Fleiri fréttir

Hakkari reyndi að eitra fyrir heilli borg

Embættis- og löggæslumenn í Pinellassýslu í Flórída í Bandaríkjunum tilkynntu í kvöld að hakkari hefði náð stjórn á tölvukerfi vatnshreinsistöð borgarinnar Oldsmar og reynt að eitra fyrir borgarbúum.

Virknin gegn suður-afríska af­brigðinu að­eins tíu prósent

Niðurstöður rannsóknar vísindamanna á virkni bóluefnis AstraZeneca gegn suður-afríska afbrigði kórónuveirunnar benda til þess að það veiti aðeins tíu prósenta vernd gegn afbrigðinu. Það er mun minna en vonir stóðu til en upphaflega var vonast til að verndin yrði í það minnsta sextíu prósent.

Bandarískur þingmaður deyr eftir að hafa greinst með Covid-19

Bandaríski þingmaðurinn Ron Wright, dó í gær. Þingmaðurinn tilkynnti í lok síðasta mánaðar að hann hefði greinst með Covid-19, sem nýja kórónuveiran veldur. Hann var 67 Repúblikani frá Texas og hafði glímt við aðra heilsukvilla að undanförnu og þar á meðal lungnakrabbamein.

„Þetta rændi æsku minni og það er þessu fólki að kenna“

Stúlka, sem ólst upp við vanrækslu og ofbeldi móður án eiginlegra afskipta barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi, fagnar gagnrýnum úrskurði Barnaverndarstofu um slæleg vinnubrögð á Nesinu. Hún ætlar að berjast fyrir því að börn geti treyst kerfinu.

Skotinn til bana við upptöku Youtube-hrekks

Lögreglan í Nashville í Bandaríkjunum hefur til rannsóknar atvik þar sem ungur maður var skotinn til bana við að taka upp hrekk sem til stóð að birta á Youtube. Maðurinn og vinur hans þóttust ætla að ræna annan mann sem hélt að um raunverulegt rán væri að ræða og dró upp byssu.

„Þessir menn voru ó­trú­legar mann­eskjur“

„Ég er búinn að bíða með að skrifa þessa færslu í þeirri veiku von um að vinir mínir gætu enn verið á lífi. En það eru núna fjórar nætur síðan ég var með Ali Sadpara, John Snorra og JP Mohr í þriðju búðum á K2 og það hefur ekkert heyrst frá þeim síðan þeir lögðu af stað á toppinn.“

Allt í loft upp á Grænlandi eftir að Kielsen missti þingmeirihlutann

Landsstjórn Grænlands missti í dag meirihluta sinn á grænlenska þinginu þegar einn þriggja stjórnarflokka, Demokraterne, tilkynnti óvænt að hann hefði sagt skilið við stjórnina. Formaður Demokraterne, Jens Frederik Nielsen, krafðist þess jafnframt að efnt yrði til nýrra þingkosninga.

Þyrftu alltaf að reyna á hjarðónæmi burtséð frá Pfizer-rannsókn

Sóttvarnalæknir segir lyfjafyrirtækið Pfizer ekki hafa gert kröfu um að landamærin verði opnuð í nafni bóluefnarannsóknar og ekki standi til að stefna heilsu þjóðarinnar í hættu. Slakað verði þó á sóttvarnaaðgerðum á landamærunum þegar bólusetningar eru langt komnar

Svar við bréfi Lilju gefur vonir um meiri ís­lensku hjá Dis­n­ey

Fleiri myndir verða aðgengilegar með íslenskri talsetningu og texta á streymisveitunni Disney+ eftir nokkra mánuði. Þetta kemur fram í svari Hans van Rijn, yfirmanns Disney á Norðurlöndunum, við erindi Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra.

Saka Demókrata um pólitískt sjónarspil með ákærunni gegn Trump

Lögmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, segja það fara gegn stjórnarskrá að rétta yfir fyrrverandi forseta fyrir meint embættisbrot, eftir að hann fer úr embætti. Þeir segja ákæru fulltrúadeildarinnar vera „pólitískt sjónarspil“ og saka Demókrata um að reyna að nota árásina á þinghúsið þann 6. janúar í pólitískum tilgangi.

