Fleiri fréttir

Hafa lækkað há­marks­hraða á þessum götum borgarinnar

Fyrsti áfangi hámarkshraðaáætlunar Reykjavíkurborgar er að koma til framkvæmda um þessar mundir. Hafa starfsmenn borgarinnar verið að endurmerkja og skipta út skiltum vegna lækkunar hraða á nokkrum götum í borginni og taka merkingarnar gildi jafnóðum og þær koma upp.

Kostnaður vegna heimilislausra tvöfaldast frá 2019

Kostnaður Reykjavíkurborgar vegna heimilislausra hefur tvöfaldast frá árinu 2019. Ákveðið hefur verið að bæta við styrkjum til Konukots þannig að heimilið þurfi ekki að reiða sig á sjálfboðaliða.

Skólar í Fjarða­byggð á­fram lokaðir vegna fjölgunar smita

Þeim sem smitaðir eru af COVID-19 á Austurlandi hefur fjölgað síðustu daga. Síðustu tvo sólarhringa hafa tæp þrjátíu ný smit greinst, flest þeirra í Fjarðabyggð. Leikskólinn Lyngholt og grunnskólinn á Reyðarfirði og grunnskólinn á Eskifirði verða lokaðir út vikuna vegna þessa.

Gagn­rýni á frið­lýsingu Dranga „stormur í vatns­glasi“

Fyrrverandi umhverfisráðherra segir ekkert óeðlilegt við að hans síðasta embættisverk hafi verið að skrifa undir friðlýsingu jarðarinnar Dranga á Ströndum. Málið hafi komið inn á borð umhverfisráðuneytisins í upphafi kjörtímabils og hann hafi viljað klára það fyrir lok þess. 

Alvarlegur grunur um geislavirkni reyndist sem betur fer rangur

Umsjónarmaður fasteigna við Háskólann á Akureyri segist hafa verið verulega létt þegar í ljós kom að hann hafði ekki komist í snertingu við geislavirkt efni. Torkennilegur hlutur mun þó reynast Geislavörnum ríkisins vel.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um heimilislausa í Reykjavík en kostnaður borgarinnar vegna þessa málaflokks hefur tvöfaldast frá árinu 2019.

Boris Johnson nú sjö barna faðir

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Carrie Johnson, eiginkona hans, eignuðust dóttur í dag, en þetta er annað barn þeirra hjóna.

149 greindust innan­lands

149 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 69 af þeim 149 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 46 prósent. 80 voru utan sóttkvíar, eða 54 prósent.

Kol­brún stefnir á bæjarstjórann í Mosó

Kolbrún G. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi, varaformaður bæjarráðs og formaður fræðslunefndar, hefur tilkynnt að hún sækist eftir 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ fyrir sveitarstjórnarkosningarnar næsta vor. Prófkjör fer fram þann 5. febrúar næstkomandi.

Brenndu þorpsbúa lifandi í Búrma

Hermenn í Búrma hafa verið sakaðir um grimmilegt ódæði í norðvesturhluta landsins. Hermennirnir bundu ellefu almenna borgara og brenndu þá lifandi.

Aust­lægar áttir og væta með köflum

Veðurstofan spáir austlægum áttum í dag, átta til fimmtán metrum á sekúndum, og vætu með köflum. Úrkomulítið verður þó um landið norðvestanvert.

Bólusett í Laugardalshöll fram að áramótum

Bólusett verður í Laugardalshöll fram að áramótum, alla virka daga nema 17. desember, á Þorláksmessu, aðfangadag og gamlársdag. Um er að ræða breytingu á fyrirhuguðu fyrirkomulagi en til stóð að flytja bólusetningarnar að Suðurlandsbraut um miðjan mánuð.

Skólum lokað frá 15. desember og Danir hvattir til að vinna heima

Mette Frederiksen forsætisráðherra Dana kynnti í gærkvöldi nýjar samkomutakarkanir í Danmörku til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Barnaskólum verður lokað þann 15. desember og kennsla verður í gegnum netið fram að jólafríi.

Öll verstu mis­tök ársins

Mis­tök geta verið alls­konar; al­var­leg, kald­hæðnis­leg, grát­leg og jafn­vel fyndin! En það góða við mis­tök er að allir lenda í þeim ein­hvern tíma á lífs­leiðinni.

Guðmundur kaupir þrjú þúsund bækur

Forstjóri Brims segir fyrirtæki landsins ekki gera nóg til að efla íslenskukunnáttu starfsfólks síns. Hann er uggandi um stöðu tungumálsins og var að enda við að gefa eina stærstu bókagjöf á Íslandi um langt skeið.

Einkenni smitaðra í Evrópu væg enn sem komið er

Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar hefur nú greinst í 57 ríkjum heims og heldur áfram að dreifast hratt í Suður-Afríku. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir þó of snemmt að spá um áhrif afbrigðisins í heiminum, þar sem delta sé víðast hvar enn ráðandi.

Handtóku rangan mann vegna Khashoggi-málsins

Yfirvöld í Frakklandi hafa sleppt sádí-arabískum manni sem handtekinn var í vikunni grunaður um aðild að morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi úr haldi. Komið hefur í ljós að hann var handtekinn fyrir mistök.

Elliðaárstöð stendur ónotuð á tíma raforkuskorts í landinu

Á sama tíma og kvartað er undan raforkuskorti í landinu vekur athygli að heil virkjun skuli standa ónotuð og það innan borgarmarka Reykjavíkur. Þetta er Elliðaárstöðin en forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur sagði fyrir ári að engin þörf væri á meiri orku.

Þjóðin beri aldrei aftur skaða af falli viðskiptabanka

Seðlabankinn hefur sett reglur sem eiga að tryggja enn frekar að þjóðin beri aldrei aftur kostnað af falli viðskiptabanka. Þeir eigi að fjármagna sig með innlánum og forðast áhættusækni í eigin lántökum.

Óttast um afdrif sautján ára stúlku sem lögreglan leitar að

Leit lögreglu og björgunarsveita stendur nú yfir að sautján ára stúlku sem síðast sást til á Smiðjuvegi í Kópavogi um hálfsexleytið í dag. Óttast er um stúlkuna, að sögn lögreglu, og því mjög mikilvægt að hún finnst sem allra fyrst.

Ný brú yfir Fossvog tilbúin eftir um tvö ár

Borgarstjóra og bæjarstjóra Kópavogs líst vel á vinningstillögu að brú milli Reykjavíkurflugvallar og Kársness sem kynnt var í dag. Brúin verður eitt fyrsta mannvirkið sem tengist Borgarlínu.

121 þúsund manns hafa mætt í örvunar­bólu­setningu

Örvunarskammtur af bóluefni Pfizer þykir veita góða vernd gegn ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Þetta sýna nýjar rannsóknir fyrirtækisins. Sóttvarnalæknir segir ávinning af örvunarskammti ótvíræðan en skiptar skoðanir eru meðal almennings um hvort sérreglur eigi að gilda fyrir bólusetta.

Seðla­banka­stjóri vísar á­sökunum um rit­stuld á bug

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sendi nýverið frá sér bók þar sem hann fjallar um landnám Íslands. Eyjan hans Ingólfs heitir bókin sú en Bergsveinn Birgisson rithöfundur og fræðimaður segir Ásgeir fara ránshendi um bók sína Leitin að svarta víkingnum án þess að geta heimilda.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Örvunarskammtur af bóluefni Pfizer þykir veita góða vernd gegn ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar.

Sjá næstu 50 fréttir