Fleiri fréttir

Spurning um óbreytt ástand eða ekki

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir þróun undanfarinna daga sýna hversu lítið þurfi til svo bakslag komi í baráttuna við kórónuveiruna. Hann er nú að vinna að nýju minnisblaði til ráðherra, en segir ekki í spilunum að fara að herða aðgerðir.

TF-GRO út­kalls­hæf á ný

Flugvirkjar hafa lokið skoðun á TF-GRO, þyrlu Landhelgisgæslunnar. Reglubundinni skoðun lauk í kvöld og er þyrlan því orðin útkallshæf á ný samkvæmt tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Bent á að leita til prests skömmu áður en æxlið fannst

Lögfræðingur fjölskyldu konu, sem lést úr leghálskrabbameini í haust, hefur óskað eftir ítarlegri greiningu Landlæknis á leghálssýnum sem voru tekin hjá Krabbameinsfélaginu 2016 og 2018. Þá hefur verið kvartað undan heilbrigðisþjónustu á heilsugæslunni en heimilislæknir benti konunni í tvígang á að leita til prests réttur áður en æxlið fannst.

Búast við nýju fjölmiðlafrumvarpi

Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að reynt hafi verið að ná samkomulagi milli stjórnarflokkanna um fjölmiðlafrumvarpið sem menntmálaráðherra lagði fram á síðasta ári og fjallar um opinberan fjárstuðning til einkarekinna fjölmiðla. Nú sé búist við að nýtt frumvarp verði lagt fram.  

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldréttum okkar segjum við frá því að sjö ára íslenskur drengur hafi veikst lífshættulega nú í haust af alvarlegri bráðabólgu sem tengist Covid-19.

Þýðingarmikil vika fyrir viðræðurnar

Samninganefndir Breta og Evrópusambandsins munu halda viðræðum sínum áfram í vikunni í von um að ná samningi. Bretar verða ekki aðilar að innri markaði Evrópusambandsins eftir áramót, en þeir yfirgáfu sambandið formlega þann 31. janúar síðastliðinn.

Þórólfur, Drífa og Halldór í Víglínunni

Aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins, bólusetningar og alvarleg staða á vinnumarkaði eru á meðal mála sem verða til umræðu í Víglínunni, þjóðmálaþætti Stöðvar 2 í dag.Sunna Sæmundsdóttir fréttamaður fær til sín þau Þórólf Guðnason, sóttvarnalækni, Drífu Snædal, forseta ASÍ og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, og ræðir við þau um þessi mál og önnur í þættinum.Víglínan hefst klukkan 17:40 og er í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi.

Ekkert prófkjör hjá Samfylkingunni í Reykjavík

Samfylkingin í Reykjavík kallar eftir tilnefningum fyrir framboðslista flokksins í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar á næsta ári. Ákveðið hefur verið að listi verði ákvarðaður með uppstillingu en ekki prófkjöri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samfylkingunni í Reykjavík.

Komu manni til hjálpar sem villtist á Bláfjallasvæðinu

Fyrir nokkrum mínútum síðan, laust eftir klukkan fjögur í dag, voru björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu kallaðar út vegna manns sem er týndur á Bláfjallasvæðinu. Þetta staðfestir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, í samtali við Vísi.

Liðs­menn Boko Haram grunaðir um hrotta­leg morð á tugum bænda

Uppreisnarmenn úr röðum Boko Haram eru grunaðir um að hafa myrt að minnsta kosti 43 almenna borgara, aðallega bændur og sjómenn, í Borno-ríki í norðurhluta Nígeríu í dag. Fórnarlömbin voru að sinna störfum sínum við hrísgrjónauppskeru þegar árásin var gerð í dag, daginn sem íbúar í Garin Kwashebe í Borno-ríki gengu til sveitarstjórnakosninga í fyrsta sinn í 13 ár.

Kínverjar reyni að endurskrifa sögu Covid-19

Um ári eftir að nýja kórónuveiran stakk fyrst upp kollinum í Wuhan í Kína er útlit fyrir að ráðamenn í Kína séu að reyna að endurskrifa sögu veirunnar og Covid-19, sjúkdómsins sem hún veldur. Ríkismiðlar Í Kína hafa fjallað ítarlega um það að veiran hafi fundist utan landamæra Kína fyrir desember í fyrra.

Bylting ef bólu­efnið lukkast vel: „Þetta er al­gjör­lega ný nálgun“

Tæknin við þróun mRNA-bóluefnisins, sem þau fyrirtæki sem standa hvað fremst við þróun bóluefnis gegn covid-19 eru að nota, er byltingarkennd ef vel tekst til. Þetta segir Magnús Gottfreðsson smitsjúkdómalæknir. Hann kveðst fullviss um að þrátt fyrir að þróun bóluefnis hafi gengið afar hratt fyrir sig að ekkert verði slegið af kröfum um gæði bóluefnisins áður en það fer í umferð. Aðferðin sem notuð er við prófun bóluefnis sé hugsuð til þess að hámarka árangur og lágmarka áhættu.

