Fleiri fréttir

Jóhanna Sigurðar­dóttir hlaut braut­ryðj­enda­verð­launin

Jóhanna Sigurðar­dóttir, fyrr­verandi for­sætis­ráð­herra, hlaut í dag braut­ryðj­enda­verð­launin á Heims­þingi kven­leið­toga í Hörpu. Verð­launin, sem eru nefnd Tra­il­blazer Award, voru af­hent við há­tíð­lega at­höfn en þau eru veitt kven­þjóðar­leið­togum sem eru taldir hafa skarað fram úr og rutt brautina fyrir komandi kyn­slóðir í jafn­réttis­málum.

Segjast hafa reynt að ná sáttum en án árangurs

Lögmaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja segir að samtökin hafi reynt að ná sáttum við starfsmann sem lagði fram kvörtun á hendur yfirmönnum sínum vegna eineltis - en án árangurs. Félagið telji sig hafa gert upp við starfsmanninn með sanngirni og réttum hætti. Starfsmaðurinn krefst þess að félagið greiði honum sjötíu og fimm milljónir króna.

Níu smitaðir á Vopna­firði og skólum lokað

Einn til viðbótar greindist með kórónuveiruna á Vopnafirði í gær og eru því níu manns í einangrun í bænum. Þá er töluverður fjöldi í sóttkví og smitgát. Ákveðið hefur verið að skólar verði lokaðir á morgun vegna útbreiðslu veirunnar í bænum.

Skoða hvort átt hafi verið við hjólin

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun við rannsókn sína á alvarlegu slysi við Sæbraut í morgun skoða hvort átt hafi verið við farartækin að því leyti að hægt væri að aka um á þeim yfir leyfilegum hámarkshraða.

Lýsa upp Skagafjörðinn til minningar um Erlu Björk

Íbúar í Skagafirði munu í kvöld tendra ljós til minningar um Erlu Björk Helgadóttur, íbúa á Sauðárkróki, sem var bráðkvödd fyrr í mánuðinum. Nemendafélag Fjölbrautarskólans á Norðurlandi vestra stendur fyrir viðburðinum. Formaður nemendafélagsins segir að þau vilji votta Erlu og fjölskyldu hennar virðingu sína með því að lýsa upp fjörðinn.

Samgöngur í brennidepli á COP26: „Það er ekki eftir neinu að bíða“

Samgöngur verða í brennidepli á COP26 ráðstefnunni í Glasgow í dag en Ísland er í öðru sæti þegar að kemur að orkuskiptum í samgöngum. Framkvæmdastýra Orku náttúrunnar segir Ísland geta miðlað þekkingu sinni á ýmsum sviðum en getur lært af öðrum löndum á öðrum sviðum.

Telja sig hafa handtekið raðmorðingja

Alríkislögregla Bandaríkjanna tilkynnti á mánudag að hún hafi handtekið mann, sem talinn er vera raðmorðingi. Maðurinn er grunaður um að hafa banað sex og sært tvo til viðbótar í fylkjunum Missouri og Kansas. 

Mun ekki tjá sig um MMS en málin í „al­gjörum for­gangi“

Mennta- og menningar­mála­ráðu­neytið segir að mál sem varði stjórnun Mennta­mála­stofnunar séu í „al­gjörum for­gangi“ innan ráðu­neytisins. Ráð­herrann vill þó ekki tjá sig um þau fyrr en með­ferð þeirra verður lokið.

Stefan Löfven búinn að segja af sér

Stefan Löfven hefur sagt af sér sem forsætisráðherra Svíþjóðar en hann hefur gegnt embættinu frá árinu 2014. Löfven gekk á fund Andreas Norlén þingforseta klukkan 11:30 að íslenskum tíma þar sem hann tilkynnti um afsögnina.

Kynning ríkisstjórnar gæti dregist um eina til þrjár vikur

Eftir að undirbúningskjörbréfanefnd hefur skilað af sér gætu liðið ein til þrjár vikur í að ný ríkisstjórn yrði kynnt, allt eftir því hver niðurstaða nefndarinnar verður. Hún mun mögulega fara í aðra vettvangsheimsókn á talningarstað í Borgarnesi á morgun.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við sóttvarnalækni en metin falla nú á hverjum degi í kórónuveirufaraldrinum.

