Fleiri fréttir

Rússneskar hersveitir sendar til Kasakstan vegna mótmælanna

Rússneskar hersveitir verða sendar til Kasakstan til að aðstoða við að koma á frið í landinu. Forsetinn Kassym-Jomart Tokayev hefur óskað eftir hjálp frá CSTO, hernaðarbandalagi Rússlands og fimm fyrrum sovétríkja, til að takast á við mótmælaöldu sem nú gengur yfir.

„Þetta er mjög öflug lægð“

Veðurfræðingur á Veðurstofunni segir að lægðin fari af stað eins og við var að búast. Lægðin er þó ekki búin enn og veður mun líklega koma til með að ná hámarki á miðnætti. Appelsínugular og gular viðvaranir eru í gildi á Suðvesturhorninu í dag, og flestar í gildi til klukkan fimm eða sex í fyrramálið.

Björgunar­sveitirnar farnar að finna fyrir ó­veðrinu

Kvöldið er svo sannarlega hafið hjá björgunarsveitum víðsvegar á landinu. Útköllum í tengslum við óveður sem nú gengur yfir Suðvesturland og Vesturland fer fjölgandi. Appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi á nær öllu Vesturlandi og Suðvesturhorni landsins.

Tímamót á Akureyri þar sem uppbyggingin færist norður

Fyrsta skóflustungan að Holtahverfi, nýju hverfi á Akureyri var tekin í dag. Skóflustungan markar tímamót þar sem uppbygging á íbúðarhúsnæði færist nú norður í bæinn eftir mikla uppbyggingu í suðurhluta hans.  Formaður skipulagsráðs bæjarins segir eftirspurn eftir lóðum hafa verið gríðarlega síðasta árið.

Helga Möller í pólitíkina

Söngkonan Helga Möller hefur ákveðið að bjóða sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ. Hún greinir frá þessu í færslu á Facebook síðu sinni og segist stefna á þriðja eða fjórða sætið í prófkjörinu.

Ekkert útkall enn sem komið er

Ekkert útkall hefur borist björgunarsveitum í dag eða kvöld í tengslum við óveður sem gengur nú yfir Suðvesturland og Vesturland.

Bólu­settir ferða­menn ekki í sýna­töku fyrir flug

Bólusettir ferðalangar á leið til Englands þurfa ekki lengur að fara í fara í sýnatöku 48 klukkustundum fyrir komuna til landsins.  Þá þurfa ferðamenn heldur ekki að vera í sóttkví á meðan beðið er eftir niðurstöðum úr PCR prófi.

Rafmagn komið aftur á í mið­borginni

Rafmagnslaust var víða í miðborg Reykjavíkur vegna háspennubilunar. Rafmagnsleysið náði meðal annars til Mýrargötu, Geirsgötu, Tryggvagötu, Pósthússtrætis, Hafnarstrætis og Austurstrætis auk einhverra gatna í kring. Tilkynnt var um rafmagnsleysið klukkan 20.45 á vef Veitna.

„Saman munum við mæta þessari stefnu Ingólfs af hörku“

Fyrsta meiðyrðamálið sem Ingólfur Þórarinsson tónlistarmaður hefur höfðað er á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur þann 18. janúar næstkomandi. Málið er höfðað gegn Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni sem birti færslu um efnið á Twitter-síðu sinni fyrr í dag. Þar kvaðst hann ætla að mæta Ingólfi af hörku.

Nær allir hlutar vindmyllunar endurunnir

Nær allir hlutar vindmyllunar sem sem felld var í gær verður endurunnin, en næst á dagskrá er að búta hana niður og hreinsa svæðið. Fall vindmyllunar vakti mikla athygli í gær og létu landsmenn örlög myllunar sig varða.

Minni líkur á eld­gosi

Dregið hefur úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga en skjálftahrina hófst á skaganum þann 21. desember síðastliðinn. Skjálftavirknina mátti rekja til nýs kvikuinnskots í Fagradalsfjalli og töldu margir sérfræðingar að eldgos væri í vændum. Eins og staðan er í dag, virðast minni líkur á eldgosi en áður var talið.

Hvetur foreldra til að mæta með börnin í Laugardalshöllina

Bólusetningar barna á aldrinum 5-11 ára gegn kórónuveirunni verða í Laugardalshöll en ekki skólum líkt og til stóð. Þegar hafa 250 börn verið bólusett á þessum aldri. Nú eru 17.200 manns í einangrun eða sóttkví með eða næstum því fimm prósent landsmanna.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Bólusetningar fimm til ellefu ára barna gegn kórónuveirunni hefjast í Laugardalshöll í næstu viku en ekki skólum líkt og til stóð.

Einstakt listaverkasafn afhent Listasafni Íslands

Listasafn Íslands fékk í dag afhent einstakt listaverkasafn Ingibjargar Guðmundsdóttur og Þorvaldar Guðmundssonar sem kenndur var við Síld og fisk. Listaverkasafnið inniheldur margar af perlum íslenskrar myndlistar.

Skipta um kúrs og bólusetja börn í Laugardalshöll eftir helgi

Börn á aldrinum fimm til ellefu ára á höfuðborgarsvæðinu verða bólusett í Laugardalshöll í næstu viku. Ákvörðun var tekin um þetta í dag en upphaflega stóð til að bólusetja börn í skólum. Mannekla hjá heilsugæslunni leiddi til þess að ákveðið var að grípa í varaáætlanir.

Stefnir í spennandi for­manns­slag

Allt stefnir í æsi­spennandi for­manns­slag innan Eflingar á næstu vikum. Tveir stjórnar­menn stéttar­fé­lagsins hafa gefið kost á sér til for­mennsku en þeir hafa verið sitt hvoru megin línunnar í deilum sem komu upp innan fé­lagsins í haust þegar fyrr­verandi for­maður þess sagði af sér.

Versta veðrið í kvöld og í nótt

Veðurstofan hefur sent frá sér gula viðvörun fyrir stóran hluta landsins í kvöld og nótt. Veðurstofan biður fólk að huga að lausamunum. Landhelgisgæslan hvetur til aðgæslu í höfnum og með ströndinni þar sem sjór getur gengið á land sérstaklega sunnan- og vestanlands.

Vara við veðrinu og biðja fólk að huga að lausamunum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til fólks að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón. Varað er við slæmu veðri sem gengur nú yfir landið og nær hámarki í kvöld og í nótt.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum okkar fjöllum við um það sem fram kom á upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis nú fyrir hádegið.

Íhuga að létta sóttkví fólks með örvunarskammt

Til skoðunar er hvort hægt sé að létta sóttkví hjá þríbólusettum einstaklingum í ljósi þess mikla fjölda sem er nú sendur í sóttkví á hverjum degi. Verða þær fyrirætlanir kynntar nánar á næstu dögum.

1.074 greindust innan­lands í gær

1.074 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 459 af þeim 1.074 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 43 prósent. 615 voru utan sóttkvíar, eða 57 prósent.

Andlát vegna Covid-19

Karlmaður á sjötugsaldri lést af völdum Covid-19 á Landspítala í gær.

Sjá næstu 50 fréttir