Fleiri fréttir

Meðalhraðaeftirlit tekið í notkun í næstu viku

Meðalhraðaeftirlit verður tekið í notkun á hádegi á þriðjudag samkvæmt frétt á heimasíðu Vegagerðarinnar. Þetta er í fyrsta skipti á Íslandi þar sem meðalhraði á milli tveggja punkta er mældur á sjálfvirkan hátt.

Britney loks orðin frjáls

Söngkonan Britney Spears stjórnar lífi sínu loks sjálf aftur að fullu. Dómari í Los Angeles felldi í kvöld niður forræði annarra yfir fjármálum hennar og öðrum ákvörðunum í lífi Spears. Úrskurðurinn hefur þegar tekið gildi.

Aldrei fleiri greinst smitaðir í hrað­prófum

43 greindust með kórónuveiruna í hraðprófum í gær, sem er metfjöldi. Um fjögur þúsund manns mættu í hraðpróf hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag, sem er einnig metfjöldi.

Inn­lit inn í ný­af­hjúpað Hegningar­hús

Hundruð milljóna króna viðgerðum á ytra byrði Hegningarhússins lauk að mestu fyrr í vikunni. Innréttingar eftir Guðjón Samúelsson fundust óvænt við framkvæmdirnar en mikil vinna er enn framundan við að koma innra byrði hússins í upprunalegt horf.

Þýfi fyrir tug­milljónir króna skilað í réttar hendur

Um sextíu til sjötíu innbrot hafa verið í húsnæði á höfuðborgarsvæðinu í hverjum mánuði síðan í sumar. Yfirlögregluþjónn segir að lögreglan upplýsi mörg málanna og hafi í þessari viku skilað þýfi fyrir tugmilljónir króna.

Segir ríkið sýna hörku og ó­bil­girni í túlkun sinni

Ríkið hefur neitað að fallast á það að starfsfólk sem sent er í sóttkví meðan það er í orlofi fái að nýta veikindarétt sinn í stað orlofsdaga. Formaður BHM segir niðurstöðuna vonbrigði og óttast að hún dragi úr nauðsynlegri samstöðu á atvinnumarkaði.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Harðar sóttvarnaaðgerðir til næstu þriggja vikna taka gildi á miðnætti. Heilbrigðisráðherra skorar á alla sem fá boðun að þiggja þriðju bólusetninguna en stefnt sé að því að bólusetja um helming fullorðins fólks fyrir áramót. Fjallað verður ítarlega um nýjar reglur í kvöldfréttum.

Fjölskylda Wagstaff fær níu milljónir vegna flugslyssins

Ekkju og þremur börnum kanadíska flugmannsins Arthur Grant Wagstaff sem fórst í flugslysi í Barkárdal í ágúst 2015 hafa verið dæmdar samanlagt um níu milljónir króna í bætur. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Skjálfti að stærð 3,6 við Bárðarbungu

Þrír jarðskjálftar urðu í Bárðarbunguöskjunni á fjórða tímanum í dag. Mældist sá stærsti 3,6 að stærð klukkan 15:35, sjö kílómetra austsuðaustur af Bárðarbungu. Engin merki eru um óróa eða óeðlilega virkni á svæðinu.

Beraði kynfærin í viðurvist ungrar stúlku að loknum ljósatíma

Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa berað og handleikið kynfæri sín fyrir utan sólbaðsstofu í Reykjavík hvar ung stúlka var við störf. Þótti hann hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi sem var til þess fallið að særa blygðunarsemi hennar.

„Ömurlegar fréttir kæri félagi“

Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Eflingar, hefur ritað Magnúsi M. Norðdahl, lögfræðingi ASÍ harðort bréf þar sem hún sakar hann um að standa með ofbeldismanni. Hún telur að með framgöngu sinni hafi Magnús gert Alþýðusambandið vanhæft til aðkomu að málum sem snerta kynbundið ofbeldi og áreiti.

Katrín: „Ég held að það séu bjartari tímar fram­undan“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það mikil vonbrigði að við séum komin í þá stöðu að þurfa að herða samkomutakmarkanir enn frekar vegna aukinnar útbreiðslu kórónuveirunnar í samfélaginu. Hún telur þó bjartari tíma vera framundan, sér í lagi nú þegar verið sé ráðast í frekari bólusetningar.

Trump skilur að stuðningsmenn sínir hafi viljað hengja Pence

Það var heilbrigð skynsemi hjá stuðningsmönnum Donalds Trump að kyrja um að þeir ætluðu sér að hengja Mike Pence, varaforseta, þegar þeir réðust á bandaríska þinghúsið í janúar, að mati fyrrverandi Bandaríkjaforsetans.

Valgerður Ólafsdóttir látin

Valgerður Ólafsdóttir þroskasálfræðingur og framkvæmdastjóri Velferðarsjóðs barna er látin 70 ára að aldri. Hún lætur eftir sig eiginmann, Kára Stefánsson lækni og forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar.