Ekki hægt að fækka smitum nema með frekari takmörkunum

Full ástæða er til þess að hafa áhyggjur af veldisvexti í greiningu kórónuveirusmitaðra undanfarna daga, að mati Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Hann segir ekki sé um að annað að ræða en að herða takmarkanir til þess að ná fjölda smitaðra niður.

Annar met­dagur: 178 greindust með kórónu­veiruna innan­lands

178 manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aldrei hafa svo margir greinst með veiruna á sama degi hér á landi frá upphafi faraldursins. 96 af þeim 178 sem greindust innanlands í gær voru ekki í sóttkví við greiningu, eða 54 prósent. 82 voru í sóttkví við greiningu, eða 46 prósent.

Saksóknarar sagðir í vandræðum í máli Rittenhouse

Saksóknarar í málinu gegn Kyle Rittenhouse luku málflutningi sínum í gær. Þeir kölluðu til 22 vitni en gekk illa að sýna fram á að Rittenhouse hafi ekki haft tilefni til að óttast um líf sitt þegar hann skaut þrjá menn.

Kornabörn fórust í eldsvoða á indversku sjúkrahúsi

Fjögur ungbörn fórust þegar eldur kviknaði á nýburadeild sjúkrahúss í borginni Bhopal á Indlandi í gærkvöldi. Nokkur börn slösuðust til viðbótar en ekki liggur fyrir hversu mörg þau eru og hversu alvarleg sár þau eru.

Mjög alvarlegt slys á göngustíg við Sæbraut

Tveir voru fluttir slasaðir á slysadeild Landspítalans eftir árekstur tveggja farartækja á göngustíg við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar á níunda tímanum í morgun. Þetta staðfestir varðstjóri hjá slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu.

Höfundur Rauðra þráða ekki heyrt af fleiri ódæðum Kristins E

Rósa Magnúsdóttir sagnfræðingur, sem nýverið sendi frá sér bók um Kristin E. Andrésson og eiginkonu hans Þóru Vigfúsdóttur, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frásagnar Guðnýjar Bjarnadóttur læknis af grófu kynferðislegu áreiti Kristins í sinn garð þegar hún var níu ára gömul.

Fimmtán liggja inni og þrír eru í öndunarvél

Fimmtán liggja nú inni á Landspítala með Covid-19. Þrír eru á gjörgæslu, allir í öndunarvél. Af þeim fimmtán sem liggja inni eru fimm óbólusettir en meðalaldur inniliggjandi er 59 ár.

Þessar tak­markanir tóku gildi á mið­nætti

Hertar takmarkanir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar tóku gildi á miðnætti. Fjöldatakmarkanir miðast nú við fimm hundruð manns, opnunartími vínveitingastaða styttist og þá taka gildi sérstakar reglur um fjölmenna skipulagða viðburði og hraðpróf.

Græn­lendingar banna úran­vinnslu

Grænlenska þingið samþykkti í gær að banna úranvinnslu og leit að úrani innan lögsögu Grænlands. Tólf þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, en níu gegn.

Reikna með hægum vindi og dá­lítilli úr­komu sunnan­til

Útlit er fyrir norðan átta til þrettán metrar á sekúndu á norðanverðu landinu með snjúkomu eða éljum í dag. Reikna má með hægari vindi og dálitlum éljum eða skúrum sunnanlands, en vaxandi norðanátt þar eftir hádegi og léttir til.

Myndband: Goodyear þróar loftlaus dekk fyrir rafbíla

Goodyear hefur verið að þróa loftlaus dekk fyrir rafbíla. Markmiðið er að koma á markað loftlausum dekkjum úr 100% vistvænum efnum. Dekkjunum er ætlað að vera viðhaldslausum og koma á markað fyrir árið 2030.

Þrjú innbrot og árás á dyravörð

Lögreglu bárust í gær þrjár tilkynningar vegna innbrota. Í tveimur tilvikum var um að ræða innbrot á heimili en í einu innbrot í bifreið. Innbrotin áttu sér stað í þremur póstnúmerum; 103, 105 og 108.

Slökkviliðsstjórinn segir Travis hafa átt að stöðva tónleikana

Slökkviliðsstjórinn í Houston í Texas segir að rapparinn Travis Scott hefði átt að stöðva tónleikana sína á Astroworld tónlistarhátíðinni á föstudag þegar hann varð var við að eitthvað væri að á tónleikunum. Átta fórust á þeim, á aldrinum fjórtán til 27 ára.

Sjá næstu 50 fréttir