Fleiri fréttir

Nocleg z widokiem na lodowiec

Na lagunie lodowcowej Fjallsárlón pojawiły się mieszkalne tratwy, w których można spędzić noc z widokiem na lodowiec.

Kallar eftir samstöðu og vill ná markmiðum Abe

Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, kallaði í morgun eftir samstöðu og pólitískum stöðugleika í kjölfar kosninga og morðs Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra. Frjálslyndir Demókratar (LDP), flokkur Kishida og Abe báru sigur úr bítum í kosningunum sem haldnar voru í Japan í gær.

John­son segist ekki vilja gera neinum það að lýsa yfir stuðningi við hann

„Ég vil ekki eyðileggja fyrir neinum með því að veita honum stuðning minn,“ sagði Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, þegar hann var spurður að því hvort hann hygðist lýsa yfir stuðningi við einhvern þeirra einstaklinga sem sækist eftir því að verða næsti leiðtogi Íhaldsflokksins.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um kaup Síldarvinnslunnar á sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík.

Lægð yfir landinu þessa vikuna

Útlit er fyrir rigningu og norðanátt þessa vikuna. Skýjað og víða lítilsháttar væta verður í dag, en seinnipartinn má búast við meiri vætu fyrir austan með vaxandi norðanátt, samkvæmt vef Veðurstofunnar. 

Regína verður bæjarstjóri Mosfellsbæjar

Regína Ásvaldsdóttir hefur verið ráðin bæjarstjóri í Mosfellsbæ. Hún mun gegna starfinu til 2026 en hún er fyrir sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og hefur unnið þar í fimm ár. Fyrir það var hún bæjarstjóri Akraneskaupstaðar.

Sluppu með skrekkinn frá snjóflóði í Kirgistan

Tíu ferðamenn sluppu með naumindum frá því að vera fyrir snjóflóði á Tian Shan fallinu í Kirgistan á dögunum. Magnað myndband sem einn þeirra tók af flóðinu hefur vakið gífurlega athygli.

Kona lést í slysinu við EM-torgið

Kona á sextugsaldri er látin eftir að strætisvagni var ekið á biðskýli við Piccadilly Gardens í Manchester á Englandi í gærkvöldi. Fyrr í gær var mikill fjöldi Íslendinga á svæðinu á svökölluðu EM-torgi vegna leiks íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu gegn því belgíska.

Spilavítum Macau lokað vegna kórónuveirunnar

Yfirvöld í kínverska sjálfstjórnarhéraðinu Macau hafa ákveðið að loka öllum spilavítum á eyjunni í fyrsta sinn í rúm tvö ár til að reyna að hafa hemil á nýrri bylgju kórónuveirunnar.

Framleiðslu BMW i3 hætt

BMW hefur nú hætt framleiðslu rafbílsins i3 eftir að 250.000 eintök hafa verið smíðuð á þeim rúmu átta árum sem bíllinn hefur verið í framleiðslu. Síðustu tíu bílarnir voru framleiddir í sérstakri heimahafnar útgáfu (e.HomeRun).

Beittu vafasömum og ólögmætum aðferðum í tilraun til heimsyfirráða

Um 40 fjölmiðlar um allan heim munu á næstu dögum og vikum birta fréttir upp úr umfangsmiklum gagnaleka til Guardian, sem meðal annars leiðir í ljós hvernig forsvarsmenn Uber beittu siðferðilega vafasömum aðferðum við að koma starfsemi fyrirtækisins á fót í borgum heims.

Liz Truss stað­festir fram­boð sitt

Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, hefur staðfest að hún ætli að gefa kost á sér í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins sem fram fer á næstu mánuðum. Hún var einn stuðningsmanna Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, þegar hann var kjörinn leiðtogi flokksins árið 2019.

Fær­eyingar setja tak­­markanir höfrunga­dráp

Mest má nú veiða fimm hundruð höfrunga yfir árið í Færeyjum. Heimastjórn Færeyja staðfesti lög þess efnis í dag en Færeyingar voru gagnrýndir harðlega í fyrra þegar yfir fjórtán hundruð höfrungar voru drepnir á einum degi.

Hægt að stórauka útflutning á íslensku grænmeti

Forsvarsmenn Pure Arctic segja mikla möguleika á útflutningi á íslensku grænmeti ef tryggt verði að grænmetisræktendur fái raforkuna á sama verði og stóriðjan. Nú þegar er töluvert flutt út af gúrkum og öðru grænmeti til Danmerkur, Grænlands og Færeyja.

For­eldrar hlýddu for­setanum og höguðu sér vel að mestu

Forseti Íslands var á Símamótinu í Kópavogi í dag og hvatti áfram ungar knattspyrnustelpur. Hann segir mikilvægt að leyfa börnum að leika og leika sér á knattspyrnumótum. Enginn komist í landsliðið vegna æstra foreldra á hliðarlínunni. Mótinu lauk í dag og að sögn eins skipuleggjenda þess virðast foreldrar hafa hlýtt forsetanum.

Festu bíl úti í miðri Steins­holts­á

Björgunarsveitir og skálaverðir í Langadal í Þórsmörk voru kallaðir út rétt fyrir klukkan sex í kvöld þegar tilkynnt var um fastan bíl úti í miðri Steinsholtsá. Tveir menn voru inni í bílnum og þurfti að sækja þá á dráttarvél.

Pútín sagður eiga von á barni

Vladímír Pútín Rússlandsforseti er sagður eiga von á barni með ástkonu sinni Alina Kabaeva. Forsetinn á að minnsta kosti tvö börn með fyrrverandi eiginkonu sinni, Lyudmila Shkrebneva, en er talinn eiga nokkur börn í laumi með ástkonum sínum.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu gerði jafntefli við Belga í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu. Við skoðum hvernig stemningin var hér heima og í Manchester þar sem leikurinn fór fram.

Skjálftar í Mýr­dals­jökli

Sex skjálftar mældust rétt fyrir klukkan fimm í dag í Mýrdalsjökli. Stærstu skjálftarnir voru 3,0 og 2,7 að stærð en hinir skjálftarnir voru minni.

Út­göngu­spár benda til stór­sigurs flokks Abe

Japanir ganga að kjörborðinu í dag og kjósa til þings. Flokkunum tveimur sem fara saman með stjórn Japans er spáð 69 til 83 sætum af þeim 125 sem eru í efri deild japanska þingsins. Frjálslyndir demókratar, flokkur fyrrverandi forsætisráðherrans Shinzo Abe, sem var myrtur á dögunum, gæti staðið uppi með hreinan meirihluta.

Evrópudómstóllinn dæmir í fótbolta

Evrópudómstóllinn tekur fyrir á morgun deilu stærstu knattspyrnufélaga Evrópu við Knattspyrnusamband Evrópu, sem vill banna Ofurdeildina í fótbolta. Talsmenn félaganna segja að slík einokun sé bönnuð með lögum í ríkjum Evrópusambandsins. Þar ríki atvinnufrelsi á öllum sviðum.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður rætt við fræðslustýru Samtakanna sjötíu og átta sem segir að fordómar gegn hinsegin fólki dreifist enn hraðar meðal ungs fólks á netinu. Stórt bakslag hafi orðið í réttindabaráttunni en tískubylgja sem snýst um að gelta á hinsegin fólk á almannafæri fer nú um samfélagsmiðla.

Sjá næstu 50 fréttir