Fleiri fréttir

Tak­markanir dragi úr miklu á­lagi á lög­reglu

Töluverður erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær og í nótt. Lögreglan telur samt sem áður að draga muni úr álagi á lögreglumenn með breyttum opnunartíma skemmtistaða.

Heims­leið­togar hafi brugðist komandi kyn­slóðum

Formaður Ungra umhverfissinna segir að leiðtogar heims hafi brugðist þegar kemur að því að sýna fram á metnaðarfull markmið í loftslagsmálum á lofstlagsráðstefnunni í Glasgow. Með samningsdrögum ráðstefnunnar verði erfitt að halda markmiði um að halda hlýnun innan 1,5 gráðu á lífi.

Skíða­fólk tekur gleði sína á ný

Aðstandendur ítalskra skíðahótela halda bjartsýnir inn í veturinn en hafa varann á. Síðustu tvö árin hafa eðli málsins samkvæmt verið hóteleigendum erfið vegna kórónuveirunnar. Bókanir streyma nú inn.

Særðist alvarlega eftir hnífstunguárás við Hagkaup

Sá sem varð fyrir hnífstunguárás á bílaplani við Hagkaup í Garðabæ í nótt særðist nokkuð alvarlega. Hann er þó ekki talinn í lífshættu að sögn Margeirs Sveinssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu.

Pútín svarar hótunum Lúkasjenka

Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hótuðu að skrúfa fyrir gasleiðslur sem liggja til ríkja Evrópusambandsins í vikunni. Vladimir Pútín, forseti Rússlands, tekur hótununum Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, ekki af léttúð. 

Há­karlar og sæ­hestar í ánni Thames

Vísindamenn hafa nú uppgötvað fjölda sjávardýra í ánni Thames í Bretlandi. Dýrafræðistofnun Lúndúna sögðu ána „líffræðilega dauða“ árið 1957. Ný rannsókn sýnir að áin hefur tekið miklum breytingum á undanförnum áratugum.

Fólk streymir enn í hrað­próf þrátt fyrir undan­þágu

Ríflega tvö þúsund manns hafa þegar mætt í hraðpróf hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins það sem af er degi. Marta María Arnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir fólk velja að mæta þrátt fyrir að þurfa ekki að framvísa neikvæðum niðurstöðum á menningarviðburðum um helgina. 

Enginn þarf að vera svangur á Vesturlandi um helgina

Íbúar á Vesturlandi þurfa ekki að óttast matarleysi um helgina því þar verður farand – matarmarkaður í dag og á morgun þar sem matarbíll hlaðin vörum framleiddum á Vesturlandi fer um svæðið. Framtakið kemur í veg fyrir hópmyndun á einum stað.

Flestir við­bragðs­aðilar hafa þegar fengið þriðja skammt

Viðbragðsaðilar á höfuðborgarsvæðinu hafa þegar fengið örvunarskammt af bóluefni gegn Covid-19 eða klára það á mánudag að sögn yfirlögregluþjóns. Byrjað verður að bjóða almenningi upp á þriðja skammt bóluefnis á mánudag.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hraðpróf verða óþörf á viðburðum um helgina þar sem að hraðprófsstöðvar anna ekki eftirspurn og auknu álagi. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni.

Hraðpróf óþörf um helgina

Heilbrigðisráðuneytið hefur veitt undanþágu frá reglum um framvísun neikvæðra hraðprófa á menningaviðburðum um helgina þar sem ljóst er að hraðprófsstöðvar anna ekki eftirspurn og auknu álagi.

135 greindust smitaðir í gær

Í gær greindust 135 einstaklingar smitaðir af kórónuveirunni, þar af voru einungis 57 í sóttkví við greiningu.

Sara Duterte fer í fram­boð

Sara Duterte, dóttir Rodrigos Duterte, hefur tilkynnt framboð sitt til varaforseta Filippseyja. Stjórnmálaskýrendur höfðu margir búist við að hún byði sig fram til forseta landsins.

Vonskuveður víða í dag

Vonskuveður verður víða á landinu í dag. Gular viðvaranir taka víðsvegar gildi um hádegisbil. Gert er ráð fyrir öflugri suðaustanátt, með snörpum vindhviðum við fjöll.

Meðalhraðaeftirlit tekið í notkun í næstu viku

Meðalhraðaeftirlit verður tekið í notkun á hádegi á þriðjudag samkvæmt frétt á heimasíðu Vegagerðarinnar. Þetta er í fyrsta skipti á Íslandi þar sem meðalhraði á milli tveggja punkta er mældur á sjálfvirkan hátt.

Britney loks orðin frjáls

Söngkonan Britney Spears stjórnar lífi sínu loks sjálf aftur að fullu. Dómari í Los Angeles felldi í kvöld niður forræði annarra yfir fjármálum hennar og öðrum ákvörðunum í lífi Spears. Úrskurðurinn hefur þegar tekið gildi.

