Fleiri fréttir

Tók upp samfarir í heimildarleysi

Karlmaður nokkur hefur verið dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa brotið gegn blygðunarsemi konu aðfaranótt laugardagsins 29. desember 2018 á heimili hans.

Metfjöldi nýsmitaðra og látinna í Rússlandi

Alls greindust 13.868 smitaðir af Covid-19 í Rússlandi í gær og hafa þeir aldrei verið fleiri á einum degi. Þá dóu 244 og hafa þeir sömuleiðis aldrei verið fleiri frá því heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hófst

„Við erum ekki farin að sjá toppinn á þessu ennþá“

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, telur að fjöldi þeirra sem greindust smitaðir með kórónuveiruna í gær sé svipaður þeim fjölda sem greindist fyrir helgi, eða um 90 manns.

Eldar í hlíðum Kilimanjaro

Fólk í grennd við fjallið Kilimanjaro vinnur nú að því að ráða niðurlögum gróðurelda sem geisa í hlíðum þessa hæsta fjalls Afríku.

Afhentu fyrsta Honda e rafbílinn

Fyrstu eintök verðlaunabílsins Honda e eru komin til landsins og afhendingar hafnar til kaupenda sem beðið hafa komu bílsins með mikilli eftirvæntingu.

Dóms að vænta í grófu nauðgunarmáli

Aðalmeðferð lauk í síðustu viku í grófu kynferðisbrotamáli í Héraðsdómi Reykjavíkur. Meint brot átti sér stað í ágúst 2008 í hótelherbergi utan landsteinanna. 

Rændi bensínstöð og komst undan á rafskútu

Einn var handtekinn eftir að hafa stolið vörum og ráðist á starfsmann á bensínstöð í miðbæ Reykjavíkur. Hann komst undan á rafskútu en lögreglan hafði hendur í hári hans síðar.

Greindist tvisvar með Covid-19

Bandarískur karlmaður hefur greinst tvisvar með Covid-19 og voru einkennin mun verri í síðara skiptið sem hann veiktist. Læknar vestanhafs greindu frá þessu í gær.

Kynna rafknúnar vetnisvélar sem leið til orkuskipta í flugi

Dash 8-flugvélum, eins og þeim sem notaðar eru hérlendis í innanlandsfluginu, verður hægt að fljúga á mengunarlausu vetni eftir fjögur ár í stað flugvélabensíns, nái áform bandarísks fyrirtækis fram að ganga. Flugvélaframleiðendur horfa nú til vetnis sem milliorkugjafa fyrir rafknúnar flugvélar.

Heróínneysla færst í aukana í faraldrinum

Minna framboð er af lyfseðilsskyldum lyfjum á svörtum markaði og fólk virðist farið að sækja í heróín. Kórónuveirufaraldurinn hefur haft margvísleg áhrif í för með sér, að sögn verkefnastýru Frú Ragnheiðar. 

Skóla­starf á Co­vid-tímum í for­gangi

Skólastarf er í forgangi í samfélaginu að sögn Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra og er lagt mikið kapp á að halda skólastarfi úti eins öruggu og öflugu og kostur er.

Uppsagnir á Þingvöllum

Átta landvörðum og einum verkefnisstjóra hjá Þjóðgarðinum á Þingvöllum var sagt upp í morgun. Tilkynng var um uppsagnirnar á starfsmannafundi í morgun að sögn þjóðgarðsvarðar. 

Facebook bannar efni sem afneitar helförinni

Samfélagsmiðlarisinn Facebook hefur ákveðið að banna hjá sér deilingar á efni sem inniheldur þá söguskoðun að helförin hafi ekki átt sér stað eða breytir viðteknum söguskoðunum um hana.

Evrópu­sam­bandið hyggst beita Rúss­land þvingunum

Utanríkisráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins eru sagðir styðja tillögu Frakklands og Þýskalands um að beita Rússland viðskiptaþvingunum vegna eitrunar Alexeis Navalny, helsta stjórnarandstæðings rússneskra yfirvalda.

Þrír hundar mannsins brunnu inni í húsbílnum

Karlmaðurinn sem lést í eldsvoða í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu á föstudagskvöld bjó þar á meðan hann safnaði sér fyrir landi þar sem hann langaði til að búa með hundunum sínum þremur.

50 Diagnosed With Coronavirus Yesterday

50 people were diagnosed with coronavirus domestically yesterday, Vísir reported this morning. Of these, 33 were in quarantine at the... The post 50 Diagnosed With Coronavirus Yesterday appeared first on The Reykjavik Grapevine.

Fannst látinn í gámi í Kópavogi

Karlmaður fannst látinn í söfnunargámi Rauða krossins snemma í morgun. Þetta herma heimildir fréttastofu. Talið er að maðurinn hafi fest sig í gámnum.

Hundruð mótmælenda handtekin í Minsk

Lögreglan beitti kylfum, háþrýstidælum og öðrum leiðum til að brjóta upp mótmæli fólks sem krefst nýrra forsetakosninga. Myndefni frá þarlendum fjölmiðlum sýndi grímuklædda lögregluþjóna draga mótmælendur í ómerkta sendibíla og berja þá með kylfum á götum Minsk, höfuðborgar Hvíta-Rússlands.

Óánægja meðal nemenda að þurfa nú í verknám

Háskólinn á Akureyrir ráðleggur fólki í hjúkrunarfræðinámi við skólann að klára verklegt nám  sem nú stendur yfir að sögn fulltrúa nemendaráðs innan hjúkrunarfræðisviðs skólans. Afar misjafnar skoðanir eru meðal nemenda með tímasetninguna vegna tilmæla sóttvarnalæknis.

Sjá næstu 50 fréttir