Fleiri fréttir

Ó­­þægi­­leg stemmning eftir að Ólafur sneri aftur

Ólafur Guð­munds­son, vara­borgar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokksins, hefur tekið aftur sæti sem vara­maður í ráðum sem hann sat í hjá borginni áður en hann vék úr þeim í byrjun árs vegna um­mæla sem hann lét falla um skot­á­rás á fjöl­skyldu­bíl Dags B. Eggerts­sonar borgar­stjóra. Borgar­full­trúi Pírata furðar sig á þessu og segir það hafa verið ó­þægi­legt að sitja fund með Ólafi í morgun.

Á­forma frið­lýsingar til verndar vot­lendis

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir koma sterklega til greina að gripið verði til friðlýsinga til verndar óraskaðs votlendis á næstu árum. Þar sé um forgangsatriði að ræða.

Atvinnuleysi á hraðri niðurleið

Ríflega sex þúsund manns hafa fengið störf í gegnum átakið Hefjum störf hjá Vinnumálastofnun. Forstjóri stofnunarinnar segir átakið hafa gengið vonum framar en um 45% þeirra sem hafa fengið störf í gegnum það er fólk með erlent ríkisfang. Hún segir að atvinnuleysistölur stefni hratt niður á við.

Stal bíl í morgunsárið en handtekinn eftir stuttan sprett

Karlmaður tók sig til og star bíl í miðbæ Akureyrar á tíunda tímanum í morgun. Ökumaður bílsins hafði skilið bílinn eftir í gangi meðan hann var að ferja inn vörur. Þegar ökumaðurinn kom út var bíllinn horfinn.

Skæð Covid-bylgja leikur óbólu­­setta Búlgara grátt

Neyðarástand vofir yfir heilbrigðiskerfi Búlgaríu þar sem skæð COVID-19 bylgja gengur nú yfir. Bólusetningar hafa gengið afar hægt í landinu þar sem einungis um fimmtungur landsmanna, sem telja 7 milljónir, hafa fengið sprautu og almennra efasemda virðist gæta.

Þykir leitt að hafa gleymt sér á hár­greiðslu­stofunni

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segist hafa gleymt sér þegar hún fór í klippingu á mánudag án þess að bera sóttvarnagrímu. Hún birti mynd af sér í klippingunni á Story á Instagram en slíkar myndir hverfa eftir sólarhring.

Bíða þess að hlaupið nái há­marki við Þjóð­veginn

Talið er að Skaftárhlaup hafi náð hámarki sínu við Sveinstind en nú er þess beðið að hlaupvatnið nái hámarki við þjóðveginn á næstu dögum. Það flæki málin að vatn í ánni hafi verið mikið áður en hlaup hófst í Eystri-Skaftárkatli.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni um framhald sóttvarnaaðgerða en ráðherrar í ríkisstjórninni sögðust í gær vongóðir um að létt yrði á aðgerðum fyrr en seinna.

Réttar­höld vegna hryðju­verkanna í París hafin

Réttarhöld hefjast í dag yfir tuttugu mönnum sem sakaðir eru um aðild að hryðjuverkaárásunum í París haustið 2015. Alls létust 130 manns og hundruð særðust þegar níu menn vopnaðir byssum og sprengjuvestum létu til skarar skríða við þjóðarleikvanginn Stade de France, tónleikahúsinu Bataclan og veitingastöðum og kaffihúsum víða um borgina.

Grunaður um að hafa lokkað dreng upp í bíl og brotið á honum

Landsréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhald yfir karlmanni á sjötugsaldri sem er grunaður um að hafa í ágúst lokkað fjórtán ára dreng upp í bílinn sinn og brotið á honum. Karlmaðurinn var handtekinn sama dag og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Meðal gagna málsins eru samskipti í farsíma þar sem umræður eru af kynferðislegum toga.

Hlaupið náð há­marki sínu en á eftir að skila sér í byggð

Dregið hefur úr rennsli Skaft­ár við Sveins­tind og mælist það nú um 1.100 rúm­metrar á sekúndu miðað við há­marks­rennsli í gæt upp á um 1.500 rúm­metra á sekúndu. Hlaup­vatn á enn eftir að skila sér niður far­veg Skaft­ár og á­hrif þess á byggð eiga því eftir að koma í ljós.

