Fleiri fréttir

Mikil fjölgun smita meðal óbólu­settra barna

Aldrei hafa jafnmörg börn yngri en fimm ára smitast af Covid í Bandaríkjunum og nú. Sérfræðingar segja það mikið áhyggjuefni en bólusetningar fyrir svo ung börn hafa ekki hafist.

Ung­menni iðin við að kasta flug­eldum í hús

Ungmenni voru gripin við að kasta flugeldum í hús í Grafarvogi í gærkvöldi. Lögregla var kölluð til og hafði hún afskipti af einhverjum vegna athæfisins. Ungmennin lofuðu „bót og betrun.“

Grunur um í­kveikju í Borgar­túni

Eldur kviknaði í húsnæði Þjóðskrár í Borgartúni laust eftir kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en talið er að um íkveikju hafi verið að ræða.

Allra veðra von næstu daga

Spáð er miklu austan hvassviðri í nótt og verða gular viðvaranir í gildi á Suðausturlandi, suðurlandi og Faxaflóa.

Til­­laga borgar­­yfir­valda grát­bros­­leg

Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í gær tillögu skóla- og frí­stunda­sviðs um 20 milljóna króna stuðning sem á að liðka fyrir ráðningum á leikskólum borgarinnar. Fimm milljónir fara beint í að greiða starfsfólki fyrir að sannfæra aðra um að koma til starfa. Formaður Félags leikskólakennara segir tillöguna grátbroslega.

Feðgarnir eiga ekki rétt á reynslu­lausn

Feðgarnir Greg og Travis McMichael voru í dag dæmdir til að verja ævi þeirra í fangelsi. Dómari úrskurðaði að þeir ættu ekki rétt á reynslulausn eftir að þeir voru dæmdir fyrir að myrða hinn 25 ára gamla Ahmaud Arbery árið 2020. Nágranni þeirra og samverkamaður, William Bryan, mun hins vegar geta sótt um reynslulausn eftir þrjátíu ár.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Þingmaður segir að stuðningsyfirlýsing sé falin í læki ráðherra á Facebook færslu Loga Bergmanns þar sem hann neitar að hafa brotið gegn ungri konu sem sakar hann um kynferðisbrot. Ráðherrann segir að með lækinu hafi hún verið að sýna samkennd og að engin afstaða felist í því. Fimm þjóðþekktir einstaklingar stigu til hliðar í gær vegna málsins og telja sumir um vendipunkt að ræða í þessum málum. Við ræðum við sérfræðing í #metoo málum og slaufunarmenningu í fréttatímanum.

„Við veljum alltaf að bólu­setja börnin til þess að verja þau“

Barnasmitsjúkdómalæknir segir bólusetningu barna á aldrinum 5-11 ára gegn kórónuveirunni snúast um að verja börnin en ekki að stoppa smitið úti í samfélaginu. Átta börn hafi þegar lagst inn á sjúkrahús með veiruna hér á landi en ekkert þeirra hafi verið með undirliggjandi sjúkdóm.

Reglur um sóttkví rýmkaðar fyrir þríbólusetta

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að breyta reglum um sóttkví þríbólusettra í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Þríbólusettir mega nú sækja vinnu eða skóla og sækja nauðsynlega þjónustu þrátt fyrir að hafa verið útsettir fyrir smiti.

Segir lækið sýna sam­kennd en enga af­stöðu

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist hafa verið að sýna samkennd með manneskju sem stendur henni nærri þegar hún lækaði færslu Loga Bergmanns Eiðssonar á Facebook í gær. 

Dáist að hugrökkum konum sem ræða um skipulagt ofbeldi

Forseti Alþýðusambands Íslands segir dásamlegt að verða vitni að breytingum á valdahlutföllum í íslensku samfélagi. Konur af hennar kynslóð hafi hvíslast á um einstaka menn og varað aðrar konur við þeim.

Bólusetningar barna ræddar í Pallborðinu

Bólusetningar barna á aldrinum 5-11 ára við Covid-19 er hafin hér á landi og má reikna með að stór hluti barna á þessum aldri fá sprautu í næstu viku. Bólusetningarnar eru á vörum margra þessa dagana og foreldrar margir hverjir á báðum áttum með hvaða skref skuli stíga.

Svart­sýnasta spáin myndi valda „gríðar­legum á­föllum“

Þrjátíu og sjö liggja inni á Landspítala með Covid-19 og hafa ekki verið fleiri síðan í desember 2020. Sóttvarnalæknir segir ljóst að núverandi aðgerðir dugi ekki nógu vel til að draga úr faraldrinum og hefur áhyggjur af innlögnum næstu daga. Þá hefur hann skilað heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum að breytingum á sóttkví fyrir þríbólusetta.

Hamfarir á golfvellinum í Grindavík

Helgi Dan Steinsson framkvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur segir sjávargrjótið sem gekk upp á land og á völlinn áfall fyrir lítinn klúbb.

Rússneskur kafbátur lenti á hljóðsjá breskrar freigátu

Þegar áhöfn tundurspillisins HMS Northumberland var að leita að rússneskum kafbáti í Norður-Atlantshafi kom það þeim verulega á óvart þegar kafbáturinn sigldi á hljóðsjá skipsins. Talið er öruggt að um slys hafi verið að ræða.

„Margt sem hefði getað farið illa“

Það er margt sem hefði getað farið illa en gerði það ekki, segir framkvæmdastjóri útgerðarinnar Vísis í Grindavík, sem situr þó uppi með fleiri tuga milljóna króna tjón eftir sjógang í óveðri við höfnina í gær. Fólk slapp með skrekkinn í gærkvöldi.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við sóttvarnalækni um stöðuna í kórónuveirufaraldrinum en enn einn daginn greindust fleiri þúsund smitaðir innanlands.

Gagn­rýndi em­bættis­mann fyrir um­deilt læk og er nú sjálf gagn­rýnd fyrir það sama

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa lækað færslu Loga Bergmanns Eiðssonar fjölmiðlamanns á Facebook, þar sem hann tekur fyrir að hafa brotið kynferðislega á ungri konu. Fjórir mánuðir eru síðan hún gagnrýndi vararíkissaksóknara fyrir að hafa lækað viðlíka færslu á Facebook.

Japan og Bandaríkin taka höndum saman gegn Kína

Ráðamenn í Japan og Bandaríkjunum lýstu í nótt yfir áhyggjum sínum af aukinni hernaðargetu Kína. Þá hétu þeir því að vinna nánar saman í varnarmálum eftir fjarfund utanríkis- og varnarmálaráðherra ríkjanna.

Hvíslað í sveitinni um fyrirhuguð jarðakaup sveitarstjórans

Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri í Rangárþingi ytra, hefur óskað eftir því við Framkvæmdasýsluna - Ríkiseignir að fá að kaupa jarðirnar Eystri-Kirkjubæ og Vestri-Kirkjubæ á grundvelli ákvæða í jarðarlögum um ábúðarkaup.

Herinn kallaður til að manna stöður á sjúkrahúsum í Lundúnum

Um það bil 200 hermenn hafa verið kallaðir til starfa á sjúkrahúsum í Lundúnum til að mæta auknum fjölda Covid-veikra og fjölda veikra starfsmanna. Fjörtíu herlæknar munu aðstoða við umönnun sjúklinga en aðrir innrita sjúklinga og halda utan um birgðastöðu, svo eitthvað sé nefnt.

Sjá næstu 50 fréttir