Fleiri fréttir

Þrífættur hundur

Tíkin Zenta er magnaður hundur á bænum Árbæjarhjáleigu í Holtum í Rangárþingi ytra því hún er aðeins með þrjár lappir en lætur það ekki aftra sig við að gera alla hluti eins og hún gerði áður þegar hún var með sínar fjórar lappir.

Bólusetja sjötíu prósent fyrir sumarlok

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins býst við því að sjötíu prósent fullorðinna innan sambandsins verði bólusett gegn kórónuveirunni fyrir lok sumars.

Sex prósent lands­manna urðu fyrir barðinu á elti­hrelli árið 2019

Eltihrellar mega búast við allt að fjögurra ára fangelsisvist eftir að Alþingi hefur samþykkt sérstök lög um umsáturseinelti. Um sex prósent landsmanna urðu fyrir barðinu á eltihrelli árið 2019. Dómsmálaráðherra segir þetta ofbeldisglæp og eitt mál af þessu tagi sé einu máli of mikið.

Færu beint í hörðustu að­gerðir ef til fjórðu bylgju kæmi

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að gripið yrði strax til harðra aðgerða ef vísbendingar kæmu upp um að fjórða bylgja kórónuveirufaraldursins væri að hefjast hér á landi. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ákvað í dag að færa almannavarnastig úr neyðarstigi niður á hættustig, í fyrsta skipti síðan 4. október síðastliðinn.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að atvinnulíf á Seyðisfirði hafi orðið fyrir verulegu áfalli vegna náttúruhamfaranna á í desember. 

Fáum fleiri bólu­efna­skammta en gert var ráð fyrir

Evrópusambandið og bóluefnisframleiðandinn Pfizer hafa gert með sér viðbótarsamning um kaup á hið minnsta 200 milljón skömmtum af bóluefni, að því er fram kemur í norskum fjölmiðlum í dag. Þá er von á fleiri skömmtum til ríkja Evrópusambandsins frá AstraZeneca en búist var við. Ísland fær þar með fleiri bóluefnisskammta en áður var gert ráð fyrir.

Tæknin sem brýst í gegnum skýja­huluna og veður­ofsann á K2

Einn stofnenda Geimvísindastofnunar Íslands hefur haft milligöngu um notkun svokallaðra SAR-gervihnattarmynda við leitina að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans á fjallinu K2. Hann segir tæknina ekki hafa verið notaða áður við björgunaraðgerð af þessu tagi. Tekist hafi að mynda þann hluta fjallsins, þar sem gönguleiðin liggur, og myndirnar þarfnist hvorki ljóss né heiðríkju.

Neyðarstigi aflétt í fyrsta sinn í fjóra mánuði

Ríkislögreglustjóri, í samráði við sóttvarnalækni, hefur ákveðið að færa almannavarnastig úr neyðarstigi niður á hættustig vegna kórónuveirufaraldursins. Neyðarstigi var lýst yfir 4. október 2020 þegar þriðja bylgja faraldursins hófst og smitum tók að fjölga verulega. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum.

215 milljónir til upp­byggingar at­vinnu­lífs á Seyðis­firði

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að gera samkomulag til þriggja ára við sveitarfélagið Múlaþing og Austurbrú, samstarfsvettvang stjórnsýslu á Austurlandi, um uppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði. Verkefninu fylgir 215 milljóna framlag á næstu þremur árum.

Áfangasigur 203 íslenskra kvenna í Frakklandi

Áfrýjunardómstóll í Frakklandi hefur staðfest bótaskyldu þýska eftirlitsfyrirtæksins TÜV Rheinland í máli 203 íslenskra kvenna og fleiri í PIP-sílikonmálinu svokallaða. Alls eru um níu þúsund konur hluti af tveimur málsóknum en konurnar krefjast skaðabóta fyrir heilsutjón sem þær telja púðana hafa valdið sér.

Nýkominn til landsins og smitaði sitt nánasta

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir fjögur smit sem komu upp á heimili innanlands í gær séu áminning um að faraldurinn sé ekki búinn. Hættan á að smit berist hingað til lands í gegnum landamærin sé enn fyrir hendi.

Unnur tekur U-beygju og ætlar ekki fram

Unnur Brá Konráðsdóttir hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Hún greinir frá þessu í færslu á Facebook en hún hafði stefnt að þingsæti fyrir kosningarnar sem fram fara í haust.

Heróínsmyglari kannaðist ekkert við fimmtán ára vinskap

Michal Okapiec, þrítugur karlmaður búsettur í Reykjanesbæ, hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi, að mestu skilorðsbundið, fyrir smygl á fíkniefnum og lyfjum, brot á vopnalögum og peningaþvætti. Félagi hans sem lögregla telur að hafi verið burðardýr í smyglinu fékk nýlega sex mánaða dóm fyrir sinn þátt.