Aldrei fleiri greinst smitaðir í hrað­prófum

43 greindust með kórónuveiruna í hraðprófum í gær, sem er metfjöldi. Um fjögur þúsund manns mættu í hraðpróf hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag, sem er einnig metfjöldi.

Inn­lit inn í ný­af­hjúpað Hegningar­hús

Hundruð milljóna króna viðgerðum á ytra byrði Hegningarhússins lauk að mestu fyrr í vikunni. Innréttingar eftir Guðjón Samúelsson fundust óvænt við framkvæmdirnar en mikil vinna er enn framundan við að koma innra byrði hússins í upprunalegt horf.

Þýfi fyrir tug­milljónir króna skilað í réttar hendur

Um sextíu til sjötíu innbrot hafa verið í húsnæði á höfuðborgarsvæðinu í hverjum mánuði síðan í sumar. Yfirlögregluþjónn segir að lögreglan upplýsi mörg málanna og hafi í þessari viku skilað þýfi fyrir tugmilljónir króna.

Segir ríkið sýna hörku og ó­bil­girni í túlkun sinni

Ríkið hefur neitað að fallast á það að starfsfólk sem sent er í sóttkví meðan það er í orlofi fái að nýta veikindarétt sinn í stað orlofsdaga. Formaður BHM segir niðurstöðuna vonbrigði og óttast að hún dragi úr nauðsynlegri samstöðu á atvinnumarkaði.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Harðar sóttvarnaaðgerðir til næstu þriggja vikna taka gildi á miðnætti. Heilbrigðisráðherra skorar á alla sem fá boðun að þiggja þriðju bólusetninguna en stefnt sé að því að bólusetja um helming fullorðins fólks fyrir áramót. Fjallað verður ítarlega um nýjar reglur í kvöldfréttum.

Fjölskylda Wagstaff fær níu milljónir vegna flugslyssins

Ekkju og þremur börnum kanadíska flugmannsins Arthur Grant Wagstaff sem fórst í flugslysi í Barkárdal í ágúst 2015 hafa verið dæmdar samanlagt um níu milljónir króna í bætur. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Skjálfti að stærð 3,6 við Bárðarbungu

Þrír jarðskjálftar urðu í Bárðarbunguöskjunni á fjórða tímanum í dag. Mældist sá stærsti 3,6 að stærð klukkan 15:35, sjö kílómetra austsuðaustur af Bárðarbungu. Engin merki eru um óróa eða óeðlilega virkni á svæðinu.

Beraði kynfærin í viðurvist ungrar stúlku að loknum ljósatíma

Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa berað og handleikið kynfæri sín fyrir utan sólbaðsstofu í Reykjavík hvar ung stúlka var við störf. Þótti hann hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi sem var til þess fallið að særa blygðunarsemi hennar.

„Ömurlegar fréttir kæri félagi“

Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Eflingar, hefur ritað Magnúsi M. Norðdahl, lögfræðingi ASÍ harðort bréf þar sem hún sakar hann um að standa með ofbeldismanni. Hún telur að með framgöngu sinni hafi Magnús gert Alþýðusambandið vanhæft til aðkomu að málum sem snerta kynbundið ofbeldi og áreiti.

Katrín: „Ég held að það séu bjartari tímar fram­undan“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það mikil vonbrigði að við séum komin í þá stöðu að þurfa að herða samkomutakmarkanir enn frekar vegna aukinnar útbreiðslu kórónuveirunnar í samfélaginu. Hún telur þó bjartari tíma vera framundan, sér í lagi nú þegar verið sé ráðast í frekari bólusetningar.

Trump skilur að stuðningsmenn sínir hafi viljað hengja Pence

Það var heilbrigð skynsemi hjá stuðningsmönnum Donalds Trump að kyrja um að þeir ætluðu sér að hengja Mike Pence, varaforseta, þegar þeir réðust á bandaríska þinghúsið í janúar, að mati fyrrverandi Bandaríkjaforsetans.

Valgerður Ólafsdóttir látin

Valgerður Ólafsdóttir þroskasálfræðingur og framkvæmdastjóri Velferðarsjóðs barna er látin 70 ára að aldri. Hún lætur eftir sig eiginmann, Kára Stefánsson lækni og forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar.

Verjandi vill ekki fleiri svarta presta í dómsal

Verjandi eins mannanna sem sakaðir eru um að myrða Ahmaud Arbery sagði dómara málsins í gær að hann vildi ekki fleiri „svarta presta“ í dómsal. Það sagði hann eftir að Al Sharpton sat með fjölskyldu Arbery í salnum í fyrradag.

Sjá næstu 50 fréttir