Fleiri fréttir

Utan­ríkis­ráð­herra Pól­lands hættir

Jacek Czaputowicz hefur sagt af sér embætti sem utanríkisráðherra Póllands. Afsögnin kemur á sama tíma og pólsk stjórnvöld þrýsta á að taka að leiðandi hlutverk í viðbrögðum Evrópusambandsins vegna ástandsins í nágrannalandinu Hvíta-Rússlandi.

Ánægður með stuðning hættulegra samsæringa

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir ánægju með hreyfingu sem kallast Qanon, sem byggir á innihaldslausum samsæriskenningum og Alríkislögregla Bandaríkjanna segir að ógn stafi af.

Rafræn kennsla lögð til grundvallar í HÍ

Nemendum og starfsfólki Háskóla Íslands hefur verið tilkynnt að rafræn kennsla verði lögð til grundvallar á komandi önn, þó með möguleika á staðkennslu ef aðstæður leyfa.

„Stíflan mun drepa okkur“

Egyptar óttast að stífla sem byggð hefur verið í Eþíópíu muni leiða til hamfara í Egyptalandi. Þegar byrjað verði að fylla uppistöðulón stíflunnar muni mikill vatnsskortur verða í Egyptalandi en ástandið í landinu þykir þegar frekar slæmt.

Bein út­sending: Að lifa með veirunni

Samráðsfundur í formi vinnustofu fer fram milli klukkan 9 og 13 í dag þar sem fjallað verður um áframhaldandi aðgerðir vegna Covid-19 til lengri tíma litið.

Helltu sér yfir Trump og hvöttu fólk til að kjósa

Demókratar helltu sér yfir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á landsfundi flokksins í nótt. Fundurinn fer að mestu fram á netinu og í nótt fluttu Kamala Harris, Barack Obama, Hillary Clinton og aðrir ræður þar sem þau gagnrýndu forsetann harðlega og hvöttu íbúa Bandaríkjanna til að kjósa gegn honum.

Virðist í upp­sveiflu víðs vegar um Evrópu

Kórónuveirufaraldurinn virðist nú í uppsveiflu víðs vegar um Evrópu og í mörgum löndum álfunnar voru staðfest smit í gær fleiri en þau hafa verið um mánaðaskeið.

Eldhafið í Kaliforníu ógnar þúsundum heimila

Gróðureldar í norðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum ógna þúsundum heimila. Erfitt er fyrir slökkviliðsmenn að nálgast þá vegna landslagsins, sem er bratt og þakið giljum.

Brimborg og Askja inn­kalla bif­reiðar

Bílaumboðin Askja og Brimborg hafa þurft að innkalla bíla í gær og fyrradag. Askja tilkynnt um innköllun á 20 Mercedens-Benz X-Class pallbílum. Brimborg hefur tilkynnt um innköllun á 22 Ford Kuga PHEV bíla.

Lúkasjenko fengið nóg og vill að mótmælin verði kveðin niður

Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, hefur fyrirskipað að mótmælaalda sem staðið hefur yfir í landinu undanfarna tíu daga verði kveðin niður með snarhasti. Mótmælin hófust eftir að Lúkasjenkó var endurkjörinn í fimmta sinn í forsetakosningum.

Krefjast þess að forseti Malí verði látinn laus

Ríkisstjórn Frakklands hefur krafist þess að valdaræningjar í Afríkuríkinu Malí sleppi forsetanum Ibrahim Boubacar Keita tafarlaust úr haldi en malíski herinn framdi valdarán í gær, þriðjudag.

Ekki krotað meira á veggi í tvö ár

Þrátt fyrir að færri eignaspjöll hafi verið framin á höfuðborgarsvæðinu í júlí en í júní hafa ekki verið framin fleiri „meiriháttar eignaspjöll“ í einum mánuði síðan í október

Almenningur geti ekki krafist kvittana Þórdísar

Jón Ólafsson, prófessor í heimspeki, segir að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, hafi stigið rétt skef þegar hún bað skrifstofu löggjafarmála í forsætisráðuneytinu um að leggja mat á það hvort hún hafi farið á svig við siðareglur með umdeildum vinkonuhittingi um helgina. Hann telur þörf á endurskoðun siðareglna til að þær endurspegli nútímann betur.

Sér fyrir sér skimanir á meðan veiran er í vexti er­lendis

Nýjar reglur um skimanir á landamærum tóku gildi á miðnætti. Fjórum ferðum Icelandair hefur verið aflýst í dag. Sóttvarnalæknir sér fyrir sér hertar takmarkanir á landamærum um mánaðabil eða á meðan veiran er í vexti erlendis.

Sjá næstu 50 fréttir