Fleiri fréttir

„Nagladekk eru bara úrelt“

Reykjavíkurborg hvetur bifreiðaeigendur að velja frekar góð vetrardekk eða heilsársdekk fremur en nagladekk. Varaformaður Landverndar telur nagladekk óþörf; þau séu alls ekki nauðsynleg öryggistæki heldur beinlínis skaðleg.

Fjölgar í einangrun en fækkar í sóttkví á Akureyri

116 manns eru í einangrun á Akureyri vegna Covid-19. Þeir sem eru í sóttkví fækkar hins vegar verulega á milli daga. Langflestir af þeim eru í sóttkví í bænum eru nemendur eða starfsfólk grunnskóla.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um flekahreyfingarnar á Seyðisfirði en truflanir hafa orðið á mælingum flekans sökum veðurs.

Fundu mikið magn kannabisefna í geymslu

Lögreglan á Suðurnesjum fann mikið magn kannabisefna í geymslu íbúðarhúss í umdæmi lögreglunnar í vikunni. Efnin fundust þegar húsleit var gerð að fenginni heimild en einnig fundust í geymslunni tól sem notuð eru til fíkniefnasölu.

53 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær

53 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 25 greindu voru fullbólusettir og 27 voru óbólusettir. Þá voru 29 í sóttkví en 24 utan sóttkvíar.Tveir greindust á landamærunum í fyrstu skimun, báðir með virkt smit.440 eru nú í einangrun og 1.574 í sóttkví.

Kínverskum kolanámumönnum sagt að spýta í lófana

Stjórnvöld í Beijing hafa skapað kolanámufyrirtækjum Kína að auka framleiðslu sína til þess að vinna gegn orkuskorti í landinu. Skerða hefur þurft rafmagn til milljóna heimila og fyrirtækja undanfarnar vikur.

Tveir blaðamenn hljóta friðar­verð­laun Nóbels

Filippseyska blaðakonan og rithöfundurinn Maria Ressa og rússneski blaðamaðurinn Dmitry Muratov hljóta friðarverðlaun Nóbels í ár fyrir baráttu sína til að tryggja tjáningarfrelsi í heiminum sem sé forsenda lýðræðis og varanlegs friðar.

Hungur blasir við milljónum afganskra barna

Yfirmenn UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, og Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) í Afganistan segja skelfingarástand ríkja í næringarmálum barna.

Lögregluyfirvöld ekki sannfærð um að Zodiac sé fundinn

Alríkislögreglan og lögregluyfirvöld í Kaliforníu telja ólíklegt að Zodiac-morðinginn svokallaði sé fundinn. Hópur sem rannsakað hefur málið greindi frá því fyrr í vikunni að hafa leyst gátuna en lögregla segist ekki sannfærð.

BL frumsýnir sportlega jepplinginn Renault Arkana hybrid

Renault Arkana verður frumsýndur hjá BL við Sævarhöfða á morgun, laugardag, 9. október milli 12 og 16. Hönnun Arkana er í senn sportleg og kraftmikil þar sem koma saman aflíðandi línur og afturhallandi baksvipurinn. Arkana ber sterkan svip sportjeppa, bæði vegna hressandi útlitsins en einnig vegna þess hve veghæð undirvagnsins er mikil. Renault undirstrikar svo sportlegt yfirbragðið með mögulegum aukahlutum á borð við stigbretti, vindskeið að aftan og aðkomuljós á undirvagni svo nokkuð sé nefnt.

Kona handtekin fyrir að hrækja á lögreglumann

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti margskonar verkefnum í gærkvöldi og nótt. Sex voru vistaðir í fangageymslum vegna rannsóknar ýmissa mála og þá var kona handtekinn fyrir að hafa hrækt á lögreglumann.

„Ég var með gæsahúð í þrjá tíma“

Af 1200 hraðprófum sem voru tekin fyrir Verslóball í gær greindist ekkert jákvætt. Allir komust því inn sem vildu og það er vonandi að raunin verði sú sama á balli hjá Menntaskólanum í Kópavogi í kvöld, þar sem ballbanni hefur verið aflétt.

Rignir inn í öll herbergi á efstu hæð: „Þú keppir ekki við kára“

„Ég tek þessu bara af æðru­leysi og reyni að sjá spaugi­legu hliðarnar á þessu,“ segir Brynja Baldurs­dóttir lista­kona á Siglu­firði, sem missti í kvöld efsta lagið af þakinu á húsinu sínu, sem hún var ný­búin að láta skipta um, í stormi sem gengur yfir fjörðinn. Nú rignir beint inn á efstu hæðina hennar.

Vildi beita ráðuneytinu til að halda völdum eftir kosningar

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, vildi skipta um starfandi dómsmálaráðherra á síðustu vikum forsetatíðar sinnar og skipa vinveittan mann til að beita ráðuneytinu til snúa niðurstöðum forsetakosninganna sem hann tapaði. Æðstu starfsmenn ráðuneytisins hótuðu því að hætta í massavís og það gerði æðsti lögmaður Hvíta hússins einnig.

Þurfa að æfa í kaldri áhaldageymslu

Frjálsíþróttafólk þarf að æfa í kaldri áhaldageymslu á meðan rafíþróttamótið í Laugardalshöll fer fram. Formaður Frjálsíþróttasambands Íslands segir að stöðugt sé þrengt að iðkendum, sem meðal annars hafi skilað hátt í þrjátíu prósenta brottfalli úr íþróttinni.

