Fleiri fréttir

Þor­björg á­fram for­maður Sam­takanna '78

Þorbjörg Þorvaldsdóttir var í dag kjörinn formaður Samtakanna '78 í þriðja sinn. Þorbjörg tók við formennsku árið 2019 af Maríu Helgu Guðmundsdóttur sem hafði verið formaður frá árinu 2016.

Vill að fólk borgi fyrir dvölina að fullu ef það getur

Forstjóri Grundarheimilanna segir íslenska ríkið ekki geta staðið undir rekstri hjúkrunarheimila um ókomna tíð. Taka eigi fyrirkomulag sem viðhaft er víða á Norðurlöndum til fyrirmyndar, þar sem greiðsluþátttaka sjúklinganna sjálfra er meiri en hér á landi.

Látin laus eftir fimm ára afplánun

Nazanin Zaghari Ratcliffe, bresk-írönsk kona sem dæmd var í fimm ára fangelsi fyrir njósnir í Íran í september árið 2016, var látin laus úr stofufangelsi í dag. Nýtt mál á hendur henni gæti þó farið fyrir dóm í Íran í næstu viku og því óljóst um framtíð hennar.

Ekkert sýni jákvætt hingað til

Búið er að skima meirihluta þeirra starfsmanna Landspítalans sem gætu hafa verið útsettir fyrir smiti eftir að starfsmaður á göngudeild lyflækninga A3 greindist með kórónuveirusmit. Hingað til hefur ekkert sýni verið jákvætt.

Samhengi sóttvarna og jarðhræringa

Ástæðan fyrir því að ekki þykir ráðlegt að slaka á sóttvarnaraðgerðum á meðan jarðhræringar standa yfir er fyrst og fremst sú að ef til náttúruhamfara kemur getur reynst erfiðara að koma í veg fyrir smit ef aukin smithætta er í samfélaginu. Tilslakanir geti haft í för með sér aukna smithættu og ef smit er í samfélaginu kynnu fleiri að vera útsettir ef bregðast þyrfti við náttúruhamförum, til dæmis með því að safna fólki saman í fjöldahjálparstöðvum.

Franskur milljarða­mæringur lést í þyrlu­slysi

Franski milljarðamæringurinn og stjórnmálamaðurinn Olivier Dassault er látinn, 69 ára að aldri. Dassault lést eftir að einkaþyrla hans hrapaði í Normandí í Frakklandi síðdegis í dag.

Smit­fréttirnar minni á mikil­vægi sótt­varna

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir fréttir dagsins áminningu um að slaka ekki á sóttvörnum. Fjöldi fólks sé kominn í sóttkví og enn fleiri hafi verið boðaðir til sýnatöku.

Býður þeim sem vilja að hlaupa með sér síðustu kílómetrana

Bjartur Norðfjörð, sem undanfarið hefur hlaupið tugi kílómetra bæði nótt og dag, býður öllum þeim sem vilja að hlaupa með sér frá Ráðhúsinu og umhverfis Tjörnina klukkan átta í kvöld. Bjartur hleypur til styrktar vini sínum Brandi Karlssyni en markmiðið með framtakinu er að safna fé sem nýtt verður í baráttuna fyrir bættu aðgengi fatlaðra.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hópsmit breska afbrigðis kórónuveirunnar gæti verið í uppsiglingu hér á landi, að sögn sóttvarnalæknis. Tugir eru í sóttkví eftir að tvö innanlandssmit greindust um helgina og deild á Landspítala lokað. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Segir mögulegt hópsmit í uppsiglingu og jafnvel ný bylgja

Hópsmit covid-19 er mögulega í uppsiglingu innanlands af völdum breska afbrigðis kórónuveirunnar. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna og embættis sóttvarnalæknis í dag. Grunur er um að tvö innanlandssmit sem upp komu á síðustu dögum megi rekja til sameiginlegs snertiflatar í stigagangi fjölbýlishúss.

Jarð­skjálfti að stærð 4,0 við Fagra­dals­fjall

Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu rétt eftir klukkan fimm. Skjálftinn var 4 að stærð samkvæmt mælingum Veðurstofunnar og átti upptök sín tvo kílómetra norðaustur af Fagradalsfjalli.

Tveir greinst utan sóttkvíar og smitrakning teygir sig til tónleika í Hörpu

Alls hafa tveir einstaklingar greinst með covid-19 innanlands síðustu daga sem voru utan sóttkvíar. Báðir hinna smituðu tengjast óbeint einstaklingi sem kom frá útlöndum og greindist jákvæður fyrir kórónuveirunni í seinni skimun þann 4. mars. Þá nær smitrakning einnig til tónleika sem fram fóru í Hörpu á föstudaginn.

