BMW hefur nú hætt framleiðslu rafbílsins i3 eftir að 250.000 eintök hafa verið smíðuð á þeim rúmu átta árum sem bíllinn hefur verið í framleiðslu. Síðustu tíu bílarnir voru framleiddir í sérstakri heimahafnar útgáfu (e.HomeRun).
Bíllinn var framleiddur í verksmiðju BMW í Leipzig í Þýskalandi og seldur í meira en 74 löndum. BMW i3 var ákveðin frumraun hjá BMW í framleiðslu rafbíla. Hann var einn fyrsti hreini rafbíllinn á heimsmarkaði.
Þeir hlutir sem voru hannaðir til notkunar í i3 hafa síðar einnig nýst í aðra rafbíla BMW samsteypunnar. Mini Cooper SE hefur notið góðs af rafhlöðunum og drifrásinni sem dæmi.
i3 í HomeRun útgáfu.
Á næsta ári stendur til að verksmiðja BMW í Leipzig muni verða fyrsta verksmiðjan sem framleiðir bæði BMW og Mini bíla þegar Mini Countryman verður rafvæddur.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.