Fleiri fréttir

Hafi farið eftir leið­beiningum við ó­lög­mæta skipun ráðu­neytis­stjóra

Vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra segist hafa farið eftir leiðbeiningum í minnisblaði vegna verklags við breytingar á skipulagi Stjórnarráðs Íslands þegar hún setti Ásdísi Höllu Bragadóttur sem ráðuneytisstjóra til þriggja mánaða án auglýsingar. Umboðsmaður Alþingis segir ráðninguna hafa verið ólögmæta.

Al­sæla finnist í kampa­víni

Matvælastofnun hafa borist upplýsingar um tilvik þar sem kampavíni hefur verið skipt út fyrir vímuefnið alsælu eða MDMA í þriggja lítra flöskum merktum Moét & Chandon Ice Imperial. Einn hefur látist við að drekka úr slíkri flösku en kampavínið er ekki selt hér á landi.

Ríkið sýknað af tug­milljóna kröfu Barkar

Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um sýknu íslenska ríkisins af tugmilljóna króna skaðbótakröfu Barkar Birgissonar. Börkur krafðist bóta vegna vistunar á öryggisgangi á Litla-Hrauni í eitt og hálft ár.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Rússar hafa haldið árásum sínum á borgir í Úkraínu áfram síðasta sólarhringinn og náðu stærsta kjarnorkuveri Evrópu á sitt vald í morgun. Hægt verður að dæma fólk í allt að fimmtán ára fangelsi fyrir að deila upplýsingum um stríðið sem ekki eru rússneskum stjórnvöldum þóknanlegar samkvæmt nýjum lögum. Ítarlega verður fjallað um stöðuna í Úkraínu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá verður rætt við viðbúnaðarstjóra Geislavarna ríkisins um áhrifin.

Fjölmiðlanefnd tekur stöðu með Mannlífi

Sólartúni ehf., útgefanda Mannlífs, verður ekki gert að birta andsvör Ómars R. Valdimarssonar lögmanns vegna umfjöllunar sem miðilinn birti um hann í febrúar. Þetta er niðurstaða Fjölmiðlanefndar en Ómar krafðist íhlutunar nefndarinnar eftir að Mannlíf neitaði því að birta svörin.

Skorar sérstaklega á eigendur fjölmiðla á Íslandi

Blaðamannafélag Íslands stendur fyrir fjársöfnun til stuðnings blaðamönnum í Úkraínu. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, skorar á alla sem vettlingi geta valdið að leggja söfnuninni lið en alveg sérstaklega eigendur fjölmiðla á Íslandi.

Við­snúningur í nauðgunar­máli í Lands­rétti

Karlmaður nokkur var í Landsrétti í dag sýknaður af ákæru um nauðgun á skemmtistað í Reykjavík í maí 2018. Hann hafði áður verið dæmdur í átján mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa reynt að hafa samræði við konuna án hennar samþykkis og notfært sér ástand hennar sökum ölvunar.

Vill að loftvarnaflautur ómi í öllum borgum Evrópu

Íbúa Kænugarðs líður eins og hún hafi ferðast aftur í tímann. Hún segir að fáir hafi gert ráð fyrir allsherjar hernaðarinnrás Rússa inn í Úkraínu og margir íbúar hafi jafnvel sýnt gáleysi. 

Skazana za kradzież w domu opieki

Kobieta została skazana przez Sąd Okręgowy w Reykjaviku na pięć miesięcy więzienia za kradzież pieniędzy od mieszkańców domów opieki.

UNICEF zbiera pieniądze dla Ukrainy

Anonimowy dobroczyńca organizacji, postanowił dołożyć swoją „cegiełkę” i wyrównać otrzymane darowizny do piętnastu milionów koron.

Opna dyrnar fyrir flóttafólki frá Úkraínu

Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að virkja tiltekna grein Útlendingalaganna sem opnar á móttöku flóttafólks frá Úkraínu án sérstakra ferla. Forsætisráðherra segir um tímabundið leyfi að ræða en aðstæður í Evrópu séu einstakar um þessar mundir.

Hjálparstarf kirkjunnar með fjáröflun vegna Úkraínu

Hjálparstarf kirkjunnar stendur fyrir fjáröflun vegna Úkraínu en fjárframlög verða send til systurstofnana Hjálparstarfsins á vettvangi sem hafa nú þegar hafið störf. Hjálparstarfið tekur þátt í mannúðaraðstoð á vettvangi með því að senda fjárframlag til systurstofnana í Alþjóðlegu Hjálparstarfi kirkna – ACT Alliance.

Flugbann ekki í kortunum hjá NATO

Leiðtogar Atlantshafsbandalagins ætla ekki að setja á flugbann yfir Úkraínu. Þetta tilkynnti Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, nú fyrir skömmu en málið var til umræðu eftir ítrekuð áköll ráðamanna í Úkraínu.

Sá sem liggur undir grun laus úr haldi lögreglu

Karlmaður sem var handtekinn í þágu rannsóknar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á bruna í húsi við Auðbrekku í Kópavogi í fyrrinótt er laus úr haldi. Húsið var ekki samþykkt íbúðahúsnæði.

