Bílar

Heimsending á reynsluakstursbílum

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Nú er hægt að fá reynsluaksturinn heimsendan.
Nú er hægt að fá reynsluaksturinn heimsendan.

Bílaumboðið BL hefur nú tekið upp þá nýbreytni að bjóða viðskiptavinum sem kjósa að fá sendan nýjan reynsluakstursbíl heim að dyrum í stað þess að gera sér ferð í sýningarsali fyrirtækisins við Sævarhöfða, Hestháls eða Kauptún.

Lánstíminn er eins og venja er varðandi reynsluakstur nýrra bíla og ákveðinn í samráði við viðkomandi söluráðgjafa hverju sinni segir í fréttatilkynningu frá BL vegna þessarar nýbreytni í þjónustu. Auk þess sem BL býður upp á heimsendingu á reynsluakstursbílum býðst viðskiptavinum einnig að fá söluskoðun og verðmat á núverandi heimilisbíl meðan á reynsluakstrinum stendur.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.