Verjandi vill ekki fleiri svarta presta í dómsal

Verjandi eins mannanna sem sakaðir eru um að myrða Ahmaud Arbery sagði dómara málsins í gær að hann vildi ekki fleiri „svarta presta“ í dómsal. Það sagði hann eftir að Al Sharpton sat með fjölskyldu Arbery í salnum í fyrradag.

„Það er mat manna að það skipti máli að sýna sam­stöðu“

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir það mat manna að nú skipti máli að sýna samstöðu þegar kemur að sóttvarnaaðgerðum. „Nú erum við að fara í þriðju bólusetningu og hún á að koma okkur út úr þessu svo við skulum bara sjá hvort það gangi ekki upp.“

Fresta Krónumóti HK í fótbolta

HK og Krónan hafa tekið ákvörðun um að fresta Krónumóti HK í fótbolta vegna fjölgunar kórónuveirusmitaðra í samfélaginu. Mótið átti að fara fram helgina 13. og 14. nóvember í Kórnum í Kópavogi.

„Það var ekki leiðinlegt að sjá að hann var búinn að sjá þetta“

Ný auglýsing Íslandsstofu hefur vakið töluverða athygli þar sem gert er létt grín að nýjum sýndarveruleikaheimi Mark Zuckerberg. Forstöðumaður markaðssamskipta hjá Íslandsstofu segir viðbrögðin hafa verið vonum framar en auglýsingin hefur meðal annars náð til Zuckerberg, sem tekur vel í grínið.

Vonbrigði að þessi staða sé uppi þrátt fyrir bólusetta þjóð

Bjarni Benediktsson efnahags- og fjármálaráðherra segir það gríðarleg vonbrigði að staðan sé jafn slæm og raun ber vitni í kórónuveirufaraldrinum. Metfjöldi hefur greinst smitaður af veirunni nær alla daga þessarar viku og hafa sóttvarnaaðgerðir nú verið hertar til muna vegna stöðunnar .

Aðgerðum frestað vegna fjölgunar tilfella

Gjörgæslulæknir á Landspítalanum segir gríðarlegt álag fyrir á gjörgæsludeildum. Þá hafi þurft að fresta stórum aðgerðum vegna fjölgunar innlagna á gjörgæslu vegna Covid-19.

Fimmtíu manna samkomubann á miðnætti

Hert verður á samkomutakmörkunum á miðnætti en þá mega fimmtíu manns koma saman en þó með svigrúmi fyrir 500 manna viðburði. Opnunartími veitinga- og skemmtistaða verður styttur um klukkustund og þeim gert að loka klukkan 22:00.

Hekla undir smásjá vegna skjálftahrinu

Yfir þrjú hundruð eftirskjálftar hafa mælst á svæðinu við Vatnafjöll nærri Heklu frá stóra skjálftanum í gær. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir Heklu undir smásjá vegna hrinunnar. Engin merki séu þó um yfirvofandi eldgos.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um stöðuna á kórónuveirufaraldrinum en ríkisstjórnin situr nú á fundi í Tjarnargötu og ræðir minnisblað sóttvarnalæknis um hertar aðgerðir innanlands.

176 greindust með kórónu­veiruna innan­lands í gær

176 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 82 af þeim 176 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 49 prósent. 86 voru utan sóttkvíar, eða 51 prósent. 91 af þeim sem greindist í gær er fullbólusettur, bólusetning er hafin í tilviki sjö og sjötíu eru óbólusettir.

Assange fær að giftast barnsmóður sinni í fangelsinu

Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur fengið heimild til að ganga að eiga barnsmóður sína, lögmanninn Stellu Moris. Athöfnin mun fara fram í fangelsinu þar sem Assange er haldið en dagsetning athafnarinnar er óákveðin.

Ólíklegt að samstaði náist um að hætta kolanotkun

Útlit er fyrir að ákvæði um að kallað verði eftir að ríki heims hætti að brenna kol og niðurgreiða jarðefnaeldsneyti rati ekki inn í samkomulag við lok COP26-loftslagsráðstefnunnar sem á að ljúka í Glasgow í dag. Náist samkomulag ekki í dag gætu viðræðurnar dregist inn í helgina.

Sjúklingum í öndunarvél fækkar úr þremur í einn

Sextán sjúklingar liggja nú á Landspítalanum vegna Covid-19. Þrír eru á gjörgæsludeild, þar af einn í öndunarvél. 1.591 sjúklingur er í eftirliti hjá Covid-göngudeild spítalans, þar af 377 börn.

Ellefu ára fangelsi yfir bandarískum blaðamanni í Búrma

Herdómstóll í Búrma dæmdi Danny Fenster, bandarískan blaðamann, í ellefu ára fangelsi fyrir undirróður gegn hernum, brot á innflytjendalögum og samkomutakmörkunum í dag. Hann gæti hlotið enn þyngri dóm verði hann sakfelldur fyrir uppreisnaráróður og hryðjuverk.

Sjá næstu 50 fréttir