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við sóttvarnalækni um bóluefnarannsókn Pfizer en þrátt fyrir háværan orðróm tekur hann fyrir að samningur eða samningsdrög liggi fyrir.

Viðreisn stillir upp á lista

Þrjú landshlutaráð Viðreisnar hafa ákveðið að nota uppstillingu við skipan á framboðslista. Enn á eftir að taka ákvörðun um hvernig skal raðað á lista í tveimur kjördæmum.

Helga Guðrún býður sig fram gegn Ragnari Þór

Helga Guðrún Jónasdóttir, stjórnmála- og fjölmiðlafræðingur, býður sig fram til formanns stéttarfélagsins VR gegn sitjandi formanni, Ragnari Þór Ingólfssyni. Þetta tilkynnti Helga Guðrún nú síðdegis. 

Ríkið sýknað af kröfu Grundar og Hrafnistu um greiðslu húsa­leigu

Hæstiréttur hefur staðfest dóma Landsréttar þar sem ríkið er sýknað af kröfum hjúkrunarheimilisins Grundar, dvalarheimilisins Áss og Hrafnistu um að ríkið skuli greiða heimilunum endurgjald fyrir fasteignir sem þau lögðu undir starfsemi sína á árunum 2013-2016.

Vonast enn eftir kraftaverki á K2

Einn skipuleggjenda leitarinnar að fjallagörpunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, sem saknað hefur verið á fjallinu K2 í rúma þrjá sólarhringa, segist enn vonast eftir kraftaverki. Hann segir mikla sorg ríkja í Pakistan vegna málsins en Ali Sadpara er einn farsælasti fjallagarpur í sögu landsins.

Þorvaldur telur að Benedikt eigi að segja af sér

Þorvaldur Gylfason prófessor telur einsýnt að Benedikt Bogason forseti Hæstaréttar eigi að segja af sér eftir að hann tapaði meiðyrðamáli gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni lögmanni.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum okkar fjöllum við um leitina að John Snorra Sigurjónssyni sem saknað er á K2 en leitin hefur enn engan árangur borið og fer vonin dvínandi um að hann og félagar hans finnist á lífi.

„Það bjargar enginn heiminum einn“

Ungir þáttastjórnendur kynna sér heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun í nýrri þáttaröð á KrakkaRÚV, HM30,  sem framleidd í samstarfi við forsætis- og utanríkisráðuneytið.

Netanyahu segist sak­laus af á­sökunum um spillingu

Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segist saklaus af ásökunum um spillingu. Mál hans hefst að nýju fyrir dómi í dag en aðeins sex vikur eru þar til kjósendur ganga til þingkosninga.

Hyundai Nexo er Nýorkubíll ársins að mati GQ

Tímaritið GQ í Bretlandi veitti í vikunni Hyundai Nexo verðlaunatitilinn Nýorkubíll ársins 2021 (Alternative Energy Car of the Year) á árlegu verðlaunahátíð sinni í London. Í umsögn dómnefndar er Hyundai hrósað fyrir sína djörfu einstöku þróunarleið sem farin var við hönnun aflgjafa Nexo og sem fáir aðrir framleiðendur hafi fetað við þróun nýrra orkugjafa fyrir samgöngur.

Þúsundir mótmæla í Mjanmar

Enn er mótmælt á götum Mjanmar eftir að her landsins tók völdin og hneppti lýðræðislega kjörna fulltrúa í varðhald, þar á meðal leiðtogann Aung San Suu Kyi.

Leit heldur áfram á K2 í dag

Leit að fjallgöngumönnunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr á K2 verður fram haldið í dag, þriðja daginn í röð. Umfangsmikil leit sem fram fór á laugardag og sunnudag bar ekki árangur.

Þessar breytingar á sam­komu­banni tóku gildi á mið­nætti

Ný reglu­gerð heil­brigðis­ráð­herra um sam­komu­tak­markanir vegna kórónu­veirufar­aldursins tók gildi á mið­nætti en í breytingunum felst meðal annars að krám, skemmti­stöðum og spila­kassa­sölum verður heimilt að opna á ný að upp­fylltum skil­yrðum.

Sjá næstu 50 fréttir