Fleiri fréttir

Fyrir hvellinn

Á bakvið harmleikinn sem átti sér stað í Beirút í ágúst leynist myrkur, gegnsýrandi harmleikur sem hófst árið 2013 og er útskýringin fyrir því hvernig 2.750 tonn af sprengifimu ammóníumnítrati komust í þessa örlagaríku vöruskemmu á hafnarsvæði borgarinnar.

Gular viðvaranir á Suður- og Suðausturlandi

Varað er við austan- og norðaustan hvassviðri eða stormi á landinu sunnan- og suðaustanverðu í dag. Gular viðvaranir verða í gildi fyrir landshlutana langt fram á kvöld. Vindstyrkur gæti náð allt að 35 metrum á sekúndu í hviðum við fjöll í Öræfum.

Forseti Póllands smitaður af kórónuveirunni

Andrzej Duda, forseti Póllands, er smitaður af nýju afbrigði kórónuveirunnar. Talsmaður forsetans segir honum líða vel en að hann sé nú kominn í einangrun. Mikil fjölgun hefur orðið í nýjum kórónuveirusmitum og dauðsföllum í landinu upp á síðkastið.

Ný smit í Bandaríkjunum aldrei fleiri

Fleiri en 83.000 manns greindust smitaðir af nýju afbrigði kórónuveirunnar í Bandaríkjunum í gær og hafa þeir aldrei verið jafnmargir frá upphafi faraldursins. Landlæknir Bandaríkjanna segir að innlögnum á sjúkrahús fari fjölgandi en að dánartíðni fari lækkandi vegna betri umönnunar.

Fjögur ungmenni á slysadeild eftir árekstur í Kópavogi

Bíl var ekið gegn rauðu ljósi yfir gatnamót og inn í hlið bifreiðar með fjórum ungmennum undir lögaldri um borð á tólfta tímanum í gærkvöldi. Ungmennin voru flutt á bráðadeild en upplýsingar um meiðsli þeirra liggja ekki fyrir, að sögn lögreglu.

Heimsending á reynsluakstursbílum

Bílaumboðið BL hefur nú tekið upp þá nýbreytni að bjóða viðskiptavinum sem kjósa að fá sendan nýjan reynsluakstursbíl heim að dyrum í stað þess að gera sér ferð í sýningarsali fyrirtækisins við Sævarhöfða, Hestháls eða Kauptún.

Síðasti snjómokarinn og börn á Þingeyri opna Dýrafjarðargöng

Grunnskólabörn á Þingeyri og Gunnar Gísli Sigurðsson, sem mokaði Hrafnseyrarheiði í síðasta sinn síðastliðið vor, verða þau fyrstu sem aka í gegnum Dýrafjarðargöng þegar þau verða opnuð á sunnudag. Athöfninni verður útvarpað og streymt á netinu.

Sýknaður af nauðgun á sam­býlis­konu sinni

Landsréttur sýknaði í dag mann sem var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa nauðgað þáverandi sambýliskonu sinni með því að beita hana ofbeldi og ólögmætri nauðung.

„Þetta er harm­leikur“

Bóndi á bænum Grænumýri á Tröllaskaga, sem sér fram á að þurfa að farga hátt í 1100 fjár vegna riðu sem greindist í hrúti á bænum, segir það harmleik. Samfélagið sé lamað eftir þennan mikla skell.

Nie ma mowy o wstrzymaniu lotów

Pomimo kolejnej grupy zakażonych koronawirusem Polaków, którzy niedawno przylecieli na Islandię nie mówi się o wstrzymaniu lotów z tego kraju.

Breyta þurfi reglugerð um einkennisfatnað lögreglumanna

Ríkislögreglustjóri telur að breyta þurfi reglugerð um einkennisfatnað lögreglumanna eftir að fánamálið svokallaða kom upp. Allir lögreglustjórar landsins hafi komið því skýrt á framfæri við lögregluliðin að persónuleg merki á einkennisbúningnum verði ekki liðinn.

Hópsmit á Landakoti

Hópsmit er komið upp á Landakoti og hafa nú alls sextán sjúklingar og sex starfsmenn greinst með veiruna. Landakoti hefur nú verið lokað.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Riðusmit hefur greinst á þremur bæjum á Tröllaskaga til viðbótar við Stóru Akra 1 þar sem smit varð staðfest í vikunni. Skera þarf niður tæplega þrjú þúsund fjár. Rætt verður við sveitastjóra Skagafjarðar í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Bannað að segja fjölmiðlum frá veikindum sínum um borð

Skipverjar á frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni segjast margir hverja hafa verið alvarlega veikir í þriggja vikna túr á miðunum. Þeir hafi verið með mikinn hita, öndunarörðugleika auk fleiri þekktra einkenna Covid-19 sjúkdómsins.

Stefnir í að fella þurfi þrjú þúsund fjár

Sterkur grunur er um riðusmit á þremur bæjum á Tröllaskaga til viðbótar við Stóru Akra 1 þar sem smit varð staðfest í vikunni. Alls er um að ræða tæplega þrjú þúsundur kindur og lömb.

Vopnahlé í Líbíu

Stríðandi fylkingar í Líbíu undirrituðu samkomulag um varanlegt vopnahlé í Sviss í dag.

Dómur mildaður í ljótu líkamsárásarmáli

Landsréttur hefur dæmt Hafstein Oddsson í fjögurra ára fangelsi fyrir líkamsárás í Vestmannaeyjum haustið 2016. Hafsteinn hlaut sex ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Suðurlands í júlí í fyrra en dómurinn var mildaður um tvö ár.

„Mér líður svo illa í skólanum að mig langar að deyja“

Móðir barns sem nýverið hætti í Sjálandsskóla í Garðabæ lýsir grimmu einelti í garð sonar síns í bæjarfélaginu, bæði í skólanum og á íþróttaæfingum hjá Stjörnunni. Svo slæmt var ástandið orðið að sonur hennar hafði orð á því að hann vildi deyja. Hún segir skólakerfið eiga erfitt með að taka á eineltismálum.

Skoða skólp til að finna hópsýkingar fyrr

Níutíu skólphreinsistöðvar um gervallt Bretland munu reyna að greina kórónuveiruna í skólpi í von um að hægt sé að greina staðbundnar hópsýkingar fyrr en áður.

Pipar­úða beitt á hundruð mót­mælenda í Pól­landi

Lögregla í Póllandi beitti piparúða á nokkur hundruð mótmælenda sem höfðu safnast saman á götum Varsjár í gærkvöldi til að mótmæla dómi stjórnlagadómstóls landsins sem bannar þungunarrof vegna fósturgalla.

Ætlar að færa eftirlit með pósti á Sauðárkrók

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, hefur í hyggju að Byggðastofnun taki yfir póstmál, hlutverk sem Póst- og fjarskiptastofnun hefur haft með að gera hingað til.

Erfitt að koma því í nógu sterk orð hvað myndin er ljót

Allir lögreglumenn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru búnir að fjarlægja persónulegar merkingar af búningi sínum að sögn yfirlögregluþjóns. Hann er sorgmæddur yfir því hvernig umræðan um málið hefur þróast.

Telur ríkisstjórnina ætla að keyra öldrunarheimilin í þrot

Forstjóri Grundarheimilanna, dvalar- og hjúkrunarheimila fyrir aldraða, segir ríkisstjórnina viljandi svelta öldrunarheimilin með það að markmiði að rekstrinum verði skilað til ríkisins. Ríkisstjórnin geri allt hvað hún geti til að keyra öldrunarheimilin í þrot.

Sjá næstu 50 fréttir