Fleiri fréttir

Kjötsúpa og heimagerður ís úr sauðamjólk

Ann Marie í Fljótsdal dó ekki ráðalaus þegar hún fór að spá í hvernig hún gæti aukið tekjur sínar með því að þjóna ferðamönnum á svæðinu. Jú, hún opnaði matarvagn við Hengifoss þar sem hún selur meðal annars kjötsúpu og heimagerðan ís úr sauðamjólk af bænum sínum.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Stýrivaxtahækkun Seðlabankans og kröfugerð VR og LÍV verða meðal umfjöllunefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.

Sanna Marin segir síðustu daga erfiða með tárin í augunum

Sanna Marin forsætisráðherra Finnlands steig upp í pontu í borginni Lahti í Finnlandi í dag og ræddi fjölmiðlaumræðu síðustu daga vegna djammmyndbanda af henni sem lekið var á netið. Með tár í augum sagði Marin síðustu daga hafa verið henni mjög erfiða.

Segir ósatt með öllu að Jóni Baldvin hafi ekki verið boðið

Ósatt er með öllu að ekki hafi staðið til að bjóða Jóni Baldvin Hannibalssyni, fyrrverandi utanríkisráðherra, til hátíðarviðburðar í tilefni þess að rúm þrjátíu ár séu liðin frá því að Ísland hafi á ný tekið upp stjórnmálasamband við Eystrasaltslöndin þrjú.

Fjögurra bíla árekstur við álverið í Straumsvík

Árekstur fjögurra bíla varð til móts við álver Rio Tinto Alcan í Straumsvík rétt fyrir klukkan átta í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var ekki tilkynnt um slys á fólki.

Útlit fyrir milt veður um helgina

Veður dagsins stjórnast af grunnri lægð suður af landinu en dálítilli súld og rigningu spáð ásamt norðaustlægri átt víða um land, þó verði þurrviðri lengst af suðvestan til.

Segir að ekki hafi staðið til að bjóða Jóni Bald­vin

Fyrrverandi samflokksmaður Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir að íslensk stjórnvöld og Háskóli Íslands hafi ekki ætlað sér að bjóða Jóni Baldvin á hátíðarsamkomu um sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna sem fyrirhuguð er síðar í vikunni. Forsetar ríkjanna þriggja munu allir mæta á samkomuna.

Hækkun tímagjalds vegna NPA saminga samþykkt í Hafnarfirði

Meirihlutinn í Hafnarfirði klofnaði þegar atkvæðagreiðsla fór fram um hækkun tímagjalds fyrir NPA samninga fyrir fatlað fólk. Fulltrúar Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar og Viðreisnar studdu tillöguna en fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem skipar meirihluta með Framsókn, sat hjá.

Ein innritunargátt fyrir alla háskóla á island.is

Unnið er að því að koma á fót innritunargátt fyrir alla háskóla landsins. Í stað þess að hver skóli fyrir sig taki við skráningum munu allir tilvonandi háskólanemar skrá sig í nám á island.is.

For­setinn fyrstur far­þega í raf­magns­flug­vél

Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 

Sér­­sveitin stöðvaði unga sjálf­stæðis­menn við mót­mæli við rúss­neska sendi­ráðið

Sérsveit ríkislögreglustjóra og lögreglumenn stöðvuðu unga sjálfstæðismenn sem hugðust mótmæla stríði Rússa í Úkraínu við rússneska sendiráðið í kvöld. Ungmennin ætluðu að mála úkraínska fánann á gangstéttina við sendiráðið en voru stöðvuð við verkið og eftir eru tveir málningarpollar á gangstéttinni. Einn gulur og einn blár. 

Vélarvana skemmtibát rak að landi

Björgunarsveitir á suðvesturhorni landsins voru með mikinn viðbúnað fyrr í kvöld vegna vélarvana skemmtibáts sem rak að landi. Báturinn var á reki austan við Atlagerðistanga við Voga á Vatnsleysuströnd.

Fundu sjö hundruð blaðsíður með leynilegum gögnum í fyrstu sendingunni frá Trump

Starfsmenn Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna fundu meira en sjö hundruð blaðsíður með leynilegum upplýsingum meðal þeirra gagna sem Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, tók með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu í janúar 2021. Þar á meðal voru upplýsingar um einhverjar leynilegust aðgerðir leyniþjónusta Bandaríkjanna.

