Fleiri fréttir

108 konur kallaðar til frekari skoðunar

Krabbameinsfélagið hefur lokið við endurskoðun tæplega 3300 af 6000 sýnum sem rannsaka á sérstaklega vegna alvarlegs atviks sem uppgötvaðist í sumar.

Fyrirsæta sakar Bandaríkjaforseta um kynferðisárás

Fyrrverandi fyrirsæta sakar Donald Trump Bandaríkjaforseta um að hafa ráðist á hana kynferðislega á opna bandaríska tennismótinu fyrir tæpum aldarfjórðungi. Konan lýsir því að árásin hafi valdið henni ógleði og henni hafi fundist á sér brotið.

Engar ábendingar um dvalarstað fjölskyldunnar

Formleg leit er enn ekki hafin að Khedr-fjölskyldunni sem stóð til að vísa úr landi í gær. Samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkislögreglustjóra er verið að meta næstu skref. Yfirvöld vita enn ekki hvar þau eru niðurkomin og ekki hafa borist ábendingar um dvalarstað þeirra.

Fimm milljóna styrkur í rannsóknir samgönguslysa

Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra mætti í morgun á lögreglustöðina á Selfossi til að undirrita samning um að Lögreglan á Suðurlandi haldi áfram að sinna rannsóknum ökutækja úr alvarlegum umferðarslysum um land allt.

Nítján greindust með veiruna í gær

Nítján kórónuveirusmit greindust hér á landi síðasta sólarhringinn. Þetta staðfestir Thor Aspelund prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands í samtali við Vísi.

Hafi inn­byrt eitrið úr vatns­flösku á hótel­her­bergi

Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní er sagður hafa innbyrt taugaeitrið novichok úr vatnsflösku sem hann drakk úr á hótelherbergi sínu í síberísku borginni Tomsk en ekki á flugvellinum í borginni líkt og áður var talið.

Skúrir og suð­vestan vindur

Veðurstofan spáir suðvestan 5 til 13 metrum á sekúndu og skúrum í dag, en víða léttskýjað austantil á landinu. Hitinn verður á bilinu 7 til 13 stig.

Sally olli miklum flóðum

Hitabeltisstormurinn Sally hefur orsakað rafmagnsleysi hjá hálfri milljón Bandaríkjanna en óveðrinu hafa fylgt gríðarlegar rigningar og flóð.

Börðu par með keðju og rændu snjallúri

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um rán og líkamsárás í Breiðholti. Tilkynningin var frá pari sem hafði nýverið auglýst Apple snjallúr til sölu.

Raf-Hummer með krabbatækni

Nýr raf-Hummer sem kynntur verður í næsta mánuði er ætlað að keppa við Cybertruck frá Tesla. Bíllinn un koma með beygjum á öllum hjólum, hann getur því skriðið til hliðar eins og krabbi.

Styttist í opnun Dýrafjarðarganga

Endaspretturinn er hafinn í lokafrágangi Dýrafjarðarganga og standa vonir til að unnt verði að opna jarðgöngin um miðjan október. Þau leysa Hrafnseyrarheiði af hólmi og stytta vesturleiðina milli Ísafjarðar og Reykjavíkur um 27 kílómetra.

Aðalsteinn endurvekur vöffluhefðina

Vöffluilmur var í Karphúsinu í dag í fyrsta skipti í langan tíma. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari stóð vaktina og bakaði vöfflur í tilefni þess að samninganefndir Landssambands lögreglumanna og ríkissins skrifuðu undir kjarasamninga eftir langar viðræður.

Vill klára viðræður áður en samningar renna út

Vonir standa til þess að fækka megi fundum í kjaraviðræðum, stytta þær og gera skilvirkari með skýrslum kjaratölfræðinefndar. Í þeim má finna heildstæða samantekt á gildandi kjarasamningum, síðustu launabreytingum og hvaða áhrif þær hafa haft á mismunandi hópa. Atriði sem jafnan hafa verið deilumál áður en eiginlegar viðræður hefjast.

Telur líkur á að næsta bylgja verði verri

Kári Stefánsson telur möguleika á hertum aðgerðum. Það sé þó ekki hans að ákveða. Hann segir þriðja afbrigði veirunnar hafa greinst fyrir skemmstu en það hafi náðst að kveða það niður. Hann telur líkur á að ný bylgja veirunnar verði mögulega verri en sú sem glímt var við um verslunarmannahelgina.

Sjá næstu 50 fréttir