Fleiri fréttir

Á­kæru­svið skoðar kæru Karls Gauta

Rannsókn lögreglunnar á Vesturlandi á kæru Karls Gauta Hjaltasonar á niðurstöðu kosninganna er lokið og málið nú komið til ákærusviðs. 

Spænskir hægrimenn fýldir yfir gagnrýni á Kólumbus

Kergja ríkir nú á meðal spænskra hægrimanna vegna gagnrýni á nýlendustefnu þeirra og Kristófer Kólumbus. Þeir eru einnig ósáttir við að Bandaríkjaforseti hafi viðurkennt voðaverk gegn frumbyggjum Ameríkanna.

Sameinuðu þjóðirnar skila auðu um kvörtun Thunberg

Nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins segist ekki geta tekið afstöðu til kvörtunar Gretu Thunberg og annarra ungra loftslagsaðgerðasinna sem halda því fram að aðgerðaleysi ríkja heims brjóti á réttindum þeirra. Ungmennin hefðu átt að snúa sér að dómstólum í hverju landi fyrir sig fyrst.

Segist hafa misskilið að Erna vildi í flokkinn

Erna Bjarnadóttir varaþingmaður Miðflokksins segist ekki hafa ætlað að fylgja Birgi Þórarinssyni í Sjálfstæðisflokkinn. Hann hafi oftúlkað orð hennar um það. Tilkynningu þar sem Erna var boðin velkomin í Sjálfstæðisflokkinn var breytt rétt fyrir hádegi.

„Að sjálfsögðu er áherslumunur milli flokkanna“

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði stjórnarmyndunarviðræður hafa gengið ágætlega. Á þeim tveimur vikum sem þær hefðu staðið yfir hefði verið farið yfir mörg ólík málefni.

Gefa sér þann tíma sem þarf

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir hann og formenn Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna, vilja vanda sig í stjórnarmyndunarviðræðum. Það séu áskoranir í viðræðunum sem hafi ekki verið leystar á síðustu fjórum árum og það sé verið að vinna í því.

Bjarni afar spenntur fyrir heil­brigðis­málunum

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir stjórnarmyndunarviðræður hans, Sigurðar Inga í Framsóknarflokknum og Katrínar Jakobsdóttur í Vinstri grænum, í eðlilegum farvegi. Hann segist spenntur fyrir heilbrigðismálunum sem málaflokki. Þar séu mörg tækifæri.

Skörpustu myndirnar af stærstu smástirnum sólkerfisins

Myndir sem stjörnufræðingar hafa náð af 42 stærstu fyrirbærunum í smástirnabeltinu í sólkerfinu okkar eru þær skörpustu til þessa. Þær varpa ljósi á fjölbreytta lögun og efnasamsetningu smástirnanna.

Óljóst hversu lengi húsin sem standa eftir verða rýmd

Rýming húsa á Seyðisfirði sem hefur varað í rúma viku vegna skriðuhættu var aflétt að hluta til í gær en íbúar fjögurra húsa af níu fengu að snúa aftur á heimili sín. Íbúafundur fór fram á Seyðisfirði í gær þar sem íbúum var tilkynnt um málið en óljóst er hversu lengi húsin fimm sem eftir standa verða rýmd.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við ráðherra ríkisstjórnarinnar sem komu saman á ríkisstjórnarfundi fyrir hádegið.

Ræða við borgaryfirvöld um lélegt skyggni

Festi hf. ætlar ekki að kæra ákvörðun byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar um að synja fyrirtækinu um leyfi til að rífa skyggni við bensínstöð á Ægisíðu sem er orðið lélegt. Samráð á sér nú stað milli Festar og borgaryfirvalda um framtíð skyggnisins.

36 greindust innan­lands

36 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tuttugu þeirra sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 56 prósent. Sextán voru utan sóttkvíar, eða 44 prósent.

Sjálf­stæðis­flokkurinn bauð Ernu vel­komna í flokkinn á laugar­dag

Sjálfstæðisflokkurinn tilkynnti á laugardag að Erna Bjarnadóttir, varaþingmaður Birgis Þórarinssonar og Miðflokkskona, hafi ákveðið að fylgja Birgi yfir í Sjálfstæðisflokkinn og starfa innan þingflokks hans. Erna tilkynnti hins vegar í morgun að hún muni ekki fylgja Birgi eftir, heldur halda til í Miðflokknum.

Loksins laus við gúmmí­dekk eftir tvö erfið ár

Dýralífsyfirvöld í Colorado-fylki í Bandaríkjunum segja að gúmmídekk sem hefur verið fast utan um háls skógarhjartar í tvö ár hafi loksins náðst af honum. Vandinn fólst ekki í að ná dekkinu af heldur að klófesta sjálfan hjörtinn sem hefur runnið úr greipum yfirvalda á svæðinu oftar en einu sinni og oftar en tvisvar.

Erna fylgir Birgi ekki í Sjálfstæðisflokkinn

Erna Bjarnadóttir ætlar ekki að fylgja Birgi Þórarinssyni og verða varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins á kjörtímabilinu. Birgir gaf í skyn yfirlýsingu um helgina að Erna ætlaði að fylgja honum úr Miðflokknum til Sjálfstæðisflokksins

Frið­rik krón­prins til Ís­lands í dag

Friðrik, krónprins Dana, og utanríkisráðherrann Jeppe Kofod koma til Íslands í dag ásamt fulltrúar ellefu danskra fyrirtækja og stofnana til að styðja við bakið á samstarfi Danmerkur og Íslands á sviði viðskipta og sér í lagi á sviði sjálfbærra orkulausna.

Rigning í öllum lands­hlutum og smá vind­strengur

Skil koma að suðvesturhorni landsins núna í morgunsárið og er byrjað að rigna úr þeim á Reykjanesskaganum. Skilin fara norðaustur yfir landið í dag og því má búast við rigningu í öllum landshlutum, en þó ekki fyrr en seinnipartinn á Norðausturlandi.

Geimfari náði mynd af þotu á flugi

Geimfarar um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni hafa annað sjónarhorn á Jörðina en við hin. Það sést glögglega á ljósmynd sem bandaríski geimfarinn Megan McArthur náði úr geimstöðinni á dögunum.

Festust í snjó og síma­sam­bands­leysi en eru nú fundin

Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út rétt fyrir klukkan hálf átta í kvöld eftir að Neyðarlínu barst tilkynning um fastan bíl á Mælifellssandi rétt norður af Mýrdalsjökli. Þrír voru í bílnum sem verið er að draga upp úr snjó sem hann festist í.

Sjá næstu 50 fréttir