Greini­legt að kvika streymi enn úr eld­stöðinni

Þó hálfgert goshlé hafi staðið í tæpa viku við Geldingadali er greinilegt að enn streymi einhver kvika upp á yfirborðið við eldstöðina. Ótímabært er að velta upp möguleikanum á að gosinu sé að ljúka.

Vopnað rán og eltingaleikur um hábjartan dag

Tveir menn eru í haldi lögreglu og fimm annarra er leitað eftir að vopnaðir þjófar réðust inn í verslun Bulgari í miðborg Parísar og höfðu á brott með sér skartgripi sem metnir eru á 1,5 milljarð króna.

Sautján sjúklingar létust þegar flæddi inn á sjúkrahús

Að minnsta kosti sautján sjúklingar létust þegar á flæddi inn í spítala í Hidalgo-héraði í Mexíkó í nótt. Áin sem rann í nágrenni sjúkrahússins flæddi yfir bakka sína og það leiddi til rafmagnsleysis á spítalanum.

Frysti í byggð í fyrsta skipti í tvo mánuði

Það gengur í strekkings suðvestanátt norðvestantil á landinu, en annars verður vindur hægari. Frekar þungbúið verður vestantil á landinu með lítilsháttar vætu öðru hverju, en léttara yfir fyrir austan og þurrt. Hiti verður á bilinu tíu til fimmtán stig að deginum.

Volkswagen staðfestir hraðskreiðan rafhlaðbak

Ralf Brandstätter, yfirmaður Volkswagen hefur staðfest að fyrirtækið hyggist framleiða ID.X sem er hraðskreiður rafhlaðbakur, væntanlegur á markað á næsta ári. Hann verður um 329 hestöfl.

Skilja ekkert í orðum Katrínar um Hvalár­virkjun

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vonar að Hvalárvirkjun verði ekki að veruleika og segir framkvæmdina eins og hún líti út í dag umtalsvert stærri en þá sem var á teikniborðinu þegar hún var færð í nýtingarflokk rammaáætlunar. Talsmenn VesturVerks skilja ekkert í orðum forsætisráðherrans.

Fjölbreytt verkefni: Skemmdarverk, óspektir og ölvunarsvefn

Það er óhætt að segja að verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafi verið nokkuð fjölbreytt í gærkvöldi og nótt. Í miðborginni var maður handtekinn vegna innbrots og þjófnaðar, kona handtekinn vegna óspekta og lögregla kölluð til eftir að ökumaður ók bifreið sinni á ljósastaur.

„Ég er að varpa ljósi á sannleikann“

Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður segist vera að varpa ljósi á sannleikann með umdeildri Facebook-færslu þar sem hann birti brot úr skýrslutöku yfir þolanda í ofbeldismáli. Starfsfólk Stígamóta sé farið að velja leikmenn í íslenska landsliðið. Ef almenningur sé hættur að treysta yfirvöldum þá sé samfélagið komið á mjög slæman stað.

Árnar á Eskifirði hamdar með steyptum stokkum

Fimm ár sem renna í gegnum Eskifjarðarbæ eru að missa náttúrulega farvegi sína og flæða í framtíðinni um steypta stokka, með framkvæmdum sem kosta vel á þriðja milljarð króna. Tilgangurinn er að verja byggðina fyrir ofanflóðum.

Glataðir boltar og léleg logsuða orsök mannskæðs brúarhruns

Sérfræðingar sem rannsaka mannskætt lestarslys sem varð í Mexíkóborg í Mexíkó í maí telja að glataðir boltar og léleg logsuða hafi á verið meðal orsaka þess að slysið varð. 26 létust þegar brú hrundi í þann mund sem lest ók á henni.

Um 104 þúsund fjár slátrað hjá SS á Selfossi

Sauðfjárslátrun hófst hjá Sláturfélagi Suðurland á Selfossi í morgun en um 104 þúsund fjár verður slátrað þar næstu vikurnar. Illa hefur gengið að fá fólk til starfa í sláturtíðinni.

Íranir halda áfram að auðga úran

Stjórnvöld í Teheran halda áfram að bæta í forða sinn af auðguðu úrani sem hægt væri að nota til framleiðslu á kjarnavopnum, að sögn Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar (IAEA). Eftirlitsmenn hennar hafa átt erfitt um vik að  fylgjast með þróun mála í Íran á þessu ári.

Sjá næstu 50 fréttir