögunnar

Safnkort af hafnaboltastjörnunni Mickey Mantle seldist í dag á uppboði á 12,6 milljónir dollara, tæpan 1,8 milljarð íslenskra króna. Með sölunni varð spjaldið að dýrasta hafnaboltaspjaldi sögunnar.

Vinnuaflið sjálft eigi að leiða Alþýðusambandið

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, telur að með sigri nýfrjálshyggju frá níunda áratug 20. aldar hafi farið að fjara undan markvissri stéttabaráttu. Í kjölfarið hafi innleiðing og yfirtaka „sérfræðingastétta“ átt sér stað innan verkalýðshreyfingarinnar.

Hreinsistöð byggð við Ölfusá á Selfossi

Fyrstu skóflustungurnar af nýju hreinsistöðinni voru teknar á föstudaginn en það kom í hlut Gunnars Egilssonar, fyrrverandi bæjarfulltrúa og Sveins Ægis Birgissonar, núverandi bæjarfulltrúa að taka þær. Umhverfismati nýju stöðvarinnar er lokið og því hefjast framkvæmdir á næstu dögum en verktakafyrirtækið Þjótandi á Hellu mun sjá um þær.

„Það þýðir ekki að segja nem­endum að þau megi ekki tala um málið“

Talskona Stígamóta segir skóla verða að bregðast rétt við kynferðisbrotamálum, svo nemendum líði ekki eins og þeir þurfi að taka málin í eigin hendur. Hún setur spurningamerki við tölvupóst sem skólameistari Fjölbrautarskólans á Suðurlandi sendi nemendum, þar sem hann bað þá að ræða ekki meint kynferðisbrot. 

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á sínum stað klukkan 12 og er hægt að hlusta á þær í spilaranum hér fyrir neðan. 

Slasaði hjól­reiða­maðurinn undir­gekkst að­gerð í nótt

Karlmaður sem slasaðist alvarlega í reiðhjólakeppni á Úlfarsfelli í gær fór í aðgerð í nótt og liggur enn á Landspítalanum. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti manninn á sjúkrahús í gær en talið var að áverkar mannsins væru þess eðlis að ekki væri öruggt að flytja hann með sjúkrabíl.

Sigldu í gegnum Taívansund í fyrsta sinn frá heimsókn Pelosi

Bandarísk herskip sigldu um Taívansund í fyrsta sinn í dag eftir umdeilda heimsókn Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar bandaríska þingsins, til Taívan í ágústbyrjun. Kínverjar segjast vakta bandarísku skipin og hafa efnt til heræfinga á svæðinu í dag. Spennan hefur því sjaldan verið meiri á svæðinu. 

Skýjað en þó bærilegasta veður

Svo virðist sem að síðasti sólríki sumardagurinn á höfuðborgarsvæðinu hafi verið í gær. Í dag verður skýjað en þó bærilegasta veður þar sem hiti verður  til 16 stig.

Arnór Heiðar nýr forseti UJ

Arnór Heiðar Benónýsson var í dag kjörinn forseti Ungs jafnaðarfólks á landsþingi samtakanna og tekur við embættinu af Rögnu Sigurðardóttur. Á þinginu var einnig kjörið í bæði framkvæmdastjórn og miðstjórn samtakanna.

Neyðar­á­standi lýst yfir víða í Pakistan

Hamfaraflóð í Pakistan hafa nú dregið tæplega þúsund manns til dauða síðan í júní. Flóðin eru þau mestu í seinni tíð og þykja sambærileg gríðarlegum flóðum sem urðu í landinu 2010.

Söngvari Ar­ca­de Fire sakaður um kyn­ferðis­brot

Fjórir einstaklingar hafa sakað Win Butler, söngvara kanadísku hljómsveitarinnar Arcade Fire, um að hafa brotið á sér kynferðislega. Atvikin áttu sér stað á árunum 2015 til 2020 en Butler hefur verið í hjónabandi með Régine Chassagne, meðlim Arcade Fire, síðan árið 2003.

Vitni að slysinu fengu á­falla­hjálp

Vitni að hjólreiðaslysinu á Úlfarsfelli í Mosfellsbæ í dag fengu áfallahjálp frá Rauða krossinum. Maður slasaðist alvarlega í slysinu en hann var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús um hádegisbilið í dag.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Forsvarsmenn nemendafélags Fjölbrautarskóla Suðurlands eru ósáttir við hvernig stjórnendur hafa tekið á meintu kynferðisbroti innan veggja skólans. Skólameistarinn hefur beðið nemendur að vanda sig í umræðum um málið. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Ó­vandað, ó­gagn­sætt og metnaðar­laust ráðningar­ferli

Félag fornleifafræðinga lýsir yfir miklum vonbrigðum á því hvernig staðið var að skipun nýs þjóðminjavarðar í bréfi sem félagið sendi menningar- og viðskiptaráðherra í dag. Ráðningarferlið hafi verið óvandað, ógagnsætt og metnaðarlaust.

Sjá næstu 50 fréttir