Lúxussnekkja rússnesks auðjöfurs seld á uppboði á Gíbraltar

Lúxussnekkja rússnesks auðjöfurs, sem er einn þeirra sem viðskiptaþvinganir Vestuvelda hafa beinst gegn, var sett á uppboð og seld á Gíbraltar í dag. Verð snekkjunnar var metið á 75 milljónir Bandaríkjadala, eða um 10,5 milljarða íslenskra króna. 

Telur að stór­efla þurfi öryggi veg­far­enda í mið­borginni

Stórefla þarf öryggi gangandi vegfarenda við stóra viðburði eins og Menningarnótt í miðbænum að mati sérfræðings í öryggismálum. Tvö tilvik þar sem ofurölvi ökumenn óku inn í mannmergð þar sem götulokanir voru í gildi sýni nauðsyn þess.

Hundrað þúsund krónur í vaskinn eftir frestunina

Viktor Klimazewski flaug til Reykjavíkur frá Egilsstöðum í gærmorgun til þess að fara á tónleika með Lewis Capaldi sem áttu að fara fram í kvöld. Tónleikunum var frestað nokkrum tímum síðar og eru Viktor og kærasta hans hundrað þúsund krónum fátækari þar til annað kemur í ljós.

Tveir sem ætluðu að ræna ríkisstjóra dæmdir

Tveir menn hafa verið dæmdir fyrir ráðabrugg sem gekk út á að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan í Bandaríkjunum. Þeir tilheyrðu hópi sem ætlaði að ræna ríkisstjóranum vegna aðgerða hennar til að sporna gegn útbreiðslu Covid-19. Mennirnir ætluðu að halda einhverskonar „réttarhöld“ gegn Whitmer og mögulega taka hana af lífi.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Börn hjónanna sem urðu fyrir skotárás á Blönduós segja það erfiðara en orð fá lýst að ganga í gengum það sem þau upplifa núna. Dómsmálaráðherra telur að herða þurfi skotvopnalöggjöf. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Kókaínið var falið í timbursendingu frá Brasilíu

Kókaínið sem lögreglan lagði hald á fyrr í mánuðinum var falið í timbursendingu frá Brasilíu hingað til lands. Sendingin átti viðkomu í Hollandi en kókaínið fannst þar við leit tollvarða.

Hreinn Lofts­son að­stoðar Ás­laugu Örnu tíma­bundið

Hreinn Loftsson hefur verið ráðinn tímabundinn aðstoðarmaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra. Hreinn tekur við af Eydísi Örnu Líndal sem er í fæðingarorlofi fram að áramótum.

Segir það lé­legt að spila með lífs­viður­væri for­eldra

Súsanna Ósk Gestsdóttir, deildarstjóri og leikskólakennari er ósátt með það sem hún kallar „innantóm loforð borgarstjórnar“ og segir lélegt að spila með lífsviðurværi foreldra með því að standa ekki við gefin loforð um leikskólapláss. Hún kallar eftir samráði við leikskólakennara til að finna raunverulegar lausnir á löngum biðlistum í borginni.

„Allt við þetta mál er fyrir neðan allar hellur“

Fyrrverandi formaður Dýraverndarsambands Íslands segir fyrir neðan allar hellur að hundur á Siglufirði hafi verið aflífaður innan við tveimur tímum eftir að hann var tekinn frá fjölskyldu sinni. Reglur sveitarfélaga um hvernig haga eigi gæludýramálum séu ekki samræmdar, sem sé miður.

Tóku mynd berar að ofan í for­sætis­ráð­herra­bú­staðnum

Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, hefur beðist afsökunar á mynd sem áhrifavaldur tók inni á baðherbergi forsætisráðherrabústaðarins. Á myndinni var áhrifavaldurinn, ásamt annarri konu, búinn að lyfta bol sínum. Brjóst þeirra voru falin með skilti sem Sanna fékk á blaðamannafundi hjá Evrópusambandinu.

Ekið á mann á rafskútu

Ekið var á einstakling á rafskútu á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar upp úr klukkan tólf í dag. Viðkomandi var fluttur af vettvangi í sjúkrabíl.

Sjá næstu 50 fréttir