Fleiri fréttir

Sjó­próf vegna hóp­smitsins á Júlíusi Geir­munds­syni

Ákveðið var að sjópróf skyldi fara fram vegna hópsýkingar kórónuveiru um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni þegar mál vegna þess var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Stéttarfélög áhafnarinnar fóru fram á sjópróf.

Nánasti ráðgjafi Johnson hverfur strax á braut

Dominic Cummings, einn nánasti ráðgjafi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, lét skyndilega af störfum í dag. Áður hafði verið greint frá því að Cummings hyrfi á braut fyrir jól í kjölfar deilna um innri málefni ráðuneytisins.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Rannsókn á hópsýkingunni á Landakoti, væntanlegar tilslakanir á sóttvarnaaðgerðum og tendrun ljósa á Jólakettinum í Reykjavík verður á meðal efnis kvöldfrétta Stöðvar 2 í kvöld.

Bandsjóðandi reið út í rektor sem geri lítið úr stúdentum

„Rétt í þessu ákvað rektor að tala niður til allra stúdenta Háskóla Íslands með því að segja þeim að hætta að vera dramatísk og hugsa bara aðeins. Án djóks hvað er þetta annað en að gera lítið úr raunverulegum áhyggjum einstaklinga?“

Saka Rússa og Kóreumenn um að reyna að stela gögnum um bóluefni

Tölvuþrjótar á vegum yfirvalda í Rússlandi og Norður-Kóreu hafa reynt að stela mikilvægum gögnum frá lyfjafyrirtækjum og öðrum sem koma að mikilvægri þróun bóluefna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Microsoft þar sem fram kemur að flestar árásirnar hafi ekki heppnast.

„Ég veit bara ekki hvað hún amma mín hefði sagt“

Stuðningsfólk senegölsku fjölskyldunnar, sem að óbreyttu á að vísa úr landi, afhentu dómsmálaráðherra undirskriftarlista fyrir hádegi sem tæplega tuttugu og eitt þúsund manns höfðu skrifað undir þar sem brottvísuninni er mótmælt.

Landsmenn komast loksins í klippingu

Formaður Félags hársnyrtisveina fagnar því að hársnyrtifólk geti hafið störf á ný og væntir þess að brjálað verði að gera næstu vikurnar.

Átta greindust innan­lands

Átta greindust með kórónuveiruna innan­lands í gær. Ekki hafa svo fáir greinst á einum degi síðan 14. september. Einungis tveir af þessum átta sem greindust voru í sóttkví.

Loka fyrir hringaksturinn á bíla­stæðinu næst Laugum

Framkvæmdir standa nú yfir við innkeyslu á bílastæðið næst World Class Laugum í Laugardal sem ætlað er að bæta umferðaröryggi. Eftir breytingar verður almennum stæðum þar fækkað og lokað fyrir hringakstur.

Repúblikanar pirraðir yfir áhugaleysi Trumps

Repúblikanar hafa ítrekað kallað eftir því að Donald Trump, forseti, hjálpi þeim í kosningabaráttunni fyrir aukakosningarnar til öldungadeildarinnar í Georgíu. Hann hefur þó hvorki tjáð sig um kosningarnar né stefnir hann á að fara til Georgíu og taka þátt í baráttunni.

Segja Biden hafa unnið í Arizona

Joe Biden var í nótt lýstur sigurvegari í Arizona sem skilar honum ellefu kjörmönnum og hefur hann nú náð 290 kjörmönnum en 270 þarf til að tryggja sér embættið.

Kviknaði í kertaskreytingu

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fór í tvö verkefni á dælubíla síðasta sólarhringinn og var annað þeirra fyrsta kertaskreyting ársins, eins og það er orðað í færslu slökkviliðsins á Facebook.

Mun á­fram stýra landinu næstu fimm árin

Landskjörstjórn í Mjanmar staðfesti í morgun að Lýðræðislega þjóðarbandalagið, flokkur Aung San Suu Kyi, hafi tryggt sér nægilega mörg þingsæti til að stýra landinu næstu fimm árin. Kosningar fóru fram í landinu síðasta sunnudag.

Sjá næstu 50 fréttir