Geisla­virkni mælist ekki meiri í Za­poriz­hzhia

Mælingar við Zaporizhizhia, kjarnorkuverið í suðurhluta Úkraínu, benda til að geislavirk efni hafi ekki lekið út í umhverfið eftir að eldur brann þar í nótt. Þetta segir Rafael Grossi yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA).

Fráfarandi siðanefnd HÍ telur rektor hafa gert afdrifarík mistök

Henry Alexander Henrysson, Sólveig Anna Bóasdóttir og Skúli Skúlason sem skipuðu siðanefnd Háskóla Íslands þá sem sagði af sér nýverið gagnrýna Jón Atla Benediktsson rektor harðlega vegna afskipta hans og ákvarðana sem þau þrjú telja í hæsta máta vafasamar.

Rússar loka á erlenda fjölmiðla

Yfirvöld í Rússlandi hafa lokað vefsíðum BBC, Voice of America, Radio Free Europe, Deutsche Welle og Meduza. Fjölmiðlarnir eru allir sakaðir um að dreifa „falsfréttum“ um innrás Rússa í Úkraínu.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum höldum við áfram umfjöllun okkar um ástandið í Úkraínu en önnur borg við Svartahaf féll í hendur Rússa í morgun.

Myndskeið sýnir stærstu flugvél heims gjörónýta

Myndskeið, sem sagt er vera úr fréttaútsendingu rússneska ríkissjónvarpsins, virðist taka af allan vafa um það að stærsta flugvél mannkynssögunnar, hin úkraínska Antonov 225, hefur gjöreyðilagst. Myndirnar sýna það miklar skemmdir á risaþotunni að erfitt er að ímynda sér að henni verði flogið framar.

Telja Úkraínu­menn ekki geta varist í lengri tíma

Varnir Úkraínumanna gegn innrás Rússa hafa verið mun betri en sérfræðingar og embættismenn bjuggust við. Ólíklegt er þó að Úkraínumenn geti haldið aftur af Rússneska birninum til lengdar.

Lækjartorg verður inngangurinn að Kvosinni

Lækjartorg mun taka stakkaskiptum á næstu misserum og verður lyft upp á spennandi og áhugaverðan hátt samkvæmt tillögunni Borgaralind eftir Sp(r)int Studio og Karrens en Brands, sem bar sigur úr býtum í hönnunarsamkeppni um Lækjartorg og aðliggjandi gatnarými. Reykjavíkurborg vekur athygli á þessu í tilkynningu.

Rússar ná Zaporizhzhia á sitt vald

Rússneskar hersveitir hafa náð Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu á sitt vald. Um er að ræða stærsta kjarnorkuver Evrópu, sem hefur sætt stöðugum árásum síðustu daga. Eldur kom upp í verinu í nótt en nýjustu fregnir herma að engin hætta sé á ferðum eins og er.

Bein út­sending: Kynna sigur­til­lögu um gagn­gera breytingu á Lækjar­torgi

Opinn fundur um samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu verður haldinn milli klukkan 9 og 11 í dag. Fundurinn mun hefjast á því að forsætisráðherra og borgarstjóri Reykjavíkur tilkynna um úrslit í hugmyndasamkeppni um endurgerð Lækjartorgs. Þar á eftir verður sigurtillagan kynnt en um að er að ræða gagngera breytingu á torginu.

Segir Rússa vilja endurtaka Tjsernóbíl-slysið

Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu sakar Rússa um að hafa viljandi skotið sprengjum á kjarnorkuver í nótt. Hann segir þá hafa verið fullmeðvitaða um hætturnar sem því fylgja og sakar þá um að vilja endurtaka harmleikinn í Tsjernóbíl. 

Neitaði ítrekað að lækka háttstillta tónlist

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði ítrekuð afskipti af manni í nótt vegna hávaða frá heimili hans. Um var að ræða verulega háttstillta tónlist en maðurinn var í annarlegu ástandi. Var hann ítrekað beðinn um að lækka og að lokum tilkynnt að hann yrði ákærður fyrir brot á lögreglusamþykkt.

Rússar standi ekki við lof­orð um út­göngu­leiðir

Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að fylgjast með og flytja fréttir af þróun mála í Úkraínu. Árásir Rússa á stærsta kjarnorkuver Evrópu vöktu hörð viðbrögð víða um heim, eftir að eldur kviknaði í einni byggingu versins í nótt.

Nóg að gera hjá for­sætis­ráð­herra í Brussel

Forsætisráðherra varði síðastliðnum sólarhring í Brussel þar sem hún fundaði meðal annars með framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins um stríðið í Úkraínu og flutti ávarp í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna.

„Þetta er allt af völdum eins brjálaðs manns“

Vinkonur frá Úkraínu og Rússlandi sem búa í Hveragerði stóðu hlið við hlið í mótmælum fyrir utan rússneska sendiráðið í Reykjavík í morgun. Þær segja stríðið vera þeim ákaflega þungbært.

„Oftast hlusta fullorðnir ekki á okkur“

Við viljum að röddin okkar heyrist og að það sé tekið mark á henni segja þáttakendur á Barnaþingi sem var sett í Hörpu í dag. Ráðherrar sem mættu gáfu krökkunum ráð eins og að þau ættu að varðveita barnið í sjálfum sér og ræða við aðra um líðan sína.

Sjá næstu 50 fréttir