„Hugsunin góð“ hjá Páli en hefði viljað ganga lengra

Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar og Benedikt Jóhannesson, stofnandi Viðreisnar og fyrrverandi fjármálaráðherra, mættust í umræðu um sjávarútveg í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.

Kjaftshögg á Kirkjubæjarklaustri

Sandra Brá Jóhannesdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps segir það kjaftshögg fyrir íbúa sveitarfélagsins að Krónan ætli að loka Kjarvalsverslun sinni á Kirkjubæjarklaustri um áramótin.

Segir forgangsröðun bólusetninga skringilega, elstir eigi að fara fyrst

Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur forgangsröðun í bólusetningu skringilega þar sem 60 ára og eldri eru í sjötta sæti forgangslista. Hann leggur til að 85 ára og eldri verði bólusettir fyrst því þeir séu í mestri hættu ef þeir veikjast. Hann telur að heilbrigðisráðherra muni líta til þessa.

„Ætlum að stytta biðtíma og álag á bráðadeild“

Stytta á biðlista og minnka álag á bráðamóttöku Landspítalans með fjölda umbótaverkefna en búist er við að þeim ljúki í febrúar á næsta ári. Yfirlæknir bráðaþjónustu spítalans segir að mikil ásókn sé í störf á deildinni.

Batakveðjur streyma til Víðis en sumir hneykslaðir

Óhætt er að segja að frásögn Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns á Facebook af því hvernig hann smitaðist af Covid-19 á dögunum hafi vakið mikla athygli. Langflestir þakka Víði fyrir hreinskilna frásögn en þó eru ýmsir sem gera athugasemdir við gestagang á heimili hans. Víðir lækar allar athugasemdir fólks, gagnrýnar sem hugulsamar.

Segir Kára vega ómaklega að sér

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir tölur dagsins á svipuðum nótum og undanfarið. Sveiflur geti orðið á milli daga og ekki megi draga of sterkar ályktanir af einum degi.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Tíu greindust með kórónu­veiruna innan­lands í gær og voru átta manns í sóttkví við greiningu. Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður rætt við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni sem segir ómaklega að sér vegið með gagnrýni um að fólk hafi orðið kærulaust vegna yfirlýsinga sóttvarnayfirvalda. 

Tíu greindust með veiruna innanlands í gær

Tíu greindust með covid-19 innanlands í gær og þar af voru átta í sóttkví. Nú eru 187 í einangrun með covid-19 hér á landi og fækkar þeim milli daga sem eru með virkt smit. Alls voru tekin 965 sýni í gær og eru nú 667 í sóttkví.

Bíræfnir þjófar stálu jólunum

Bíræfnir þjófar tóku sig nýverið til og stálu um 300 jólatrjám frá fjölskyldufyrirtæki í London Bretlandi. Það var gert kvöldið áður en bræðurnir sem eiga fyrirtækið ætluðu að opna það aftur í fyrsta sinn í marga mánuði. Þeir segja um mikið áfall að ræða.

Rúmlega fjórar milljónir hafa smitast í Bandaríkjunum í nóvember

Heildarfjöldi þeirra sem smitast hafa af Covid-19 í Bandaríkjunum í nóvember fór yfir fjórar milljónir í gær. Í október smituðust 1,9 milljónir manna. Óttast er að ástandið muni versna verulega vegna mikilla ferðalaga Bandaríkjamanna í tengslum við Þakkargjörðahátíðina og mikillar mannmergðar í verslunum.

Bein útsending: Bóluefni, börn og sjávarútvegur

Magnús Gottfreðsson smitsjúkdómalæknir ræðir nýju bóluefnin við Covid-19, þróun þeirra og mögulega áhættu. Einnig verður rætt um málefni barna í skólakerfinu sem ekki eiga aðgang að aðstoð sálfræðinga og sérkennara en auk þess verður rætt um sjávarútveg og fleira.

Dularfulla súlan er horfin

Hin dularfulla málmsúla sem fannst nýverið í eyðimörk Utah í Bandaríkjunum hefur verið fjarlægð. Embættismenn segjast ekki vita hver fjarlægði súluna sem talið er að hafi verið listaverk.

Segir aðgerðum í Tigray lokið

Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu segir að stjórnarher landsins stjórni nú að fullu Mekelle, höfuðborg Tigrayhéraðs. Hann segir einnig að hernaðaraðgerðum gegn Frelsishreyfingunni, sem stjórnað hafa héraðinu, sé lokið.

Fór inn í bíl og rændi ökumann

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um rán í Laugardalnum þar sem maður fór inn í bíl, ógnaði ökumanni og hafði á brott muni í eigu ökumannsins. Þá varð slys í Garðabæ þar sem tveir bílar skullu saman og urðu báðir óökufærir.