Svona var 167. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar klukkan fimm í dag. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn ræddu stöðu kórónuveirufaraldursins eftir að virkt smit kom upp á Landspítala. Alls hafa tveir greinst utan sóttkvíar á síðustu dögum.

Gengið út frá því að smit á Landspítala sé breska afbrigðið

Um fimmtíu starfsmenn og sjúklingar eru í sóttkví eftir að starfsmaður á göngudeild lyflækninga A3 Landspítalans í Fossvogi greindist með covid-19 í gær. Þetta segir Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans í samtali við Vísi. Málið er litið alvarlegum augum.

Björgunar­sveitir kallaðar út að Ingólfs­fjalli

Björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út rétt fyrir klukkan 14 í dag eftir að tilkynning barst Neyðarlínu frá konu sem er í sjálfheldu ofarlega í Ingólfsfjalli fyrir ofan bæinn Alviðru.

Bein útsending: Íbúafundur í Grindavík túlkaður á pólsku

Opið hús verður í Kvikunni í dag á milli klukkan 13 og 17 þar sem áhersla er lögð á að koma upplýsingum til pólska samfélagsins vegna jarðhræringanna á Reykjanesi að sögn bæjarstjóra í Grindavík. Fundurinn sjálfur hefst klukkan 14:30 og verður túlkaður á pólsku. Hægt er að horfa á fundinn á Youtube síðu Grindavíkurbæjar og á Vísi í spilaranum hér að neðan.

Svona hljómaði stóri skjálftinn í Grindavík í nótt

Stór jarðskjálfti reið yfir við Fagradalsfjall um klukkan tvö í nótt. Skjálftinn mældist 5 að stærð, sá stærsti í nokkra daga. Hann fannst vel á suðvesturhorninu, einkum í Grindavík, og varði í nokkrar sekúndur, ef marka má meðfylgjandi hljóðupptöku af skjálftanum.

Mögu­leg gossvæði orðin sjö

Sjö svæði eru nú metin möguleg gossvæði á Reykjanesskaga, samkvæmt nýrri eldsuppkomuspá Eldfjallafræði- og náttúruvárhóps Háskóla Íslands.

Mögulega von á áhlaupum næstu vikur

„Morguninn er búinn að vera aðeins rólegri heldur en nóttin og síðustu klukkustundir hafa áfram verið að mælast mikið af smærri skjálftum, mest á svæðinu við Fagradalsfjall en áfram einn og einn sem norðan við Grindavík,“ segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.

Of mikill þungi hafi lent á Seðlabankanum

Of mikill þungi í efnahagsaðgerðum hins opinbera hefur lent á Seðlabankanum og fjármagn sem ríkið hefur dælt út í kerfið hefur ekki ratað á rétta staði. Þetta segir Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur og frambjóðandi Samfylkingar. Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður fjárlaganefndar, gagnrýnir sveitarfélög fyrir að ráðast ekki í meiri fjárfestingar.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Skjálfti að stærðinni 5,0 mældist um þrjá kílómetra vestsuðvestur af Fagradalsfjalli í nótt. Skjálftinn er sá stærsti í nokkra daga. Bæjarstjóri Grindavíkur segir að nokkrir íbúar hafi leigt sér hótelherbergi eða sumarbústað yfir helgina til að fá frí frá skjálftahrinunni sem ekkert lát virðist á.

Hundur féll af svölum á fimmtu hæð á Laugavegi

Vegfarendum sem áttu leið um Laugaveg síðdegis í gær brá nokkuð í brún þegar þeir sáu hund sem lá illa slasaður í blóði sínu. Hundurinn hafði fallið niður af svölum á fimmtu hæð og niður á götu. Hundurinn mun hafa lifað fallið af en dáið síðar um daginn af sárum sínum.

Botnar í Meðallandi urðu eyja í Eldhrauni

Jörðin Botnar í Meðallandi hlaut einna sérkennlegust örlög í átta mánaða hamförum Skaftárelda á árunum 1783 til 1784 þegar hraunið frá Lakagígum flæddi ofan af hálendinu, um farvegi Skaftár og Hverfisfljóts, og yfir láglendissveitir. Botnar eru í dag nánast eins og eyja umgirt úfnum hraunum á alla kanta.

Skilinn eftir í lífshættulegu ástandi

Tæplega fimmtugur karlmaður búsettur í Kópavogi hefur verið ákærður fyrir stórfellda líkamsárás fimmtudagskvöldið 23. apríl í fyrra. Árásin átti sér stað utan við og inni í húsnæði í bæjarfélaginu þar sem fórnarlambið bjó.