Katrín vongóð um framgang stjórnarskrárfrumvarps

Forsætisráðherra er vongóð um að frumvarp hennar um breytingar á stjórnarskránni fái vandaða meðferð í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og málið nái fram að ganga á Alþingi. Mestur ágreiningur er um auðlindaákvæði frumvarpsins sem Katrín segir ekki bara snúast um fisk.

Fjórir greindust innanlands í gær

Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Ekki hafa svo margir greinst með veiruna innanlands á einum sólarhring síðan þann 26. janúar.

Ung hjón 21 milljón ríkari

Ung hjón með eitt barn og annað í leiðinni duttu eru 21 milljón króna ríkari eftir útdráttinn síðustu helgi. Þau unnu óskiptan tvöfaldan fyrsta vinning.

Þjóðarleikvangur rafíþrótta á Íslandi verður að veruleika

Í sumar opnar nýr þjóðarleikvangur rafíþrótta á Íslandi undir heitinu Arena, í Turninum í Kópavogi. Staðurinn mun bjóða upp á aðstöðu í heimsklassa fyrir tölvuleikjaspilun, hvort sem er fyrir áhugafólk eða atvinnumenn í rafíþróttum - og allt þar á milli. 

Loddaranum Önnu Sor­okin sleppt úr steininum

Önnu Sorokin, þýskri konu sem þóttist vera erfingi mikilla auðæfa og sótti um árabil veislur yfirstéttarfólks í New York, hefur verið sleppt úr fangelsi. Sorokin var árið 2019 dæmd í fangelsi fyrir umfangsmikinn stuld eftir að hafa svikið rúmlega 200 þúsund Bandaríkjadala, um 25 milljónir króna, úr út bönkum og lúxushótelum.

Breytingin lengi bið­lista og vegi að at­vinnu­réttindum ungra sjúkra­þjálfara

Sjúkraþjálfaranemar gera alvarlegar athugasemdir við þá ákvörðun heilbrigðisyfirvalda að setja strangari skilyrði fyrir niðurgreiðslu sjúkraþjálfunar. Andrea Þórey Hjaltadóttir, mastersnemi í sjúkraþjálfun, segir breytinguna vega að atvinnuréttindum nýútskrifaðra sjúkraþjálfara og ýta undir að þeir leiti sér vinnu erlendis á sama tíma og langir biðlistar eru eftir þjónustu þeirra á Íslandi.

Trump mun veikari vegna Covid-19 en gefið var upp

Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, var mun veikari vegna Covid-19 í október síðastliðnum en gefið var upp opinberlega. Hann var með mjög lág súrefnisgildi í blóði á einum tímapunkti og lungnavandamál sem talið var tengjast lungnabólgu vegna kórónuveirunnar.

Bein útsending: Fjárfestingar Reykjavíkur og fyrirtækja borgarinnar

Kynningarfundur um Græna planið og fjárfestingu Reykjavíkur og fyrirtækja borgarinnar fer fram í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgunsárið. Fundurinn hefst klukkan 9 og er gert ráð fyrir að hann standi í hálfa aðra klukkustund. Fundinum er streymt hér að neðan.

Rafbíladagar í Öskju

Rafbílardagar hófust hjá Öskju í gær og standa yfir til 20. febrúar. Þar verður lögð áhersla á veglegt framboð 100% rafbíla, tvinn- og tengiltvinnbíla frá Mercedes-Benz, Kia og Honda.

Hertar sótt­varna­að­gerðir í Mel­bour­ne

Ástralska stórborgin Melbourne er á leið í fimm daga lokun vegna kórónuveirunnar en í gær kom upp smit í borginni þar sem þrettán greindust á hóteli í borginni sem notað hefur verið sem sóttvarnahús.

Tjónið í HÍ metið á annan milljarð króna

Sérfræðingar hafa áætlað að tjónið vegna vatnslekans sem varð í Háskóla Íslands í janúar sé á annan milljarð króna. Er meðal annars horft til mikilla skemmda á húsgögnum og raflögnum við mat á tjóninu.

Lögmenn Trumps ljúka málflutningi sínum á morgun

Verjendur Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í réttarhöldunum yfir honum í öldungadeild Bandaríkjaþings, segjast ætla að klára málflutning sinn á morgun, föstudag. Það þýðir að lögmannateymi hans mun aðeins nýta sér tæpa tvo daga til þess að flytja mál sitt fyrir þinginu.

Sjá næstu 50 fréttir