Tak­markanir nauð­syn­legar svo sjúkra­húsin ráði við far­aldurinn

Breski ráðherrann Michael Gove hefur varað við því að án áframhaldandi takmarkana gæti álagið á sjúkrahús landsins orðið þeim ofviða. Núverandi takmarkanir eru í gildi til 2. desember, en hertar svæðisbundnar aðgerðir taka þá gildi sem hugnast ekki öllum þingmönnum Íhaldsflokksins.

Fagnar sigri og biður þolendur ofbeldis að gefast ekki upp

Rúmlega fimm ára baráttu Rúnu Guðmundsdóttur við kerfið lauk í gær þegar Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi fyrrverandi sambýlismann hennar til þess að greiða henni 1,3 milljónir í skaðabætur vegna heimilisofbeldis. Rúna segir þungu fargi af sér létt, það sé ómetanlegt að kerfið viðurkenni að hún hafi verið beitt ranglæti.

Aðstoðar jólasveina með gjafirnar í desember

Jólasveina hjálparkokkar taka sig saman fyrir jólin og aðstoða jólasveina með skógjafir. Þeir útvega líka gjafir handa börnum þeirra sem eiga ekki sjálfir fyrir þeim.

Gæti misst af öllum prófum eftir smit korter í prófa­törn

Sálfræðinemi við Háskóla Íslands gæti mögulega misst af bæði lokaprófum og sjúkraprófum eftir að hún greindist með kórónuveirusmit í dag, fari svo að hún mælist enn með veiruna eftir tvær vikur. Jafnvel þó hún gæti mætt í sjúkrapróf er alls óvíst að undirbúningurinn verði fullnægjandi þar sem einkennin gera lesturinn erfiðari en ella. Umrædd próf eru öll staðpróf.

Sprenging í útflutningi á íslenskum hestum

Sjaldan eða aldrei hafa eins margir íslenskir hestar verið seldir úr landi eins og það sem af er árinu 2020. Vinsælir stóðhestar eru meðal hesta, sem hafa verið seldir eins og Kveikur frá Stangarlæk og Styrkur frá Leysingjastöðum.

Fimm úr nær­um­hverfi Víðis og eigin­konu hans smituð

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er nú á fjórða degi veikinda eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit. Hann segir daginn í dag vera skárri en í gær, en þá voru þau hjónin verulega slöpp. Að minnsta kosti fimm aðrir úr þeirra nærumhverfi hafa greinst með veiruna.

Björguðu veiðimanni úr sjálfheldu

Björgunarsveitir voru kallaðar út um klukkan 14 í dag þegar beiðni barst frá veiðimanni sem var í sjálfheldu. Maðurinn var staðsettur við Skaftá nærri Kistufelli á Suðurlandi, en hann hafði verið á veiðum ásamt öðrum manni.

Telur skilaboð sóttvarnayfirvalda hafa valdið kæruleysi

Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur að skilaboð sóttvarnayfirvalda fyrir nokkrum vikum hafi mögulega valdið því að fólk hafi byrjað að slaka of mikið á. Hann segir mikilvægt að ekki sé spáð í framtíðina þegar um svo ótúreiknanlegan faraldur sé að ræða. Ekki sé rými fyrir tilslakanir fyrr en á næsta ári.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum okkar ræðum við við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, sem segir segir þróun kórónuveirufaraldursins síðustu daga frekar ískyggilega. Hann telur að sóttvarnaryfirvöld hafi yfirhöfuð staðið sig vel en brugðist bogalistinn síðustu vikur og gefið fólki vonir um tilslakanir.

Maðurinn er fundinn

Rétt fyrir klukkan fimm í dag voru björgunarsveitir kallaðar út á höfuðborgarsvæðinu vegna göngumanns sem er villtur nálægt Móskarðshnjúkum. Maðurinn náði sjálfur að tilkynna að hann hefði villst af leið.

Segir Víði hressari í dag en í gær

Rögnvaldur Ólafsson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir Víði Reynisson vera aðeins hressari í dag en í gær. Víðir greindist með covid-19 í vikunni en Rögnvaldur, sem er staðgengill Víðis, heldur góðu sambandi við hann reglulega.

Hólmfríður sækist eftir þingsæti Ara Trausta

Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri í Sandgerðisskóla, ætlar að gefa kost á sér til að leiða lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Þannig hyggst Hólmfríður sækjast eftir sæti Ara Trausta Guðmundssonar, 5. þingmanns Suðurkjördæmis, sem hefur gefið það út að hann hyggist ekki sækjast eftir að gegna áframhaldandi þingmennsku á næsta kjörtímabili.

Makaskipti mömmu tíð og verst þegar um ofbeldismenn var að ræða

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segir að ekki eigi að svipta börn bernskunni og sakleysi þeirra. Hann sjálfur þekkir það að alast upp við erfiðar aðstæður og segir málefni barna mikið áherslumál hjá honum og vonast hann til að hjálpa öðrum að glíma við sambærilegar aðstæður og hann upplifði.

Sjá næstu 50 fréttir