Fleiri fréttir

Bretaprins finnur enn hvorki bragð né lykt

Karl Bretaprins glímir enn við afleiðingar kórónuveirusýkingarinnar sem hrjáði hann í mars síðastliðinn en bragð- og þefskyn prinsins hefur ekki batnað.

Trump tilkynnir breytingar á löggæslu

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skrifaði í dag undir forsetatilskipun sem ætlað er að leiða til endurbóta á löggæslu þar í landi.

Lilja tekur við sem sveitarstjóri Rangárþings eystra

Sveitarstjórnarmaðurinn Lilja Einarsdóttir hefur verið ráðin nýr sveitarstjóri Rangárþings eystra frá og með gærdeginum en Lilja hefur setið í sveitarstjórn í 10 ár og síðustu sex árin sem oddviti.

Ingibjörg nýr formaður Félags eldri borgara

Á aðalfundi Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni var Ingibjörg Sverrisdóttir kjörin nýr formaður FEB en framboð Ingibjargar hlaut 62% greiddra atkvæða í formannskjöri.

Darmowy wstęp do ZOO

20 czerwca, wstęp do parku rodzinnego i ZOO w Reykjaviku będzie bezpłatny.

Enn syrtir í álinn á Kóreuskaga

Suður-Kóreustjórn varaði Norður-Kóreu í dag við frekari aðgerðum á landamærunum eftir að einræðisríkið sprengdi hús samvinnustofnunar ríkjanna í loft upp í morgun.

Bútaði niður Vatnajökul eins og veikindin

Ellefu konur, flestar á fimmtugsaldri slógu met þegar þær þveruðu Vatnajökul á átta dögum. Þær kalla sig Snjódrífurnar og hafa nú þegar safnað um fimm milljónum króna fyrir félögin Kraft og Líf.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Tveir greindust með Covid-19 við komuna til landsins í gær af rúmlega níu hundruð manns sem fóru í sýnatöku.

Smituðu lögreglumann á Suðurlandi

Svo virðist sem að Rúmenarnir tveir sem komu hingað til lands í síðustu viku og reyndust smitaðir af kórónuveirunni hafi smitað lögreglumann hjá Lögreglunni á Suðurlandi, en lögreglan þurfti að hafa afskipti af mönnunum.

Myndi þiggja afsökunarbeiðni frá Bjarna

Fyrrverandi ritstjóri norræns fræðitímarits myndi þiggja afsökunarbeiðni frá fjármálaráðherra þar sem hann hafi sakað sig um vinahygli á fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í gær. Umfjöllun um mál Þorvaldar Gylfasonar hefur vakið athygli utan landsteinanna.

Arnfríður hæfust í Landsrétt

Það er niðurstaða dómnefndar um hæfni umsækjenda um embætti dómara að Arnfríður Einarsdóttir sé hæfust umsækjenda til að gegna stöðu dómara við Landsrétt.

Mennirnir þrír enn ófundnir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn að þremur karlmönnum sem lýst er eftir vegna brota á sóttkví.

Á­standið í Peking vegna kórónu­veirunnar graf­alvar­legt

Yfirvöld í Peking segja nýjustu útbreiðslu kórónuveirufaraldursins mjög alvarlega. Tugir nýrra tilfella hafa komið upp á síðustu dögum og í kjölfarið hefur íþrótta- og viðburðastöðum verið lokað og ferðabann verið sett í gildi.

Þrír ind­verskir her­menn létust í á­tökum við kín­verska herinn

Þrír indverskir hermenn létu lífið í átökum við kínverska herinn í Ladakh vegna deilna um Kasmír héraðið. Samkvæmt upplýsingum frá indverska hernum sem birtar voru á vef breska ríkisútvarpsins munu yfirmenn beggja herja funda til að koma í veg fyrir frekari átök og bættu við að báðar hliðar hafi orðið fyrir áfalli.

Golden State-morðinginn sagður ætla að játa til að forðast aftöku

Joseph James DeAngelo, sem ákærður var árið 2018 fyrir morð, mannrán og nauðganir sem tengd voru hinum svokallaða Golden State-morðingja yfir langt tímabil, mun játa á sig sök í málinu til þess að sleppa við það að vera tekinn að lífi fyrir glæpi sína.

Sam­særis­kenningar og framand­legar full­yrðingar for­seta­fram­bjóðanda

Framandlegar kenningar um að afganskir karlmenn gætu reynt að komast inn í Kvennaathvarfið og að milljarðamæringurinn George Soros sé með áætlun um að loka öllum vefsíðum hægrimanna er á meðal þess sem forsetaframbjóðandinn Guðmundur Franklín Jónsson hefur haldið fram sem álitsgjafi á Útvarpi Sögu undanfarin ár.

Trump kallar her­menn í Þýska­landi heim vegna NATO-deilna

Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á mánudag að hann hygðist kalla bandaríska hermenn í Þýskalandi heim vegna þess að Þýskaland hafi ekki styrkt NATO samkvæmt samkomulagi og sakaði landið um að misnota Bandaríkin í viðskiptum.

Sjá næstu 50 fréttir