Fleiri fréttir

Fólkið í sóttkví kom að utan

Athygli vakti við uppfærslu tölulegra gagna á Covid.is í gær að á meðan flestar tölur lækkuðu þá fjölgaði fólki hér á landi í sóttkví um 133. Um var að ræða fólk sem var að koma til landsins í gegnum Keflavíkurflugvöll eða Norrænu.

Svona verður fyrir­komu­lagið í sund­laugunum 18. maí

Sóttvarnalæknir mun leggja það til að fjöldi gesta í sundlaugum, sem ráðgert er að opni á ný eftir samkomubann nú á mánudaginn, fari fyrst um sinn ekki yfir helmingsfjölda gesta sem starfsleyfi hverrar laugar kveður á um.

Fundu ellefu kíló af amfetamíni við húsleit

Þrír karlmenn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 25. maí vegna umfangsmikils máls er snýr að skipulagðri brotastarfsemi. Lagt var hald á ellefu kíló af amfetamíni og búnað sem talinn er hafa verið notaður við framleiðslu efnisins.

200 mega koma saman 25. maí

Sóttvarnalæknir mun leggja það til við heilbrigðisráðherra á næstu dögum að fjöldamörk samkomubanns verði miðuð við 200 manns frá og með 25. maí,

Ósátt við að stúdentar fái ekki atvinnuleysisbætur

Forsvarsmenn stúdentahreyfingarinnar segjast ósáttir við að atvinnuleysisbætur til námsmanna hafi ekki verið hluti af aðgerðum til handa stúdentum sem ráðherrar mennta- og félagsmála kynntu á blaðamannafundi í dag.

Manafort færður í stofufangelsi

Paul Manafort, fyrrverandi framkvæmdastjóra forsetaframboðs Donald Trump, hefur verið færður í stofufangelsi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar.

Staðan í Suður-Ameríku er mun verri en opinberar tölur gefa til kynna

Þrátt fyrir að opinberar tölur sýni ekki fram á það er útlit fyrir að faraldur nýju kórónuveirunnar í Suður-Ameríku sé á pari við faraldurinn í Evrópu og jafnvel í New York. Faraldurinn í Suður-Ameríku hefur þar að auki fengið mun minni athygli en víðast hvar annarsstaðar.

Eitt nýtt smit í gær

Í fyrsta skipti í sex daga greindist nýtt smit kórónuveiru hér á landi.

Icelandair sá sér ekki fært að halda viðræðum áfram á grundvelli tilboðs flugfreyja

Samningafundur Flugfreyja og Icelandair, sem hófst klukkan ellefu í morgun, stóð yfir í klukkustund áður en honum var frestað. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir í samtali við fréttastofu að samninganefnd Icelandair hefði ekki séð sér fært að halda viðræðum áfram á grundvelli þess tilboðs sem samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands hefur lagt fram.

Skilur örvæntinguna og ræðir við bareigendur

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir að yfirvöld muni heyra í fulltrúum kráareigenda á næstu dögum vegna þeirra takmarkana sem verið hafa á starfsemi skemmtistaða og kráa vegna kórónuveirufaraldursins.

Kynna aðgerðir fyrir námsmenn í dag

Boðað hefur verið til blaðamannafundar í dag þar sem aðgerðir stjórnvalda er snúa að sumarnámi í framhalds- og háskólum, sem og atvinnumöguleikum námsmanna, verða kynntar.

Krían komin til Grímseyjar

Fyrstu kríurnar eru mættar í Grímsey þetta sumarið en þar er alla jafna mikil kríubyggð yfir sumartímann.

Engin ný smit í Taílandi

Landið var það fyrsta utan Kína sem greindi nýju kórónuveiruna og eru yfirvöld þess að íhuga að draga úr takmörkunum á viðskiptalífinu og ferðafrelsi.

Fordómar koma niður á viðbrögðum við nýjum smitum

Á meðan yfirvöld Suður-Kóreu reyna að bregðast við nýjum smitum af Covid-19 sem tengjast skemmtistöðum í Seoul, hafa fordómar gegn samkynhneigðu fólki komið niður á baráttunni. Hótanir og áreiti hefur leitt til þess að fólk forðast að gangast próf.

Toyota reiknar með 80% samdrætti

Toyota reiknar með að umtalsverður samdráttur verði í sölu á nýjum bílum og gerir ráð fyrir 80% samdrætti í hagnaði.

Sameiginlegt verkefni að ná langtímasamningum

Forstjóri Icelandair segir það sameiginlegt verkefni félagsins og starfsmanna að ganga frá langtímasamningum til þess að geta sýnt væntanlegum fjárfestum fram á samkeppnishæfni flugfélagsins. Í viðræðum við flugstéttir sé lögð áhersla á að auka vinnuframlag en verja ráðstöfunartekjur starfsmanna.

Ótímabær opnun gæti leitt til óþarfa dauðsfalla

Einn helsti yfirmaður sóttvarna í Bandaríkjunum sagði Bandaríkjaþingi í dag að verði takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins aflétt of snemma gæti það leitt til frekari útbreiðslu veirunnar og óþarfa dauðsfalla. Fjöldi ríkja er byrjaðu að slaka á aðgerðum eða hafa það í hyggju, meðal annars að áeggjan Donalds Trump forseta.

Landsvirkjun býst við sterkri eftirspurn þegar kreppu lýkur

Forstjóri Landsvirkjunar spáir því að sterk eftirspurn verði eftir íslenskri orku þegar kreppunni lýkur og skoðar fyrirtækið núna hvort hægt verði að taka ákvörðun síðar á árinu um að hefja undirbúningsframkvæmdir við næstu stórvirkjun.

Flugfreyjur funda enn í Karphúsinu

Samningafundur Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair sem fram fer í húsakynnum ríkissáttasemjara í Karphúsinu stendur enn yfir en fundahöld hófust í kvöld klukkan 20.

Samþykktu lög um vernd uppljóstrara

Frumvarp um vernd uppljóstrara var samþykkt mótatkvæðalaust á Alþingi nú í kvöld. Nýju lögunum er ætlað að stuðla að því að upplýst verði um lögbrot og aðra ámælisverða háttsemi með því að veita uppljóstrurum vernd fyrir óréttlátri meðferð eins og uppsögn eða kjaraskerðingu.

Sjá næstu 50 fréttir