Lægð færir með sér vaxandi suð­austan­átt og rigningu

Í dag er útlit fyrir breytilega átt, þrjá til átta metra á sekúndu og bjartviðri en lítilsháttar vætu vestan- og norðvestanlands fram undir hádegi. Þá mun bera á vaxandi suðaustanátt og þykknar upp suðvestanlands seint í kvöld.

Órói í tuttugu mínútur og stóru skjálftarnir fylgdu í kjöl­farið

Í gærkvöldi jókst jarðskjálftavirkni í Fagradalsfjalli umtalsvert og stóð sú aukna virkni yfir frá um klukkan 18 til 23. Um klukkan 00:22 hófst svo órói sem stóð yfir í um 20 mínútur. Í framhaldi af því jókst skjálftavirkni á Reykjanesi enn frekar og var mikil virkni í nótt með snörpum jarðskjálftum.

Harmar að em­bættis­fólk hafi fengið bólu­setningu fyrr en for­gangs­hópar

Sendiherra Færeyja í London fékk ásamt maka sínum bólusetningu í lok janúar eftir að mennta- og utanríkisráðuneytið þar í landi hafði sent beiðni þess efnis til landlæknisins í lok síðasta árs. Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, segir að héðan í frá verði öllum bólusetningaráætlunum fylgt og forgangshópar virtir.

Fimm hlaup búin og sjö eftir

Bjartur Norðfjörð hefur nú hlaupið rúma sex kílómetra fimm sinnum frá því klukkan fjögur í nótt og á eftir að hlaupa sjö sinnum til viðbótar. Sjálfur segist hann vera nokkuð góður eins og er, en mesta áskorunin sé að koma sér aftur af stað í næsta hlaup.

Vill snúa aftur á K2 í sumar til að að­stoða við leit

Fjallgöngumaðurinn Noel Hanna hefur boðið fram aðstoð sína ef farið verður í leitarleiðangur á K2 í sumar. Hanna ætlaði sér að komast á topp fjallsins í síðasta mánuði en sneri við þegar veður fór versnandi, skömmu áður en síðast spurðist til John Snorra og félaga hans.

Um tvö þúsund skjálftar frá mið­nætti

Enn er mikil virkni á skjálftasvæðinu á Reykjanesi og ekki sér fyrir endann á henni. Minna er um stóra skjálfta en þó hafa stærri skjálftar mælst í kvöld en mældust í dag.

Búin að prjóna sjö­tíu lopa­peysur á Flúðum í Co­vid

Hanna Lára Bjarnadóttir á Flúðum hefur ekki látið sér leiðast í Covid því hún hefur prjónað sjötíu lopapeysur. Þá vekja púðarnir hennar sérstaka athygli en þá saumaði hún í rútu yfir Kjöl þegar hún var ráðskona.

Telur skyn­sam­legt að fjölga leiðum út úr höfuð­borginni

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra veltir upp þeirri spurningu hvort nægilegt tillit sé tekið til öryggissjónarmiða þegar samgöngumál eru rædd. Það sé ekki spurning hvort heldur hvenær eldgos verði og fleiri leiðir út úr höfuðborginni gætu tryggt öryggi borgarbúa betur.

Ekkert sýni úr sauðfénu sem fellt var í haust reyndist jákvætt fyrir riðuveiki

Af rúmlega þúsund sýnum, sem voru rannsökuð úr getum og sauðkindum sem skera þurfti niður vegna riðuveiki á bænum Grænumýri í Skagafirði í haust, reyndist ekkert þeirra vera jákvætt. Bóndinn segir þetta bæði góð tíðindi og slæm en mörgum spurningum ósvarað. Hann segir samningaviðræður við ríkið hafa gengið bæði hægt og illa en ennþá hefur ekkert býli fengið greiddar bætur vegna niðurskurðarins.

Trump bannar Repúbli­könum að nota nafn sitt í fjár­öflun

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er afar ósáttur við Repúblikanaflokkurinn noti nafn sitt við fjáröflun og á varningi sem seldur er til stuðningsmanna flokksins. Hafa lögmenn hans sent kröfu um að því verði hætt tafarlaust.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Jarðskjálftavirkni er enn mikil á Reykjanesi þó að skjálftarnir séu minni en áður. Tæplega 2000 skjálftar hafa mælst í dag, þar af þrettán yfir þremur og yfirleitt nokkrir saman í hviðum.

Sjá næstu 50 fréttir