Bílar

Myndband: Goodyear þróar loftlaus dekk fyrir rafbíla

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Loftlaus dekk frá Goodyear.
Loftlaus dekk frá Goodyear.

Goodyear hefur verið að þróa loftlaus dekk fyrir rafbíla. Markmiðið er að koma á markað loftlausum dekkjum úr 100% vistvænum efnum. Dekkjunum er ætlað að vera viðhaldslausum og koma á markað fyrir árið 2030.

Goodyear hefur verið að þróa loftlaus dekk fyrir rafbíla. Markmiðið er að koma á markað loftlausum dekkjum úr 100% vistvænum efnum. Dekkjunum er ætlað að vera viðhaldslausum og koma á markað fyrir árið 2030.

Samkvæmt Goodyear gengu prófanir vel með Telsa Model 3. Bíllinn gat tekið beygjur á um 90km/klst. Það er erfitt að sjá á myndbandinu en bíllinn virðist hegða sér aðeins öðruvísi, sérstaklega í hröðum beygjum.Loftlausu dekkin eiga að vera öruggari, viðhaldlaus, endingarbetri og umhverfisvænni en venjuleg dekk. Þau eru þó flókin í framleiðslu. Mikil þróun mun þurfa að fara fram áður en þau verða seljanleg.

Goodyear hefur greint frá því að talsverðar framfarir séu að eiga sér stað í heimi loftlausra dekkja. Sérstaklega þegar kemur að sjálfkeyrandi farþegaskutlum. Fyrstu tilraunir munu hefjast fljótlega með farþegaskutlur í Jacksonville, Flórída, Bandaríkjunum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.