35 sveitar­fé­lög rekin með halla 2020

Laun og launatengd gjöld námu 99% af útsvarstekjum íslenskra sveitarfélaga á fyrri hluta þessa árs. Þá hækkuðu launaútgjöld þeirra um 11,5% frá 2019 til 2020, á sama tíma og tekjur þeirra jukust um 3,7%. Alls voru 35 sveitarfélög rekin með halla á síðasta ári.

Ætla að kenna Kananum að taka kaldhreinsað lýsi

Þrjár konur, sem hófu lýsisframleiðslu í Bolungarvík, hafa fengið hæsta styrk Matvælasjóðs til að kenna Bandaríkjamönnum að taka lýsi. Hugmynd þeirra var þó upphaflega sú að framleiða lýsi fyrir gæludýr vestanhafs.

Hik bankanna og vaxtalækkanir hafi skapað spennu á húsnæðismarkaði

Borgarstjóri segir hik bankanna við að lána til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis frá árinu 2019 og vaxtalækkanir húsnæðislána á síðasta ári aðalástæðuna fyrir skorti á íbúðarhúsnæði í dag. Nú þegar séu lóðir fyrir þrjú þúsund íbúðir til reiðu í Reykjavík.

Þjóðarbúið gæti orðið af tugmilljarða tekjum vegna sóttvarna á landamærum

Harðari sóttvarnareglur á landamærunum hér en í samkeppnislöndum gætu kostað þjóðarbúið tugi milljarða króna sem annars kæmu frá ferðaþjónustunni og seinkað stækkun flugstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli að mati Ísavía. Mikilvægt sé að hér gildi svipaðar reglur og annars staðar í samkeppni við önnur ríki um farþega.

Raf­­­magn komið á og upp­­tök bruna­­lyktar fundin

Raf­magn er komið aftur á í Vestur­bænum og víðast hvar í mið­bæ Reykja­víkur. Slökkvi­liðið telur að mikil bruna­lykt sem lagði yfir nokkuð stórt svæði við Póst­hús­stræti hafi komið frá gamalli vara­afls­stöð sem fór í gang þegar raf­magnið sló út.

Lokun spilakassa muni ekki leiða til skólagjalda

Lokun spilakassa myndi ekki hafa áhrif á skólagjöld, að sögn rektors Háskóla Íslands. Formaður Happdrættis Háskóla Íslands hefur hins vegar lýst því yfir að lokun spilakassa myndi leiða af sér umfangsmiklar hækkanir á skólagjöldum.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í fréttum okkar í kvöld fjöllum við um húsnæðisskort á höfuðborgarsvæðinu. Borgarstjóri segir hik bankanna við að lána til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis frá árinu 2019 og vaxtalækkanir húsnæðislána á síðasta ári aðalástæðuna fyrir skorti á íbúðarhúsnæði í dag. Nú þegar séu lóðir fyrir þrjú þúsund íbúðir til reiðu í Reykjavík.

Leggjast gegn smá­hýsum fyrir heimilis­lausa í Laugar­dal

Borgar­full­trúum Sjálf­stæðis­flokksins líst ekkert á á­form meiri­hlutans um að koma upp smá­hýsum fyrir heimilis­laust fólk í Laugar­dalnum og finnst að dalurinn eigi að „fá að vera í friði fyrir í­búða­á­formum“. Meiri­hlutinn vill koma þeim fyrir í Laugar­dalnum þar sem ekki hefur reynst auð­velt að ná sátt um slík úr­ræði fyrir heimilis­lausa í í­búða­byggð.

Fundu fjölda nasistamuna og vopna í eigu barnaníðings í Brasilíu

Lögreglan í Rio De Janeiro í Brasilíu fann í vikunni fjölmarga muni frá tíma Nasista í Þýskalandi, vopn og skotfæri á heimili 58 ára manns sem grunaður er um barnaníð. Lögreglan gerði atlögu að heimili mannsins eftir að nágrannar hans sökuðu hann um að nauðga tólf ára syni þeirra.

Sjaldgæfur skjálfti á Mýrunum

Snarpur jarðskjálfti mældist í eldstöðvakerfi Ljósufjalla á Vesturlandi í morgun. Skjálftinn var 2,9 að stærð og er sá annars stærsti sem mælst hefur á þessum slóðum í ár.

Fresta efnahagslegum hörmungum til desember

Demókratar og Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings hafa komist að samkomulagi um tímabundna hækkun skuldaþaks ríkissjóðs Bandaríkjanna. Mögulegu sögulegu gjaldþroti Bandaríkjanna hefur því verið frestað þar til í desember.

Ráðast í hönnun og út­boð á hafnar­mann­virkjum vegna Baldurs

Vegagerðin telur hagkvæmast að uppfylla núverandi samning um ferjusiglingar á Breiðafirði og nota gildistíma hans, til maímánaðar 2022 eða 2023, til hönnunar og útboðs á hafnarmannvirkjum á Brjánslæk og í Stykkishólmi. Ný hafnarmannvirki séu forsenda fyrir áframhaldandi ferjurekstri á Breiðafirði.

Erfitt að finna hugmyndum um aukin útgjöld stað á fjárlögum

Fjármálaráðherra segir stjórnarflokkana alveg eftir að ræða hvernig hugmyndum um aukin útgjöld samkvæmt kosningastefnuskrám flokkanna verði komið fyrir á sama tíma og vinna þurfi niður mikinn halla sem orðið hafi til á fjárlögum í kórónuveirufaraldrinum. Ný ríkisstjórn geti ekki aukið útgjöldin mikið strax á næsta ári.

Sjá næstu 50 fréttir